Alþýðublaðið - 15.12.1960, Blaðsíða 7
L'M síðustu heígi lauk Ioks-
ins hinum langa og stranga
fundi kommúnista og „verka-
lýðsflokka1* í Moskvu nieð því
að gerð var loðin samþykkt
nm stríð og frið. Fundurinn
sfóð í mánuð og stóðu deilur
einkuin milli Kínverja og
Bússa og var að sjálfsögðu
deilt um fúlkun á Lenin og
skoðun hans á óhjákvæmileik
styrjaldar. Það er í sjálfu sér
haria skuggalagt, að kommún-
ístar skuli deila um það í heil-
an mánuð á fundi í Moskvu
hvort heimsstyrjöld sé nauo-
syníeg til þess að kommún-
isminn sigri. og lýsir raunai*
hugsanagangi þeirra vel.
Moskvufundurinn viður-
kenndi sldlning Krústjovs á
iimmælum Lenins í þessa átt
®g sló föstu, að styrjöld væri
ekki nauðsynleg og gengur
það í berhögg við íúlkun Kín-
verjanna. í samþykkt fundar-
ins segir um þetta atriði: ,,Sú
staðreynd, að tvær beims-
styrjaldir, sem heimsvalda-
sinnar hafa komið af stað,
enduðu með sósíalistiskum
byltingum, þýðir engan veg-
imt, að heimsstríð sé nauð-
synlcgt tíl þess að kom'a á
þjóðfélagsbyltingum“.
Þrátt fyrir þenna yfirborðs-
sigur Krústjovs varðandi ó-
Mmflýjanleik styrjalaar, eru
sérfræðingar á einu máli um
það, að kínversku kommúnist-
arnir hafi verið hinir raun-
verulegu sigurvegarar fundar-
ins. Talið er að búast megi. við
auknum áróðri kommúnista í
vanþróuðum löndum, sem ný-
verið hafa hlotið sjálfstæði og
eins í þeim löndum er enn lúta
nýlendustjórn. Áhrif Kínverja
hafa einnig aukizt meðal
kommúnistaríkjanna og þeir
ráða því, að nú verður bar-
áttan hert í latnesku Ameríku
og Afríku. Þessi áform eru
mjög heppileg Knverjum með
tilliti til stefnu þeirra varð-
andi málefni ríkja suðaustur-
Asíu.
Enginn vafi er á því, að
valdadeilurnar milli Kínverja
og Rússa halda áfram bak við
tjöldin þrátt fyrir „samkomu-
lagið“ í Moskvu.
Mikla athygli vekur, að í
yfirlýsingunni er lýst vel-
þóknun á svokölluðu ,,þjóð-
legu Iýðræði“, hálfkommún-
istisku þjóðskipulagi, sem sé
heppilegt skref í átt tii komm-
únjsma. í yfirlýsingunni seg-
ir, að slíkt þjóðlegt lýðræði
verði að vera andvígt vestur-
veldunum, framkvæma land-
búnaðarbyltingu og auka áhrif
ríkisvaldsins á efnahagslífið.
Á þetta vel við Kúbu og stefnu
Casiros.
Ástæðurnar fyrir ósætti Kín
verja og Rússa í þessum mái-
urn eru margar. Rík'isstjórnir
Sovétríkjanna og Kína meta
heimsmálin á mismunandi
hátt. Það er stefnan, sem deilt
er um, aðferðin til að koma
kommúnismanum á í veröld-
inni.
isku ríkja meðan mögulegt er.
Ósamkomulagið kemur
skýrt -í Ijós þegar þess er
minnst hve Kínverjar litu
heimsókn Krústjovs til Banda
ríkjanna illu auga. Hlutleysi
í landamæradeilu Kínverja og
Indverja kom illa við Peking-
stjórnina og hinn opinberi
stuðningur við uppreisnar-
menn í Alsír hefur vakið gagn
rýni í Moskvu.
Krústjov dreymir sjáanlega
um einhverskonar samkomu-
lag viö Bandarkin — í bili.
Enda er hverjum raunsæjum
stjórnmálamanna ljóst, að að-
eins með samkomulagi þess-
ara tveggja mestu velda
heims er mögulegt að varð-
veita frið og koma í veg fyrir
algera ey ðingu heimsbyggðar-
innar í vetnisstyrjöld. Vissan
um hinn ægilega eyðingar-
mátt hinna nýju vopna hefur
dempandi áhrif á byltingar-
hug Rússa, en í Peking líta
menn öðru vísi á málin, enda
sagði kínverskur ráðamaður í
fyrra, að þótt helmingur Kín-
verja færist í kjarnorkusfríði,
þá væru samt eftir rúmlega
300 milljónir þeirra.
Krústjov fór beint tii Pek-
ing frá Bandarkjunum í fvrrru
og reyndi að sannfæra Maö
Tse-tung um, að Eisenhower
væri friðarins maður, en Maó-
trúði því varlega. í augum
Maós er toppfundur æðstu
manna ekki til annars fallinn,
en að afhjúpa stríðsundirbún-
ig heimsvaldasinna. Hann tel-
ur, að samningar séu til bess
eins að draga úr byltingarhug-
arfari kommúnista.
Pekingstjómin telur aS
sama hæf.tan sé í sambandi
við stefnu Sovétríkjanna í
Asíu og Afriku, Krústjov styð
ur ,.borgaralega“ stjórnmála-
menn eins og Nehru, sem Kín-
verjar eru mjög andvígir,
Krústjov er vinsamlegur Nass
er, sem fangelsað hefur for-
ingja egypzkra kommúnista,
og hann varar kommúnista vig
að steypa Kassem af stóli i
írak, Alls staðar styðja Rúss-
ar þjóðernissinna en ekki
kommúnista.
Ráðamennirnir í Peking eru
sammála Krústjov í því, að
slíkt baktjaldamakk, sem.
jþetta. geti verið gagnlegt i:m
stundarsakir meðan kommún-
istar eru að koma sér fvrir,
en þeír telja að Krústjov hafi
gengið alltof langtí að styöja
bjóðernishreyfingar á kostnað
kommúnistiskra afla í mörg-
um nýjum ríkjum og vanþró-
uðum löndum.
Þessar mótsetningar eru
skiljanlegar í Ijósi bæði ytrx
og innri aðstæðna í Sovétríkj-
unum og Kína. Sov-étríkin eru
annað mesta veldi heims, haf
andi unnið bug á efnahags-
örðugleikum sínum. Kina er
haldið utan við samtök SÞ,
gerir kröfur til Formósu, er
utan við allar viðræður stór-
veldanna og innanlands er
flest ógert og getur ekki leyst
vadnamál sín nema með járn-
hörðu einræði.
Moskva og Peking eru þann
ig ósammála um fjölmörg at-
riði, en eiga það sameiginlegt,
að reyna að halda samkomu-
lagi innan hinna kommúnist-
isku ríkja meSan mögulegt er-
Verzlið í KJÖRGARÐI
Skeifan — Úitíma — Ríma — Pcnninn — Fatnaðardeild .V. G. K. — Búsáhöld — Menið — Sport — Storkutrimii —
Tízkan— Mælifell — Orion — B. Laxdal — Kiörbiómið — Blæösp —- Glug,gatjöld — Snyrtivörasýníngim
AlþýðublaðiS — 15. des. 1860 ^