Alþýðublaðið - 26.01.1961, Side 9
AVVUW
Pokarottan
er ótúttlegt
kvikindi
SAMTÍNINGUR
Sir Winston Churchill
er heiðursfélagi fjölda fé-
laga. Nú er hann einnig
heiðursfélagi slökkviliðs-
ins í Alexandria í Virgin-
iu. Er hann fyrsti og eini
útlendingurinn sem þessi
heiður hlotnast. Slökkvi-
lið þetta var stofnað af
George Washington, fyrsta
forseta Bandaríkjanna,
árið 1774.
Forsetalausir í 1 tíma
Sé nákvæmlega farið í
•sakirnar verður ekki kom-
izt fram hjá þeirri stað-
reynd, að Bandaríkja-
menn höfðu engan forseta
í nálega einn tíma valda-
tökudag John F. Kenn-
edys.
Samkvæmt ' stjórnar-
skrárbreytingu nokkurri
nr. 20 lauk valdaskeiði
Eisenhowers kl. 12 á há-
degi stundvíslega þann 20.
janúar. En þar eð hátíða-
höldunum £ tilefni dags-
ins seinkaði, sór Kennedy
ekki embættiseið sinn fyrr
en kl. 12,51 e. h. — eða
51 mínútu of seint.
Þetta mun ekki vera
einstakt fyrirbæri. Þetta
gerist við valdatöku hvers
nýs forseta.
Er þess getið, að Banda-
ríkin hafi alltaf staðið
þessi stundarforsetaleysi af
sér með prýði.
HIN vinalega en hættu-
lega pokarotta, sem er
nagdýr og hefur um lang-
an aldur verið bændum í
Ástralíu slæmur vágestur,
er nú smám saman að
hverfa af sjónarsviðinu.
Hafa bændur iagt mikið
kapp á að útrýma þessum
vágesti, því hann eyði-
leggur fyrir þeim upp-
skeru og beitiland. Poka-
rottan finnst nú aðeins í
Suðaustur-Astralíu og á
eynni Tasmaníu.
Pokarottan, sem er ekki
ósvipuð birni, er með
breitt höfuð, stuttan háls,
ófullkomna rófu, digran
líkama og stubbslega fæt
ur. Skinn hennar, sem
þykir einkar fallegt, er
ýmist svart, gulleitt eða
gráleitt. Hún hefur sterk-
ar klær og grefur með
þeim og sterkum tönnum
löng göng ofan í jörðina.
Heimili hennar eru um 4
m. löng göng með „hreiðri“
í enda þeirra, sem hún
klæðir berki. Xlt frá þess
um vistarverum sínum
grefur hún síðan fjölda
annarra gangna. Geta göng
þessi þannig orðið allt að
500 m. löng.
Pokarottan fer úr greni
sínu, þegar skyggja tekur
til þess að afla sér fæðu,
sem er einkum rætur,
börkur, gras og grænmeti.
Bezt þykir henni ný og
ilmandi taða.
Kvendýrið fæðir eitt
afkvæmi í einu og eins og
kengúrur, ber það af-
kvæmið í poka unz það
hefur klæðzt skinni. Þótt
pokarottur séu friðsöm
dýr ræðst kvendýrið á
karldýrið, ef (paS sýn'ir
afkvæmi hennar ágengni.
Ef pokarottur eru
tamdar frá fæðingu verða
þær gáskafull og ástúðleg
gæludýr. Þannig varð El-
ízabet Bretadrottning stór
hrifin af pokarottunni
,,Winkie“ í heimsókn
sinni til Astralíu.
Til eru fjórar tegundir
pokarottu. Yenjulega eru
þær um hálfur metri á
lengd, en stærsta tegund-
in ér um metri á lengd og
vegur 80 pund. Fyrsta
pokarottani, .s!am sögur
fara af er pokarotta, er
skipbrotsmenn rákust á á
smáeyju undan strönd Suð
austur Astralíu. Lifðu
þeir á henni unz þeim
barst hjálp.
K VENSKÖ'R
Frá Vestur-Þýzkalandi
nýkomnir.
Gott verð.
Póstsendum. I
LÁRUS G. LÚÐVÍGSSON
Skóverzlun — Sími 1-58-82.
Ufgerðarmenn - Sfcipstjórar
Seljum vélsteypta
LÍNUSTEINA og NETJASTEINA
— Gamla verðið —
Pípuverksmiðjart h.ff.
Rauðarárstíg
TILBOÐ
óskast í smíði á veitingaborðum og stólum fyrir F'c-
lagsheimilið í Biskupstungum.
Véitingaborð 25 stk. 60x100 em. Veitingaborð 9 stli.
70x70 cm. Stólar með stoppaðri setu og baki 220 stk.
Stóiar með krossviðarsetu og baki 70 stk.
Upplýsingar um útboðsskiimáQa eru gefnar á Teikni
stofunni Tómasarhaga 31, Reykjavík.
VerkamannaféEagfS
Dagsbrun
Tilkynning
Kosning stjórnar, varasíjórnar, stjórnar vinnudeilu-
sjóðs, trúnaðarráðs og endurskoðenda íýxir árið 1961
fer fram í skrifstofu félagsins dagana 28. og 29. þ. m.
Laugardaginn 28. janúar hefst kjörfundur M. 2 o.
h. og stendur til kl. 10 e. h.
Sunnudaginn 29. janúar hefst kjörfundur M. 10 f. h.
og stendur tiipkl. 11 e. h. og er þá kosningu lokið.
Atkvæðisrétt hafa eingöngu aðalfélagar sem eru
skuildlausir fyrir árið 1960.
Þeir sem skulda geta greitt gjöild sín meðan kosning
stendur yfir og öðlast þá atkvæðisrótt.
Inntökubeiðnum verður ekki tekið á móti eftir að
kosning er hafin.
Kjörstjóm Dagsbrúnar.
Alþýðublaðið — 26. jan. 1961