Alþýðublaðið - 02.10.1960, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 02.10.1960, Blaðsíða 11
Þegar hann var búinn að hneppa að sér jakkanum voru þeir búnir að hella whisky í glösin. „Viltu líka Sam?“ spurði Duncan. „Já mikið og sterkt“, svar- aði Moraine. Duncan ýtti glasi til hans og Moraine lyfti því, „Jæja, strákar“, sagði hann glaðlega, „skálfyrir glæpum!“ Phil Duncan lagði tómt glasið frá sér og hneppti frakkanum að sér. Komdu nú Sam“, sagði hann“, mér finnst þetta ekki jafn skemmtilegt og þér. — Farðu í frakka og komdu“. Moraine klæddi sig þegj- andi í frakkann og náði í hattinn sinn. Það beið bíll eftir þeim fyr- ir utan. Morden ók, Lott sat hjá honum en Duncan og Mo- .raine voru í aftur sætinu, „Andskoti hvasst“. agði Morden um leið og hann ók af :stað. Duncan svaraði engu. Þeir óku eftir dimmri hlið- argötu og námu staðar við drungalegt hús. Mennirnir gengu inn, Lott gekk fremstur og að dyrum, opnaði þær og gekk eftir gangi að öðrum og gekk svo inn í herbergi sem var jafn sótthreinsað og einmanalegt og sjúkraherbergi sem stend- ur autt. Mannslíkami lá' undir laki á borði. „Sjáðu til Sam“, sagði Phil Duncan og rödd hans var líkust rödd vélmennis. „Við viljum aðeins .. Sam Moraine sá út undan sér að Barney Morden tók í lakið. Hann bjó sig undir á- fallið. Morden reif lakið af. Sam Moraine starði á illa leikið konu lík. Andlit henn- ar var blóðstokkið og hár hennar var svo klesst af blóði að það límdist að andliti hennar. Höfuðkúpan hafði verið brotin af höggi og andlit hennar allt skakkt. Annað aug að hékk út úr augnatóptinni. „Guð minn góður!“ sagði Sam Moraine og riðaði við. Þetta var lík Ann Hartwell. „Hvenær sástu hana síðast Sám?“ spurði Duncan. Moraine leit í augu hans. Morden tók um handlegg hans og neyddi hann til að líta aft- ur á líkið. „Líttu á hana“, sagði hann. „Sjáðu, hvernig hún er útleikin, segðu okkur hver sló hana“. Moraine snerist reiðilega á hæl. „Hvað eruð þið að reyna að gera?“ spurði hann. „Er þetta þriðja gráðu yfirheyrsla? — Andskotinn eigi þig Barney! Ég hef alltaf komið fram við þig eins og vin minn. Þú hefur drukkið mitt vín, spilað við mig póker á skrifstofunni og heima hjá mér. Ég veit ekki til þess að þú hafir nokkru sinni gert neitt fyrir mig. Ég hef umborið þig vegna þess að þú ert vinur Phils. Nú sýnir þú hvaða mann þú hefur að 17 geyma! Leyfðu þér að snerta mig einu sinni enn og ég skal brjóta nefið á þér! Skilurðu það?“ Duncan gekk á milli þeirra „Þetta er _ nóg Barney", sagði hann „Ég var búinn að segja þér að ég skyldi sjá um þetta. Það er ekki hægt að koma svona fram við Sam“. Barney Morden hikaði augnablik og lét svo undan. „Veiztu eitthvað um þetta, Sam?“ spurði Duncan. „Nei!“ sagði Moraine með mikilli áherzlu. „Ég þarf víst ekki að segja þér hvílíkt áfall þetta er fyrir mig Phil. Síðast þegar ég sá hana var hún klædd í silki. Hún var nýkom- in úr baði, en hún hafði samt gefið sér tíma til að leggja hárið á sér og laga til á sér andlitið og hún leit vel út. Hún vissi það líka“. „Ég er enginn dýrðlingur. Mér finnst gaman að horfa á fallegar konur. Stundum fell ég meira að segja fyrir freist- ingunni. Þessi kona var ekki mín manngerð en hún leit skratti vel út. Ég hafði ekki einu sinni séð hana áður en ég borgaði __ lausnargjaldið fyrir hana. Ég hafði ekki minnstu hugmynd um að það væri hún þarna undir lak- inu“. „Lík hennar“, sagði Duncan dræmt“, fannst við járnbraut- arteinana á horninu á Maple- hurst og Sixth Avenúe. Það er ekki líklegt, að hún hafi ver- ið drepin þar. Líkið var aðeins skilið þar eftir. Því hefur sennilega verið hent af vöru- bíl eða venjulegum bíl“. „ J árnbrautaráætlanirnar sýna að það var von á lest til Maplehurst klukkan tíu mín- útur yfir tíu og á farþegalest klukkan fjörutíu og sjö mín- útur yfir tíu. Þetta eru einu lestirnar, sem fóru þarna um frá níu um kvöldið til eitt um morguninn. Hún var myrt mffli tíu og hálf tólf“. „Þú fórst héðan klukkan ellefu. Þú getur hafa tekið bíl til Sixth Avenue og Maple- hurst. Það hringdi kona til þín klukkan tíu mínútur í ellefu. Hún bað þig um að koma strax. Hún var mjög æst“. Moraine leit í augun f rík-. Hreingerningar Siml 19407 ROLLS ROYCE STEINAVÖR H.F. tilkynnir hér með að þeim hefur verið veitt einkaumhoð á íslandi fyrir hinar heimsfrægu ROLLS - ROYCE DÍSEL BÁTAVÉLAR ROLLS—ROYCE vélarnar eru framleiddar sem aðal vélar, í skip og sem ljósavélar, í stærðum 100 til 400 hestöfl. Vér munum ávallt hafa fyrirliggjandi nægilegar hyrgðir af varahlutum. Vélaverkstæði Björns £• Halldórs, Síðumúla 9, Reykjavík hefur tekið að sér að annast viðgerðir og eftirlit með vélum þeim er seldar verða til landsins. Allar oánari uPPlýsingar hjá NORÐURSTÍG 7, REYKJAVIK, SIMI 24 1 23. AlþýðublaðiS — 2.. okt. 1960 ^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.