Alþýðublaðið - 18.12.1960, Síða 8
En öllum hjónum er þó
ráðlagt að leita ráða hjá
hjúskaparráðunautum og
reyna að bjarga hjóna-
bandinu. Slíkir ráðunaut-
ar segja, að þeim takist að
sætta helming þeirra hjóna
er til þeirra leita. Bendir
þetta til þess, að ekki ein
ungis tala fráskilinna sé í-
skyggilega há, heldur og
þeirra er íhuga skilnað.
Ensk blaðakona sem
kynnti sér þetta mál í Sví-
þjóð nýlega, segir það
furðu gegna hve fólk er
hlotið hefur „gamaldags“
uppeldi, hefur verið fljótt
að sætta sig við hið nýja
siðgæði. Segir hún frá
viðræðum er hún hafði við
skemmtilega miðstéttar-
fjölskyldu, herra og frú
Erikson og börn þeirra tvö,
Maríu 22 ára, og Karl 20
ára.
Frú Erikson sagðist
hafa hlotið mjög strangt
uppeldi, en samt vera
þeirrar skoðunar, að frjáls
ræði það, sem ungdómur-
inn búi við í dag, sé miklu
heppilegra. Svíþjóð er dá-
samlegt land fyrir karl-
menn, sagði hún. Karl hef
ur haft margar kærustur.
Mundirðu kalla hann synd
ugan? spurði hún.
Frú Erikson sagðist vita,
að sonur hennar lenti í
ástarævintýrum, en hún
hefði beðið hann um, að
vera ekki með stúlku hjá
sér í herberginu yfir nótt-
ina. — Astarfundir í
heimahúsum er mjög al-
gengir í Svíþjóð og hafa
ýmsir sagt að slíkt sé mun
heppilegra en að ungt fólk
giftist snemma.
Allir vita, að þetta er
algengt á mörgum heimil-
um sérstaklega hjá lista-
mönnum, sagði
son. Stundum 1
komið fyrir, að é
ist á stúlku, méi
ókunnuga, ráfa
ina á innislopp
hafa verið hér n
Mér þótti þetta
sagði Karli það,
að hann virðir ]
svona nokkuð el
tekið sig, sagði ]
Næst talaði 1
við Maríu, dóttu
hún, að í skóh
hún hefði verið
fyrir börn „betr
hefðu fjórar <
stúlkur haft k<
því þær voru f;
Þegar hún var
ján ára töluðu
í hennar bekk u
ismál af alvöru
skilni. Annaí
reyndu þær í
•PA£> ER EKKI EINLEIKI0 HWDEIR VER0A
ÖBURfíUG/R UM PETTA L-V/TI ARS"
HEITAR
HVEEGI í heiminum er
lífsafkoma fólks betri en í
Svíþjóð, nema ef vera
skyldi í Bandaríkjunum.
En sá munur er á, að í
Svíþjóð fyrirfinnast ekki
fátækrahverfi og þar er
heldur ekkert atvinnu-
leysi. Allt er hreinlegt og
gnyrtilegt — jafnvel rusla
körfurnar á götunum. Öll
hugsanleg nútímaþægindi,
svo sem ísskápar og sími,
eru á flestum heimilum.
Um göturnar þjóta nýjustu
gerðir amerískra bíla.
Flestar sænskar konur
halda áfram að vinna eftir
að þær giftast og fyrsta
flokks barnaheimili og
leikvellir sjá um börnin. í
rauninni gæti ekkert þjóð-
félagskerfi gert meir til
þess að fólkinu líði vel. —
Hlutleysisstefna Svía, ein-
beiting þeirra á eigin vel-
ferð og algert afskipta-
lysi af blóðugum erjum
nágrannaþjóðanna — hef-
ur borið ríkulegan ávöxt.
SVÍÞJÖ
En samt er því þannig
varið, að þessi þjóð á við
eins mörg vandamál að
stríða — og ef til vill
fleiri — en fólk í löndum,
þar sem ekki hefur verið
lögð eins mikil áherzla á
velferð fólks. Eitt bezta
SIGGA VIGGA SEGIR:
KOL
dæmið um þetta er skiln-
aðarvandamálið.
Þrátt fyrir hina almennu
velmegun fara eitt af
hverjum sex hjónaböndum
út um þúfur (1 af 4 í
Stokkh.) Lengi var eina
skýring yfirvaldanna á
þessu sú, að sökum hins
mikla mannflótta úr sveit
unum í borgirnar og bæ-
ina hefði skapast þéttbýli.
En þessi rök geta ekki leng
ur staðizt, þar eð húsnæð-
isvandamálið er nú úr sög
unni að mestu.
Sennilegri ástæða fyrir
hinum tíðu hjónaskilnuð-
um er hve auðvelt er að fá
skilnað. Ef eiginmaður við-
urkennir hjúskaparbrot
geta hjónin farið til lög-
fræðings og fengið skiln-
að eftir mjög skamma
stund. Ef hjón ákveða ein-
faldlega að skilja án nokk-
urra sérstakra ástæðna,
þurfa þau ekki annað en að
skrifa undir skjal. Eftir ár
eru þau löglega skilin.
g 18. des. 1960 — Alþýðublaðið