Alþýðublaðið - 21.01.1961, Blaðsíða 16
ŒŒÖttF
42. árg. — Laugardagur 21. janúar 1961 — 17. tbl.
Hörkudeilur
um útveginn
FYRSTA umræða um stofn-
Iánadeild sjávarútvegsins hélt
áfram í Neðri deild i gær. Svar
aði þá Gylfi Þ. Gíslason, við-
skiptamálaráðherra, ræðum
þeirra Eysteins og Luðvíks,
tiem þeir fluttu í fjrradag, en
að því búnu tóku þeir enn til
ináls og töluðu leigi. Var um-
ræðunni enn frestað kl. 4.
Ráðherrann hóf mál sitt á
$iví að benda á, að það væri
merkilegt við rseður Eysteins
og Lúðvíks, að í þeim hefðu
engar upplýsingar verfð um það
hvort flokkar þeirra væru and-
vígir frumvarpinu, þó að lang-
ar og allítarlegar hefðu ræðurn
ar verið. Væri fróðlegt að fá
vitneskju um afstöðu stjórnar-
andstöðunnar til málsins á sín-
um tíma.
Kvörtunum andmælenda yf-
ir því, að bráðabirgðalög hefðu
verið gefin út Qg hvers vegna,
s\ araði G. Þ. G. því til, að skýr
ingar væri að finna í forsend-
um frumvarpsins. Reglugerðin
hefði verið útgefin 14. þ. m. og
þegar væri farið að vinna að
þessum málum af fullum krafti.
mmMHMHHVWtMMMWU
7 jbús.
I
hlut
EINS og Alþýðublaðið
skýrði frá í gær, fékk
Höfrungur II. frá Akra-
nesi mjög stórt kast rétt
fyrir miðnætti { fj’rri-
nrýt. Er Alþýðublaíþð
hafði samband \ið Akra-
nes £ gær, var cnn verið
að losa bátinn, en talið
var þá, að aflinn j-rði um
2000 tunnur. Ekki var
þá vitað hvernig aflinn
mundi skiptast f söltun
og bræðslu, en talið var,
að básetahlutur jrði 6—
7 þús. krónur. Ágætt
fyrir einn „túr.“ Því má
bæta við, að Höfrungur
II. hefur verið í slipp að
undanförnu og var þetta
fjrsti róðurinn hjá
honum.
OWWWWWWWWWMW
j Ef beðið hefði verið eftir al-
I þingi með lagasetninguna, hefði
málið tafist 3—4 vikur til
mesta óhagræðis.
Síðan vék viðskiptamálaráð-
herra að tveimur atriðum, sem
voru uppistaðan í málflutningi
Eysteins og Lúðvíks: staðhæf-
ingum um áhrif vaxtahækkun-
arinnar á útgerðina og aðra at-
vinnuvegi, sem þeir töld-u ó-
bærilega byrði, og talnaleik
þeirra varðandi greiðslujöfnuð
inn við útlönd.
Ráðherrann kvaðst hafa und-
ir höndum rekstraráætlun tog-
ara og línubáts, sem sýndu cftir
farandi: 2% vaxtahækkun þýð-
ir 0,7% útgjaldahækkun fyrir
togarann á ári, en kaupgreiðslui
til skipshafnar lians nema 27%
af heildarútgjöldunum. JSairja
vaxtahækkun þýðir 0,6% hækk
un rcksturskostnaðar línubáts
á ári, cn hlutur sjómanna er
33% af heildarútgjöldum báts-
ins. Þýðing vaxtahækkunar fyr
ir vinnslustöðvarnar er mun
meiri, þó að öruggar tölur um
það liggi ekki fjrir, líklega allt
að 2—2V-i.% útgjaldahækkun.
j Þá kvaðst ráðherrann hafa
upplýsingar um, hve mikil lán
bankar landsins hefðu átt hjá
útgerðinni (skipum og vinnslu-
stöðvum) í nóvemberlok 1960
en það var 1471 millj. kr., þar
af 70 millj. kr. í föstum lánum
til lengri tíma. Áætla mætti, að
heildarvaxtahækkun útvegsins
árið 1960 (4 % í 10 mánuði)
næmi 47 millj. kr. Framleiðslu-
verðmæti aflans á árinu væri
2500 millj. kr. og vaxtahækkun
in aðeins 1,9% af heildarverð-
mætinu.
