Alþýðublaðið - 08.12.1960, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 08.12.1960, Blaðsíða 7
ÞAD rennur kalt vatn nið ur eftir bakinu á mér þegar ég horfi í augu ungu náms- kommnar o-g sé, að hún titr- ar af æsingi og áhuga. Létt- ur roði sezt í kinnar hennar. Kannski hvarflar það að henni í brot af sekúndu, að það sem hún er að segja hefði þar til fyrir ellefu ár- um verið mcsta brot á góðum siðum, sem hugast gat £ hinni 4000 ára gömlu menningu Kína. Hun var að tala illa um og afneiía foreldrum sín um. Ég sit í hálfrökkrinu og hlusta á hina 21 árs Fang Yen, hlusta á regnið sem lemur rúðurnar og hugsa uni mann, sem uppi var fyrir Iöngu síðan, já, löngu fyrir daga Alexanders mikla og Cesars. Hann hét Konfúsíus °g hann sagði, að menn asttu að virða fjölskylduna og foreldra sína. En nokkur þúsund árum síðar komst rússneski vísindamaðurinn Pavlov að því, að hægt er að láta hunda fa vatn í munn inn ef leikið er á taugavið- brögS þeirra. Stúlkan, sem situr gagn- vart mér, hefur hún lært um kenmngar Konfúsíusar og orðið fyrir áhrifum af þeim, eða hafa þeir menn, sem nota aðferðir Pavlovs á menn náð vaídi yfir henni? Ég þarf ekki Iengi að bíða. —• Faðlr minn er borgara Ieg eftirlégukind. Menntamað ur af gamla skólanum. Hann hlaut líka menntun sína í Bandaríkj unu m. En síðustu árin er honum að fara svo- lítið fram. Nú varast hann að gagnrýna flokkinn. Ég hafði ýtt á hnáppinn o2 hér var hið vélræna svar,- Pavlov hafði sigrað. Þegar Fang Yen hafði þann .g afneitað föður sínum — 49 ára prófessor í Nank- ing, og sett hann í skamma krókinn, þá galaði enginn hani þrisvar, en í svip há- skólarektorsins, Hsiun Kuen Tsui var stolt og sigurgleði. Hann var hreykinn af fram- leiðslu sinni, stoltur af ár- angri á.alangrar þjálfunar. Stúlkan titrar. En það 'er af áhugá á að sanna rektorn um hvað hún kunni lexíuna vel og hve vel henni tekst að sýna útlendum. blaðamanni að í hinu nýja Kína eru borg aralegar hugmyndir ekki látn ar standa í vegi fyrir ,,stökk inu mikla fram á við“, mót- un kommúnumannsins, heims byltinguna. Þetta samtal fór fram í há- skólanum í Peking, þar sem úrvalið úr nemendum lands- ins er við nám, 11 000 stúd- entar og 182 prófessorar. Að eins einn af hverjum fimm tán, sem um sækja, fá að- gang. Háskólinn í Peking var stofnaður fyrir 62 árum. Við sitjum í skrifstofu rektors. Ég hafði beðið utan- ríkisráðuneytið um leyfi til þsss að fá að ræða við einn stúdent, þannig að aðeins túlkur væri viðstaddur, en í þessu viðtali eru níu manns, rektor, Fang Yen, þrír aðrir stúdentar, tveir menn, sem engin skýring er gefin á, túlkur og. loks ég. Viðtalið stendur í þrjá klukkutíma. Það byrjar á því, að rektorinn heldur ,,nökkur inngangsorð“, sem standa í klukkutíma, hreinn áróður. Hann býður mér að ganga urn háskólalóðínía, en ég hefi engan áhuga á því, vil held- ur ræða við hina ungu stúd enta. Rektorinn er undrandi á þessari afstöðu minni, Hann brosir sa’mt og leyfir- mér að ræða við unga fólkið í stundarfjórðung. Mér tekst að lengja það upp í 35 mínút ur. Þessir fjórir stúdentar læra ensku og hafa leiðrétt túlkin-n 'hvað eftir annað, en þegar viðíal okkar hefst bregður s-vo við, að þeir geta ekki komið upp orði á ensku, halda sér fast við túlkinn. Ekki var tími til nema ör- fárra spurninga. Er 4- spyr þá hvor þeir vilji ræða við mig seinna, er svarið: „Við höfum ekki tíma“. Ég sný mér aÖ rektor. Sama svar: Ekki tímh — Það eru 11 000 stúdent ar við háíkólann, segi ég. Get ur verið að enginn þeirra hafi tíma til að ræða við mig í örfáar mínútur? •— Nei, svarar hann, eng- inn hefur tíma. Ekki tíma og ekki löngun. í ár eru liðin 90 ár frá fæð ingu Lenins og undanfarna mánuði hafa bókaverzlanir í Kína fyllst af nýjum útgáf- um af verkum hans. Meðal þeirra er bók hans um hvérn ig berjast skuli við sósíal- demókrata. Stúdentarnir fjór ir, sem sitja á móti mér vita því vel, að ég er „sósíalfas- isti“ í starfi hjá blaði í eigu kapitalista, sem sagt hand- langari kapitalista. -Nei, þurfi maður endilega að ræða við blaðamann, þá er langtum betra að hann sé hreinlega afturhaldssinni og hafi aldrei kynnt sér marxis ma, sósíalfasistar hafa þann leiða vana, að koma með ó- þægilegar spurningar. Þetta er afstaða kommúnista um heim allan, en hér er þetta lögmál, — aðeins kínverskir kpmmúnistar hafa hina réttu trú. Stúdentar í Kína hafa mikla trú en engann tíma. Þeir eru