Alþýðublaðið - 23.11.1960, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 23.11.1960, Blaðsíða 4
5 VARLA er nokkurt hinna ’ nýfrjálsu rikja í Afríku jafn i óhamingjusamt og Kongó, eða i réttara sagt hinir dökku íbú- ar þessa mikla landflæmis í Mið-Afríku. Ástæðurnar fyrir hinu ægilega ástandi þar eru fyrst og fremst þær. að Belg- íumenn, sein þar fóru með völd í hér um bil heila öld, sinntu alls ekki því verkefni. að búa landsmenn undir að taka völdin í sínar hendur. — Þjóðin var jafn ólæs og óskrif ándi þótt einstaka trúboðar reyndu að bæta úr ófrenidar- ástandinu á menntuna: svið- inu, hvítir menn fóru einir með ÖIl störf í þágu rikisins og nýiendustjórnarinnar, aðeins nokkrir tugiv innfæddra fer.gu tækiæfri til að stunda nám í skólum í Belgíu og öll fag- vinna í hinum auðugu námum landsins var í höndum hvítra manna. Stjórnin eða stjórnleysið, sem ríkt hefur í Kongó síðan landið hlaut sjálfstæði 1. júlí í sumar, — er bein afieiðing , rangrar nýlendustefnu Beig- íumanna og óheppilegrar fram kvæmdar á sameiningu þessa mikla svæðis í eitt ríki, með miðstjórn í LeopoldviIIe. Eft- ir að kosningar höfðu fai'ið fram myndaði Lumumba rík- isstjórn og með samstarfi hans og Kasavubu, er kjörinn var forseti, myndaðist möguleiki á ’því, að koma á laggirnar all- sterkri miðstjórn á landinu. Lumumba var eini stjórnmála maðurinn, sem fékk nokkurt fylgi í öllum héruðum lands-< ins og Kasavubu er leiðtogi öflugasta ættbálks landsins. En brátt bar á því, að ein- ing landsins var svo lítil scm verða mfátti, Tsjombe, forsast- isráðherra í Katangahéraði, — námuauðugasta héraði lands- ins sagði sig úr lögum við al- ríkið og hefur farið sínu fram síðan hvað, sem miðstjórnin í Leopoldville 'hefur sagt. Sam- einuðu þjóðirnar voru kallað- ar á vettvang til þess að halda uppi lögum cg reglu í landinu -og vernda helztu stjórnmála- menn landsins fyrir lödum sín nm. Loks var svo komið, að þrjár ríkisstjórnir voru í land- inu, — og eru enn. Þrjár send: nefndir eru hjá Sameinuði: þjóðunumj og enginn veitt ’hver hefur völdin og trúlegast -er að enginn hafi þau. Þegar deilur Lumumba og Kasavubu reyndust óleysan- legar kom ungur maður fram á sjónarsviðið, Mobutu, og tók völdin í sínar hendur í skjóii hersins. Tilgangur hans var að fkoma á stöðugu stjórnarfari og binda endi á stjórnleysið eftir að Kasavubu og Lumumba höfðu sett hvom annan frá störfum og hinn síðarnaíndi lokaður í húsi sínu. verndaður af hermönnum Sameinuðu þjóðanna. Mobutu hefur mistekizt það, sem hann ætlaði sér. Hann sit- ur í Leopoldville en hefur mjög takmörkuð völd. Hann virðist aðeins hafa aukið á óreiðuna frekar en hitt. LUMUMBA Það, sem mestu máli skiptir í Kongó er að koma á löglegri ríkisstjórn, sem raunveru- lega getur fárið með völdin. Það sýnist ekki fært eins og Eyrst ekki er mögulegt að kalla þingið sarnan verða Sam einuðu þjóðirnar eitthvað að gera. í bréfi, sem Hammarskjöld sendi Tsjomhe, ráðherra í Kat- anga nýlega, kemur skýrt fram, að það eru þrjú atriði, sem framkvæmdastjóri Sam- einuðu þjóðanna telur grund- vallandi fyrir lausn Kongódeil unnar. 1. Ríkisstjórnarv*andamálið í Leopoldville. 2. Belgiskir herforingjar og tæknifræðingar. 