Alþýðublaðið - 26.01.1961, Síða 2
MINNING
'■ QIiil J. Astþórssen (áb.) og Beaedllrt GrPndal. — rulltrúar rtí-
atOfn&i: Slgvaldl Hjálnarsson og IndriBi G. Þorsteinsson. — Fréttastjón;
BgBttvin GuSraundsson. — Simar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasiruií
,!•••«. — ASsetur: AlþýSuhúslS. — Prentsmiðja AlþýSublaSsins. Hverfls-
fitÍM 9—10. — Asitrl ttarsJald: kr 45,00 A mánuSi. í Iausasálu kr. 3,00 elnl
sflt^íRsdi: AlþýSufloUruiinn. — Tzamkvtcmdísilórií Sverrir SJartanason.
Er Þjóðviljin feiminn?
1 HVERNIG stendur á því, að Þjóðviljinn stem-
I þegir um fhina mik'lu samþykkt, sem foringj'ar
\ ,.kommúnista- og verkalýðsflokka“ gerðu austur í
\ Moskvu? Ekki er það af áhugaleysi, því Kristinn
, Andrésson er byrjaður að flytja ræður um málið á
1 sósíalistaflokksfundum. Er Þjóðviljiínn feimin við
; málið, sem rússneska sendiráðið upplýsti? Óttast
blaðið, að almenningur sjái nú toetur en áður,
, fivernig forustulið kommúnista, sem einn af liðs-
! mönnum þess hefur kalleð „Ku-Klux Klan“ Sósí-
alistaflokksins, hlýðir samþykktum austan úr
Moskvu í stað þess að marka sína eigin stefnu eft-
! ir íslenzkum aðstæðum?
Þetta er sýnilega erfiitt mál fyrir Þjóðviljann.
Eftir allar 'n'afnbreytingarnar á flokknum og allar
1 tilraunirnar til að telja íslenzku alþýðufólki trú
! um, að kommúnistaforustan taki ekki við skipun-
■ tm að austan, sendir rússneska sendiráðið frá sér
: tilkynningu upp á 70 síður, sem sannar þetta svart
1 á hvítu. Svo bregðast krosstré sem önnur tré.
Málið lig'gur Ijóst fyrir. Fulltrúar Sósíalista-
] flokksiíns sátu ráðstefnuna í Moskvu. Þar voru
allir sammála. Ályktunin tekur sjálf af öll tvímæli
um, að kommúnista- og verkamannaflokkar heims
! séu skyldugir að hlýða þeim fyrirmælum, sem í
henni felast. Einar Olgeirsson er byrjaður að tala
í anda hinnar nýju samþykktar, Kristinn byrjaður
að kynna félögunum hana. Íslenzíka þjóðin veit,
; hverju hún á von á.
Hvar byrja þeir?
! SAMKVÆMT ályktuninni í Moskvu eiga komm-
I únistaflokkar nú að beita kröftum sínum tifl. að
I \'inna gegn hinum glæpsamlegu ögrunar- og of-
.1 beldisvefkum vitfirrtrar heimsvaldastefnu í kven-
' félögunum, herða um allan helming sóknina gegn
! yfirráðum kúgara, arðræningja og einokunarauð-
; magns innan íþróttahreyfingarinnar, dg leiða hana
| inn í meginstraum hinnar marx-lenínsku heims-
! byltingar,
i Skyldu þeir byrja á KR eða Val?
Vanur bókhaldari
gerir SKATTFRAMTÖL yðar.
j Pantið tíma gegnum síma.
| Gtíðlaugur Einarsson,
málflutningsstofa, — Símar 16573 — 19746.
£ 26. jan. 1961 — Alþýð'ublaöið
Björgvin Guðmundsson
GRUNNTÓNNINN í ís-
lenzkum kórsöng var stofn-
settur af Jónasi Helgasyni.
