Alþýðublaðið - 18.12.1960, Blaðsíða 13
Opiö bréf til útlendings
Framhald af 7. síðu.
hvernig mannfólkið getur smit
azt af heilbrigðum hundum,
en Velvakandi getui' sjálfsagt
frætt okkur um það óvenju-
lega fyrirbæri. Slettirekur
bæjarins lifa nú sínar sæl-
-ustu stundir. (Ég bið að heilsa
þeim, sem eiga heima í Nóa-
túni). Ef þær eru ekki að kæra
menn fyrir ólöglegt hunda-
hald, þá útlista þær fyrir
manni þær stórhættur, sem
því fylgir, eins og t. d. það reg
inhneyksli, að hundar era
ekki hreinsaðir. Vel á minnzt,
hvernig stendur annars á því,
að það er engin hundahrei.ns -
un í þessum bæ? Er það ekki
augljóst mál? Hundar eru vit-
anlega ekki hreinsaðir á þeim
' stöðum, þar sem þeir'eiga eng
an tilverurétt. Ef bæjarstjóm
Reykjavíkur væri svo frjáls-
lynd að leyfa Reykvíkingum
að eiga hunda, þá mundu
hundaeigendur fegnir borga
sinn hundaskatt, það er ég
alveg sannfærður um.
Þegar lögreglustjóri gaf út
stríðsyfirlýsingu sína, þá voru
hvorki meira né minna en 500
hundar á svörtum lista 'hjá
honum. Af þessari háu tölu
sést að löngun manna til að
eiga þessi dýr er sterk-
ari en löghlýðni þeirra, —
Nú væri ekki úr vegi að
spyrja hvað við séum eigin-
lega að burðast með lög- —
eða réttara sagt samþykktir,
sem almenningur virðir ekki?
Væri ekki ráð að nema þær
úr gildi? Lög, reglugerðir eða
samþykktir, sem skerða frek-
lega frelsi bæjarbúa, eiga-ekki
rétt á sér í höfuðborg íslenzka
lýðveldisins. Sullaveiki e- fyr
ir löngu úr sögunni að minnsta
kosti hvað Reykjavík snértir.
Hún er sem betur fer orðin
svo sjaldgæfur sjúkdómur" að
sumir prófessoranna í lækriis-
fræði við Háskóla íslands haía
aldrei séð mann með þessa
veiki, og þar með er grund-
völlurinn fyrir banninu ýið
hundahaldi gjörsamlega hörf-
inn.
Þótt það þætti éf til 'vfll
girnilegt viðfangsefni fyrir
sálfræðing bæjarins að rann-
saka þessa sterku löngun
Reykvíkinga til þess að hafa
hjá sér hunda eða önnur dýr,
þá getur hann sparað sér c-
mak og bæjarsjóður sér pen-
inga, því að starfsbræður Ól-
afs í stórborgum heims hafa
unnið merkilegt rannsóknar-
starf á þessu sviði. Niðurstað-
an af rannsóknum þeirra er
á leikmannsmáli sú, að það sé
ekki aðeins hollt og þroskandi
fyrir börn að alast upp með
hundum eða öðrum dýrurn,
iheldur séu þau líka einmana
sálum til mikils gleðiauka og
jafnvel til geðverndar á stund-
um.
Stórborgarbúar, sem slíta
skónum á hörðu malbiki, hafa
fjarlægzt náttúruna manna
mest. Þótt sálfræðingar séu að
vísu hálfuggandkút af þessu,
þá eru þeir samt sem áður
ekki svo svartsýnir að halda,
að fólk í stórborgum eigi eft-
ir að slitna algjörlega úr
tengslum við náttúruna. Full-
víst þykir t. d. að svo verði
ekki, á meðan því er leyft að
hafa hjá sér hunda, ketti eða
önnur dýr. Það er með öðrum
orðum niest skynlausum
skepnum að þakka, að þessi
nauðsynlegu tengsl haldast
við náttúruna. Þetta er nú ein
róma álit nafntogaðra bæjar
sálfræðinga í höfuðborgum
Englands, Frakklands og
Bandaríkjanna,
Nú vildu auðvitað margir
ólmir andmæla mér og segja
sem svo, að Reykjavík sé eng-
in stórborg og fæstar götur
séu malbikaðar hér. Og bað
er rétt. Þetta er óforbetran-
leg smáborg og ráðamenn hér,
sem eru flestir annað hvort
fæddir upp í sveit eða ættaðir
þaðan, álíta að engir hundár
eigi tilverurétt nema xjár-
hundar. í þeirra augum er
kaupstaðurinn líka of fínn til
þess að hér séu hafðir hundar,
Þess vegna er það mikil bjart-
sýni að halda, að það verði
leyft fyrr en sveitamanablóð-
ið í æðum bæjarfulltrúanna
er komið niður fyrir exnn desx
lítra og fleiri gótur hafa ver-
ið malbikaðar og það verður
í fyrsta lagi um næstu alda-
mót.
Það er víst tími til kominn,
að ég slái botninn í þetta bréf,
en áður en ég geri það, verð
ég að segja þér eitt. Mér hzt
ekkert á þessa hugmynd þína
að byggja hús við Sundin biá.
því að þar eru grútarbræðsl-
ur. Grútarbræðslur við Suud-
in blá! Það hljómar einkenni-
lega, finnst þér ekki? Það er
ekki nóg, að bæjarstjóm
Reykjavíkur vilji alla hunda
feiga, heldur er lika meiri-
hluti fulltrúanna svo ger-
sneyddir smekkvísi og fegurð-
arskyni, að þeir veita mönnum
leyfi til að reisa grútarbræðsl-
ur við einhvern fegursta stað
á öllu Suðurlandi. Því fer nú
verr, að smekkleysi og hunda
heródesarismi, sá dulbúni fas-
ismi, er ekki eins auðiæknað-
ur og sullaveiki
Halldór Þorsteinsson.
Valdi villist
í Reykjavík
VALDI villist í Reykjavík
heitir bamabók eftir Frímann
Jónasson. Þetta er saga um
lítinn dreng, sem fer í fyrsta
skipti til Reykjavíkur.
Útgefandi er Setberg, —•
Bjarni Jónsson gerði mynd-
skreytingu.
N
S
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
í
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
ALLT Á SAMA STAD
aliar tegundir bifreiða
Merkið, sem allir
vandlátir þekkja
HAMPSON
LOOK FOR THE S RIBS
☆
☆
Heimsþekkt
fyrir gæði
Spariö yður benzvn með því að notarétt kerti, en það er CHAMPION
EGILL VILHJÁLMSSON H. F.
Laugavegi 118. Sími 22240.
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
S '
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
•
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
Alþýðublaðið — 18. des. 1960