Alþýðublaðið - 12.03.1961, Qupperneq 8
NÚ þegar Elízabet Breta
drottning er nýkomin úr
ferðalagi sínu um Indland
og' Pakistan líður sjálfsagt
ekki á löngu unz fólk um
heim allan fær að kynnast
í fréttamyndum því, sem
fyrir augu hennar bar. —
Fróðum mönnum ber sam-
an um það, að þetta sé
stórkostlegasta ferðalagið,
sem brezkur þjóðhöfðingi
hefur nokkru sinni tekizt
á hendur. Kvikmyndajöfr-
inum sjálfum, Ceeil D.
Mille hefði ekki tekizt að
lýsa öllum þeim dásemd-
um, sem fyrir augu bar.
Eitt er það atriði í vænt-
anlegri fréttamynd, sem
fólk á eftir að taka sérstak
lega eftir, en það er heim-
sókn drottningar í helgi-
dóminn, þar sem lík Gan-
dhis var brennt. Það ríkti
alvara yfir þessari heim-
sókn, enda er Ghandi tal-
inn af Indverjum og reynd
ar öllum umheiminum
hinn eini sanni dýrlingur
vorra tíma.
HEILAGUR
En þetta gefur tilefni til
ýmissa spurninga. Hvemig
var hann eiginlega þessi
furðulegi dýrlingur?
Eftir hann liggja margar
bækur og í helgidómnum
var drottningunni færð
ævisaga Gandhis að gjöf.
En sannleikann um Gand-
hi er ekki að finna í bók-
um hans eða í því, sem um
hann hefur verið skrifað.
Ekki er enn til sú bók, sem
segir áfdráttarlaust allan
sannleikann um Gandhi.
Allir kannast sjálfsagt
við hinar venjulegu hug-
myndir um Gandhi, sem
kennslubækur og blaða-
greinar hafa komið inn í
hug manna og sem allir
fallast á að séu réttar —
nema ef til vill Churchill.
Þegar fólk sér myndir af
Gandhi gefur að líta lág-
vaxinn og pervislegan
mann í mittisskýlu. Sjá má
að þetta er heilagur mað-
ur. Þessi maður elskaði
lífsförunauta sína eins og
Kristur sjálfur.
En sýnir myndin af
manninum, sem losaði Ind-
verja undan stjórn Breta,
allt ? í nýútkominni bók
eftir heimspekinginn Art"
hur Koestler, „The Lotus
and the Robot“ er það talið
að því fari víðs fjarri. —
Koestler var eins og menn
muna kommúnisti fyrr á
árum.
* ÝMSU STUNGIÐ
UNDIR STÓL
Þess ber að gseta, að rit
Koestlers hafa notið gífur-
legra vinsælda á Indlandi
á undanförnum árum. —
Þessar vinsældir urðu til
þess, að hann fór til Ind-
lands og var þar í rúmt ár
í von um að indversk trú-
arbrögð og heimspeki
kynnu að geta leyst ýmis
vandamál hinna vestrænu
þjóða.
Með bók sinni „Lótusinn
og gervimaðurinn“ leitast
hann við að sýna fram á
hvernig þessar vonir hans
brugðust.
Koestler kemst að þeirri
niðurstöðu, að trú og mark
mið yogamanna hafi verið
sýnd Vesturlandabúum í
fegraðri mynd og að margt
hafi verið dregið undan. I
rauninni hafi þeir oft ver-
ið frámunalega heimskir,
hryssingslegir og siðferði-
lega spilltir. Koestler leit-
aði árangurslaust að vizku
og ró hjá Hindúum, en
fann í þess stað þröngsýni
og kynferðislega tauga-
veiklun.
Og þarna kemur Gandhi
inn í spilið. Koestler spyr
hvort nokkur hafi vitað að
þegar kona Gandhis lá á
sæng hafi hann neitað
læknum að gefa henni pe-
nisilínsprautu. Að því er
Koestler segir, neitaði
Gandhi þessu á þeim for-
sendum, að þetta stríddi á
móti hinum ströngu regl-
um Hindúatrúarinnar.
Koestler segist viður-
kenna, að Gandhi sé heil-
agur, en bætir því við, að
hann hafi verið sérstök
dýrlingategund.
ir VONDUR
FAÐIR?
í fyrsta lagi bendir Koe-
stler á það, að þótt Ind-
verjar hafi kallað hann
Bapu, sem þýðir faðir, hafi
hann verið sonum sínum
slæmur faðir. Hann neit-
aði þeim um menntun því
að hann vildi steypa þá í
sitt eigið mót. Þegar Gan-
dhi ákvað á fertugs aldri
að afneita kynlífi fyrir
fullt og allt, vænti hann
þess að synir hans gerðu
slíkt hið sama.