Þessi undirstaða stofnhljóms-
ins ómaði lengi ein og óstudd,
og hún bergmálar enn um óra-
víðáttu íslands byggða. En
fullkominn hljómur byggist á
þremur tónum. Og þótt undar-
legt megi virðast, þá varð
fyrst Björgvin Guðmundsson
til þess að bæta inn öðrum
tón í þann hljóm. Þríundin
var komin. Hún gaf fyrirbær-
inu ákveðið gildi. ísland gekk
tvö stór skref fram og gaf
hljómnum sterklega ásýnd
kröftugs dúrs.
öÞað varð hlutskipti Björg-
vins Guðmundssonar eins og
fleiri starfsbræða hans að
verða síðbúinn til kunnáttu-
samlegs þroska. Var þetta hon
um fjötur um fót, þótt í raun-
inni fæstir greindu þann far-
artálma. Fyrst um tvítugt
hefst reglubundið nám hans
í efnum tónlistar. Náttúrugáf-
ur eru óvenjulega miklar og
lagæðin rík, Skapið heitt og
þrekið óbugandi.
Björgvin lærir tónmennta-
legt handverk sitt í London.
Hér var enn lifandi andi Hán-
dels, og hér hafði drengurinn
Mozart tekið við miklum arfi
úr höndum Johann Christian
Bachs. Þjóðleg endurvakning
enskrar tónlistar var enn ekki
hafin. Stílbrögð hábarokktím-
ans ná hér föstum tökum á
Björgvin. Hann aðhyllist
hvelfdar línur hennar og lang-
ar lotur með undirstöðu
sterkra dómínanta. Arfur er
honum meira virði en list-
þróunarleg nýung. Samt sém
áður hætir hann nýjum þætti
inn í unga íslenzka músík-
Það er langspunnin laglína á
hljómagrunni, sem nás'kyldur
er generalbassanum. Er þetta
einna greinilegast í óratóríum
hans Friður á jörðu og Ör-
lagagátunni.
Hér koma fram ný form í
íslenzkri tónlist, stór söng-
form. En stærð formsins er
ekki aðalatriði. Innihaldið
vei’ður löngum þyngra á met-
unum. Og þar má segja, að
Björgvin hafi tekizt bezt í
smærri formum. Sönglög hans
og kórlög eru mörg með þeim
ágætum, að seint munu fyrn-
ast: Kvöldbæn, Dauðs manns
sundið, í rökkurró, Heyrið
veila á heiðum hveri, Á finna-
f jalsins auðn. Ótalin eru ýmis
hljóðfæraverk Ihans fyrir
píanó eða orgel. Eru það
margskonar stemmningsmynd
ir, tilbrigði og forspil, margt
af því eins og impróvísérað.
Á bekk íslenzkra tónskálda
skipar Björgvin Guðmunds-
son stóran sess. Tilkoma hans
er mikil hátíð fyrir íslenzka
tónlist. Og töluverð skuldbind
ing er tengd honum: nefnilega
þjóðleg nauðsyn að halda við
og heiðra verk hans, sem ekki
var á ævitíð hans sýndur sá
sómi, er skyldi. Var 'höfuð-
borgin aldrei sérlega sterkt
vígi fyrir þennan mjög svo
persónulega heiðursbo-gara
Akureyrar. Og ihefði þó verið
í lófa lagið að lyfta undir
viðleitni hans meira en raun
var á. Norðlenzk einvera haná
var vafalaust heldur ekki lyftí
stöng til örvunar eða frama,
Ekki hefði verið svo fráleitt
að hugsa sér hann sem stjórn-
anda útvarpskórs.
Að því hlaut að reka, að af
of miklu sinnuleysi gagnvart
verkum hans og persónu
spratt viss biturleiki og síðant
miður æskileg úrræði til aS
slæva vaxandi ibeizkju. Þegar
svo er komið, verður lífið offc
vanköntótt og viðhorfin ein-
hliða. Úrbætur vilja þá reyn-
ast haldlitlar, er stýrt er aS
einum ósi. Hér hjálpar bezfc
einlægur vilji til viðurkenn-
ingar á öllu jákvæðu. Án hans
er hætt við, að jafnvel hinii
sterkasti stofn bogni og
brotni.
