Alþýðublaðið - 26.01.1961, Side 12
EN EN.50M REISE.
I 1&27 dro den 28 ár qamle f ranskman
nen René CaiUé ut for á finne det
sagnomsuste örkensentret, TimbuUtu.
Han hadde pá segen arabtsk kles-
drakt, og baqasjen var to kompasser,
itt mat, en slitt Koran og en parapty.
Ellers hadde han bare 2000 franc med
til á leve for. Oem hadde han del-
Etter
som for det meste besto av leirhg
Oq til slutt kom han • mer död enn
levjende - fram til Tanger Oa hadde
han gátt 4500 km pá 558 daqer.
te Karavanesentret)
einmanaleg
FERÐ:
Árið 1827 lagði hinn
28 ára gamli Frakki
René Caillé upp í
ferð til að finna eyðimerk-
urbæinn Timbuktu, sem
miklar sögur gengu um. —
Hann var klæddur í ara-
bísk klæði, og í farangrin-
um voru tveir áttavitar, ör-
lítið af mat, slitin Koran
og regnMíf. Að öðru leyti
hafði hann aðeins 2000
franka með sér til að lifa
af. Hann hafði unnið fyrir
iþeim með því að stoppa út
fugla. Eftir mjög erfiða
ferð fann hann bæinn, sem
að mestu leyti var byggður
af leirkofum. Að lokum
kom hann, — nær dauða
en lífi — til Tanger. Hann
hafði þá gengið 4500 km. á
538 dögum.
GRANNARNIR
— Það getur verið að hún és falleg
— en heldur þú> að hún kunni að
leika knatfepyrnu.
*£*£*☆*☆*☆¥☆*☆¥☆¥☆*☆*£* ☆*
Prestur leit upp úr miðri
ræðu sinni, og sá son sinn
sitja uppi á kirkjubitia og
henda lambaspörðum í. söfn
uðinn. Áður en prestur fengi
orð sagt við drenginn, hróp
aði strákur:
•— Haltu bara áfram
pabbL Ég sbal halda kerl-
ingunum vakandi.
☆
Klukkan tólf rak faðir-
nn höfuðið fram í gættina
og sagði: — Hvernig er það
Mabel! Kann þessi ungi
herra ekki að bjóða góða
nótt. Mabel (í myrkrinu fyr
ir framan) — Jú, hann
kann það áreiðanlega bet-
ur en flestir aðrir.
ÍÞRÓTT1R
Framhald af 10. síðu.
Sörensen landsliðsþjálfari, Ax-
el Bjærregárd og Ivan Jenssen,
allt víðkunnir menn á sviði
knattspymuíþróttarinnar í Dan
mörku og þó víðar væri leitað
■um heimsbyggðina.
í sambandi við tilhögun
námskeiðsins sagði Óli B. Jóns-
son að kennslan hefði hafist kl.
8 á morgnana og staðið látlaust
þó með matarhléum, til kl. hálf
níu að kvöldi. Kennslan var
Ihvorttveggja munnleg og verk-
leg. Fluttir voru fyrirlestrar um
ýmiskonar efni varðandi knatt-
^pyrnuþjálfunina, einnig voru
sérstakir umræðu-tímar þar I
sem þátttakendur skiptust á
skoðunum og ræddu sameigin-
leg vandamál. Verklegu kennsl-
unni var m. a. hagað þannig að
kennarinn sýndi æfingar, venju
Iega 3—4 mismunandi í senn.
Þá skiptu menn sér í hópa 6—7
saman undir forystu flokks-
foringjanna, sem síðan fyrir-
skipuðu einhverjum þátttakand
anum í hópi sínum að endur-
taka æfingar þær sem kennar-
inn hafði sýnt. Þetta tók ekki
langan tíma að jafnaði, en síð-
an gafst nemendunum tæki-
færi á að sýna eigin æfingar.
Þannig lærðu menn ekki að-
eins af aðalkennurunum, held-
ur einnig hver af öðrum.
Þá sýndi Axel Bjaerregárd
læfingakerfi það, sem danska
landsliðið notaði til þolrauna
fyrir olympíuleikana.
Læknir kom þarna fram og
ræddi um og útskýrði almenn
meiðsli, sem koma fyrir í leik
og kenndi ráð til að mæta þeim.
Hinar margvíslegu æfingar
sem þarna voru um hönd hafð-
ar, skrifuðu þátttakendurnir
niður, og má fullyrða að hér
er um hina mestu gullnámu að
ræða að því er til fjölbreytn-
innar tekur sagði ÓIi. Það er
mikið atriði að geta haft æf-
ingarnar sem fjölbreyttastar,
bætti Óli við, helst alltaf eitt-
hvað nýtt. Það heldur mönnun-
um við efnið.
Þá fóru fram leikir innan-
húss, og var þá keppt, var jafn-
vel stofnað til landsleikja
þarna. M. a. unnu ísl. þátttak-
endurnir þarna mikla sigra, þó
urðum við að fá lánsmann frá
Dönum, eri það urðu þeir einn-
ið að gera, fengu finnskan láns
mann, en þessi Finni sem þarna
var meðal þátttakenda er víð-
kunnur knattspyrnukappi í
heimalandi sínu, Carlo Kiolin-
en, gamall landsliðsmaður og
hefir auk þess leikið í Sviss.
Mjög rómaði Óli B. Jónsson
allar móttökur Dana og vin-
semd í garð íslendinganna.
Skipulag námskeiðsins var og
mjög til fyrirmyndar og gagn-
semi þess einnig ótvíræð. Það
er mikil nauðsyn íslenzkum
knattspyrnuþjálfurum að sækja
slík námskeið sem þessi, þó þau
standi ekki lengur yfir en raun
ber vitni. En hver mínúta er
líka notuð til hins ítrasta, sagði
Óli B. að lokum.
Nöldurkrapið
kiofar gleið
(Sbr. söku í Tímanum síðast-
Iiðinn sunnudag).
Sú, er vanda vék sér frá
villt á standinu,
eftir strand með sting af þrá
að stjórna landinu.
Feigðarknapi Framsókn reið
fram að hrapinu. —
Nöldurkrap nú klofar gleið
krönk í skapinu.
Skarfur í Skeri.
J2 26. jan. 1961 — Alþýðublaðið