Alþýðublaðið - 26.01.1961, Qupperneq 14
Minningarorð
Framhald af 2. síðu.
Stóreignaskattur
Framhald af 7. síðu.
c) Skattfrelsi innstæða í
sparisjóðsbókum og inn-
lánsdeildum.
d) ívilnanir í mati eigna eftir
tegund atvinnurekstrar.
e) Lækkun eða hækkun fast-
eigna eftir því hvar þær
eru.
Allt eru þetta stórbrot á
þeirri meginreglu lýðfrjálsrar
stjórnskipunar, að allir skuli
vera jafnir fyrir lögunum.
Sjálfstæðisflokkurinn hef-
ur nú aðstöðu og tækifæri til
að láta afnema þes'si lög á Al-
þingi. Hann hefur að vísu ekki
meirihluta á þingi, en hann
hefur stjórnarforystu og það
kemur í hlut hans að fram-
'kvæma eignaupptöku lag-
anna, ef þau verða ekki af-
numin, og heggur þá sá, er
hlífa skyldi. Það er ekki senni
legt að Alþýðuflokkurinn hafi
rnikið dálæti á þessari löggjöf
Framsóknarflokksins. Um-
mæli Guðmundar í. Guð-
mundssonar, ráðherra, á
fundi sameinaðs þings 5. ág.
1959 um lögin og framkvæmd
þeirra, benda ekki til þess, og
sama er að segja um afstöðu
Áka Jakobssonar, fyrrv. ráð-
berra, og dr. Gunnlaugs Þórð-
arsonar, sem báðir voru á móti
logunum vegna þess að þau
færu í bága við stjórnar-
skrána. í öðru lagi liggur það
í augum uppi, að Alþýðuflokk
urinn getur ekki krafizt þess
af Sjálfstæðisflokknum, að
hann fórni höfuðstefnuskrár-
málum sínum, friðhelgi eign-
arréttarins og framtaki ein-
staklingsins á altari stjórnar-
samstarfsins. Sjálfstæðisflokk
urinn gæti með sama rétti
heimtað, að Alþýðuflokkurinn
fórni stjórnarsamvinnunni
bæði verkfallsréttinum og lög
gjöfinni um alþýðutryggingar.
Það er skylda Sjálfstæðis-
flokksins að láta það varða
slitum stjórnarsamstarfsins,
ef Alþýðuflokkurinn sýnir þá
ótrúlegu óbilgirni að neita að
afnema þessi lög, sem fara
svo gersamlega í bága við
stefnuskrá Sjálfstæðisflokks-
ins.
Telji stjórnarflokkarnir sér
samt sem áður ekki fært að
afnema lögin, skorum vér á
þá að láta bera fram á þing-
inu frumvarp til breytinga á
lögunum. Þær verði í því
fólgnar, að afnumin verði öll
ákvæði laganna, sem Hæsti-
réttur segir í forsendum
dóms síns, að geri skattgjáld-
endum ,,mishátt undir höfði.“
‘Sem dæmi um slíka „ann-
marka“ má nefna ákvæðin um
skattfrelsi félaga. Þau valda
því, að eignatakan bitnar
mest á tiltölulega fáum ein-
staklingum, en ibreiðustu bök-
in sleppa alveg, svo sem Sam-
band ísl. samvinnufélaga, er
sambærilega við aðra átti að
greiða 125 milljónir króna, og
Eimskipáfélag íslands h.f. 42
milljónir. Af smærri skatt-
gjaldendum má nefna:
Fiugfélag íslands h.f.
Olíufélagið h.f. —
Áfvakur h.f. —
Prentsmiðjan Edda h.f. —
Hvalur h.f. —
Öfeeljungur h.f. —
hefði átt að greiða kr.
1.000.000,00
1.600.000,00
400.000,00
480.000,00
1.000.000,00
400.000,00
Þessar tölur eru ekki ná-
kvæmar, því málflytjandi hins
opinbera neitaði að leggja
fram gögn, er gæfu upplýsing
ar um þetta atriði.
Þetta eru aðeins fá dæmi
af fjölda mörgum, en þau sýna
það, að ef þeim ca. 70 milljón-
um, sem nú á að afla með
eignaupptökum, vær jafnað
réttlátlega niður, myndi
eignatakan minnka margfalt
hjá þeim, sem annars verða
einir fyrir barðinu á þessarí
„skattstefnu“. Mikill jöfnuð-
ur myndi einnig fást með af-
námi annars misréttis, sem tal
að er um í dómi Hæstaréttar
frá 29. nóv. 1958. Um þetta
vísast til meðfylgjandi ákýrslu
Björns Steffensens endurskoð
anda, um afleiðingamar af
skattfrelsi félaga og lækkun
ríkisskattanefndar á mati
hlutabréfa.
