Alþýðublaðið - 12.01.1961, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 12.01.1961, Blaðsíða 1
* ENGÍN f'urða þótti henni sé hlát- ur í huga: það er útvarp í bílspeglin- um! — Þetta er ný, brezk uppfinning, sem nú er að ltoma á markaðinn. Hver er stúlkan? Hún er líka brezk, heitir Susan Hampshire og kvað vera upp- rennandi stjarna í kvikmyndaheimih- . ■ ŒDfiíHE) 42. árg. — Fimmtudagur 12. janúar 1961 — 9. tbl. Þeir íslenzku flytja gestina SAMKOMULAG hefur náðst | í deilu þeirri, sem á sínum tíma ^ kom upp á milli leigubifreiðar- ! stjóra á Keflavíkurflugveli og forstöðumanna undirforingja- klúbbsins þar (NCO-club), varð ;andi flutninga á gestum til og Veitir ÁSÍ Belgíumönn- um fjárstyrk? Alþýðusambandi íslands hefur borizt erindi frá verkalýðssamtökunum í Belgíu um styrk vegna verkfallsins er þar stend- ur yfir. Ekki hafði mið- stjórn Alþýðusambands- ins afgreitt erindið í gær. Árangurslaus sáttafundur SÁT’TAFUNDURINN í sjó- mannadeilunni, er haldinn var í gær reyndist árangurslaus. — Ákveðið var þó að hvor deilu- aðili fyrir sig tilnefndi þrjá menn í undirnefnd, er gera á ýmsa útreikninga og skila þeint í dag. Má búast við nýj- um sáttafundi í dag. frá klúbbnum. Deila þessi vakti allmikla athygli. Deilan hófst með því, að for- stöðumenn klúbbsins leigðu bif reið (svokallað rúgbrauð) til að aka gestum sínum til og frá klúbbnum. íslenzku leigubifreiðastjór- arnir álitu, að hér væri gengiö inn á þeirra starfssvið og komu með rök máli sínu til stuðnings. Forstöðumenn klúbbsins höfðu einnig sín rök fram að færa. — Deilan harðnaði óg urðu nokk- ur átök, svo lögreglan varð að skipta sér af málinu. Varnarmálanefnd tók málið í sínar hendur og hefur sam- komulag náðst, sem fyrr segir. Forstöðumenn klúbbsins hafa s fallizt á, að hætta að nota bif- reiðina til flutnings á gestum, en-láta íslenzku leigubifreiðar- stjórunum það eftir. ísafirði, 11. jan. Mikið hvassviðri var hér í nótt, en ekki er kunnugt um, að neitt meiri háttar tjón hafi orð ið af þeim sökum. Um helgina fóru fram at- kvæðagreiðslur um vinnustöðv un á bátaflotanum, sem boðað- ar eru frá og með 16. þ. m. og allt til 18., ef samningar hafa ekki tekizt. Reytingsafli hefur verið hjá bátuuum undanfarið. — B. S. Pabbi! ÞEGAR 2000 Reykvík- ingar fengu síma fyrir helgina, þótti okkur sjálf- sagt að líta inn á nýtt „símaheimili“. Hér getur að líta árangurinn. Mynd- in er á Alfheimum 54. — Frökenin heitir Jóhanna Vigfúsdóttir og er þriggja ára. Og hún sagðist auðvit að vera að hringja á — pabba. DOKTOR VIÐ CORNELL- HÁSKÓLANN UNGUR íslenzkur gerla- fræðingur, Geir Guðnason, varði doktorsritgerð við Cor- nellháskólann í Bandaríkju’n- um í fyrradag. Doktorsvörnln gekk mjög vel. Geir Guðnason, sem er 29 ára, er stúdent frá Menntaskól- ánúm í Reykjávík. Hann hefur stundað allt sitt háskólanám við Cornellháskólann. Hánn hefur verið þar síðastliðin átta ár. Blaðinu er ekki kunnugt um lieiti doktorsritgerðarinnar. Geir mun koma fil íslands í febrúarmánuði. Hann mún starfa hjá Atvinnudeild háskól- ans. Foreldrar Geirs eru hjónin Þorbjörg Sigurðardóttir ög Guðni Guðnason, Blönduhlíð 24 í Reykjavík. FÁRVIÐRI gekk yfir i allt Suðurland s. 1. nótt. í Reykjavík voru að með altali 10 vindstig mestan hluta nætur, og komst upp í 12 vindstig í hvið unum. Miklar skemmdir urðu á mannvirkjum, en engin slys á mönnum. Lögreglan átti annríkt alla nóttiína við ýmiskon ar hjálparstarfsemi. Mikið tjón varð á Hallgrims- kirkju, sem nú er í byggingu á Skólavörðuholti. Fauk þar nið- ur mikið af mótauppslætti, sem unnið hefur verið að undan- farna mánuði. Var þessi móta- uppsláttur fyrir efri hluta kirkj unnar, og búið að ganga frá ,honum að nokkru leyti. Fauk Isyðri hliðin alveg um, og féll bæði inn í kirkjima og út fyrir. Búið var að koma fyrir nókkr um járnbindingum í þessum uppslætti, og einnig hafði ver- ið gengið frá mjög sveru járni í stöpla. Bognaði öll jámbind- ingin ög lagðist til jarðar. ÖU mótin eru tvístruð og brotin og liggur spýtnabrakið um allt ná- grennið. Braggi, sem stóð við Skú,la- götu, fauk, og þeyttust járnplöt- ur og brak úr honum tun nær- liggjandi götur. Nokkur hæita hefði getað stafað af þessu braki, og var vinnuflokkur feng inn í nótt. til að hreinsa það upp. Rétt fyrir kl. 12 í gær- kvöldi fauk svo timbur af bygg ingu við Dugguvog, og lenti hluti af timbrinu á rafmaghs- línu, og orsakaði mikið neista- flug. Héldu íbúar í nágrenninu að kviknað hefði í og kölluðu slökkviliðið á vettvang. < Framliald á 5. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.