Alþýðublaðið - 12.11.1960, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 12.11.1960, Blaðsíða 10
’ Ritstjóri: Ö r n Eiðsson Hraðkeppni í handknattleik: Valur sigraði Tékkana 11:7 EKKI er hægt að segja ann- að en nóg sé af handknatt- leiknum þessa dagana. Tékkn- eska liðið T.J. Gottwaldov, sem hér er statt í boði Víkings leik ur hér hvern leikinn af öðrum í fyrra kvöld var háð hrað- keppnismót, í gærkvöldi léku þeir gegn Islandsmeisturum F H og á morgun leika þeir gegn íslenzka landsliðinu í íþrótta- t húsinu á Keflavíkurflugvelli. í Úrslit hraðkeppnismótsins j komu á óvænt, lið Yals bar ; sigur úr býtum eftir harða bar- ; áttu við B-lið Gottwaldov og iið ÍR, sem Valsmenn sigruðu með eins marks mun. Síðan sigruðu þeir A-lið Gottwaldov í úrslitaleik með 11—7, en Tékkarnir sýndu óvenjulélegan leik. Einnig eru úrslit hinna stuttu leikja hraðkeppnismóta oft tilviljunarkennd. Þetta er ekki sagt til að kasta rýrð á sigur Vals; en liðið lék oft á- gæta vel og er í mikilli fram- för. Fyrsti leikur kvöldsins var milli Aftureldingar og A-liðs Gottwaldov. Þeir Afturelding- armenn stóðu í Tékkunum í fyrri hálfleik, en mest var það markmanninum Skúla Skarp- héðinssyni að þakka, sem varði oft frábærlega. Staðan í ÞETTA er meistaraflokk- ur Vals, sem sigraði ó- vænt en glæsilega í hrað- keppnismótinu á fimmtu- daginn. Fremri röð talið frá vinstri: Valur Bene- diktsson, Helgi Gústafs- son, Sólmundur Jónsson, Guðjón Ingi Sigurðsson og Ingólfur Hjartarson. Aftari röð: Valgeir Ársæls son, þjálfari þðsins, Hihn ar Magnússon, Jóhann Gíslason, Þráinn Haralds- son og Geir Hjartarson. Ljósm. Sv Þormóðsson. Hér skorar Valur Bcnediktsson, en hann er sá af handknatt- leiksmönnum okkar, sem hvað lengst hefur leikið handknatt- leik. Hann lék fyrst með meistaraflokki Vals 1948, en hafði áður leikið með 2. fl. Fyrirliði Valsliðsins hefur hann verið sl. 10 ár. i* 10 12- nóv-1960 — Alþýðublaðið uléi var 6:3 fyrir Gottwaldov. síðari hálfleik sýndu Tékk- rnir mikla yfirburði og urmu æð 14:4. Þróttur veitti harða mót spyrnu — en Fram vann 5 : 4. Leikur Þróttar og Fram var -ekar tilþrifalítill, en nokkuð pennandi hvað úrslit snerti. ram, sem er eitt okkar sterk >ta lið átti í miklum erfiðleik m með 2. deildarliðið Þrótt. ón Ásgeirsson, sem nú leikur ftur með Þrótti eftir náms- völ erlendis er því mikill :yrkur og sendingar hans á nu vöktu oft athygli. Ekki er líklegt, að Þróttur hafi mikla íöguleika á að komast í I. eild á íslandsmótinu í vetur. Valur vann Gottwaldov (B) 5—4. Valsmenn háðu harða og tví- ^na baráttu við B-lið Tékk- nna, sem hafði engri fram- ærilegri skyttu á að skipa. ,eikurinn var spennandi, en gur Vals var verðskuldaður. leztur í liði Gottwaldov var oloz, sem skoraði þrjú mörk. liði Vals skoraði Jóhann -íslason einnig þrjú mörk. Fjörugur leikur IR og Ármanns. Fjórði leikurinn var milli ÍR og Ármanns og sendu þeir síð- arnefndu hinn skemmtilega leikandi 2. flokk