Oss þykir eigi trúlegt, að
nokkur þingmaður sé fylgj-
andi þessu misrétti laganna
eftir að Hæstiréttur ihefur upp
lýst það og vítt í fyrrnefndum
dómi sínum. Enda þótt ein-
hverjir þingfultrúanna að-
hyllist afnám eignaréttarins
og vilji fá hér allsherjar þjóð-
nýtingu, þá er hitt mjög ó-
sennilegt, að þeir séu andvíg-
ir þeirri meginreglu sérhvers
siðaðs þjóðfélags, að allir skuli
vera jafnir fyrir lögunum.
Vér fáum ekki betur séð en
það sé óumdeilanleg skylda
Alþingis að afnema öll þau
ákvæði aga nr. 44/1957, sem
Hæstiréttur segir í dómi sín-
um frá 29. nóv. 1958 að geri
skattþegnunum á einn eða
annan hátt „mishátt undir
höfði“.
Á fjölmennum fundi, sem
haldinn var í samkomuhúsinu
Lídó 12. þ. m., var samþykkt
einróma að skora á ríkisstjóm
ina að beita sér fyrir því, að
lög nr. 44/1957 verði afnum-
in á yfirstandandi Alþingi.
Állra virðingarfyllst,
f. h. stjórnar
FÉLAGS STÓREIGNA-
SKATTSGJALDENDA
Páll Magnússon.
us, íslenzkur heiðasvanur,sem
söng í samræmi við íslenzkt
lundarfar af trega, þrjózku,
glettni og gleði. Og var þó
saknaðarstrengurinn oft
einna sterkastur, elegían, eins
og títt er um norræna skap-
höfn. — Með honum eignað-
ist ísland sinn fyrsta mikla
raddsöngshöfund. Enginn er í
umtaksmiklum kórsmíðum
enn hans jafnoki. Og kórsöng-
ur er sú músíkgrein, sem
mikla framtíð á. Þannig mun
endurvakning á æviverki
Björgvins fullviss, þegar ís-
lenzkur blandaður kórsöngur
er kominn úr því niðurlæg-
ingarástandi, er nú hvílir hann
í, og hver sýsla landsins á
jafnvel sinn eiginn fullfæra
kantötukór.
Megi tónsmíðastarf Björg-
vins Guðmundssonar verða
sem flestum til hollrar eftir-
sóknar, jafnt í heimahúsum
sem skólum, hjá söngfélögum
og á konsertum. Með honum
á Islands lag einn sinna alira
mætustu fulltrúa.
Dr. Hallgrímur Helgason.
Margt kemur upp
Framhald af 16. síðu.
sókn hafði léð breytingartil-
'lögu frá kommúnistum at-
kvæði með þeim afleiðingum,
að forsætisráðherra Ólafur
Thors missti áhuga á frum-
varpinu svo breyttu. Kenndu
;hvorir hinum um í deildunum
'í gær. Framsóknar- og Sjálf
sitæðismenn, hvernig farið
heifði. __________
Spjall við
verkamann
Framhald af 4. síðu.
slíkar aðstæður mundi kalla
á nýja gengislækkun og nýj
ar verðhækkanir, nýja dýr-
tíð. Mundir þú þó taka þátt
í verkfalli, ef fámenn fund-
arsamþykkt í félaginu þínu
legði þér þá kvöð á herðar?
Hvað gæti ég annað gert?
Svona eru lög okkar, sam-
þykktin væri bindandi.
Og setjum svo, að þú værir
sannfærður um, að verkíall-
inu væri hrundið af stað í
pólitískum tilgangi móti rik
isstjórn, sem þú styddir og
hefðir komið til valda með
atkvæði þínu?
A ekki verkamaðurinn að
að velja hið faglega fremur
hinu pólitíska?
Gerir hann það undir þess-
um kringumstæðum?
Ja, hér er komið að veika
punktinum og hve mikils-
vert það er, að stjórnir vetka
lýðsfélaga og forystumenn
þeirra haldi pólitík og fag-
málum vel aðskildum, en
því miður er mkill misbreist-
ur á slíku, háskalega mikill,
vil ég segja.
(Alþýðumaðurinn)
£4 26. jan. 1961 — Alþýðublaðið
SLYSAVARÐSTOFAN er op-
ln allan sólarhringinn. —
Læknavörður fyrir vitjanir
cr á sama staS kl, 18—8,
Ásgrimssafn,
Bergstaðastræti 74, er opið
þriðjudaga, fimmtudaga og
sunnudaga frá kl. 13.30—16.
FUJ-félagar í Reykjavík eru
minntir á hin vinsælu
skemmtikvöld á miðviku-
dögum kl. 8. Félagsvist,
bingó, töfl, leikir o. fl. Fjöi-
mennið og takið með ykk-
ur gesti.
Skipaútgerð
ríkisins:
Hekla ef á Aust-
fjörðum á suður-
leið. Esja er vænt
anleg í dag að
vestan úr hring-
ferð. Herjólfur fer frá Rvk
kl. 22 í kvöld til Rvk. Þyrill
er í Rvk. Skjaldbreið er á
Vestfjörðum á suðurleið. —
Herðubreið fór frá Rvk í
gær austur um land í hring-
ferð. Baldur fer frá Rvk í dag
til Hellissands.
