Alþýðublaðið - 04.01.1961, Side 16
'tVWVVVWWVWWWVWVWWV
I
í
1
Geimfari
MUSIN að tarna er
komin í |>jónustu Frakka.
Ef allt gengur að óskum,
fer liún í geimflug fyrir
franska ríkið í febrúar nk.
Eldflauginni verður skotið
frá Sahara. Músin verður
hengd rnn í sérstakt
hylki með hespunum,
sem sjást á búningi
hennar.
Doktorsvörn
Finnboga á
laugardag
DOKTORSVÖRN fer fram í
liátíðasal Háskóla Islands næst-
Uomandi laugardag. Finnbogi
Guðmundsson, cand. mag., mun
verja til doktorsnafnbótar í
I eimspeki ritgerð sína ,,Hóm-
ersþýðingar Sveinbjarnar Eg-
iissonar“.
'Andmælendur af hálfu heim-
spekideildar háskólans eru dr.
Steingrímur J. Þorsteinsson,
prófessor, og dr. Jón Gíslason,
skólastjóri.
Doktorsritgerð Finnboga
Guðmundssonar kom út fyrir
jólin á vegum Bókaútgáfu
Menningarsjóðs og þjóðvinafé-
lagsins.
Öllum er heimill aðgangur að
doktorsvörninni
VISTMENN á EIli- og hjúkr-
tmarheimilinu Grund voru alls
S20 um áramótin, 241 kona og
79 karlar.
Á árinu 1960 komu á heim'-
ilið 123 vistmenn, þar af 87
konur og 41 karl. Burtu fóru
37 konur og 20 karlar. Á árinu
dóu 80 vistmenn, 54 konur og
26 karlar.
í árslok voru 24 vistmenn á
Elli- og dvalarheimilinu Ási í
Hveragerði, 14 konur og 10
karlar.
Á báðum elliheimilunum
voru því í árslok 1960 alls 344
vistmenn, 255 konur og 89 karl-
nr.
Fundi
fresfað
Casablanca, 3. jan. —
(NTB-Reuter).
Fresta varð setningu ráð-
stefnu æðstu manna 8 Afríku-
ríkja, sem áttr að hcfjast hér í
dag, þar eð ýmsir fulltrúanna
fcomust ekki í tæka tíð. Hún
verður sett kl. 10 í fyrramál-
ið.
tnmœ)
42. árg. — Miðvikudagur 4. janúar 1961 — 2. tbl.
Álfabrenna á
þrettándanum
A ÞRETTANDANUM, eða 6.
janúar nk., verður haldin mik
il álfabrenna á skeiðvelli Fáks
við Elliðaár. Áður fyrr var
það föst venja að halda þessar
álfabrennur á íþróttavellinum
á Melunum, en síðustu árin
hefur þessi siður alveg lagzt
niður, þar sem völlurinn hef-
ur ekkj fengizt til starfseminn
ar.
Hestamannafélagið Fákur
endurvekur nú þennan góða og
gamla sið með álfabrennunni
6. janúar. Brennan hefst kl.
SAMKVÆMT innflutn
ingskvóta fyrir árið 1961, j vðrutegu„dum, sem flutt
viðskiptamálaráðu- ar væru inn aðmestu frá vöru
sem
neytið hefur auglýst, er
gert ráð fyrír, að unnt
verði að kaupa inn fyrir
frjálsan gjaldeyri vöru-
skiptavörur fyrir tæpar
200 milljónir króna á ár-
inu 1961.
Þegar nýskipan innflutnings
málanna átti sér stað á sl. ári,
var tilkynnt hvað vörur yrðu
á frílista og hverjar bundnar
við vöruskiptalönd. En jafn-
framf var gert ráð fyrir, að á
hverju ári yrði heimilt að
ISWWWWMWWWWMWVWWtWWWtWWWWMVWW'MWWMíWI/
í Eitt skáld og 670 hrepp-
| stjórar t t t t Bls. 7
tWVMWWWWWWWWWWWWWVWWWWWWWVtW
skiptalöndum. Er innflutnings
kvóti sá, er nú hefur verið
birtur, einmitt yfirlit yfir þær
vörutegundir. Er unnt að
kaupa þessar vörur hvar sem
er í heiminum fyrir frjálsan
gjaldeyri.
