Alþýðublaðið - 09.11.1960, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 09.11.1960, Blaðsíða 2
ÆílCæOHHKSJC® í 38Bt]ör«r. GIsll J. Astþórssen (áb.) og Benedlkt Gröndal. — Fulltraar rlt- j 9tJ6mar: Sigvaldi Hjálmarsson og Indriði G. Þorsteinsson. — Fréttastjórl: ! MJðrgvin Guömundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasím. j 14 900. — Aösetur: Aipýöuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. HverfiS- j |«ta 8—10. — Áskriftargjald: kr. 45,00 á mánuöi. í lausasílu kr. 3,00 eint. ‘ ÍStgafandl: AlþýöuHokkurina. — Framkvæmdastjóri: Sverrir Kjartansson Forsetakosningarnar TÆPLEGA 70 milljónir manna gengu í gær til ; atkvæða í Bandaríkjunum til að velja þjóð sinni j forseta til næstu fjögurra eða jafnvel átta ára. ; Þegar þetta er skrifað, hafa engin úrslit borizt og ekkert er vitað um örlög forsetaefnanna tveggja. Hins vegar er það Ijóst, að hvor sem sigr ! ar, þá munu Bandaríkin fá ungan mann og þrótt j mikinn til forustu, mann sem hefur heitið áfram haldandi þróun landsmála í áttina til meira jafn j réttis allra borgara, betri og jafnari lífskjara, full j ikomnari félagslöggjöfar til öryggis gömlum og sjúkum Hvor þeirra, sem sigrar, má vænta þrótt ! meiri þátttöku þessa lýðveldis í heimsmálum, ské ; leggari baráttu gegn útþenslu kommúnismans og } meiri stuðnings við hinar nýfrjálsu fyrrverandi ! nýlendur, :j Þessar kosningar voru stórfelld sýning á kost- 1 um — og einnig göllum — lýðræðisins. Ekki { íeyndi sér, að landshlutar, stéttir, hagsmunahóp j ar vinnandi manna og fjármagnseigenda, einstakl i ingamir sjálfir nutu fulls frelsis til að láta skoð- q anir sínar í ljós og berjast fyrir þeim. Ekki leyndi sér, að frambjóðendur urðu að ganga undir harða \ prófraun og almenningur fékk tækifæri til að sjá 4 og dæma um, hvernig þeir stæðu sig. | Það er eðli lýðræðisins, að það þykist ekki vera j alfullkomið, eins og einræðisskipulag jafnan 4 verður að telja þegnunum trú um, að það sé. Lýð 1 ræðið viðurkennir galla sína og tryggir, að ein- í mitt þeir séu rækilega afhjúpaðir, svo að unnt sé j «ð bæta úr þeim. Þetta atriði er oft túlkað sem j galli, þegar það er borið saman við einræði, þar j ^em hægt er að gera hluti án þess að spyrja i fólkið. En þetta er stærsti kostur lýðræðisins. Vonandi verða þessar forsetakosningar í Banda i ríkjunum til að auka skilning manna um heim I allan á eðli og kostum lýðræðisins. Sérstaklega er í þess að vænta, að hinar yngri þjóðir læri að meta 1 þetta skipulag og, þrói það með sér, onda þótt 4 það geti verið brokkgengt, meðan stjórnmála- þroski er á lágu stigi. Minningarorð: Guðmundur Mapússon skipstjóri Fæddur 26. okt. 1879 Dáinn 29. okt. 1960. I dag er til moldar borinn. einn hinna eldri og virðulegu skipstjóra, sem settu svip sinn á þá stétt nærfellt í þriðjung þessarar aldar. Guðmundur heitinn var fæddur 26. okt. 1879 í Hafnar- firði. Aðeins 14 ára að aldri byrjaði hann sinn sjómann- sferil, sem varð nokkuð langur. 1904 varð hann skipstjóri á skútu til ársins 1907, en þá byrj- uðu hin vélknúnu skip starf- semi sína, og eðlilega varð Guð- mundur með þeim allra fyrstu, sem tók við skipstjórn slíkra skipa, stundaði hann skipstjórn í aldarfjórðung á gufuskipum og mótorskipum. Sagt hefur mér verið, að svo hafi Guðmundur verið eftir- sóttur, að eitt sinn hafði hann úr mörgum skipstjórnarstöðum að velja. Sá, sem þessar línur ritar, var tvær vertíðir háseti með Guð- mundi heitnum. Fyrri vertíðin var á síldveiðum við Norður- land og várð aflinn ágætur, — vorum við með allra hæstu skipum. Seinna árið 1931 var ég enn háseti hans á bv. „Pap- ey“ frá Hafnarfirði, einnig þá varð aflinn metvertíð á svo litlu skipi. Vertíð þessi var erf- ið og umhleypingasöm, en eigi að síður var flesta dagana ver- ið að veiðum á Papey. Þá varð mér fyrst Ijóst hve fádæma góður stjórnandi á sjó Guð- mundur var. Útsjón 0g fyrir- hyggja, ljúfmennska og glað- værð við skipverja var það, sem mér fannst áberandi f fari skipstjórans. En eitt er þó ótalið af hans beztu sjómannshæfileikum, það var að sjá út veður. Var það | með eindæmum. Hef ég oft I hugsað um það síðan, hvernig það mætti ske, að sjá út veður- far, breytingar á veðri 0. s. frv., þegar aðrir, sem fylgdust líka með veðurfarinu, sáu ekki neinar breytingar í vændum. Ég man aldrei til þessar tvær vertíðir að honum skeikaði í veðurfræði sinni. Ég get ekki stillt mig um að segja frá einu slíku atviki, sem ég hef áður skráð í bókinni VÁ sævarslóðum