Alþýðublaðið - 25.05.1961, Side 3

Alþýðublaðið - 25.05.1961, Side 3
 UM hvítasunnuhelgina var í fyrsta sinn á vorinu farið á bílum inn í Land- mannalaugar. Alls tóku 32 þátt í förinni, allt ungt fólk, og var ekið í þrem ur Dodge Weapon bifreið- um með drifi á öllum hjól um. Vegurinn var blaut- ur og víða undir vatni og snjó og á Frostastaðahálsi var mikill skafl, sem tafði förina nokkuð. Þar skipt- ust menn á að moka með 6 skóflum traðir í skafl- inn, og tók það verk 4—5 klukkustundir. Komust bílarnir síðan klakklaust að kvíslinni við skálann, en eyrarnar voru ófærar með öllu. Eigendur bíl- anna eru Ásgeir Torfason, rafvélavirkjanemi, Hilmar Heiðdal, prentmynda- smíðanemi, sem tók þessa mynd af einum bílnum í tröðunum, og Nikulás Sveinsson, rafvirki. Eru þeir í fjallaferðum á bíl- um sínum, livenær sem færi gefst, og líkar að sjálfsögðu ljómandi vel. Bonn, 24_ maí.. (NTB-Reuter). MÁLSVARI vestur-þýzku rík isstjórnarúmar sagði í dag, að svo liti út. sem Danmörk væri að verulegu leyti tilbúin til að ganga í bandalag Sexveldanna. Sagði málsvarinn, sem er blaða- fullrúi Adenauers kanzlara, — þetta eftir fund Kampmann for sætisráðher.ra Dana með Adenau er kanzlara og fleirt vestur- þýzkum ráðherrum í dag. Felix von Eckardt, sem er nafn málsvarans, sagði að ef Danmörk ákveði að ganga í bandalag sexveldanna. hvort sem það verður að eigin frum- kvæði eða vegna ákvörðunar Breta um aðild að sexveldunum muni hin þýðingarmestu verzl- unarsambönd Dana og V-Þjóð- verja batna mjög. V.-þýzka stjórnin liti samt sem áður á málið af raunsæi og gleymir því ekki að Danmörk hefur fra fornu fari sterk bönd við Bretland og meginh’uti danskra landbúnað- arafurða fara á brezkan mark- að Aðrar fréttir í kvöld hermdu að þýzka stjórnin hefði í viðræð- um þessara forystumannu kvatt mjög dönsku stjórnina til að ganga í bandalag Sexveldanna og gera það heldur áður en Bret ar ganga í það en eftir. Viðræður ráðherranna fóru fram í skrifstofu kanzlarans og stóðu í 'l5 mínútur. Jóhannesarborg, 24. maí. LÖGREGLAN í SuSur-Afr- iku framkvæmdi í dag umfangs miklar aðgerðir til að hindra þá, sem ætlað er að vilji stauda að HANDFÆRA- VEIÐAR ísafirði 19. maí. NÝLEGA var gerður sainning- ur á milli Sjómannafélags ís- firðinga og Útvegsmannafélags ísaf jarðar um kjör háseta og mat sveina á handfævaveiðum í bát- um yfir 12 rúmlestir. Hásetar skulu fá í slnn hlut. 65% af verð- mæti þess afla, sem þeir draga, matsveina- 90%. Útgerðin legg úr hvcrjum ókeypis til eitt færi, línurúllu og 10 króka, en skip- verjar skulu sjálfir kosta viðhald þess. Skinverjar fæða síig sjálfir. AHan annan útgerðarkostnað, olíur, ís o fl. leggur útgerðin til þeim að kostnaðarlausu — Þó skulu skinve jar taka hlutfalls- legan þátt í "'roiðslu á salti sé fiskurinn sal'aður. Fiskver« t:l sjómanna skal aldrei vc^ lægra en það, sem útgerðin - Bé. fyrirhuguðum mótmælaaðgerð- um gegn kynþáttaaðskilnaðinum er S.-Afr,íka verður lýðveldi 31. maí n, k. Áður en handtökurnar í dag fóru fram var ætlað ao 8—10 þús. Afríkumenn hefðu þegar verið handteknir áður ea hand- tökum er gerðar hafa verið í sama tilgangi. Ekki er vitað hve margir voru handteknir í dag. Hins vegar fóru þær víða fram borgum landsins. Forsæ'.isráðherrann hefur ver ið að svara spurningum stjórn- arandstæðinga um hinar ýmsu gerðir stjórnarinnar og það sem hún hyggst gera á næstunni. Háttsettur lögreglumaður í Jóhannesarborg hefur sagt frá því, að þær aðgerðir sem nú hafa verið f amkvæmdar, séu aöeins byrjunin. Meðal þe'irra er lögregl an hefur handtekið var formað- ur suður-afríska kvennasam- bandsins, og stjórnarmaður einn í stjórnmálafélagi Indverja í S.- Afríku. Þá er lögreglan að leita framkvæmdastjóra liins Afríska þjóðarrýðs sem er í felum, en hefur sent út fjöldan allan af til- kynnlnvu"^ og ásökunum undan- farið -—"a mótmælaaðgerð- anna. M. TSHOMBE FÉKK TillPAACAI I Fulltrúar SÞ K AUbAAr ALL othuga mán a Elizabethville, 19. maí„ (NTB-Reuter). MOISE TSHOMBE, forseti Katanga-ríkis í Kongó, sem liald ið hefur verið fangelsi í Leopohl ville frá því að hann var fang- elsaður í Loquilhatville fyrir mii('gum vikum síðíin, hefur fengið alvarlegt taugaáfall. — SÞ-fulltrúi var þegar kvaddur í fangelsið tii Tshombe og lýsti hann því yfir að Tshombe mvndi líklega þola heimsókn Iæknis. Jafnframt hefur verið upplýst, að efnahagsmálaráðherrann { Tsliombestjórninni í Katanga, hafi láiizt í kvöld af vöidum hjartaslags. Var hann þá í Brazzaville í Frönsku Kongó. Samkvæmt nýjum fréttum frá Elizabethville munu Baluba og Luluakynþættirnir í Suðtir-Kas- ai enn halda áfram stríði sínu. Leiðrétting SÚ villa varð í blaðinu í gær að í fyrirsögn var sagt, að „blaðaútgáfa licfst í S-Kóreu“, en átti að vera „blaðaútgáfa HEFT í S-Kóreu“. Lesendur eru beðnir afsökunar á þessari missögn. Munu margir Afríkumenn hafa misst líf sitt í átökum þessum og þorp verið eydd. + FÉLAGSHEIMILI FUJ í Reykjavík að Stórliolti 1 verður opið í kvöld frá kl. 8,30, Ungt fólk er kvatt til að fjölmenna og stytta sér stundir við skák, spil, lestur, tóni'ist og fleira, sem til gamans má gera. — Stjór.nin. Alþýðublaðið — 25. maí 1961 J

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.