Alþýðublaðið - 21.01.1961, Blaðsíða 9
Við sögðum síðan Ortizi,
að gaman væri að tala við
einn Spánverjann og þótti
hanum það sjálfsagt. Kall-
aði hann á skeggjaða gítar
leikarann ,sem við minnt-
ust á í upphafi, og kynnti
hann fyrir okkur. Heitir
hann Baltazar.
— Og þér leikið á gítar?
Já — og sýni einnig flam
ingo-dans. Annars hef ég
dundað talsvert við að
mála. Ég hef kynnzt dálítið
zígaunum hjá Barcelona,
en þar á ég heima. Hef ég
ýmislegt lært af þeim, t. d.
söng og dans. Ég hef
kennt þeim á gítar og teikn
að af þeim myndir.
— Málið þér abstrakt?
— Nei, ég er expression-
isti. Mér þætti gaman að
kynnast íslenzkum málur-
um og er ákveðinn í að
dvelja hér í dálítinn tíma
og halda hér sýningu eftir
mánuð eða svo.
Við vildum ekki tefja
hina erlendu listamenn öllu
lengur með óþarfaspurn-
ingum. Spurðum við að
lokum hvað væri vinsæl-
asta lagið á Ítalíu um þass
ar mundir.
Aldo varð fyrir svörum
og brosti: 'Vinsældum Ro-
mantica, sem var lag ársins
á Italíu, virðist vera að
hraka. Sennilega er vin-
sælasta lagið nú „Folle
Bandervola", sem þýðir
,,smáfáni“.
Að ofan: Spánverji
blæs. T. v. Ovtizi við pí-
anóið. Efsta myndin er af
hljómsveitinni (með gítar
Aldo).
dregið ráðið frá því, ísland
væri svo nálægt Norður-
pólnum að þar væri mikill
kuldi. En nú höfum við
komizt að því, að hér er
miklu heitara en okkur var
sagt. 'Veturnir í Milano
eru oft miklu verri.
— Hvernig stóð á því að
þið fóruð hingað?
— Við vildum gjarnan
kynnast landinu og erum
mjög ánægðir með dvöl
okkar. Islendingar eru
mjög viðkunnanlegt fólk
og unga fólkið kátt og f jör-
ugt. Kannski ekki eins og á
ítalíu, en samt mjög fjör-
ugt. Stúlkurnar eru mjög
fallegar, og að sumu leyti
dálítið öðru vísi en þær
ítölsku.
— Þið flytjið aðallega
ítalska tónlist?
— Já, en einnig mikið af
Suður-Ameríku músik —
eins og t. d. cha-cha-cha ■—
Við útsetjum lögin flest
sjálfir og höfum samið
sum þeirra, 'Við erum fimm
í hljómsveitinni, 2 Italir
og 3 Spánverjar. — Á-
stæðan fyrir því, að við
fengum Spánverja í hljóm-
sveitina með okkur er sú,
að við höfum gaman af
„Latin-amerískri“ tónlist
og auðvitað leika hana eng-
ir betur en þeir, sem hana
þekkja frá blautu barns-
beini.
— Og hvernig finnst
ykkur íslenzkir hljóðfæra-
leikarar?
— Þeir, sem við höfum
kynnzt virðast mjög færir
í sinni grein. Þeir leika
mjög vel jazz svo og jive-ið
ómissandi. — Við höfum
hlustað á Elly Vilhjálms
syngja ítalska lagið Roman
tica og fleiri itölsk lög og
gerði hún það mjög vel. -—-
IJér er á ferðinni afbragðs
góð söngkona, sem þætti
góð hvar sem er í heimin-
um, einnig á ítalíu.
—- En hafið þið heyrt
einhver íslenzk lög?
— Já, og við höfum feng
ið áhuga á þeim. 'Við höf-
um fengið 6 gömul íslenzk
lög 0g erum við að hugsa
Um að útsetja 4 þeirra í
cha-cha stíl og leika þau á
plötu.
:yrendur, skaut því inn í, að sér
r virðist þætti dálítið einkennilegt
ri en al- að hætta að vinna kl. hálf
á ítalíu. tólf því að venjulega
11 dálítið skemmtu þeir langt fram á
mdi, en morgun, til 5 eða sex. En
mum við þetta gerir auðvitað ekkert
ð þá. — til sagði hann, því minni
tileg til- vinna fyrir okkur!
kkur og — Og hvernig finnst ykk
n að kom ur Suðurlandabúum veðr-
Að ungt ið hér?
Þegar við ákváðum að
Aldo fai’a hingað var okkur ein-
ITNA
ANDI
Átlas silki
í kjóla nýkomið.
Verzlurtin SPEGILLENN
Laugavegl 48. — Sími 14390.
Stúdentafélag Reykjavíkur
heldur almennan fund um bjórmálið
í Sjálfstæðishúsinu á morgun kl. 2.
Stjórnin.
Búrfellsbjúgu
bragðast bezt.
Kjötverzlunin BURFELL
Skjaldborg v. Skúlagötu. — Simi 1-9750.
Húsmæður!
Ný bátaýsa, heil og flökuð, saltfiskur, skata.
Ný síld.
FESKHÖLLIN
og útsölur hennar. — Sími 1-1240.
Vanur bókhaldari
gerir SKATTFRAMTÖL yðar.
Pantið tíma gegnum síma.
Guðlaugur Einarsson,
málflutningsstofa. — Símar 16573 — 19740.
Áskriftars't-n!nn er 14900
Alþýðublaðið
21. jan. 1961 §