3. Samband Kongó og Kat- anga. Það er eftirtektarvert, að Hammiarskjöld telur fyrsta atr iðið, lausn stjómarvandamáls- ins, háð tveim síðartöldu atr- iðunum. Hann telur að belgísk ir hermenri og tækifræðingar verði að hvei'fa úr landinu MOBUTU Mobutu, sem að áliti Dayals er í nánu sambandi við belg- íska sérfræðinga, sem snúið hafa aftur til Kongó. Vegna áhrifa sinna á hinum óreyndu •stjórnendur í Kongó, hafa Belgíumenn lagt marga steina í götu Sameinuðu þjóðanna. er, að kalla þingið saman, en samkvæmt stjórnarskránni hefur það úrslitavaldið. Sagt er, að Lumumba muni varla fá meirihluta í þinginu ef stuðn- ingsmönnum hans í Leopold- ville er varað að hafa áhrif á þingmenn, Þann stuðning, sem hann í sumar hlaut á þing inu þakka menn einkum því, hve utanaðkomandi áhrif voru honum í vil. eða starfa á vegum Sameinuðu þjóðanna og Katanga verði að sameinast Kongó. Lausn þess- ara atriða auðveldar mjög lusn hins fyrsta atriðis. Þetta mat á ástandinu kem- ur einnig fram í skýrslu frá Dayal. fulltrúa Hammar- skjölds í Kongó, er hann sendi Sameinuðu þjóðunum fyrir skömmu. Inntakið í þeirri skýrslu er hörð gagnrýni á Nu er Kasav'ubu forseti kom- inn til New York á Allsherjarþingið og reyn- ir að fá sig viðurkennd- an réttan fuiltrúa lands síns þar. Þau ríki, semstyðja Lum- umba beita sér gegn forsetan- um.enda þótt hann sé kannski öflugasti maðurinn í Kongó þegár allt kemur til aUs. ■Annað vandamál, sem Sam- einuðu þjóðirnar eiga við að Hin eina löglega stjórn Kongó. 23. r.óv. 1960 — Alþýðublaðið stríða í Kongó er í sambandi við sáttanefnd, sem þangað á að senda. í þeirri nefnd eru ýmis Afríku- og Asíuríki, en meðal þeirra ríkja er mikij ó- eining umi hvernig fara eiga að því að sætta Kasavubu og Lu- mumba. Atburðirnir í sumar og haust hafa greiniiega leitt i ljós, að í Kongó er enginn að- ili nógu sterkur til þess að ná yfirtökunum í valdabarátt- unni, Hinir og aðrir hafa náð völdunum í Leopoldville, en síðan ekki söguna meir. Eng- inn getur ráðið við að stjórna hinu mikla ríki eða skipu- leggja nýtingu hinna gífur- legu náttúruauðævi þess, — Þetta vandamál var leyst að nokkru með samvinnu Kasa- vubu og Lumfumba, en af ýms- um ástæðum fór það samstarf út um þúfur er stórveldin, og þá fyrst og fremst Rússar fóru að seilast til áhrifa í landinu, Það er augljóst mál, að Kongó verður ekki stjórnað nema' með samvinnu margra aðila frá sem flestum ihéruðum landsins og það er erfitt að hugsa sér slíkt samstarf áji þess að Lumumba taki þátt í því. En er hugsanlegt að Lum umba geti starfað í slíkri sam- vinnustjórn. Hik hans og tæki færissinnuð stefna hljóta að vekja miklar efasemdir. Hann var reiðubúinn að leita t!l hvers, sem var bara fyrir völd- in, og varla bafa atburðir und anfarinna vikna gert hann samvinnuþýðari, Hann bar hana inn i bæinn ,,HANN bar hana inn í bæ- inn“ heitir nýútkomin sn?á- sagnabók eftir Guðmund Jóns- son, Áður út komin eftir sama höfund er bókin „Heyrt og séð erlendis“. 'Sógurnar í hinni nýju bók eru þessar: — Sjö hundruð og þrettán, Margur á sín lengi að bíða, Undarlegir eru vegir ástarinnar, Hann varð ekkj skáld, Þegar klukk- an sló tólf, Ástin fyrirgefur allt, Það skeður margt fyrir jólin, Hann bar hana inn í bæ- inn, Það geíur verið svo dá- samlegt að fá botnlangabólgu, Þegar karlmenn elska. Bókin er 139 blaðsíður, —• prentuð í Prentsmiðjunni Leiftri. P. V. G. Kolka, fyrrv. hér- aðslæknir á Blönduósi, skrifar formála fyrir bókinni og kynn ir höfundinn. Hann er skag- firðingur að ætt, fór ungur til Danmerkur til garðyrkjunáms og dvaldist í 28 ár í Danm. Eftir heimkomuna hefu.r hann beitt sér fyrir gi'óðursetningu minningarlunda, — m. a. Hjálmarslunds í Bólu, og El- ínargarðs við Kvennaskólann á Blönduósi, svo og minning- arlund Jóns biskups Arason- ar að Munkaþverá í Eyjafirði,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.