JARN FYRIR 30 MILLJÓNIR
Samkvæmt innflutningskvót
anum er gent ráð fyrir, að
heimilt verði að flytja inn á
árinu 1961 baðmullarvefnað
ót. a. fyrir 30 milljónir, járn
og stál í stöngum, prófíljárn,
ót. a. járn og stál í plötum,
vír úr járni og stáli, járn- og
stálpípur og pípuihluta (fitt-
ings) ót. a. fyrir 30 milljónir
og hjólbarða og slöngur á öku
tækj fyrir 23,5 milljónir. Eru
þetta hæstu floikkarnir.
Enginn innflutningur í
frjálsum gjaldeyri er leyfður
á nokkrum vöruflokkum, svo
sem kaffi, rúgmjöli, kaffibæti.
flytja inn fyrir frjálsan gjald-, eldspýtum, gólfábreiðum o. fl.
eyri visst magn af flestum
ÚTHLUTAÐ ÞRISVAR Á ÁRI
Innflutni’ngskvótanum er
skipt í tvo kafla. í fyrsta
kafla eru vörur, sem úthlutað
Verður leyfum fyrir þrisvar á
ári, í febrúar, júní o2 október,
en í öðrum kafla eru vörur,
sem úthlutað verður leyfum
fyrir á þeim tíma ársins, er
bankarnir telja nauðsynlegt.
Á sl. ári var innflutnihgs-
kvóti birtur í september og
dróst það svo lengi vegna
þess, að Innflutningsskrifstof-
an hafði úthlutað það miklu
áður en hún var lögð niður.
En nú er sem sagt í fyrsta
skipti birtur innflutnings’kvóti
fyrir allt árið og geta i/rrflytj
endur nú í fyrsta skipti í upp
hafi árs séð hversu mikið verð
ur flutt inn af umræddum vöru
tegundum á heilu ári. Ekki
eru neinir bílar eða tunnur á
listanum og bankarnir geta
veitt gjáldeyri vegna vissra
stórframkvæmda utan við
kvótann.
20.30, og verður þar margt til
skemmtunar. Þorsteinn Hann-
esson óperusöngvari kemur
þar fram í gervi álfakonungs,
og Unnur Eyfells í gervi álfa-
drottningar.
Á annað hundrað félagar úr
Þjóðdansafélaginu dansa kring
um brennuna, ásamt tilheyr-
andi púkum og drísildjöflum.
Grýla og Leppalúði munu
einnig mæta og koma þau ríð
andi. Þá mun Vetur konungur
einnig koma ríðandi ásamt 16
ihelztu riddurum landsins og
fagna álfakonungi. 10—20
þekktustu kórmenn (söng-
menn) landsins munu og láta
til sín heyra. Lúðrasveit
Reykjavíkur leikur allan tím-
ann meðan á brennunni stend
Ur.
Stjórn Fáks vonar, að þess_
ari nýbreytni í starfsemi fé-
'lagsins verði vel fagnað og
bæjarbúar fjölmenni til að
■horfa á brennuna og dansinn.
Ekkert hefur verið til sparað
að gera skemmtun þessa sem
bezt úr garði.
Mikið líf hefur verið í starf-
semi Hestamnnafélagsins Fáks
undanfarið. M. a. kom félagið
af stað glæsilegu íbúðarhapp-
drætti fyrir skömmu og vænt
ir félagið þess, að allir stuðn-
ingsmenn og velunnarar þess,
sem enn hafa ekki keypt miða
í happdrættinu, styrki félagið
og jafnframt „þarfasta þjón-
inn“ með því ag kaupa miða.
Forsala að fyrrnefndri álfa-
Framh. á 14. síðu
wwwwwwwwwvwwwwww
Spilakvöld
FYRSTA spilakvöld
Alþýðuftokksfélaganna á
nýja árinu vcrður næstk.
föstudagskvöld kl. 8,30 e.
li. í Iðnó. Verða þá veitt
verðlaun fyrir 5-kvölda-
keppnina, er lauk síðast
og ný fimm-kvöldakcppni
hefst. Ernnig verða veitt
verðlaun fyrir kvöldið.
Hljómsviait undir stjóþn
Aage Lorange leikur fyr-
ir dansinum. — Mun-
ig að mæta og dansa
út jólin í Iðnó á föstu-
dagskvöld.
IWWWWWWWWWWWWWWW1