og landleiðum“, sem út kom 1956; „Flestar veiðiferðirnar voru hverr annarri líkar, þó man ég eftir einstaka ferðum, sem voru sérstæðar. Einu sinni eftir los- fH a n n e s á h o r n i n u ýý Kast af litlu tilefni. Prentvillur og mis- þyrming á íslenzku máli. ýý Dagblöðin og hrafnarn ir. Mbl. sendi mér kveðju og týndi upp nokkrar augsýnilegar prent- villur úr pistli mínum. Það er að seilast langt. Prentvillurnar eru verstu óvinir okkar, sem fá umst við blaðamennsku og það verður að játa. að ekki eru þær fæstar í Alþýðublaðinu, enda hafa þær oft að morgni dags gert mér gramt 1 geði. TiM óskasf í nokkrar Dodge Weapon og fólksbifreiðir er verða sýndar í Rauðarárporti fimmtud. 10. þ. m. kl. 1—3. — Tilboðin verða opnuð í skrif stofu vorri kl. 5 sama dag. Sölunefnd varnarliðseigna. KOLLEGAR mínir hjá Morg- unblaðinu hafa reiAst mér fyrir að taka til birtingar bréf frá Einari, þar sem hann minntist á „málblóm“, „fiSur,fé“. Bréf Ein- ars var skrifað af alveg sérstöku tilefni, en ekki til þess að gagn- rýna málið á blaðinu, almennt, —• og hvað sem öðru líður, er Einar mikill smekkmaður á ís- lenzkt mál. En ástæðan fyrir því að kollegar mínir reiddust var sú, að Einar minntist á löngu liðna tíð. ÞETTA kast varð til þess, að ÞAÐ VAR siður í gamla daga hjá blöðunum að grípa hverja prentvillu og gera veður út af. Það var sama iðjan og hjá hröfn- unum, sem kroppa augun hvor úr öðrúm. Prentvillur eru sóða- skapur og vinnusvik. Þær eru þó ekki verstar, því að oftast getur góðfús lesandi lesið í mál- ið. VERRA er þegar saíamiklir íslenzkir talshættir eru misnot- aðir og ákveðin orð, sem hafa alveg sérstaka merkingu notuð á rangan hátt. „Ég beið spölkorn ^ 1906 -rí, •Alj^étí0Fá«i^,/' "•9*3 un afla í Hafnarfirði fórum við af stað og héldum út í Miðnes- sjó, en skipstjóri tekur þá á- kvörðun, að breyta um stefnu og fara austur í Grindavíkur- sjó. Þegar við komum að Reykjanesvita, segir Guðmund- ur skipstjóri, að sér lítist svo- leiðis á veður, að hvessa muni af SA eða S og snýr til baka, Leggjum við alla línuna á svo- nefndum Hafnarleir útaf Höfn- um og Stafnesi. •Hrðum við hásetar mjög undrandi, því veður útlit virt- ist okkur mjög gott; logn var og varla sást ský á lofti. Svo vau og talin meiri fiskivon í Mið- nessjó og í Grindavíkursjó, en mikíu minni á Hafnarleir. Þegar lín'án hafði öll verið lögð þarna eftir kúnstarinnar reglum, var gengið til náða. —. Voru aðeins tveir menn á vakt, 1. vélstjóri Jón heitinn Odds- son, sem gætti vélarinnar og ég, sem gæta skyldi þess að halda skipinu sem næst Ijósbaujunni, en það er vani að láta ljós á þá bauju, sem er við enda línu. Þegar leið fram yfir- mið- nætti fór að hvessa og kl. 5 að morgni var komið stórviðri, en kl. 7, þegar ég vakti mann- skapinn, var skollið á rokveð- ur af suðri eða suðaustri. Var þá strax byrjað að draga, en sökum þess hve grunnendi lín- unnar var nærri landi, varð að hafa sérstaka varúð sökum þess að grunnbrot var þarna í kringum okkur. ‘Var nú línan öll dregin 0g var afli góður, en þeir bátar, sem lögðu þá línu fyrir sunnan Reykjanes og út í miðnessjó urðu fyrir talsverðu lóðatapi“. Þessi litla frásaga lýsir bezt hve alveg sérstaklega Guð- mundur var veðurglöggur, svo með eindæmum var. En ég gæti sagt margar fleiri þessu líkar. Þá voru ekki útvarpsveður- fregnir að styðjast við. Það má Framhald á 10. síðu, eftir manni“, stóð fyrir nokkru í blaði. „Berklarnir eru ekki framar neitt feimnismál“, sagðj annar og sá þriðji skrifaði: „Það er svo sem ekki búið að drekka vatnið þó að búið sé að hella því í könnuna“. — Þetta kalla ég að misnota íslenzkumál og slæva smekk þjóðarinnar fyrir því. ÞAÐ færist mjög I vöxt, að örðið feimnismál sé notað í al- rangri merkingu. Eins er það nú algengt að sjá á prenti, að ein- hver maður hafi „gengið erinda“ annars manns, svo aðeins tvennt sé nefnt. Slík málspilling er hættulegri en prentvillurnar, þó að slæmar séu. — Það er furðu- legt fyrirbæri, að því erfiðara og flóknara, sem íslenzkunám er gert í skólum, því lélegri ís- lenzku skrifar unga fólkið, sern kemur sprenglært úr þeim. ÞETTA nægir í dag um ís- lenzkt mál. Það er ekki ástæða fyrir blöðin að haga sér eins og hrafnarnir, sem lcroppa augune hvor úr öðrum. Það skal fúslega játað, að það er nauðsynlegt fyr- ir Alþýöublaðið —- eins og önn- ur blöð, að leggja meiri áherzlu en gert hefur verið á betri próf- arkalestur. Hannes á horninu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.