Alþýðublaðið - 12.10.1960, Blaðsíða 15
hefur eiginlega gengiS á hér?
Það hefur einhver karlmað-
ur verið hjá þér? Hver er
það . . . lögreglan?11
„Vertu ekki svona heimsk-
ur“, sagði hún jafn hávær.
„Það er enginn hér“.
„Ég hef nú samt hugsað
mér að athuga það betur“.
„Alls ekki góði! Þetta er
ekki þín íbúð“.
„Vert þú ekki að reyna að
leika á mig, vinan. Lögreglan
er á hælunum á mér.
„Hvers vegna? Er hún að
leyta að mér?“
„Vertu ekki svona heimsk.
Hver heldurðu að sé að leyta
að Gertrude Chester. Það veit
enginn hver þú ert.“
„Hvað vill lögreglan þá?“
„Það er helvítis fíflið hann
Moraine sem kom þessu öllu
af stað. Þeir hafa rakið slóð
hans hingað og eru á hælun-
um á honum. Heyrðu, ég vil
fá að líta inn í þennan skáp.“
„Farðu til helvítis.11
Hún þreif lykilinn úr
skránni.
„Reyndu að taka hann af
mér,“ sagði hún sigri hrós-
andi. „Þú getur ekki opnað
skápinn fyrr en þér hefur tek
izt það.“
„Ég meinti ekkert með
þessu,“ sagði hann. „Eg er að
eins slæmur á taugum. Kom-
þú fram í eldhús og gefðu mér
eitthvað að borða.“
Hún benti á tösku Morain-
es.
Wickes tók hana upp og
leit á hana.
Þau læddust bæði út.
18.
Sam Moraine var ánægju-
legur á svipinn, þegar hann
kom út úr eldhúsinu.
„Vel gert!“ sagði hann. —
„Það hefði ekki tekizt betur
þó þið' hefðuð æft það. Doris
Bender starði á hana með gal-
opnum munni, augu hennar
voru stór af skelfingu. Wickes
henti töskunni frá sér og
stakk hendinni í vasann. Mor-
aine stökk á hann.
Wickes var að reyna að ná
byssunni úr vasa sínum, en
hnefi Moraines lenti beint á
kjálka hans og hann féll við.
Um leið og hann datt greip
hann dauðahaldi í buxna-
skálm Moraines, sparkaði í
legg hans og reyndi að draga
hann niður með sér.
Doris Bender seildist eftir
byssunni. Moraine greip um
ökla hennar og hún missti fót-
festuna. Hann hnykkti á og
hún datt á grúfu. Hún sleit
sig af honum og sparkaði
framan f hann.
Þegar Moraine var að
reyna áð komast undan spark
andi fótleggjum hennar tókst
Wickes að slíta sig lausan.
Moraine skreið eftir gólfinu
og Doris Bender veinaði: —
„Byssan, hann er að reyna að
ná í byssuna!“
Wickes henti sér á Moraine
og náði í fótlegg hans, en
Moraine var þegar kominn
of langt, hann hafði náð byss
Unni og snéri sér við og barði
Vv 'ckes á hnakkann Wickes
linaði tökin. Moraine settist
upp miðaði byssunni á hann
og sagði: „Svona, nú skulum
við ræða saman.“
„Segðu ekkert!“ veinaði
Doris Bender. „Hann er
hættulegur, Tom. Hann veiðir
þig í gildru.“
Moraine glotti til Wickes
og sagði: „Eg sá skeytið sem
Doris sendi þér og ég veit
eftir hverju þú ert að sækj-
ast.“ ' ;
Doris Bender brast í grát.
„S s s s krattinn taki þig,“
kjökraði hún. „Eg vissi alltaf
að þú varst of f f fljótur fyrir
okkur.“
Wickes bar aðra höndina
að hnakkanum þar sem Moi'-
aine hafði slegið hann og
sagði: „þegiðu Dorry.“
Moraine miðaði byssunni á
V/ickes.
„Hvar varstu vinur, þegar
Ann Hartwell var- myrt?“ —
spurði hann.