Með Björgvin Guðmunds-
syni er lokið einum þættl
í merkri viðreisnarsög. —<
Sem tónskáld kveður hann
á íslandi við nýjan ep-
ískan tón. — Hann samein-
ar basokkstefno og síðróm-
antík og flytur þar með nýjan
straum frá tvennum miðuni
hingað :heim. Raddfleygun
hans og hermiröddum birta
nýja tækni í íslenzkri tón-
smíði. Þannig hristir hann
talsvert upp í þeirri skandínav
ísku lognmollu, sem lengst af
hafði sett nokkurn svip á lag-
smíði íslenzkra tónskálda,
Þessi gustur blés nýju lífi £
hálfkulnaðar glæður oft og tíð
um sjálfmenntaðra braut-
ryðjenda.
Björgvin var cygnus music-
Framh. á 14. síðu.
Árgæska á Hérabi
Héraði, 10. 1. 1961.
Árið 1960, það sem fyrir
skömmu hefur nú verið kvatt,
var hið mesta farsældarár
.hvað afkomu búskapar snerti
hér á Héraði. Veturinn var
mjög snjólítill og blíðviðra-
samur. Festi nær engan snjó
að ráði nema í tvö skipti en
tók fljótt upp í bæði skiptin.
T. d. ’komst hitinn upp í 16
stig á Egilsstöðum í febrúar
og er það mjög sjaldgæft. Það
voraði snemma og góð gras-
tíð var, enda byrjaði fyrri
sláttur með fyrsta móti. Sauð
burður gekk ágætlega, kom
aðeins eitt hret sem engan
skaða gerði á Miðhéraði en
aftur á móti mun hafa gert
töluverðan skaða í Jökulsár-
hlíð einkum á tveim bæjum.
En þar eru norðaustan og aust
an veður mikið harðari en
austur á Miðhéraði.
Fyrri sláttur hófst óvana-
lega snemma. Byrjuðu þéir
fyrstu upp úr miðjum júní,
en almennt mun hann hafa
verið byrjaður um 25. júní.
Var svo góð þurrkatíð þá að
mátti segja að grasið þornaði
af ljánum. Þó munu Hjalta-
staðarþinghár- og HlíðaT-
menn - hafa byrjað nokkuð
seinna eða um 10. júlí og lentu
þeir með hey sín í óþuriia-
kafla. Seinni sláttur gekk
allsstaðar ágætlega. Nokkuð
Fréttabréf
var um byggingarvinnu á
Héraði í sumar. Byggðar voru
m. a. 2 stórbyggingar á Mið-
héraði. Sláturhús VAL (Verzl
unarfél. Austurlands) við Lag
arfljótsbrú og Útibú Búnaðar-
bankans að Egilsstöðum. Einn
ig var mikil vinna vegna brun-
ans á Eiðum. Byrjað var á
grunni félagsheimilis í Egils-
staðaþorpi og svo voru íbúðar-
hús þar og raunar víðar í smíð
um. Lömb reyndust nokkuð
misjafnlega hér í haust og
gengur bændum illa að geta
til ástæðunnar. Þó munu þau
hafa verið betri norðan Lagar-
fljóts og Jökulsár a. m. k. f
flestum tilfellum heldur en
austan fljóts. Haustið var með
ágætum og hefur sjaldan ver-
ið unnið eins lengi við bygg-
ingar eins og nú. Víðast mun
fé hafa verið tékið í hús um
mánaðarmótin nóv.-des., en
þá gerði dálítinn snjó. En síð-
an og fram undir áramót var
mjög umhleypingasamt tíðar-
far. Skiftust þar á byljir, rok
og stórrigningar. Varð hag-
laust um allt hérað af þess-
um bræðing. Á gamlárskvöld
var brenna og dansleikur á
Egilsstöðum. Var gott umferð-
ar og kom þarna fjölmenni og
skemmti sér fram undir morg-
un, en nýársdagur heilsaði
með suðvestan golu og rign-
ingu.
Fréttaritari. j