-r
Eimskipafélag íslands h.f.:
Brúarfoss kom til Kmh. 25.
1. fer þaðan til Hamborgar,
Rotterdam, Antwerpen og R-
víkur. Dettifoss fór frá Imm-
ingham 24.1. til Rotterdam,
Bremen, Hamborgar, Oslo og
Gautaborgar. Fjallfoss fer frá
Skagaströnd í dag 25.1. til ísa
fjarðar, Súgandafjarðar, Þing
eyrar, Patreksfjarðar, Stykk-
ishólms, Grundarfjarðar og
Faxaflóahafna, Goðafoss kom
til New York 23.1. frá Rvk.
Gullfoss fór frá Kmh 24.1.
til Leith, Thorshavn í Færeyj
um og Rvk. Lagarfoss kom
til Ventspils 25.1. fer þaðan
til Kotka, og Rvk. Reykja-
foss fór frá Hull 22.1. vænt-
anlegur til Rvk annað kvöld
26.1. Selfoss fer væntanlega
frá Vestmannaeyjum í dag 25.
1. til Faxaflóahafna. Trölla-
foss fór frá Belfast 23.1. til
Liverpool, Dublin, Avon-
mouth, Rotterdam og Ham-
borgar. Tungufoss fer frá
Hull 27.1. til Seyðisfjarðar og
Rvk.
Skipadeild S.Í.S.:
Hvassafell er í Stettin, fer
þaðan í dag áleiðis til Rvk.
Arnarfell er vaenanlegt til
Hull á morgun frá Leith. —
Jökulfell lestar á Austfjarða
höfnum. Dísarfell fór 21. þ.
m. frá Gdynia áleiðis til
Austfjarðar. Litlafell er í ol-
íufluthingum í Faxaflóa. —
Helgafell er í Borgarnesi. —
Hamrafeli fór 16. þ. m. frá
Helsingborg áleiðis til Bat-
um. '
Flugfélag
íslands h.f.:
Millilandaflug:
Hrímfaxi er
væntanlegur
t'il Rvk kl. 16,
20 í da-g frá K-
mh. og Glasg.
— Innanlands-
flug: í dag er
áætlað að
fljúga til Akur
eyrar (2 ferðir), Egilsstaða,
Flateyrar, Kópaskers, Pat-
reksfjarðar, Vestma-nnaeyja, •
Þingeyrar og Þórshafnar. —
Á morgun er áætlað að fljúga
til Akureyrar, Fagurhólsmýr
ar, Hornafjarðar, ísafjarðar,
Kirkjubæjarklausturs og
Vestmannaeyja.
Loftleiðir h.f..:
Leifur Eiríksson er væntan
legur frá New York kl. 08,30
fer til Glasg. og London kl,
10,00. Edda er væntanleg frá
Hamborg, Kmh., Gautaborg,
og Stafangri kl. 21,30. Fer til
New York kl. 23,00.
Styrktarfélag vangefinna: —
Minningarspjöld félagsins
fást á eftirtöldum stöðum
í Reykjavík; Bókabúð Æsk-
unnar, Bókabúð Braga Bryt,
jólfssonar.
Minningarspjöld í Minningar-
sjóði dr. Þorkels Jóhannes-
sonar fást í dag kl. 1-5 í
bókasölu stúdenta í Háskól-
anum, sími 15959 og á að-
alskrifstofu Happdrættis
Háskóla íslands í Tjarnar-
götu 4, símj 14365, og auk
þess kl. 9-1 í Bókaverzlun
Sigfúsar Eymundssonar og
hjá Menningarsjóði, Hverf-
isgötu 21.
Fimmtudagur
26. janúar:
12,50 „Á frí-
vaktinni“. 14,40
Við, sem heima
sitjum. — 18,00
Fyrir yngstu
hlustendurna —
20,00 Fjölskyld-
ur hljóðfæran-na
-— Þjóðsagna-
þættir frá UNE
SCO. — 20,30
Kvöldvaka: a)
Lestur fornrita: Lárentíusar
saga Kálfssonar; 10. (Andrés
Björnsson). b) Einsöngur
Sigurður Skagfield syngur
íslenzk lög. c) Þura í Garði
sjötug: Ar.nheiður Sigurðar-
dóttir tálar um skáldkonuna
og les úr vísnasafni hennar.
d) Ferðaþáttur: Fótgagnandi
um fjall og dal; síðari hluti
(Rósberg G. Snædal rithöf.).
21,45 íslenzkt mál (Jón Að-
alsteinn Jónsson cand, mag.).
22,10 IJr ýmsum áttum (Æv-
ar Kvaran leikari). — 22,30
Kammertónleikar. — 23,00
Dagskrárlok.