Alþýðublaðið - 03.08.1961, Side 7
MtMUUMUMM
GUÐNI GUÐMUNDSSON
Alþýðublaðið — 3, ágúst 1961 'J
Vísindaleg þekking nýt-
ur ekki aðeins almenns á-
lits, heldur er hún í augum
nútímamannsins hið eina
dómsvald í vitrænum og
andlegum málum. En vís-
indaleg menntun byggist
aðallega á staðtölulegum
staðreyndum og hlutrænni
þekkingu og gefur þess
vegna óraunverulega mynd
af heiminum. 'Veruleiki
einstaklingsins hverfur al-
veg í skugga hins ytra veru
leika, og flestar vísinda-
greinar eru reknar þannig,
sem kæmi maðurinn þar
hvergi nærri, né hafi hann
nokkur mótandi áhrif á
staðreyndir vísindanna. —
Þáttur sálar eða vit-
undar mannsins er því gerð
ur ósýnilegur með öllu, —
sem kæmi hún hvergi ná-
lægt.
Á sviði félagsmála er
staðan svipuð. í stað raun-
veruleika einstaklingsins
eru okkur rélt nöfn félaga
og stofnana, sem ná hæst
í hugmyndinni um ríkið,
sem sé hinn sanni veruleiki
stjórnmálanna. í stað sið-
ferðis og ábyrgðartilfinn-
ingar einstaklingsins kem-
ur stefna ríkisins. I stað
aukins siðferðilegs og
vitræns þroska einstak-
lingsins er lögð ótilhlýði-
lega mikil áherzla á endur
bætur í hinum ytra heimi.
Takmark og tilgangur ein
staklingsins, sem er hið
eina raunverulega líf, ligg
ur ekki lengur í þroska
hans, heldur í stefnu ríkis-
ins, sem þrýst er inn í líf
einstaklingsins, og ríkið, —
sem í raun og veru er að-
eins óhlutræn hugmynd,
dregur meira og meira líf
til sín. Einstaklingurinn er
í síauknum mæli sviptur
siðferðilegum ákvörðunum
um það hvernig hann eigi
að lifa lífi sínu. I stað þess
er honum stjórnað af rík-
inu, nærður, klæddur og
mennlaður sem þjóðfélags-
leg eind, komið fyrir í því
húsn. er stöðu hans hæfir
að áliti ríkisins, skemmt í
samræmi við þær kröfur,
sem almenningur gerir til
skemmtana og ánægju. —
Stefna ríkisins ákveður
hvað kenna skal og nema.
Ríkiskenningin sem almátt
ug virðist er svo boðuð og
kennd í nafni ríkisstefn-
unnar af þeim, sem í æðstu
stjórnarembættum sitja, —
þar sem öllu valdi hefur
verið safnað saman. Sá,
sem hins vegar kemst í
þessar slöður, annaðhvort
með kosningu eða á annan
hátt, losnar undan þessu
valdi og verður sjálf ríkis-
stefnan og getur eflir því,
sem kringumstæður leyfa,
breytt ríkisstefnunni. —
Hann getur sagt með Lúð-
vík 14. „Eg er ríkið“. Hann
er þess vegna hinn eini eða
a. m. k. einn hinna fáu, sem
geta notfært sér tilveru
sína sem sjálfstæðra ein-
slaklinga, þótt liklegra sé,
að hann verði aðeins þræll
ríkjandi hugmynda, sem
áður hafi verið myndaðar.
Þar sem múgurinn er
stjórnlítill og sundurlyndur
að eðlisfari, liggur alltaf
sú hælta, að hann búi til
’leiðtoga’ til að bæta fyrir
og hylja sitt sanna eðli. —
Þessi ,,leiðlogi“ verður svo
nærri alltaf útbelgdri ég-
vitund sinni að bráð og of t
með hörmulegum afleið-
ingum bæði fyrir þá, sem
hann ,,leiddi“ og aðra, eins
og fjöldi dæma úr mann-
kynssögunni sýna.