Nú eru vextir 2% hærri en
fyrir váðreisn og verða ekki
lengur en nauðsynlegt er til
að halda verðbólgunni í skcfj-
um. Gera má ráð fyrir 1500
millj. kr. lánum til útgerðar-
innar í ár og væri vaxtahækk-
unin 30 millj. kr. miðað við þá
upphæð. Lánabrej-tingar, sem
bráðabirgðalögin gera ráð fj-r-
ir, hafa veruleg áhrif til vaxta-
Iækkunar, um 10 millj. kr. á að
gizka, þannig að vaxtagjöld út-
vegsins í ár verða um 20 millj.
kr. meiri en á heilu ári fyrir
viðreisn. Þetta eru tölur, sem
ógerningur er að vefengja,
sagði viðskiptamálaráðherra, og
Framh. á 4, síðu. 1
RIFSNESIÐ landaði í
Reykjavík í fyrradag uin
900 málum af síld. M.vnd-
in er tekin við það tæki-
ÞÆR fréttir eru nú helztar
úr bæjarfógetamálinu svo-
nefnda, að bæjarstjórinn í
Keflavíkurkaupstað, Eggert
Jónsson, liefur kallað fyrir sig
lögregluþjónana fimm, sem
kærðu bæjarfógetann til dóms
málaráðuneytisins.
Bæjarstjórinn hefur kallað
lögregluþjónana fyrir sig einn
og einn, til þess að fá þá til
að falla frá kærunni. Lög-
regluþjónarnir hafa ekki orðið
við tilmælum bæjarstjórans.
í þessu sambandi má geta
þess, að nokkrir pólitískir
stuðningsmenn Alfreðs Gísla-
færi. Á 7. síðu segir meira
frá síldaræfintýrinu und
ir fyrirsögninni: Faxa-
síld.
sonar snér.u sér til lögreglu-
þjónanna eftir að Hilmar Jóns
son kærði fógetann fyrir van-
rækslu og brot í starfi, og
báðu þá um að skrifa undir
yfirlýsingu, þar sem lýst er
yfir trausti á hann. Lögreglu-
þjónarnir neituðu þessari
beiðni.
Bæjarfógetinn hefur haldið
áfram embættisstörfum sínum,
þrátt fyrir ákæruna á hendur
honum. Heyrzt hefur, að Hiflm
ar Jónsson, sá er kærði fógeta
fyrstur, hafi í hyggju að birta
opinberlega ákæru sína, dragi
dómsmálaráðuneytið aðgerðir
lengi úr þessu.
vorlagður
fram / gær
VERKAMENN í Dags-
brún, sem eru andstæðir
stjórn kommúnista í félag-
inu, lögðu fram lista í gær
til framboðs við stjórnar-
kjör það, sem fram mun
fara í félaginu 28. og 29.
jan. n.k. eða um næstu
lielgi. I formannssæti list-
ans er Jón Hjálmarsson.
' Aðalstjórn: Jón Hjálmarsson
form., Njálsgötu 40b, Jóhann
Sigurðsson, varaform., Ásgarði
19, Tryggvi Gunnlaugsson, rit-
ari, Digranesveg 35, Rósmund-
ur Tómasson, gjaldkeri, Laug-
arnesvegi 66, Magnús Hákonar-
son, fjármálaritari, Garðsenda
12, Jóhann Sigurður Gunn-
steinsson, Lindarveg 7, Kópav.
og Gunnar Sigurðsson, Bústaða
veg 105.
Varastjórn: Guðmundur Jóns
son, Garðastræti 8, Sigurður
Þórðarson, Fossagötu 14 og
Karl Sigþórsson, Miðtúni 86;
Stjórn Vinnudeilusjóðs: Sig-
urður Guðmundsson, Freyju-
götu 10A, Guðmundur Nikulás-
son, Háteigsvegi 26 og Guð-
mundur Sigurjónsson, Gnoðar-
vogi 32.
Varastjórn: Þórður Gíslason,
Meðalholti 10, Jón Arason,
Ökrum v/ Nesveg.
Endurskoðendur: Torfi Irig-
ólfsson, Halldór Runólfsson. Til
vara: Helgi Eyleifsson.
Auk þess eru á listanum frám
bjóðendur til trúnaðarráðs. ■
STÚDENTAFÉLAG Reykja-
víkur efnir til fundar um bjór-
málið á morgun kl. 2 e. h. í
Sjálfstæðishúsinu. Frummæl-
endur verða þeir Friðfinnur
Ólafsson, forstjóri, og Benedikt
Bjarklind, stórtemplar. Ollurn
er heimill aðgangur að fundin-
■um, en aðgangur kostar kr. 10
•fyrir þá er ekki hafa studenta-
skírteini.
Kongó
söfnun
KONGÓ-söfnun Rauða Kross
íslands nam í gær 200 þús. kr.
Þar af höfðu 30 þús, kr. safn-
azt utan Reykjavíkur. Nægir
þessi upphæð fyrir 10 lestum af
skreið, að undanskildum flutn-
ingskostnaði. Söfnuninni lýkur
í kvöld.
WWWVWWWVMWWWWWWWWWWiWWWW
Neita að falla
frá kæru sinni