sinn. Leikur- inn var hratt spilaður og létt yfir honum, en varnir beggja nokkuð opnar. Allan tímann var óvissa um, hvor bera myndi sigur úr býtum, en hinir leik- vönu ÍR-ingar náðu þó tveggja marka forskoti 2 mínútum fyr- ir leikslok 11:9 og héldu því. í hálfleik var jafnt — 6:6. Undanúrslit. I undanúrslitin mættust fyrst Fram og A-lið Gottwaldov. Leikurinn var grófur og þungt yfir honum. Tékkar tóku for- ustu í mörkum í upphafi og héldu henni leikinn á enda. í hálfieik höfðu Tékkar skorað 5 mörk, en Framarar 2. Fram vann síðari hálfleik með 4:3, en Tékkar leikinn 8:6. — Síð- an voru það ÍR og Valur. Leik- urinn var jafn og tvísýnn til að byrja með og vamir traust- ar, a. m. k var ÍR-vömin ó- venju góð. í hálfleik var jafnt 1:1. í byrjun síðari hálííeiks skoruðu ÍR-ingar þrjú mörk í röð og hefðu þá átt að hafa sigurinn í höndiun sér. En Vals menn gefa sig hvergi og næstu fjögur mörk vom þeirra og þamnig lauk leiknum — 5:4 fyrir Val. 'fc- Óvæntur signr Vals yfir Gottwaldov A í úrslitum. Flestir bjuggust við frekar auðveldum sigri Tékka í úrslit- um á móti Val, en það fór a annan veg. Provaznik sköfar fyrst, en Valsmenn jafna og komast yfir — 2:1. Tékkar jafna og komast yfir og enn jafnar Valur, það var Valur Benediktss., sem skoraði mjög gott mark af línu. Tvö síðustu mörk fyrri hálfleiks voru bæði skoruð úr vítakasti og var þá enn jafnt — 4:4. Hinn snjalli leikmaður Provznik skoraði tvö fyrstu mörkin eftir hlé og bjugg ust nú flestir við að tékknesku meistararnir myndu halda á- fram á þeirri braut, en það var öðru nær. Valur jafnar og. kemst tvö mörk yfir. Þá skorar Provaznik úr vítakasti og stað- an er 8:7 fyrir Val. Tékkarnir hefja nú að leika maður á mann og upphófst mikið handa pat og læti. Það merkilega skeði. að Valsmenn léku þá leikaðferð betur og skoruðu þrívegis og tryggðu sér órugg- an sigur, 11:7. Voru fagnaðar- læti áhorfenda mikil. sem von var. Lið Vals lék yí'rleitt vel, sérstaklega í síðari hálfleik, eni skemmtilegastur var Geir og Sólmundur í markinu stóð sig mjög vel að vanda. Vörn Tékk anna var óvenju léleg í síðari háifleik í þróttaírétti r í STUTTU MÁLI Undankeppni fyrir HM í Chile heldur áfram af fullum krafti. Síðustu úrslit eru aS Suður-Kórea sigraði Japan með 2 : 1, Sænskar og danskar dömur háðii nýlega Iandsleik í hand- knattleik. Jafntefli varð 5:5. Svíinn Kurre Hamrin hefur víst aldrei verið betri en nú og um síðustu helgi vakti hann mikla athygli fyrir snrlli sína í leik Fiorentina (lið Hainr- ins), er það náði jafntefli vrð Catania — 1:1. um Jakohínul I ÞÆTTINUM „Veiztu?“ á Íþróttasíðunni í gær 5 urðu þau mistök, að við «; gleymdum fimmtu ís- Icnzku stúlkunni, sem keppt hefur á Olympíu- leikum, en það er Jakob- ína Jakobsdóttir frá fsa- firði. sem keppti á Vetrar I > leikunum í Cortina 1956 J og stóð sig með ágætum. Við biðjnm Jakobínu af- sökunar. «WWWWWWMWWWWWW

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.