„Þú getur ekki sakað mig
um það,“ stundi Wickes. „Eg
hef fjarvistarsönnun.“
„Hvar varstu, þegar Dixon
var myrtur?“
„Það kemur þér ekki við.“
Moraine sagði eins og í
draumi: „Það nam bíll staðar
rétt hjá húsi Dixons. Ann
Hartwell fór út og gekk að
húsinu. Það var einhver sem
ók þeim bíl. Það væri gott
fyrir þig að geta sannað að
þú hafir ekið honum.“
„Ja,“ sagði Wickes, „það
kæmi sér vel fyrir mig. Síð-
asti maðurinn, sem sá hana
á lífi — og annað álíka.“
„Alls ekki,“ sagði Moraine
ánægjulega. „Það var vitni
sem sá bílinn koma, stúlkuna
stíga út og bílinn aka á brott.
Þá væri ekki lengur hægt að
gruna þig um að hafa drepið
Ann og ef þú hefur ekið á
brott, er engin hætta á að þeir
saki þig um að hafa myrt
Dixon.“
‘„Þeir geta ekki sakað mig
um það.“
„Þeir geta svo margt nú til
dags. Það er enginn vandi
fyrir laginn saksóknara sem
hefur stuðning mikilmetins
stjórnmálamanns að láta
dæma mann fyrir morð.“
„Farðu til helvítis,“ kjökr-
aði Wickes.
„’Við skulum líta á það frá
öðru sjónarmiði,“ hélt Mora-
ine áfram. „Þú, Doris og Ann
komuð ykkur saman um að
svíkja Thorne fyrir Dixon.
Þið vissuð að Dixon ætlaði
■að leggja það fyrir hæstarátt.
Doris stakk fyrst af, svo lét
ég þig vita, að Ann hefði ver-
ið myrt. Þá varstu hræddur
og hringdir til Dorisar.“
„Það er lýgi,“ gargaði
Wickes.
Moraine hristi höfuðið
hæðnislega og sagði: „Við
skulum halda okkur við efn-
ið. Þú komst að því skömmu
áður en þú fórst að Dixon
var dauður. Það setti strik í
reikninginn Svo fórstu að
hugsa um hvað hefði skeð
með skjölin. Þér fannst þú
verða að komast að því. Thor-
ne hefði ekki dottið í hug að
þú hefðir verið með í því að
svíkja hann — ekki fyrst.
Hann hefði talað við Ann og
Doris. Þegar Doris vissi að
það var ég sem hafði náð í
skjölin, vildi hún ná í þau til
að koma í veg fyrir að Tor-
ne kæmist að sannleikanum.“
„Það er lýgi!“ kallaði Dor-
is.
„Reyndu að finna eitthvað
annað að segja,“ sagði Mora-
ine. „Eg held þú hafir slitið
þessari setningu um of. En
við skulum tala saman meðan
tækifæri gefst. Eg get senni-
lega komið í veg fyrir dauða-
refsingu Wickes, ef þú viður-
kennir morðið á Dixon. Eg
þekki nefnilega ríkissaksókn-
arann. Vitanlega verður þú
að viðurkenna að það varst
þú sem ókst bílnum, svo ekki
verður þú sakaður um morð-
ið á Ann Hartwell.“
Wickes starði á Doris Ben-
der. Hann var greinilega á
báðum áttum.
„Vertu ekki svona heimsk-
ur,“ sagði hún bitur. „Hann
er að reyna að fá þig til að“ • .
Dyrnar hentust upp. Bar-
ney Morden og Carl Thorne
ruddust inn. Bak við þá
glitti í háan, sterklegan mann
— hann tróðst einnig inn og
skellti dyrunum.
„Svo,“ sagði Morden og
leit á þau.
Moraine andvarpaði og
sagði: „Þú ert alltaf á ferð-
inni, Barney. Hvers vegna
ertu aldrei heima hjá þér?“
Thorne steig í áttina til
hans. „Við erum búnir að ná
þér góði.“
„Þér hafið ekki náð nein-
um“, sagði Moraine. „Þér
hafið ekki neitt val hér.
Snertið mig og ég skal ....“
„Vertu ekki svona heimsk
ur Sam“, sagði Barn’ey Mord
en. „Þetta er George Stegens
lögreglustjórinn hér. Við get
um leyft okkur hvað sem
er. Við höfum heimild til að
rannsaka þetta herbergi og
hvers sem er. Og þú sleppur
ekki.“
Doris B.ender stökk á fæt-
ur og hljóp til Carls Thorne.
„Carl!“ kallaði hún“. „Carl
verndaðu mig!’!
