Alþýðublaðið - 18.12.1960, Qupperneq 3
Nýr Pasquale
-operan
Ragnar á
| nýrri plöfu
ÍSLENZKIR tóuar eru
nýbyrjaðir að senda
nokkrar nýjar hljóm-
plötur á markaðinn. Hér
er mynd af umslagi ernn-
ar þeirrar. Þetta er Ragn-
ar Bjarnason sem syngur
„Eins og fólk er flest“ og
„Hún Gunna“. Hljómsveit
Arvid Sundin annast und-
irleikinn.
ANNAN jóladag verður ó-!
peran „Don Pasquale“ eftrr G.!
Donizetti frumsýnd í Þjóðleik
húsinu. Leikstjóri er Thyge;
Thygesen frá Konunglegu ó-
perunni í Kaupmannahöfn, en
balletmeistari Carl Gustav
Kruuse frá Borgarleikhúsinu í
Málmey.
Þýðingu óperunnar hefur
Egill Bjarnason gert, en leik-
tjöld Lárus Ingólfsson. Tón-
listarstjóri er dr. Róbert A.
Ottósson, Sinfóníuhljómsveit
íslands (32 menn) leikur, en;
Þjóðleikhússkórinn syngur.
Aðalhlutverkin leika og
syngja Guðmundur Jónsson,
Kristinn Hallsson, Þuríður:
Pálsdóttir og Guðmundur
Guðjónsson. 8 dansarar koma
fram.
Efni óperunnar „Don Pas-
quale“ er fjörugt og skemmti-
legt, tónlistin söngræn og
miklir dansar. Frumsýningin
verður, eins og fyrr segir. ann
an jóladag. en næsta sýning
28. desember.
Hljómsveitargryfja Þjóð-
leikhússins hefur nú verið
sett í betra horf, þannig, að
hljómburður upp á sviðið batn
ar. Ný loftræsting er í gryfj-
unni, og eru hljómsveitar-
menn ánægðir með breyting-
una, að því er þjóðleikhússtjóri
tjáði fréttamönnum í fyrra-
dag.
OF SEINT,
ÓÐINSHANI
KOMIN er út ný skáldsaga
eftir frægasta rithöfund Af-
ríku, Alan Paton. Bókin nefn
ist of seint, Óðinshani. Þýð-
andi er Andrés Björnsson, en
Ný bók
KOMIN er út hjá „Set-
bergi“ barnasagan „Fríða
fjörkálfur“. Höfundur henn-
ar er Margarethe Haller, en
Guðrún Guðmundsdóttir ís-
lenzkaði. Þetta er bók fyrir
telpur á aldrinum 5—9 ára.
Margar teifenimyndir eru í
bókinni.
útgefandi ísafoldarprentsm.
h.f. Alan Paton varð heims-
frægur af skáldsögunni, Grát,
ástkæra fósturmold, sem kom
út hérlendis fyrir fimm ár-
um.
Þessi saga fjallar um kyn-
þáttavandamálið í Suður-Af-
ríku. Hún gerist í litlum bæ í
byggðum Búa í Transvaal. Þar
ríkja járnlög um algeran að-
skilnað hvítra og svartra. —
Enginn hvítur maður má
snerta svarta konu, né hvít
kona vera snert af svörtum
manni. í þessu andrúmslofti
er söguhetjum Patons ráðin
örlög.
MUNCHEN, 16. des. Tugir
manna fórust hér í dag, er
farþegaflugvél frá bandaríska
flughernum fórst. Var hún að
konva frá Bandaríkjunum en
rakst á kirkjuturn í lending-
unni og hrapaði þá. Flugvélin
kom niður á sporvagn er full-
ur var af fólki.
Flugvél þessi var nveð 13
börn og unglinga er voru að
koma frá Bandaríkjunum í
jólaheimsókn til foreldra
sinna, sem eru í bandaríska
hernum í Þýzkalandi. Auk
þeirra var 7 manna áliöfn í
vélinnþ Vélin rakst'á kirkju-
Bæjarstjórn
Framhald af 16. síðu.
ins í bæjarráði að halda fund
í bæjarstjórn strax eftir að bæj-
arráð hafði afgreitt frumvarpið
frá sér ti) fyrstu umræðu.
Strax og því var lokið var fund
urinn svo haldinn En þá hafði
íhaldið dregið sig út úr pólitik.
turn eins og fyrr segir og hrap
aði við það á einn vagn spor-
vagnlestar. Er talið að 30
manns hafi farizt, þeirra er
í vagninum voru. Ekki er vit-
að live margir fórust af þeim
er í flugvélinni voru. Þess má
að lokunv geta að flugvélin
kom niður rétt hjá stóru sýn-
ingarsvæði þar sem mikill
fjöldi barna var saman kom-
rnn. _________
Sesselja
síöstakkur
SETBERG gefur út hina
gamalkunnu barnabók „Sess-
elju síðstakk,“ sem um langt
skeið hefur ekki verið fáan-
leg hér. Þýðandi er Frey-
steinn Gunnarsson alkóla-
stjóri. Höfundur er Hans
Aanrud.
Bókin gerist í svipuðu um-
hverfi og bækurnar Heiða og
Pétur.
Lánsfé til
Keflavíkur-
vegarins
GUNNAR Thoroddsen, fjár-
málaráðherra, svaraði í Sam-
einuðu alþrngi í gær spurning-
um framsóknarmanna varðandi
fé til nýia Keflavíkuvegarins.
Kváðu spyrjendur ekki hafa
fengið upplýsingar um þetta í
fjárveitinganefnd og létu á sér
skilja, að dularfull leynd ríkti
yfrr málinu.
Fjármálaráðherra sagði, að
ríkisstjórnin hefði ákveðið að
afla fjár til vegarins af svo-
nefndu PL-480 láni, sem m. a.
væri ákveðið samkvæmt heim-
ild í 30. lið 22. gr. fjárlagafrum-
varpsins. Hvort lán þessi yrðu
að öllu leyti notuð til vegarins,
kvaðst ráðherrann ekki geta
sagt um að svo stöddu, en á-
ætlað væri, að þær fi’amkvæmd
ir, sem eru í gangi, yrðu greidd
ar með láninu.
Geimför
Brands
GEIMFÖR BRANDS heitir
lítil bamabók með myndum
eftir Gallie Ákerhielm. Útgef-
andi er myndabókaútgáfan.
Síldin
AÐ GEFNU tilefni skal þess
getið, að frétt blaðsins í gær
um síldina, var frá Síldarút-
vegsnefnd. Ræddu formaður
nefndarinnar, Erlendur Þor-
steinsson og framkvæmdastjóri
nefndarinnar Gunnar Flóvents
við blaðamenn í fyrradag og
skýrðu frá tilraunum nefnd-
arinnar með nýjar verkunarað-
ferðir á síld vestur í Bæjarút-
gerð, en síðan voru blaðamenn
boðnir vestur í fiskverkunar-
stöð Bæjarútgerðarinnar til
þess að líta á framleiðsluna,
sem þar fer fram á vegum Síld-
arútvegsnefndar.
Alþýðublaðið
18. des. 1960 3