Alþýðublaðið - 03.08.1961, Page 2
, Jtttutjórar: Gísli J. Astþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fulltrúi rit-
? ^rtjómar: Indriði G. Þorsteinsson — Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. —
*6liiiar: 14 900 — 14 90* — 14 901' Auglýsingasími 14 906. — Aðsetur: Alþýðu-
1 -tlúsiö. — Prentsmiðja Alþýðubiaðsins Hverfisgötu 8—10. — Áskriftargjald
Scr. 45,00 á mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eint. Útgefandi Alþýðuflokicurinn. —
Fra kvæmdastjóri Sverrir Kjartansson.
Gengið og þingið
* SÚ B’REYTING, sem ríkisstjórnin hefur gert á
i, ékvörðun gengis íslenzku krónunnar, mun stuðla
2 verulega að fastari fjármálastjórn í landinu,
* hverjir sem fara með völdin. Hún er í fullu sam
5 cæmi við það, sem langflestar lýðræðisþjóðir hafa
i gert, en hjá þeim er það ýmist hlutverk aðalbanka
\ -<eð'a ríkisstjórnar að ákveða gengið.
| Vitað er, að í sambandi við gengisbreytingar er
á -tnögulegt stórfellt brask. Peningamenn geta með
y ráðstöfunum grætt stórar upphæðir eða forðað sér
^ frá útgjöldum, sem falla á aðra borgara. Hefur
I 'þetta því miður verið algengt hér á landi, þegar
■ gengisbreytingar hafa verið opinber leyndarmál
;; mánuðum saman og síðan vikum saman til um
ræðu á þingi.
j Aðrar þjóði'r telja óhjákvæmilegt, til að forðast
j allt brask, að breyting á gengi komi á óvart. Þess
jjj vegna varð sérlega grandvar maður eins og Sir
I Stafford Cripps í Bretlandi á sínum tíma að lýsa
í Shátíðlega ýfir, að engin gengislækkun væri fyrir
s dyrum, tveim dögum áður en hann lækkaði geng
í ið.
í Hér efti'r verður skaplegri háttur á þessum mál
I um hér á landi, þótt vonandi þurfi sem minnst að
j fhreyfa við genginu í framtíðinni. Þrátt fyrir þá
a íbreytingu, að Seðlabankinn ákveði gengið með
.samþykkt ríkisstjórnar, er lýðræðið fyllilega
* tryggt. Ríkisstjórn hlýtur á hverjum tíma að hafa
\ meirihluta þings á bak við sig, og geta því gengis
? .breytingar ekki orðið í andstöðu við þingvilja.
Tíminn, Gylfi og Gaitskell
s TÍMINN skrifar um Gylfa Þ. Gíslason og Hugh
j Gaftskell, foringja brezkra jafnaðarmanna. Skýrir
j hlaðið frá andstöðu Gaitskells við síðustu efna
| 'hagsráðstafanir brezku stjórnarinnar, og ber sam
* an við stuðning Gylfa við viðreisnina. Telur blað
j ið, að þeir hafist ólíkt að, tveir andans bræður.
§ (ÞessJ samanburður Tímans byggist á fölsun.
| Veigamikið atriði viðreisnarinnar var stórfelld
« aukning almannatrygginga og afnám tekjuskatts
j af lágum tekjum. Slíkar félagslegar ráðstafanir,
! sem stefna til tekjujöfnunar í þjóðfélaginu, voru
: ækki í tillögum brezku stjórnarínnar. Dettur nokkr
* um manni í hug, að Gaitskell hefði barizt gegn
! tillögum, sem fólu í sér tvöföldun tryggingakerfis
■ og afnám tekjuskatts fyrir láglaunamenn? Þegar
* þetta er athugað, lítur málið allt öðruvísi út en
" Tíminn vill með fölsunum sínum vera láta.
Skrifstofustúlka
óskast. — Umsóknir ásamt upplýsingum um
aldur, menntun og fyrri störf sendist
afgreiðslu blaðsins merkt „Skrifstofustúlka“.
Barið í
brestina
Framhald af 7. síðu,
ur. Hvað getur hinn varkári og
glöggi svissneski bankastjóri
séð í ráðstöfunum Lloyds, er
geti sannfært hann um, að
brezkt efnahagslíf hafi nú end-
anlega komið undir sig fótun-
um, iðnaðurinn orðinn sam-
keppnisfær og öll þjóðin, hvort
sem er innan eða utan sameig-
inlega markaðsins, orðin við-
skiptalegt og því pólitískt
vald?“
Það, sem aðallega hefur
staðið brezkum jðnaði og um
leið brezku efnahagslífi fyrir
þrifum á undanförnum árum,
er það, að iðnaðurinn hefur
ekki verið nægilega samkeppn
isfær á erlendum mörkuðum.
Framleiðnin hefur ekki aukizt
sem skyldi og útflutningur
ekki heldur. Svo virðist, sem
áhugi á útflutningi hafi ekki
verið nægilega mikill, þar eð
auðvelt hafi verið að afsetja
framleiðsluvörur innanlands,
en ein af ráðstöfununum nú,
eins og áður, er einmitt að tak-
marka lán til neyzlu innan-
lands. Hins vegar virðast tvær
hliðarráðstafanir, sem nú hafa
verið framkvæmdar, ekki vel
til þess fallnar að lagfæra
þetta, Þar á ég við hækkun
veltuskatts og hækkun benzín-
verðs, sem hvort tveggja hlýt-
ur að auka framleiðslukostnað
og þvi draga úr samkeppnis-
hæfni brezkra vara á erlend-
um mörkuðum, auk þess sem
takmarkanirnar á lánsfé munu
draga úr fjárfestingu einstakl-
inga, og framleiðnin því enn
falla.