Hann hrinti henni frá sér.
„Svikatíkin þín . . . “
„Nei, nei,“ veinaði hún.
„Þú skilur þetta ekki! Þessi
maður stal skjölunum mín-
um!“
„Hvaða skjölum?“ spurði
Thorne.
, ,Hraðritunarbókunum
hennar Ann og öllum skjöl
unum sem við vorum með.
Hann seldi Dixon þau og svo
drap hann Dixon og tók skjöl
in. Þau eru í töskunni
þarna“.
Thorne stökk til töskunn-
ar.
Moraine hljóp til hans.
„Leyfðu þér ekki að snerta
töskuna þá arna“, sagði
hann. „Ég krefst þess að fá
að sjá heimild frá lögregl-
unni til að skoða hana. Ég
vil að rétt yfirvöld fái þessa
tösku og . . .“
Barne Morden sló Mora-
ine utan undir.
Moraine hrökklaðist aftur
á bak og missti byssuna.
Thorne sagði: „Taskan er
lokuð. Hefurðu þjófalykla?“
„Skerðu lokið af“, sagði
Morden.
„Ég vil heldur reyna að
opna hana“, svaraði Thorne.
„Við skulum heldur opna
hana á minni skrifstofu. Það
getur verið að við finnum
sönnunargögn fyrir morðinu
í henni. Það kemur handtök
unni ekkert við Stevens“.
Morden lét sem hann sæi
klút yfir varir sér og sagði:
„Farðu til helvítis Barney!
Ég skal borga þér þetta“.
Moden lét sem hann sæi
hann ekki.
Wickes staulaðist á fætur
og sagði: „Sláðu hann einu
sinni fyrir mig“.
Morden lét sem hann sæi
Wickes ekki og snéri sér áð
Thorne.
„Þú verður að útskýra það
fyrir Stevens Thorne að við
viijum gjarnan að ■ hann
geymi fagana leitthvað en’
sönnunargögnin verðum v.v.j51
að fá með okkur“.
„Ég er ekki svo viss um
það“. sagði Stevens.
Thorne tók peningaveskj
upp úr vasanum og handlék
það um sflund, svo stakk:
hann því aftur niður.
„Við skulum ekki ræða
það hér“, sagði hann“. Það
er betra að tala um það í eih
rúmi“.
Stevens ygldi sig sugsandi
á svip, svo kinkaði hann
kolli.
Moraine hélt vasaklútnum
að vörinni og sagði: „Þið
skulið ekki halda að þið getið
grafið mig hér. Eg skal koma
ýmsu á stað. Eg er á hóteli en
ekki í fangelsi og öll borgin
skal fá að vita að ég vil fá
lögfræðing áður en ég verð
settur inn.“
„Þegiðu, Sam,“ sagði Mor-;
den ópersónulega, „áður en
ég slæ þig aftur. Þú hefur'
verið valinn.“
„Valinn til hvers?“ spurði
Moraine.
„Valinn sem morðingi Pe-
te Dixons,“ sagði Morden.
„Þú varst of heimskur. Þú
hættir á allt of mikið og þú
tapaðir. Þessi taska er full af
skjölum sem sanna glæpinn á
þig.“
„Ætlarðu að leggja þessi
skjöl fram sem vitnisburð?“
spurði Moraine.
„Við leggjum ferðatöskuna
fram tóma,“ sagði Morden
reiðilega, „það er nóg til áð
sakfella þig.“
„Við skulum fyrst sjá hvað
í töskunni er,“ sagði Stevens.
„Það er alveg sama hver þaS
er, sem tekur töskuna með
sér, en það er vissara að af-
huga hann og innihald henn-
ar áður en einhver getur átt
við hana, svo að lögfræðing-
ur hans geti ekki sagt að við
höfum.“ ..
„Við skulum sjá um það,‘c
sagði Thorne. „Það er senni-
lega ekki neitt í töskunni
nema föt, en töskunni sjálfri
var stolið frá Dixon. Það
voru skjöl f henni, þegar
henni var stolið. Hann henti
skjölunum eitthvað og notaði
ferðatöskuna undir föt.“
„Eigum við ekki að opna
hana og athuga hvað er í
henni?“
„Nei,“ sagði Thorne og
hækkaði róminn. „Við eiguni
ekki að gera það.'1
Alþýðubláðið — l^^kt^BÚO is