áhugasamir og leggja hart að sér og sama máli gegnir um alla þá, sem eru við nám í Kína. í lýðskólum eru 92 milljón ir unglinga, 15 milljónir eru í miðskólum, ein milljón í háskólum, 10 milljónir í skól um fyrh- fúllorðna og fimm niilljónir barna á barnaheim ilum. í allt eru þetta 120 milljónir manna við nám í einhverri mynd. Þegar Maó kom með skip unina um að láta ,,'hundrað ■blóm blómstra11 fyrir þrenvur árum, voru það ekki aðeins þeir flokksmenn, er óánægjðir voru, sem létu í sér heyra, heldur ekki síður mennta- mennirnir. Pekingblöðin köll uðu það „illgresi“. Háskól- inn í Peking var órólegasti staðurinn í Kína um þær mundir. Kennarar og stúdent ar skiptust í tvo hópa: þá, sem lofuðu flokkinn og þá, sém kröfðust andlegs frels- is. Það voru firnm milljónir manna og kvenna með góða menntun, sem risu upp, lækn ar, verkfræðingar, kennarar. Þegar flokksforustan hafði komizt að hverjir voru rós ir og hverjir illgresi, var tek ið til við að hreinsa til í blómagarðinum, — os þagga niður gagnrýnina. Það varð að tryggja framtíð valda- mannanína. Gripið \<ár til þess ráða. að ala upp nýja menntastétt, breyta hverju einasta barni og hverjum stúdent í verkamann og ör- eiga. Allir Kínverjar verða að gagnsýrast af stétíameðvitund inni, verða meðlimir öreiga- stétíarinnar. Það varð að þurrka út fjölskyldutilfinn- inguna. gera út af við yfir- ráð foreldra og áhrif þeirra á börn sín en koma áhrifurn flokksins yfir hvern einstakl ing. Hið nýja fræöslukerfi var skipulagt í ársbyrjun 1957, nokkrum mánuðum áður en kommúnurnar voru stofnað- ar. - Takmark kínverska komm únistaflokksins er sett fram í riti eftir Lu Ting-yi, kom það út á vegum flokksins ár ið 1958. Þar segir: Ríki okkar er byggt á ein- ræði öreiganna, sósíalistiskt ríki. Fræðsla okkar er ekki borgaraleg heldur sósíalsk. — Sósíalisk menntun er eitt bezta vopnið í baráttunni fyr ir því, að breyta hinu gamla og byggja upp nýtt samfélag. Það hefur alltaf verið stefna kínverska kommúnistaflokks ins, að kennslan eigi að þjóna pólitík vinnustéttanna og vera þannig stjórnað af kommúnistaf lokknum. Hin borgaralega skoðun, að menntun sé til fvrir menntunina er röng, og kennsla þarf ekki að vera í höndúm ,,sérfræðir>ga“. ' Allir Kinverjar verða að hljóta margþætta menntun. verkamennirnir yerða að véra bændur og bændurnir verkamenn. Við teljum, að almenningur eigi að gegna herþjónustu og hermenn, sem komnir eru á eftirlaun eigi að vinna við framleiðslustörf in. Líkamsþjálfun Xþað er vinna) er börnum nauðsyn- leg. Þar að auiki verður að Hákon Hedberg skrifar fjórðu grein sína frá Peking innprenta börnum á unga aldri anda og hetjuskap kommúnismans. Kommúnistaflokkurinn (tvð- prósent af þjóðinni) verður að haía forustu á öllum svið um, kennarar verða að við urkenna forustuhlutverk flokksins. I þessu riti er ekki minnst einu orði á eina 11 stjórn- málaflokka sem meðlimum friðar- og menningarnefnda er jafnan bent á með stolti sem sönnun viðsýnis. í Sovétríkjunum geta flest ir verig í armslengd frá kommúnistaflokknum, en i Kína verða allir að vera „sannir sósíalistar“. Lesendur furða sig kann- ski á því hvernig hægt er að kenna smábörnum ,,sam- vinnulegan hetjuskap'*. Strax á vöggustofum læra börnin að syngja saman ..Frelsum Formósu“ og hinir 50 milljón. meðlimir Ungra frumherja á aldrinum 9—15 ára ganga í einkennisbún- ingi. með trébyssur og takai þátt í Bandaríkjahatursvik- um. , Fimm ára bör.n eru látin klippa út myndir af Maó Tse Tung. Ég spurði Yu Iíwa Chen, sem er skólastýra í skóla þar, sem eru 1210 börn á aldrin- um 7—13 ára: — Hvenær byrjið þið að kenna börnum um heimsvaldasinna og Bandaríkin? Hún horfði undr andi á mig og fannst spurn- ingin auðheyrilega barna- leg. — Börn í fyrsta bekk skilja auðvitað, að bandarískir heimsvaldasinnar eru óvinir okkar. — Má ég tala við barn í fyrsta bekk og heyra af hverju Kíiia os Bandaríkin eru óvinaþjóðir? — Nei. það er kennslustund' núna. — Kannski um tólfleytið þegar frí er? — Nei. það er slæmt fyrir börnin, þau gætu orðið hrædd. Þá hættir blaðamaðurinn frá Marz að spyrja um þetta •en grennsíast í þess stað um, hvenær farið sé að kenna marx-leninisma. Svarið er, að ekki séu neinir sérstakir tímar ætlaðir til fræðslu í þeim efnum, heldur er túlkun Maós á þessum tveim spá- Frar thald á 14. sí-Su. Alþýðublaðið 8. des. 1960 y

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.