Alþýðublaðið - 23.11.1960, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 23.11.1960, Blaðsíða 3
Franska stjórnin hélt velli, 214:338 PARÍS, 22. nóv. (NTB). Franska þingið felldi í kvöld vantraust á stjórn Michel Debré. Var van- trauststillagan flutt í sambandi við frumvarp stjórnarinnar um að búa franska herinn kjarn- orkuvopnum. Hlaut vantranst ið aðeins 214 atkvæði, og skorti 68 atkvæði á að það lilyti sam þykki. Þetta er í annað sinn á mán- uði. að Debré gerir þetta mál að fráfararatriði. Fyrir mán- uði voru greidd atkvæði um frumvarp þetta í fulltrúade:id- inni og það samþykkt, en fellt í öldungadeildinni. Sameigin- legri nefnd beggja deilda mis- tókst að ná samkomulagi um málið og kom það því aftur til kasta fulltrúadeildarinnar. Vantraustið var stutt flokk- um bæði tij hægri og vinstri og eins ýmsum úr miðfiokkun- um. Enda þótt meirihluti þing- manna sé andvígur því, að franski herinn verði búinn kjarnorkuvopnum, hika þeir við að fella stjórnina af ótta við Leopoldville, 22. nóv. (NTB). BREZKI herforrnginn Alex- andcr, sem er yfirmaður hers Ghana í Kongó upplýsti í dag, að það hefðu verið hermenn frá Túnis, sem hófu skothríð á her menn Mobutu í gær er þeir komu til sendiherrabústaðar Ghana í borginnr í því skyni, að neyða sendiherrann til að hverfa úr landi. Hafði sendi- herrann, Natihanie) Welbeck, haft að engu brottvísun stjórn- arnefndar Mobutu. Hermenn Kongó voru undir forustu Koloko offursta og féll hann ásamt fjórum hermönn- um sínum. Sjö Túnismenn féllu BONN, 22. nóv. (NTB). Banda- rísku ráðherrarnir Anderson og DiIIon, sem komnir cru til Bonn til viðræðna við þýzka ráðamcnn, hafa að því er frétta menn telja krafizt þess að Þjóð verjar beri hér eftir allan kostn að af dvö] bandaríska herliðsins í Vcstur-.Þýzkalandi. það stjórnleysi, sem þá mundi upprísa í landinu. Debré forsætisi'áðherra sat sjálfur þingfundinn, en tók ekki til máls. Jafnaðarmaður- inn René Schmitt talaði fyrir vantraustinu, en Guillaumat kjarnorkumálaráðherra talaðí fyrir hönd stjórnarinnar. De Gaulle útnefndi í dag Louis Joxe menntamálaráð- herra til að fara með málcfni Alsír. Hefur þessi skipan vak- ið mikla undrun í París, Joxe er ekki tengdur neinum póli- tískum flokki, en var háttsett- ur embættisnraður í stjórnar- ráðinu franska er hann var skipaður menntamálaráðherra fyrir tveimur árum. Talið er að þessi útnefning bcndi til þess, að de Gaulle hyggist nú framkvæma Alsírstefnu sína og talið er víst, að á eftir fylgi ýmsar breytingar á frönsku stjórninni. Búizt er við, að þetta sé einnig fyrsta skrefið í þá átt, að setja stjórnarskrif- stofur fyrir Alsír. og tíu manns særðust. Yfirmað ur Túnismanna hefur staðfest frásögn Alexanders. Welbeck hvarf svo úr landi í dag í rússneskri flugvél og 'hélt til Acira í Ghana. Hermenn úr liði Sameinuðu þjóðanna og Kongóhermenn fylgdu sendi- herranum á flugvöllinn. Á flug vellinum kröfðust Kongmenn þess að rannsaka nákvæmlega farangur Ghanamanna. Herfor ingjar SÞ vísuðu þessum kröf- um á bug. Eftir nokkuð þóf og rifrildi flugu sendiráðsstarfs- menn Ghana á brott í hinni rússnesku iljúsínvél, en „ég kem brátt aftur“, var það síð- asta, sem heyrðist til Welbeek. Mikil ókyrrð var í Leopold- ville í nótt og voru engir, sem á ferli voru óhulltir fyrir yfir- gangi og djofulsskap hermanna Mubutus, sem fara eins og lögi yfir akur, agalausir og yfirlæt- isfullir svo helzt minnir á síð- ustu stjórnardaga Lumumba í haust. Sameinuðu þjóðirnar hafa aukið varalið sitt við all- ar helztu byggingar í borginni. De Gaulle varð sjötugur i dag og hélt hann ekki upp á afmæl- isdaginn með öðru en því að gegna störfum sínum eins og venjulega. Hann ræddi í morg- un við Lyndon B. Johnson, kjör inn varaforseta Bandaríkjanna og sagði Johnson eftir fund þeirra, að þeir hefðu af ein- lægni r.