Alþýðublaðið - 02.06.1961, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 02.06.1961, Blaðsíða 4
wwM*w%%w>%wwww*wwm%w*ww Dov/ð Stefánsson: Davíð Stefánsson frá Fagraskógi flytur Ólafi Noregskonungi ljóð sitt í hátíðas.al háskólans í gær. (Ljósm.: Oddur) Kom heill um höf, herra konungur. Oft þóttu íslands álar breiðir og svört sólskin, þó að siglt væri. Voru viðskipti viðsjál stundum, og fátt um ferðir milli frændþjóða. Enginn hefur áður að austan komið sonur sviphreinni tij sala vorra. Er sem íslenzkar ættir sjái Noreg nálgast í nýju Ijósi. Gyðjan glóeyga var að garði komin, hefur hásali himins lýsta, byrgir blómgresi barm jarðar og nýtur náttstaðar við nyrzta haf. Ljúf eru lýðum hin ljósu dægur í faðmi fjalladala, við fjörð bláan. Glóa þar í grasi gullnar töflur. Engum ættlöndum er unnað heitar. Treyst hafa tengsl tveggja þjóða samúð, er- sættist á sigur beggja, rök, réttsýni, rödd hjartans, fornir frændgarðar og fræði Snorra. Berast Bergmál milli blárra stranda, fögur fyrirheit, fleygir draumar. Eyjan ungborna í álum vestur fagnar goðumglæst gesti tignum. Heiðríkju himins nýtur hilmir marka, frjómagns fósturs sinna föðurtúna. Hlynur hreggbarinn, sem hæst gnæfir, lyftir Jífsvon hinna lægri kvista. Um heim liálfan er við hungur barizt, feigir fjötraðir í fangabúðum, ofbeldi alið af undirlægjum, en vald vopnað vítiseldi. Leysa fannfergi og frost úr jörð vindar vorglaðir svo að viðir grænka. En lifsteininn Ijósa, sem lýði frelsar, leysir há hugsjón úr heljargreipum. Veröld vopnbitin væntir manna, er stöðva stríðsvagninn, stilla skapið, sigra án sektar, sættast án þrjózku, miðla mannheimi meiri vizku, krafti, kærleika — það er konungsvilji. Nafn Noregs stafar nýju ljósi, storkar heimskum her og heiftaranda, minnir á mátt mannúð alin, vekur vonir um veröld alla. Sá er sjálfur var sorg lostinn skilur hugraun hinna, sem harm þoldu. Þjáning þúsunda, þjóðarbölið, vígði vald hans til verndar öðrum, anda eldskírðan til afreksverka. Því krcfjast þegnar af þjóðhöfðingja margs og meira en þeir megna sjálfir. En breitt þarf bak til að bera lengi harm og hamingju heilla þjóða. KöIIun konungs er að kveðja til þings, standa við stjórnvöl í stormakyljum, heill, hugumstór, þótt hættur ógni. Fari einn fyrir fylgja hinir. Nóg á Noregur nýrra krafta, því hefur þjóðin þrautir unnið, úlfa erlenda af sér rekið, reist byggð og borgir úr brunarústum. Þar hefur þjóð, sem þoldi hungur, erjað akurlönd, við útsæ barist, hug sinn hafið til hárrar snilldar, samið lög Iýða að landsháttum, öldum og óbornunt í arf gefið frjálst föðurlaud — það er frægð konungs. Fari einn fyrir fylgja lúnir. Bylta þeir björgum, brautir ryðja, vaxa með verki, sem vel cr unnið. f geislagulli frá gömlum töflum skapa niðjar Noregs nýja sögu. Mun þó ei mannkyn mestu varða köllun þess konungs, sem var krýndur þyrnum? En' vegsemd verðskuldar hver vænn maður, scm af heilum hug vill heimi bjarga. Aldrei hefur áður að austan komið sonur sviphreinni til sala vorra. Frá daladrögum til djúpmiða fagnar frændþjóð svo fríðum gesti og biður blessunar með bróðurkveðju: Kom heill um höf, herra konungur. mWWMWWttWWWAWWMMÍWWWWtWMWnMWtWWMWWWWnWMWWtWWMWWMHWWWWWWWW ittwwvmwwwwwww 4 2. júní 1961 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.