Alþýðublaðið - 22.01.1961, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 22.01.1961, Blaðsíða 7
RÚMUR mánuður er liðinn síðan byltingin brauzt út í Etiópíu — og Haila Selassie keirari — sem ekki að á- stæðulausu, er nefndur ljónið frá Juda — hélt heim í land sitt og barði hana niður. Síðan heíur verið lítið um fréttir þaðan en ekki eru erlendir fréttamenn á einu máli um það að öllum hafi ver ið gefin grið, sem játuðu sekt. sína, eins og keisarinn lofaði við heimkomuna. Útlendingar sem dvalizt hafa í landinu um árabil kvarta undan því að erfitt sé að kynnast fólkinu og ástand- inu þar, eins og það sé í raun og veru. Framandi tungumál, siðir og menning eiga sinn þátt í því, en ekki hvað sízt athafnasöm leynilögregla keis arans, sem reyndar er tvískipt og starfar hvor deildin án vit- undar hinnar, auk þess sem þær njósna hver um aðra. Trúboðarnir komast allra Osfa . Wozzen útlendinga bezt í samband við landsbúa. Þeir hafa yfirleitt lært mál landsbúa vel, og komast í náið samband við al- múgann og yfirvöld þess hér- aðs, sem þeir starfa í. Þeir þekkja manna bezt mútukerfi og óreiðu þá sem er svo áber- andi í störfum fylkis- og lög- reglustjóra. Þeir vita hversu erfitt það yfirleitt er fyrir al- menning að koma fram rétti sínum gagnvart vilja hátt- settra manna. Trúboðarnir sinna köllun sinni við að hjálpa fátæku og fáfróðu fólk- inu, og vita að minnsta gagn- rýni þar eða í fjarlægu heima landi, er strax tilkynnt yfir- völdunum með þeim afleiðing um að þeir fá ekki leyfi til að halda áfram störfum sínum. Þetta er orsök þess að bækur trúboðanna um landið sem og viðtöl og þeirra við blaðamenn gefa sjaldnast rétta mynd af ástandinu í landinu. Þegar keisarinn kom heim frá útlegðinni 1941 með brezk etíópískum herstyrk frá Kart húm, voru í fylgd með honum tíu innfæddir liðsforingjar, sem höfðu fengið fullkomna hernaðarmenntun erlendis. — Meðal þeirra voru Mulugeta og Mangistou, sem síðar komu við sögu. Mulugeta varð for- ingi lífvarðar keisarans, hinir mynduðu hóp um hann og hlutu flestir æðstu stöður rík isins. Þegar Farúk var steýpt af stóli af herforingjaklíku tók keisarinn eftir að hann var sjálfur umkringdur af hóp samlyndra herforingja. Hann lét þá þegar í stað sundra þess um„hóp svo lítið bæri á, setti marga þeirra í önnur embættj, örfáa í fangelsi, eða útlegð, — nokkra sendi hann til að stjórna her Etíópíu, sem um þessar mundir var í Kóreu, — aðra í sendiherrastöður eða gerði þá að fylkisstjórum í fjarlægum héruðum. Síðan þetta skeði hefur tor- tryggni gætt æ meira hjá keis aranum, og ef til vill ekki af ástæðulausu. Auðvitað hafði innanríkisráðuneyti hans líka áður haft sérstaka deild í lög- reglunni. Þessi deild átti að vaka yfir öllum hræringum og straumum sem kynnu að koma í ljós þrátt fyrir það að allir stjórnmálaflokkar voru bannaðir, sem og verkalýðsfé- lög og verkföll. Hún átti einn- ig að fylgjast með öryggi keis- arans og hollustu embættis- manna hans. * En í upphafi síðasta áratugs þótti keisaranum ástæða • til að koma upp sérstöku öryggis l.iði innan lífvarðarins. Sér- staklega skólaða, reynda og keisaraholla menn úr þessari deild, var síðar seinna farið að senda sem fulltrúa eða njósnara innan í allar grein- ar ríkisrekstursins og hersins. Hlutverk þeirra var að fylgj- ast með öllu sem þar gerðist, gera uppljóstranir ef þeir urðu einhvers vísir ar skríða Rússland sækist