Alþýðublaðið - 25.05.1961, Qupperneq 16

Alþýðublaðið - 25.05.1961, Qupperneq 16
42. árg. — Fimmtudagur 25. maí 1961 — 114. tbl. Brezkir togarar sakaðir um sjórán Hinn síðasti og aivarlegasti árekstur varð nýlega er tveir brezkir togarar sigldu gegnum og eyðilögðu 60—70 net sem 2 danskir kútterar höfðu lagt út. Ekki vildu togararnir taka tillit til mótmæla dönsku fiskimann- anna og neituðu að afhenda af- ganginn af netunum eða þá veiði sem í þeim var. Þá hafa brezkir togarar hafist sVipað að annars- staðar. þótt ekki hafi það verið í jafn stórum mæli og nú„ í mót- mælum sínum segja dönsku fiskj menniröir að framferði brezku togaranna verði ekki likt við neitt annað en sjórán og krefjast þess að danska stjórnin krefjist öflugra aðgerða gegn þeim. Trygve Lie hefur störf Oslo, 24. maí. (NTB) TRYGGVE LIE mun hefja starf sitt að nýju sem fylkisstjóri í Oslo og Akershus 1. júlí n. k. Hefur hann haft frí úr embætti sínu undanfarin tvö ár til að vinna að útlendri fjárfestingu í uppbyggingn iðnaðarins í Nor- egi. Hann mun halda áfram sem formaður í ráðgjafianefnd máls þessa. Einar Gerhardsen forsæt- isráðherra sagði á blaðamanna- fundi í dag að Stórþingið fengi siðar skýrslu um störf hans, en sjálfur væri hann mjög ánægður með árangurinn af störfum Trýggve Lie. ■ Vestmannaeyjum, 24. maí. ' " í DAG er veðrið farið að skána, en hér var mjög slæmt veður-. Ekki munu þó hafa orðið teljandi skemmdir af völdum veðurs, nema hvað eitthvað af þökum fór úr lagi og rúður brotnuðu. Allt er hér í gangi og eitthvað af aðkomufólki hér enn, þó að mikið’ hafi fækkað. Mikill fjöldi ■’ báta er kominn af stað og aðrir að búa sig út„ P. Þ. Kaupmannahöfn, 24. maí. (NTB). FOKREIÐIR, danskir fiski- menn hafa tilkynnt sjávarútvegs málaráðuneytinu um framferði brczkra togara á Doggermiðum og hafa þeir jafnframt krafizt þess að ríkisstjórnin mótmæli í London. Úr miðbæ oð Árbæ LJÓSMYNDARI Alþýðu- blaðsins kom að þessum manni á horni Suðurgötu og Túngötu í gærdag; hann var að brjóta undir,- stöður undan húsinu. — Þetta er með elztu húsr um bæjarins og í því bjó Jonas Hallgrímsson um skeið, Nú er í ráði að flytja það upp að Árbæ. Það hefur staðið autt að undanförnu, en var til skamms tíma noíað sem íbúðarhús. ÆTUR FYRIR Forseíinn vill ekki tala viö Kóreumanninn Seoul og Washington, 24. maí. (NTB-AFP). HI’NN nýi forsætisráðherra S- Kóreu, Chang Do Yung hers- feöfðingi, hefur sótt um vega- Dréfsáritun til Washington til að -tritta Kennedy forseta. Litlu eft lr að þetta var tilkynnt í Seoul, lýsti blaðafullrúi bandaríska utanríkisráðuneytisins, L’incoln Ti hite, yfir því, iað forsetinn igæti með engu móti tekið á rnóti forsætisráðherranum, en feins vegar yrði vafalaust af hálfu «endiráðsins í Seoul rætt við for nætisráðherrann um hugsanlega feomu hans siðar til Washington. í GÆRMORGUN var í Bæjar- þingi Reykjavíkur kveðinn upp dómur í máli, sem Vilhjálmur skáld frá Skáholti höfðaði gegn dómsmálaráðherra og fjármála- rððherra f.h. ríkissjóðs. Voru VU hjálmi dæmdar 60 þús kr í skaða bætur, auk vaxta frá 27. marz 1959, og 7400 kr. í málskostnað. Bjarni K. Bjarnason, fulltrúi borgardómara, kvað upp dóm- ihn, en meðdómendur voru lækn arnir Ragnar Kjartansson og Jakob Jónasson. Málavextir eru þeir, eins og Alþýðublaðið rakti 6. maí 1959, að Vilhjálmur var handtekinn af lögreglunni á Reykjavík árið 1958 og fluttur nauðugur- á Kleppsspítalann, þar sem hann var hafður í !haldi nærri heilt ár. Hafði hann þó full mannrétt- indi, bæði sjálfræði og fjárræði, er þetta átti sér stað. Samkvæmt íslenzíkum Iögum er þó ekkr hægt að taka mann fastan og setja á geðveikrahæli, án þess að svipta hann fyrst s.iálfræði og fjárræði, en slíkum úrskurði má skjóta til Hæstaréttar. Vilhjálmur var 5—6 mánuði á órólegu deildinni á Kleppi, en síðan fluttur á rólegu deildma. Er hann hafði dvalizt á hælinu £ 10 mánuði, kom þangað lækna kandidat, er kannaðist við Vil hjálm. Var Það einungis fyrir'' velvilja og milligöngu hans, að Vilhjálmur var látinn laus, og væri hann ef til vill í haldi enn, e£ hann hefði ekki hitt kandídat inn þarna. Þegar eftir að Vihjálmur fékk frelsi sitt á ný, leitaði ihann til Egils Sigurgeirssonar, hæstarétt arlögmanns, er rak mál hans gegn. ríkissjóði, sem nú hefur verið dæmt í fyrir bæjarþingi, eins og að framan greinir. Logi Einarsson, fulltrúi í dómsmála- ráðuneytinu, rak málið fyrir hönd ríkissjóðs. Ekki hefur enn verið ákveðið, hvort aðilar áfrýja dóminum til Hæstaréttar. ■ ■ VEÐRÁTTAN undanfarna daga liefur hrellt landsmenn mjög og maJ'S'ir haft þungar áhyggjur vegna hins nýkviknaða gróðurs. Mörgum Reykvík'ingum hefur orðið tíðlitið til garða sinna og veðurguðirnir lítt verið dásam- aðir þessa köldu daga. Alþýðublaðið hefur snúið sér til tveggja fróðra manna um gróður og gróðurvernd og spurt þá álits um áhrif veðurfarsins á gróður í Reykjavík. Ingólfur Davíðsson grasafræð- ingur taldi, að enn sem komið væri hefði veðrið ekki valdið miklum skemmdum, þó mætti þegar sjá skemmdir á gróðri, sem stæði áveðurs svo og á ný- gróðursettum plöntum. Gróðri, sem stæði í skjóli, taldi !hann ekkj mjög hætt, að svo komnu máli. Á gróðrarstöðinni Sólvangi Framh. á 14, síðu’.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.