Alþýðublaðið - 04.01.1961, Side 1

Alþýðublaðið - 04.01.1961, Side 1
42. árg. — Miðvikudagur 4. janúar 1961 — 2. tbl ELDUR kom upp í gærkvöldi um 8 leytið í lieyhlöðu við bæ- inn Auðsholt í Ölfusi. Slökkviliðið frá Hveragerði var kvatt á staðinn, en auk þess komu menn frá næstu bæj um til aðstoðar. Björgunarstarfið gekk að von um og mun ekki hafa hlotizt mikið tjón. LOS ANGELES, 3. jan. — Vís indamenn við háskólann í Ka- liforníu hafa hlotið geysiháan styrk til að rannsaka l>á kenn- ingu, að sum börn a- m. k., er fæðast fyrir tímann, eigi hæg ar með að lifa í köldu um- hverfi en hlýju. Benda þeir á, að í Skandinavíu sé óvenju. lega mikið um að börn, er fæð ast fyrir tímann, lifi. Grípa læknar þar stundum til þess, er þau eiga í öndunarerfiðleik um, að kæla þau ura þó nokkr ar gráður. Minnka þeir þann- ig hraðann á vefjastarfsem- inni í líkömum þeirra og þurfa þau því minna súrefni. Övæntur gestur í skipasmíða stöb MIKLIR SAMNINGAFUNDIR A SUÐURNESJUM ÞESSI selur var gripinn í fjörunni fyrir framan Ski'pasmíðastöð Daníels Þorsteinssonar & Co. hf. í gærmorgun. Sclurinn hafði sést þar í fjörunni í nokkra daga, en í gær náðu nokkrir starfsmenn stöðvarinnar honum í segl, og fluttu hann í hús. Hann virtist una verunnr vel, þar sem liann. veltist um í sagi og hefilspón- urn. Selurinn er fremur lítill, gæti verrð kópur, en surnir álíta að þarna sé um að ræða ,Hringanóra‘ sem verður ekki stærri fullþroskaður. Nánar er sagt frá selnum á 5. síðu í blaðinu í dag. heildarsamnjrngum (krafan er 37% af aflaverðmæti). Hannibal lagði fram tillögu um þag að fresta bæri að taka afstöðu til samkomulags samn inganefndanna á þeim forsend_ um, að á meðan sé reynt hvort „. v. takast megi að ná fram kjarabótum fyrir hlutar- sjómenn með heildarsamning- um fyrir landið allt, þá telur fundurinn rétt að fresta að taka ákvörðun um samning þann, er fyrir liggur“. Þessu til viðbótar kom fram tillaga „... og vísar samningstilboð- S AMNIN G ANEFNDIR sjómanna og útvegsmanna á Suðurnesjum náðu sam komulagi um kjör bátasjó manna í gær. Samkomu- lagið, sem er gert utan við samningatilraunir LÍÚ, ASI og' Sjómannasam- bands íslands, er um, að sjómenn fái 28% af heild arverðmæti aflans í sinn hlut, en 30% eftir að vissu aflamagni hefur verið náð. Haldinn var sameiginlegur fundur sjó- manna í Keflavík, Grinda vík og Sandgerði í gær- kvöldi til að taka afstöðu til samkomulagsins. Fundurinn 'hófst klukkan 9 í 'Ungmennafélagshúsinu í Keflavík. Auk sjómanna komu á fundinn frá Reykjavík þeir Hannibal Valdimarsson, Snorri Jónsosn, Tryggvi Helgason og fleiri aðilar frá ASÍ. Á fundinum var lagt fram samningsuppkast það, sem samninganefndir höfðu gert. Það fjallaði um það, sem fyrr segir, að sjómenn fengju 28% af heildarverðmæti aflans, en 30% eftir að ákveðnu afla- magni hefur verið náð. Hannibal Valdimarsson stóð upp á fundinum og hélt þvi fram, að auðvelt væri að ná miklu (hagstæðari kjömm í Framhald á 5. síðu. GENEVE, 3. jan. (NTB/ REUTER). Að nílnnsta kosti helmingur þeirra tíu þúsund Marokko-búa, er veiktust hast arlega fyrir ári síðan, er þeir drukku olíublandaða olífuolíu, verða áfram að vera undir læknishendi. Segir þetta lækn- ir nokkur, sem er fyrir sér- fræðingaliði, er sent var til Marokkó til að liressa upp á mannskapinn. Fyrstu róðrar: Sandgerði í gærkvöldi. Fjórir bátar réru héð- an í gær og var það fyrsti róðurrnn á þessu ári. Aflinn var ágætur. Bátarnir fóru á grunn- mið aðeins 40 mínútna leið héðan frá bænum, Aflinn var 10 trl 12 tonn á bát og er það á- gæt veiði. Þetta er fyrsti róðurinn á vetrarvertíð- inni og má segja að hún

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.