Alþýðublaðið - 02.10.1960, Blaðsíða 3
Á AÐALFUNDI félagasam-
takanna Vernd sl. þriðjudag
var samþykkt tillaga þess efnis,
að samtökin beittu sér fyrir bví
að sett yrðu á stofn heimili í
LeiÖrétting
MEINLEG prentvilla slædd-
ist inn í grein á baksíðu blaðs-
ins í gær, þar sem skýrt var frá
staðfestingu miðstjórnar A.
S. f. á ofbeldi kommúnista í
stjórn Dagsbrúnar. Rétt er
málsgreinin þannig;
„Samkvæmt upplýsingum
miðstjórnarinnar hafa auk þess
64 meðlimir undirritað áskor-
unina, sem Dagsbrúnarstjórnin
heitir um full félagsréttindi,
þar af 51, sem haldið er ólög-
lega á aukameðlimaskrá, 6 sem
gleymdu að rita heimilisfang
við nafn sitt á listunum og 7
sem skulda, en ekki er gefinn
kostur á að greiða félagsgjöld
sín, til þess að öðlast full rétt-
indi“.
Reykjavík fyrir þurfandi menn,
sem lokið hafa eða bíða dóms.
Þetta heimili hefði fyrst og
fremst gistiherbergi og mötu-
neyti, þar sem einstaklingar
gætu fengið aðhlynningu á með
an þeir dveljast í Reykjavík.
Sömuleiðis yrðu þar vinnu-
stofur og samkomustaður fyrir
þessa menn. Heimili þetta hefði
einnig það hlutverk á hendi, að
annast vinnumiðlun fyrir þá,
og með hjálp sérfróðra manna
að stuðla að því að gera þá að
nýtum þjóðfélagsþegnum.
Aðalfundur Verndar var
haldinn í Tjarnarkaffi 27. sept.
sl. Fundarstjóri var kjörinn dr.
Gunnlaugur Þórðarson, en
fundarritari dr. Matthías Jón-
asson próf. Var fundurinn mjög
vel sóttur og mikill áhugi ríkj-
andi á verkefnunum. Formaður
samtakanna, frú Þóra Einars-
dóttir, flutti skýrslu stjórnar-
innar og rakti um leið að
nokkru tildrögin að stoínun
samtakanna, Þau voru stofnuð
6. apríl 1959 og í þeim tilgangi
að hjálpa og hafa eftirlit með
fólki, sem gerzt hefur brotlegt
við refsilöggjöf landsins.
Síðan drap formaður á helztu
viðfangsefni samtakanna á
liðnu starfsári. Mjög hafði ver-
ið unnið að útbreiðslumálum.
Nú eru 130 einstaklingar, 14
félög og 31 fyrirtæki aðilar að
'Vernd og hafa með framlögum
sínum styrkt samtökin á ýms-
an hátt. Á árinu var ráðinn
framkvæmdastjóri Axel Kvar-
r.n stud jur. Skrifstofa samtak-
anna er í Aðalstræti 18, og hafa
fjölmargir leitað þangað.
Á aðfangadagskvöld í fyrra
gekkst Vernd fyrir jólafagnaði
fyrir heimilislausa einstaklinga
og notuðu 30 manns sér það. —
Samtökin hafa notið aðstoðar
ýmissa aðila, fengið viðurkenn-
ingu stjórnarvalda og fjárveit-
ingu á fjárlögum. Vernd hefur
frá upphafi haft samráð við
Óskar Clausen rithöfund og
unnið að lausn ýmissa mála í
samráði við hann. Lögfræðileg-
ur ráðunautur samtakanna hef-
ur verið ráðinn Guðmundur
Yngvi Sigurðsson.
Tilkynning
Nr. 25/1960.
Verðlagsnefnd hefur ákveðið hámarksverð á eftirtöld
um unnum kjötvörum svo sem hér segir:
Heildsöluverð: Smásöluverð:
Vínarpylsur, pr. kg. . kr. 25,25 kr. 31,00
Kindabjúgu, pr. kg.... — 24,40 — 30,00
Kjötfars, pr. kg........— 15,95 — 20,00
Kindakæfa, pr. kg.......— 33,00 — 44,00
Söluskattur er innifalinn í verðinu.