ætt ýmis alþjóðleg vandamál. Þjóðaratkvæðagreiðsla um Alsírstefnu de Gaulle fer fram upp úr miðjum janúar, að því er Debré forsætisráðherra upp- lýsti í dag. + BAZAR Kvenfélags Alþýðuflokksins verður 6. desember í Iðnó, uppi. — Konur eru beðnar að koma munum til hverfrs- stjóranna eða bazarnefnd- arinnar. Túnísmenn hófu skothrið í gær Kasavubu fær sfuðning SÞ New York, 22. nóv. (NTB). ALLSHERJARÞINGIÐ felldr í dag með 50 atkvæðum gegn 34 tillögu Ghana um að hætta skyldi umræðum um rétt Kasa vubu forseta til að vera full- trúi Kongó á Allsherjarþing- inu. Þrettán þjóðir greiddu ekkr atkvæði, og tveir fulltrú- ar voru fjarverandi. Indland greiddi atkvæði með tillögu Ghana en Bandaríkin á móti. Þau Afríkuríki, sem grerddu at- kv'æði gegn tillögunni voru Chad, Komerún, Madagaskar, Nígería og Senegal. Með tillög- unni greiddu atkvæði Etíópía, Ghana. Gurnea, Mali. Marokkó, Arabalýðveldið, Súdanð Togó- land og Túnis. Dag Hammarskj öld, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð anna hélt ræðu áður en at- kvæðagreiðslan fór fram og sagðist bíða eftir nákvæmari skýrslu frá starfsmönnum sín- um í Kongó um þann atburð í gær, er hermenn SÞ og Kongó skiptust á skotum við sendi- herrabústað Ghana í Leopold- ville. Fulltrúi Ghana á þinginu, sagði að atburðinn f gær, væri NEW YORK, 22. nóv. (NTB). Hinn þekkti bandaríski rithöf- undur Norman Mailer hefur verið handtekinn, sakaður um að hafa stungið konu sína með hníf. Mailer er 37 ára að aldri og varð frægur fyrir bók sína The Naked and the Dead, vitni um árásareðli valdhaf- anna í Kongó og andstöðu þeirra gegn Sameinuðu þjóðun um. Fulltrúi Júgóslavíu studdi mál Ghanafulltrúans en Wads- worth ,aðalfulltrúi Bandaríkj- anna var á móti. Skemmtifund- ur Norræna félagsins NORRÆNA félagið efnir til skemmtifundar i Þjóðleikhús- kjallaranum fimmtudaginn 24. nóv kl. 20.30. Hefst skemmtun in með ávarpi formanns félags- ins, Gunnars Thoroddsen fjár- málaráðherra. Bjarne Poulsen ambassador Dana hér á landi talar um mál, sem ofarlega eru á baugi í Danmörku um þessar mundir. Jan Nilsson, sænskur sendikennari við Háskóla ís- lands, les upp. Síðan verður nor ræn myndagetraun: „Hvaðan er þetta?“ Sýndar verða skugga- myndir víðs vegar að af Norður löndunum og veitt verðlaun fyr ir rétta úrlausn myndagetraun- arinnar. Að lokum verður dans- að. Aðgangur verður ókeypis fyrir félagsmenn og gesti þeirra. Félagsmenn eru hvattir til þess að fjölmenna á fundinn. Bent skal á, að námsfólk og aðr ir, sem hafa dvalizt á Norður- löndum, fá hér gott tækifæri til þess að hittast og rifja upp göm ul kynni. Vatnsveitufram- kvæmdir áform- aðar á ísafirði ÍSAFIRÐI, 20. nóv. EINS og Alþýðublaðið hefur áð ur sagt frá, þá hafa niiklar vatns veituframkvæmdir staðið yfir á Isafirði tvö sl. ár. Nýlega hefur verið tekið stórlán hjá Trygg- ingastofnun ríkisins m. a. til áframlialdandi framkvæmda í þeim efnum, er tryggia eiga bæjarbúum örugglega nægilegt vatn, en hér er vatnsnotkun ó- venjulega mikil sökum mikils fiskiðnaðar. Á sl. vetri var 1000 smál. vatnsgeymir tekinn í notkun til þess að nýta næturrennslið til bæjarins. Hann er í Stórurð í hlíðinni fyrir ofan bæinn. Vatnsnotkunin hefur vaxið svo mjög, að aðalvatnslögnin, sem er úr Tunguá og sem lögð var fyrir fáum árum síðan, flyt ur ekki nægilegt vatnsmagn til bæjarins, en hér er um 6" jeiðslu að ræða, er flytur ca. 30 sek./lítra. Nauðsynlegt er því að aflVa aðrennslið, og hafa í því sam- bandi verið framkvæmdar vatnsmælingar í tveim ám i ná grenni bæjarins, Tunguá og Úlfsá. Mælingarnar, sem gerðar voru 2. marz og 22 ágúst sl. sýndu, að rennslið í Tuuguá var í hvort skiptið 72 sek./lítrar. en á sama tíma var rennslið í Úlfsá 146 sek./lítrar. Með niðursíöðuna af vatns- mælingunum i huga hefur verið látin fara fram verkfræðileg at. hugun um vatnsból í Úlfsá og um leið fyrir vatnslögn þaðan til vatnsgeymisins í Stórurð. n B.S. • Alþýðublaðið — 23. nóv. 1960 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.