mjög eftir vinsemd við Afríkuríkin um þessar mundir og auðveldar það keisaranum mjög að fá ríkulega fjárhagsaðstoð fpá Bandaríkjamönnum. Á ustu tveim árum einum eiga Bandaríkin að hafa léð þeim meira en hálfa milljón sem notuð hefur verið til upp byggingaT aðalstöðva öryggis- þjónustunnar í Addis Abeba. Á utanlandsferðum sínum hefur keisarinn ætíð ferðast eins og austrænn fursti, hvað hann. líka er, með miklu og glæsilegu fylgdarliði, hóp ráð gjafa og lífvarða. Þessar. kostn aðarsömu ferðir hans sem gefa þjóðihni lítið' í aðra hönd, — hafa meðal annars lengi ver- ið litnar homauga af róttæk- um andstæðingum hans, sem hafa orðið að hafa hljótt um sig opinberléga vegna öryggis lögreglunnar. Ferðalagið, sem . keisarinn ' fór nýlega til Brazilíu með viðkomuí Ghana gaf andstæð- ingum hans líka tækifæri til valdaráns, með það í huga að koma á stjórn í samræmi við þá lýðræðislegu stjórnarskrá, sem keisarinn gaf landinu 1948, en hefur aldrei orðið meira virði en pappírinn, sem hún var prentuð á. Nú er vitað að leiðtogar uppreisnarinnar eru einmitt þeir menn, sem vegna stöðu sinnar umgengust keisarann daglega, og hefðu því hvenær sem var. getað tekið völdin af keisaranum, lífs eða liðnum. Byltingin fór samt sem áð- ur fram án blóðsúthellinga og hávaðalítið bæði í höfuð- staðnum og úti á landsbyggð- inni, á meðan uppreisnarmenn handtóku þá ráðherra og hers höfðingja, sem reyndust holl- ir- keisaranum. Um það var rætt að stofna lýðveldi en sú . hefð að vilja hafa keisara er sterk og rótgróin í landinu. — Krónprinsinn Asfa 'Wozzen er gamalkunnur fyrir frjálslyndi ■ og iramfaralöngun. Hann var .sóttur og kynntur sem-.kon- ungur af byltingarmönnum, án þess að sjá hafi mátt nokkra andspyrnu gegn því af hans hendi í útvarpsávarpi því, sem hann hélt rétt eftir að byltingin hófst. Ryltingarmenn virtust á góðri leið með að ná öllum völdum í sínar hendur á til- tölulega friðsamlegan hátt, þegar keisarinn lét til sín heyra hinum megin Atlants- hafsins. Hann brá hið skjót- asta við, sté upp í flugvélina ásamt fylgdarliði sínu og hélt ’.til Afríku. Byltingarmenn settu þegar lendingarbann á alla flugvelli landsins, til að hindra að hann kæmist til Etíópíu aftur.. Hann lét sig bannið hins vegar .engu skipta og skipaði flugforihgja sínum að lenda „Skymastervél sinni samdægurs á flugvellinum í Asvara, sem var á valdi mágs hans, Ras' Abbiye fylkisstjóra Eritreu. . „ . ,Er hann hafð.i kallað saman &'■ a’lt -• það herlið,-.. sejn , tiltækt var, tók hann það ráð að biðja til guðs á kirkjutröppunum í Asmara til að styrkja baráttu þrek manna sinna, bæði nær- verandi og fjarverandi. Guð var vitni að réttlæti hans og nú gátu allir séð að hann var kominn aftur til elskaðra en ■ villuráfandi þegna sinna. — .Síðan hélt hann útvarpsræðu frá. bandarískri herútvarps- stöð rétt utan við Asmara og tilkynnti komu sína, lýsti yf- ir því, að hann myndi hefja baráttu gegn uppreisnarmönn um, en sýna þeim mildi, sem iðruðust gerða sinna og gæf- ust upp. Þessar gerðir hans virtust hafa ótrúlega mikil áhrif á landsbúa. Nú kom fyrst til blóðsúthellinga og bæði upp- reisnarmenn og keisarasinnar tóku að nota vopn sín. Flug- vélar úr flughernum vörpuðu sprengjum á höfuðborgina og Mengesha hershöfðingi, sem fylgdi keisaranum að málurr,, Framhaid á 11* síðu. Alþýðublaðið — 22. jan. 1961 f

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.