Alþýðublaðið - 26.01.1961, Side 16

Alþýðublaðið - 26.01.1961, Side 16
Bmmm 42. árg. — Fimmtudagur 2G. janúar 1961 — 21. tbl. VERKBAN SA FYRSTI! ANNAÐ kvöld verður dregið um fyrsta Volks wagen-bílinn á þessu HAB-ári. Hann íer auðvit- að af nýjustu jgerð! Afgreiðslan hjá okkur í Al- þýðuhúsinu er opin til kl. 10 í kvöld og annað kvöld. Nú er að láta ekki HAB úr faendi sleppa og borga af miðanum! ATHUGIÐ: iSami miði gildir 7. marz. Drátt- urinn um Volkswagen-bílinn á morgun er bara aukaglaðningur fyrir viðskiptavinina. UMBOÐSMAÐUR HAB í Borgarnebj er Jóliann Ingimundarson, Á Eyrar- bakka sér Vigfús Jónsson um HAB-umboðið. — Á Stokkseyri er það Helgi Sigurðsson. Vestmannaeyjum, 25. jan. ^ ALVARLEGT ástand er nú hér í atvinnumálum bæjarins, algjört verkfall landverkafólks og verkbann hjá útvegsmönn- um. Á miðnætti síðastliðna nótt hófst hér verkfall verkakvenna félagsins og verkalýðsfélagsins. Hefur vinna legið niðri’ í dag og er ekki betur séð, en að verk fallið sé algjört. Verkfallið mun þó hafa lítil áhrif um stundarsakir a. m. k. því 'hér er enn verkbann hjá út- vegsmönnum, sem þeir settu I vegna fiskverðsins frá Lands- sambandi íslenzkra útvegs-1 manna. Ekkert hefur því verið róið héðan, enginn fiskur, eng- in vinna. Útvegsmennirnir héldu fund í dag til að ræða samkomulag- ið, sem samninganefndirnar í sjómannadeilunni náðu. Sam- þykktu útvegsmennirnir sam- komulagið. Sjómennirnir og vélstjórarnir hafa enn ekki haldið fund. Verkbann útvegsmannanna mun eiga að standa, þar til að loknum framhaldsaðalfundi Landssambands íslenzkra út- vegsmanna í Reykjavík, sem verður eftir nokkra daga. P. Þ. NÆRRI KAfNADUR ViÐ ELDSVOÐA Margt kemur upp hjúin deila . . . HARÐAR deilur urðu á al- þiagi í gær miili Framsó'knar manna og Sjálfstæðismanna um það, hvor flokkurinn hefði svikið að koma í gegn frum- varpi um jafnvægi í byggð landsins vorið 1956, rétt áður Cn íhaldsstjórnin var að skilja víð. Sannaðist þarna ntáltæk íð, að rnargt kemur upp, þá hjúin deila. Tilefnið var þingsálýktunaz' íiulaga Sigurðar Bjarnasonar o. fl. um jafnvægi í byggð landsins, sem var til umræðu í Sameinuðu alþingi, og mælti 1. flutningsmaður fyrir henni. Reis þá upp Sigurvin Einars- son, sem taldi slíka tillögu í litlu samræmi við viðreisn- ina og út úr þessu spunnust langar umræður. M. a. var drepið á fyrrnefnd frumvarp stjórnarinnar vorið 1956. Sannaðist, að Fram- Framh. á 14. síðu Nýtt blað NÝTT viikúblað hefur göngu sína ’á laugardag. Nefndist það Kvöldið og verður 8 síð ur að stærð. Er ætlunin að það ’komi út á hverjum laugar- degi. Ritstjóri og ábyrgðartmað ur er Sigurður I. Ólafsson, Sem undanfarið hefur stund að nám í háslcólanum, en er nú hættur úámi. í fyrsta blað ið rita auk ritstjórans m. a. þeir dr. Þorgeir Einarsson, sem nýlega er kominn hekn erlendis frá eftir nám og Finn bogi PálmasoiK bankamaður. Blaðið mun verða óflokksbxnjd ið. SJÓMAÐUR var nærri kafn- aður í fyrrinótt, er cldur kom upp í herbergi, sem hann leig- ir í rishæð húsisins að Drápu- hlíð 5. Sjómaðurinn var sof- andi er cldurinn brauzt út, en ungur piltur, sonur húsráðanda, braut upp herbergið og tókst að bjarga honum meðvitundarlaus um út. Málsatvik eru þau, að sjó- maður af millilandaskipi, sem I kom í höfn á mánudag, fór út að skemmta sér og kom heim til sín seint í fyrrinótt, þangað sem hann leigir í risherbergi að Drápuhlíð 5. Hann var drukkinn og mun hafa sofnað út frá sígarettu. — Sonur húsráðanda varð var við reykjalykt um klukkan hálf þrjú um nóttina. Hann athug- aði málið nánar og sá reyk leggja undan dyrum að her- bergi sjómannsins. Hann braut upp hurðina, og lá þá sjómað- urinn meðvitundarlaus á gólf- inu. Pilturinn gat borið hann út. Slökkviliðinu var þegar gert aðvart og sjúkraliði. Sjómaður inn var fluttur þegar á Slysa- varðstofuna. Hann kom til með vitundar í gærmorgun, en líð- an hans var þá mjög slæm. —■ Hann mun hafa verið fluttur í sjúkrahús. Slökkvliðinu tókst fljótlega að slökkva eldinn, en miklar skemmdir urðu á eignum sjó- mannsins og á herberginu. Það tókst að hindra, að eldurinn breiddist út um húsið. 'Sem fyrr segir, eru líkur taldi ar á því, að kviknað hafi í út frá sígarettu, en það er ekki fullrannsakað. HMMMMmUMUmMHHWVI Spilakvöld í Hafnatfirði SPILAKVÖLD Alþýðu- flokksfélaganna í Hafnar- firði verður í kvöld og hefst kl. 8.30 e. h. Spilað er í Alþýðuhúsinu við Strandgötu. Skorað er á Hafnfirðinga að fjöl-. menna og taka með sér gesti. Nefndin. MWWWWWHMWWWWHWWII

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.