Annar sonurinn, Manil-
al, gerði sitt bezta, en þeg-
ar gift kona táldró hann,
þegar hann var 23 ára, —
gerði Gandhi þetta að op-
inberu hneykslismáli, fast
aði til þess að afmá skömm
ina og lýsti því yfir, að
hann leyfði Manilal aldrei
að kvænast. Það var ekki
fyrr en Manilal var 35 ára
að hann fékk leyfi föður
síns til að kvænast, en þá
hafði hann verið sviptur
ashram (framfærslu) hans.
Koestler vitnar í Manil-
al sjálfan, sem sagði: „Fað
ir minn sendi mig ekki
burt algerlega tómhentan.
Hann gaf mér peninga,
sem nægðu fyrir járnbraut
arfargjaldinu og rétt rúm-
lega það. .... Eg varð að
lifa fjarri honum í útlegð
í Suður-Afríku.
Hinn sonurinn, Harilal,
varð niðurbrotinn maður,
þegar faðir hans vísaði
honum burt úr sinni ná-
vist fyrir að kvænast í
trássi við vilja sinn.
Gandhi komst sjálfur
svo að orði: „Það vill
reyndar svo til, að ég er
faðir Harilal M. Gandhi. ..
Hefði áhrifa minna gætt,
starfaði hann með mér í
ýmsum málum. Menn geta
verið góðir, en börn þeirra
þurfa ekki endilega að vera
það.“
Og Koestler bætir við:
„Harilal varð forfallinn
drykkjumaður og andaðist
á sjúkrahúsi í Bombay.“
Aðdáendum Gandhis á
Vesturlöndum kann að
virðast viðhorf Gandhis
til hjúskapar eilítið undar
legt. Koestler segir, að
kynferðislegar hömlur
hans hafi stappað nær
brjálsemi. Gandhi hefur
sjálfur lýst einni alvarleg-
ustu stund lífs síns, en
það var, þegar hann bjó á-
samt konu sinni á heimili
föður síns, sem lá fyrir
dauðanum.
Gandhi sat við rúm-
stokk föður síns og nudd-
aði fætur hans. Hann
skrapp frá stundarkorn til
þess að heimsækja konu
sína £ svefnherberginu.
Meðan hann dvaldist þar
gaf faðir hans upp öndina.
Um þetta skrifaði Gandhi
sjálfur á þessa leið: „Eg
sá að dýrslegar hvatir
hÖfðu blindað mig, mér
hefði átt að vera hlíft við
því að vera ekki hjá föður
mínum síðustu mínúturn-
ar hans á þessari jörð. —
Þennan blett hef ég aldrei
getað afmáð.“
+ HLYNNTUR
SKÍRLÍFI
Auk þessarar lífsreyn-
slu ríghélt Gandhi sér við
hina frumstæðu Hindúa-
trúarskoðun, að fólk bíði
mikið líkamlegt tjón í kyn-
ferðismökum. Alla ævi
gerði hann tilraunir með
fæðutegundir, sem örvað
gætu skírlífi. Þess vegna
drakk hann aldrei mjólk,
því hann áleit að hún
hefði þveröfug áhrif.
Koestler segir, að Gan-
dhi hafi haft umburðar-
lyndið að leiðarljósi, og að
hann hafi umborið alla
mannlega ,veikleika‘ nema
ást manns og konu, það
hataði hann. Segir Koestl
er, að Gandhi hafi t. d
glaðzt yfir því, að eyði-
leggja hjónaband sitt með
því að fá konu sína til að
vinna sér skírlífisheit. Það
sem undarlegra er, hann
fékk ungar stúlkur til að
sofa á mottunni hjá sér
svo að hann gæti sannað,
að hann væri ónæmur fyr-
ir holdlegri fýsn.
Þannig segir Koestler
að Gandhi hafi ferðast í
Indlandi — 0g um-
kringdur freistandi yngis-
meyjum. Til þess að sýna
Framh. á 12. síðu.
Gandhi og Mountbatten, síðasti varakonungur-
inn á Indlandi (1947).
Spjöl
EINS og kunnu;
fréttum sýnir s
myndlistamaður
sín á Mokka-kafi
dagana. Hann heiti
sar, 0g hefur veri
landi í nokkurn 1
nýlega hitti hann
sinn hér af tilvilju
Baltasar er 22 á
all (f. 1938) og er :
celona. Hann hefi
próf í heimspeki
fræði, en alltaf 1;
staka stund á mi
Listaskólinn í B
verðlaunaði ham
góða frammistöðu
arstjórnin veitti
styrk til framhald
París. Einnig fél
styrk til að fara u
og læra ýmislegt
legt um listir. Eini
hann um tíma á li
Opnan hafði hl
Baltasar þessi he:
með Zígaunum um
þegar hann kom
fyrir nokkru, grij
hann glóðvolgan oj
hann segja okkur J
ari reynslu sinni.
með Baltasar vori
hans, Juan, og Guí
í Mokka og bauðst
að vera túlkur, <
hann fleýgur og
snönsku (og ítölski
ar líka) eftir dvö!
Suðurlöndum.
12. marz 1961 — Alþýðublaðið