Því ber ekki að neita, að
Lloyd hefur sett dæmið mjög
Ijóslega upp. Hann hefur gagn-
rýnt harðlega þau svið iðnaðar,
þar sem róttækra breytinga er
þörf, hann hefur gert ítarlega
rannsókn á hinum ýmsu svið-
um þjóðlífsins, þar sem um-
bóta er þörf, og hann hefur
lofað ýmsum umbótum. Enn
allt er undir því komið hjá hon
um, að hlé verði á launakröf-
um á meðan verið er að ná
jafnvægi í framboði og eftir-
spurn og að laun hækki ekki
hraðar en framleiðnin, þegar
því jafnvægi er náð, ef það
næst. Og þarna kemur hnífur-
inn til með að standa í kúntu.
Fyrsta stéttin, sem verður
fyrir barðinu á ráðstöfununum,
eru kennarar. Þeir hafa nú und
anfarið háð harða baráttu fyr-
ir betri kjörum, og lausn, sem
þeir töldu viðunandi, virtist
vera á næsta leiti, en nú eru
þeir hinir fyrstu, sém verða
fyrir launastöðvun stjórnarinn
ar. Þetta gerist á sama tíma,
sem menn eru að byrja að við-
urkenna hið félagslega mikil-
vægi starfa þeirra og ekki síð-
ur þörfina á bættri menntun í
hinnj harðskeyttu samkeppni á
tæknisviðinu. Það virðist aug-
ljóst, að launafólk geti ekki
sætt sig við frystingu launa,
nema á móti komj ein-
hverjar þær ráðstafanir ríkis-
valdsins, er dragj úr ofsagróða
einstaklinga. Ekkert slíkt er að
finna í tillögum Lloyds, ef und
an eru skilin loforð um að tak-
marka stöku tegundir gróða í
fjárlögum næsta árs. Hins veg-
ar stendur skattaívilnunin, sern
hátekjumönnum var nýlega
veitt er nemur milljórðum
króna.
Eins og stendur virðist því
horfa óvænlega um, að verka-
lýðssamtökin felli sig við þess-
ar nýju ráðstafanir og það má
skjóta því inn í, að kennarar í
ýmsum skólum gerðu verkföl]
þegar daginn eftir að frumvarp
Lloyds kom fyrir þingið.
Að því er við kemur ummæl
um ráðherrans viðvíkjandi nið
urskurði á framlögum til land-
varna og hjálpar við vanþróuð
lönd, þá getur slíkt tæplega
aukið pólitískan styrk Breta
eða bætt samningsaðstöðu
þeirra gagnvart sameiginlega
markaðnum, þegar þeir samn-
ingar hefjast í september.
Það er að sjálfsögðu augljóst
mál, að brezkur iðnaður verð-
ur að sfanda sig, og ef til vill
hafa forgangsrétt yfir allt ann-
að, ef Bretar eiga að geta lifað
við sæmileg lífskjör í framtíð-
inni (og þetta á ekki bara við
Breta eina), en hvort þessar
ráðstafanir Selwyn Lloyds,
sem svo mjög bera keim af
ráðstöfunum allra annarra fjár
málaráðherra brezkra íhalds-
manna s. 1. tíu ár, verða til að
breyta þróun brezkar efnahags
mála er svo önnur saga, er við
sjáum ekki fyrr en fram líða
stundir.
&
SKiMum.tBe wih>siv>
Baldur 1
fer til Króksfjarðarness, SkarS
stöðvar, Hjallaness, Búðardals
og Rifshafnar á þriðjudag_ —
Vörumóttaka á morgun.
M.s. ESJA
fer austur um land í hring-
ferð 9. þ. m. Tekið á móti
flutningi á mprgun og árdegig
á laugardag til Fáskrúðsfjarð
ar, Reyðarfjarðar, Eskifjarðar,
Norðfjarðar, Seyðisfjarðar,
Raufarhafnar og Húsavíkur.
Farseð'.ar seldir árdegis á
laugardag.
Heriubreið
fer vestur um land í hring-
ferð hinn 10. þ. m. Tekið á
móti flutningi árdegis á laug
ardag og á þriðjudag til Kópa
skers, Þórslhafnar, Bakkafjarð
ar, Vopnafjarðar, Borgarfjarð
ar, Mjóafjarðar, Stöðvarfjarð-
ar, Breiðdalsvíkur og Djúpa-
vogs Farseðlar seldir á mið«
vikudag.
FÉLAGSLÍF
Frá Ferðafé-
lagi íslands
FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ráð
gerir 2 sumarleyfisferðir 9.
ágúst. 10 daga ferð um Aust
uröræfin og Hrei'ndýraslóð-
i ir. Ekið norður og austur á
Jökuldal og þaðan inn í
Hrafnkelsdal, þaðan inn á ör
æfin að Snæfelli. Á heimleið
ekið um Kjalveg. Hin ferðin
er 4 daga ferð um Kjalveg til
Kerlingarfjalla og Hvera-
valla um Auðkúlulheiði til
Blönduóss, suður byggðif um
Holtavörðuheiði og Kaldadal.
Upplýsingar í skrifstofu fé-
lagsins, símar 19533 og 11798.
5 0 tÆtiA. dfojtbja.
MM'Jc,
fST'-SúnMWstemsý
jVtu,
2 3. ágúst 1961 — Alþýðublaðið
I