Reykjavík 1. október 1960.
Verðlagsstj órinn.
Stjórn 'Verndar skipa: Þóra
Einarsdóttir, formaður; séra
Bragi Friðriksson, varaformað-
ur; Lára Sigurbjörnsdóttir, rit-
ari; Benedikt Bjarklind, dóm-
fulltrúi, gjaldkeri; Rannveig1
Þorsteinsdóttir, hrl.; Helgi Vig-
fússon, forstjóri; og Baldur
Möller, stjórnarráðsfulltrúi, —
skipaður af dómsmálaráðuneyt-
inu. Varastjórn er þannig skip-
uð: Sigríður J. Magnússon,
form. KRFÍ, Guðmundur Jó-
hannsson, forstjóri, Guðmund-
ur Yngvi Sigurðsson, lögfræð-
ingur, og Óskar Clausen, rithöf-
undur. Endurskoðendur; Dr.
Dr. Gunnlaugur Þórðarson og
dr. Ásmundut Guðmundsson,
biskup.
Ketil
syngur
KETILL Jensson óperu-
söngvari heldur söng-
skemmtun í Gamla bíói
næstkomandi þriðjudag kl.
7,15.Undirleik annast Skúli
Halldórsson tónskáld. Á
efnisskránni eru innlend
og erlend lög, bæði söng-
lög og lélt ítölsk lögt.
Ketill hefur ekki getað
helgað sig söng undan-
farin ár sem skyldi vegna
atvinnu sinnar. En að ósk
og áeggjan vina og kunn-
ingja, sem finnst að of
hljótt hafi verið um hann
að undanförnu, gefst nú
bæjarbúum kostur á að
hlýða á söng Ketils Jens-
sonar. Hefur hann æft af
kappi í sumar með aðstoð
Skúla Halldórssonar.
Ketill kom fyrst fram
sem einsöngvari árið 1948
með Karlakór Reykjavík-
ur. í ársbyrjun 1949 hélt ■:
hann til Ítalíu til söng-
náms, kom heim í árslok 1
1951 og hélt sínar fyrstu
söngskemmtanir með að-
stoð Fritz Weisshappel í ‘
Gamlabíói í febrúar 1952;
Fór síðan tvívegis aftur ■
til Ítalíu til frekara söng- '
náms og í febrúar 1955 r
hélt hann aftur söng- »
skemmtanir í Gamla bíói.
Árið 1955 fékk Ketill
styrk frá Menntamála- f
ráði til söngnáms í Vest- _
ur-Þýzkalandi og dvald- l’
ist þar í 3 mánuði. f
Meðan Ketill var við
nám á Ítalíu söng hann
m,. a. aðaltenorhlutverkið
(Egardo) í óp. Lucia dij,
Lammermoor eftir Donni-
zetti í Rovello Porro, sem *=
er bær skammt frá Míl-
ano. Hér heima liefur
hann sungið í óperettunni
Leðurblakan eftir J.
Strauss og óp. Cavalleria
Rusticana eftir Mascani í
Þjóðleikhúsinu og við ,
f jölda mörg tækifæri bæði
í Reykjavík og úti á landi. >'
Myndin sýnir þá Ketil
og Skúla að æfingu á heim
ili tónskáldsins.
HMWWWWMMMWWWMMMMWMMMmWMMMWWWW
• 'f
Sigga Vigga
Aöalfundur
FUJ í
Hafnarfiröi
ABALFUNDUR FUJ
í Hafnarfirði verðúr
haldinn nk. mánudagskv.-
kl. 8,30 í Alþýðuhúsinu
við Strandgötu. Á fundin-
um fara fram venjuleg;
aðalfundarstörf og eru fé
-lagar hvattir tii þess að
f jölmenna.
— 2. okt. 1960 3
Alþýðublaðið