Alþýðublaðið - 01.08.1961, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 01.08.1961, Qupperneq 2
ftitstjórar: Gísli J. Astþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fulltrúi rit- ■tjórnar: Indriði G. Þorsteinsson — Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. — Eíinar: 14 900 — 14 902 — 14 901' Auglýsingasími 14 906. — Aðsetur: Alþýðu- áft&sið. — Prentsmiðja Alþýðubiaðsins Hverfisgötu 8—10. — Áskriftargjald fcr. 45,00 á mánuöi. í lausasölu kr. 3,00 eint. Útgefandi Alþýðuflokkurinn. — Fra kvæmdastjóri Sverrir Kiartansson. MEIRl VARÚÐ! ALÞÝÐUBLAÐIÐ byrjar í dag umferðarviku. — Mun blaðið þessa viku og næsta sunnudag flytja áminningar til ökumanna og vegfarenda varðandi umferðina í þei'm tilgangi að vekja athygli á þeim hættum, sem daglega verða á vegi þeirra. Hefur blaðið góðfúslegt samstarf umferðarlögreglunnar í þessarf viðleitni til að draga úr slysum. íslendingar eru mikil bifreiðaþjóð, enda er hér farartæki á vegum fyrir hverja 9—10 íbúa í land inu. Hins vegar eru götur og vegir í þéttbýli og drelfhýli engan veginn fullnægjandi fyrir svo mikla umferð, sem ekki er von vegna fámennis þjóðarinnar. Arlega verður mik;© tjón vegna slysa í urnferð inni. Mannslíf glatast og fleiri eða færri hljóta varanleg örkuml eða tjón vegna meiðsla. Tjón á farartækjum og eignum nemur tugum milljóna, sem þjóðin verður að greiða með tryggingum far artækjanna. Umferðarmenningu verður að auka með betri þekkfngu á umferðarreglum og hættum, og um fram allt meiri varúð í umferðinni. Það skiptir þjóðina miklu, að ástand í þessum málum batni, en til þess verður hver einasti vegfarandi og öku maður að leggja sitt að mörkum. Þar má engihn bregðast. TÚNISDEILAN ÞAÐ KOM mjög á óvart, er Túnisbúar skyndilega gripu til hernaðaraðgerða gegn bækistöð Frakka í j Bizerta. Þeir höfðu fyrir árabili fengið fullveldi sitt og forustumenn þefrra virtust bæði ábyrgir og framsýnir. Inn í þetta mál hljóta að blandast : mörg sérstök sjónarmið, svo sem deila Túnis við 1 Serki í Algier um hluta af Sahara, efnahagsvand ræði Túnisbúa og fleira. Hin harkalegu viðbrögð Frakka virðast ekki síð ur vanhugsuð, og þeir hefðu átt að geta samið við Túnisbúa um brottflutning frá bæki'stöðinni, sem þeim dettur ekki sjálfum í hug, að þeir geti haldið lengi úr þessu. Þá var afstaða Frakka gagnvart 1 Sameinuðu þjóðunum mjög skammsýn og er erfitt að sjá, hvernig bandalagið á að eflast til að gegna friðaúhlutverki sínu, ef stórveldin snúast þannig 1 gegn því. Túnisdeilan bættist ofan á viðsjórvert heims ástand, og ber að vona, að hún leysist friðsamlega ekki síður en aðrar deilur, sem varpa skugga á heimsfriðinn. HANNES Á HORNINU ýý Háskólaflöíin í niður níðslu. ýý Hús Helga Péturss. ýý Dalhoffshúsin við við Smiðjustíg. ýý Ohæft vörumerki. JÓHANNES skrifar mér á þessa leið: „í fyrrakvöld geng- um við hjónin út. Við fórum nið ur að Tjörn og horfðum á fugl- ana og nutum þess í ríkum mæli. Síðan gengum við að Háskólan- um og skoðuðum hann og um- hverfi hans. Háskóiinn er siíl- fögur bygging og laus við allt prjál Hann er ein bezta bygg- ing Guðjóns Samúelssonar, þeg- ar Þjóðiéikhússbyggingurmi er sleppt, en það þykr mér alltaf fögur bygging 0g sérkennileg. Péturs við Hverfisgótu að fá að standa svona, langt út í grituna, allt í niðurníðslu, og engum, að því er virðist til gagns. OG FYRST ég spyr um þetta, þá langar mig að spyrja um ann að hús. í hálfan annan áratug hafa gömlu Dalhoffshúsin við Smiðjustíg staðið óhreyíð. Þar hefst enginn við, neglt er fyrir gluggana, manni virðist jafnvel að þau mun hrynja í rúst þá og þegar. Hvað er eiginlega gert við þessa hraksmánariegu hjalla? Hver á þá? Einu sinni heyrði ég að KRON hefði keypt alla þessa lóð og að það hefði í hyggju að reisa þarna verzlunar hús. Nú eru á nokkrum hluta lóðarinnar komin bilastæði. MÁ ÉG OG minnast á það, að nú er Bjarnaborg heidur illa út- lítandi? Það er langt síðan hún hefur verið máluð. Allt er lát- ið dankast. Væri nú ekki tilval- ið að láta mála þettn mikla hús? Það var einu sinní veglegasta og stærsta hús bæjaruis. Þar býr fjöldi manna á /egurn Reykja- víkurbæjar. Við skuium ekki láta þá skömm eftir okkur spyrj ast, að halda húsinu ekk; vrð“. iFREYJA skrifav: ,,Ég heí ver- ið að bíða eftir því, að vöru- merki nokkurt, sem nýlega kom á markaðinn yrði gert að um- talsefni.' Ég á við vöruraerkiðt ,,Yankee“. Hér er um að ræða „galla“-buxur á drengi. Buxurn- ar eru góðar. Það er ekkert að athuga við þær. Þær eru og innlendar. En hvers vegna leyfa framleiðendur sér að taka upp svona vörumerki? Af hverju er verið að merkja drengina upp a amerísku? Þarna blasir „Yan- kee“ við á bakvasanum á buxun- um. Ég krefst þess að vörutnerk- ið hverfi. Um leið langar mig tif að spyrjast fyrir um það, hvort það sé ekki háð neinu eftirliti hvaða vörumerki eru valín á vörur, sem framleiddar eru af innlendum aðilum?“ Hannes á hornsnu. OKKUR varð staðsýnt á svæð ið fyrir neðan Háskólana. Því virðist ekki vera sýnd nein um- hirða. Grasið er sviðið niður í mold og brekka í a.'Ia leið eitt flag. Leyfist mér að spyrja: — Hvers vegna var upphaílega gengið frá þessu svæði fyrst ekkert er hugsað um þetta? Fer allt í flag ef dr, Alexander er ekki við hendina? Ég játa Það, að tröppurnar niönr á svæðið þykja mér ekki fallegar. Þær eru í fyrsta lagj of hrikalegar, í öðru lagi allt of dökkar. En það kemur ekki beinlínis málinu við. Svæðið fyrir neðan þær verða Háskólamennirnir að lag- færa, því að það er þeim til skammar". VEGFARANDI skrifar: „Nú er Hótel Hekla, eða það míkla hús við Lækjartotg, horfið og kemur aldrei aftur. Það var í fullri notkun, en ekki skal ég finna að því þó að því væri rutt burt. En mig langar til að spyrja í sambandi við þetta: Hversu leng á hið aldna hús dr. Helga MARGAR FERDIR SUNNU Nýr leikvöllur á Seltjarnar- nesi opnaður 1. ágúst var nýr barnaleik- völlur opnaður á lóð Mýrar- húsaskóla í Seltjarnarnes hreppi, hinn fyrsti þar í sveit. Leikvöllurinn verður opinn í ágúst og september, en síðar yfir alla sumarmánuðina og verður þar höfð barnagæzla fyrir börn á aldrinum 2—8 ára. Unnið er að því að taka fleiri leikvelli í notkun og mun þegar hafa safnazt fyrir tækjum á 3 leikvelli. FERÐASKRIFSTOFAN Sunna ráðgerir margar hóp- ferðir t>l Evrópulanda í sum- ar imeð íslenzkum farars/jór- um, Sunna, sem er aðili að IATA, ’alhjóðasamjtöikum flug félaga, hefur möguleika á að | lækka ferðakostnað í þessum | ferðum, þar eð aðildin að IATA veitir mikla möguleika á afslætti í flugferðum. Til Sviss, Rínarlanda og Parísar hefur skrifstofan á kveðið eina ferð 18. ágúst. í París fær ferðafólkið mögu- leika á að sjá sig um, en um Sviss verður ferðazt í viku. Og í viku verður ferðazt um Rínarbyggð. í september verður ferð til Ítalíu. Flogið verður til Míl- anó, en þaðan farið til Fen- eyj a. Siíðan verður farið til Rómar, Florens, Napoli, Sor- rento og Capri. í lok ferðar- innar vei'íur siglt frá Napoli i til Miðjarðaúhafsstrandar | Frakklands með stærsta far- iþegaskipi ítala, Leonardo da j Vinci. Siíðustu daga ferðarinn ar verður dvalið á hinni frægu Bláströnd Frakklands í Monte Carlo og Nissa. I september verður tveggja vi'kna ferð til Mallorka. Einn ig efnir skrifstofan tili ferðar á Edinborgarhátíðina, og verð ur lagt af stað 26. ágúst. Ferð in slendur í 8 daga. Jafnframt gefur Sunna kost á þátttöku í ferðum með ýmsum erlend- um ferðaskrifstofum. 'Sunna hefur nú gefið út bækling, þar sem getur að lesa góðar lýsingar á hópferð um skrifstofunnar t sumar. Einnig eru d honum hand- hægar uþplýsingar um ferða- kostnað til ýmissa landa og fleira. QX, ÍUTL áS IsJlfcCL DAGLEGA Frá Ferðafé- lagi íslands FERÐAFÉLAG SLANDS ráS gerir fimm skemmtiferðir um verzlunarmannahelgina. 'Þcrsmörk, Landmannalaug- ar, Kjalvegur og Kerlingar- fjöll, Stykkisihólmur og Brei ðafj arðareyj ar, Grashagi og Hvannagil. Farmiðar seld ir í skrifstcfu félagsins, Tún götu 5. 2. 1. ágúst 1961 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.