Rökrænt séð verður
þessi þróun óhjákvæmileg,
strax þegar einstakling-
arnir taka að hópast sam-
an í stórum stíl og missa
einstaklingseðli sitt um
leið. Einstaklingar hverfa
ekki aðeins, þegar stórir
hópar þeirra safnast saman,
heldur á hin vísindalega
skynsemishyggja sterkan
þátt í múghugsun og múg-
eðli samtímans, sem rænir
einstaklinginn virðuleika
sínum og sjálfslæðri dóm-
greind, og þar með þeim
undirstöðum sem hann ætti
- Jæja, þið skuluð vera kennarar og ég ætla að vera Selwyn Lloyd.
að byggja líf sitt á. Hann
verður aðeins tala á hag-
stofunni og starf eða hjól
í lífi ríkisins, sem virðist
hafa hverfandi þýðingu og
vera óendanlega lítið.
Því fjölmennari sem
heildin er, því lítilfjörlegri
verður einslaklingurinn. —
Láti hann yfirbugast af
smæðar og þýðingarleysis-
tilfinningu sinni, og finn
ist honum líf sitt hafa mist
tilgang sinn, sem er þegar
allt kemur til alls ekki hið
sama og stefna ríkis eða
félagslegar umbætur, þá
er hann á góðri leið með að
missa einstaklingseðli sitt
og falla alveg inn í líf og
stefnu ríkisins og verða án
þess að hann vilji eða vili
alger áhangandi þess. Sá,
sem aðeins lítur til hins
ytra heims og lætur hug-
fallast, getur ekki snúið
til neins, þangað sem hann
geti sótt styrk itil að berjast
á móti því, sem skynsemi
hans og skynfæri segja
honum. Það er einmitt
þetta, sem er að ske í dag.
Öll erum við heilluð og
slegin óttablandinni virð-
ingu af sannindum stað-
talnanna og daglega látin
vita um tilgangsleysi og
magnleysi einstaklingsins,
sé hann ekki fulltrúi eða
persónugervi einhverrar
fjöldahreyfingar eða hóps.
Gagnrýnilitlum almenn-
ingi virðist hins vegar, að
þeim mönnum, sem athygli
Frh. á 14. síðu.
armanna á þingi, Denis Hcalcy,
segir t. d. í grein í Arbeidcr-
biadet í Oslo, að raunverulcga
séu þetta sömu ráðsafanir, scm
framkvæmdar hafi verið í öll
þau fjögur skipti, sem vand-
ræðaástand hafi blasið við
brezku efnahagslífi á tíu ára
stjórnarferli íhaldsflokksins og
ástandið sé nú orðið þannig, að
meirihluti stuðningsmanna
stjórnarinnar trúi nú ekki leng
ur að þessar ráðstafanir gcti
veitt meira en tímabundnar
bætur á djúpstæðum, grund-
vallar veikleika í kerfinu.
Healey ber saman við hið
óháða blað The Times, uip, að
ráðstafanir Lloyds muni -hafa
þau áhrif að styrkja trú manna
erlendis á pundið. (Hann tcl-
ur það raunar eina tilganginn
með ráðstöfununum). Cg það-
hefur þegar komið í ]jós,,iví
að gengi pundsins hefur þegar
hækkað verulega á kauphöll-
um, erlendis, en báðir þessir
aðilar telja, að þar geti aðcins
verið um tímabundna þróun að
ræða, þ. . a. s. kapítalflótta írá
meginlandi Evrópu vegna ótt-
ans við stríð út af Berlín. Og
Healey gerir orð The Tirncs að
sínum, er það segir: „ . . . pcn-
ingar, sem koma svo lctt,
hverfa líka með léttu móti aft-
Framhald á 2. síEu.
NÚ HEFUR Macmillan, for-
sætisráðherra Breta, tilkynnt,
að stjórn hans muni leita eftir
upptöku í sameiginlega mark-
aðinn og þar með bundið enda
á allar vangaveltur um þetta
atriði. Þessi ákvörðun kemur í
kjölfar efnahagsráðstafananna,
sem Selwyn Lloyd, fjármála-
ráðherra, tilkynnti í neðri mál
stofunni í s. 1. viku.
Ráðstafanir þessar hafa sætt
mjög misjöfnum móttökum, en
þó mest slæmum. Stjórnarand-
staðan hefur að sjálfsögðu lítið
gott um þær að segja og stuðn
ingsmenn stjórnarinnar á þingi
hafa einnig gagnrýnt þær mlk-
ið. Athyglisverðara er þó, að
kaupsýslumenn í City i Lond-
on urðu fyrir vonbrigðum og
hissa á ráðstöfununum, og
verkalýðshreyfingin er bál-
vond og hneyksluð. Það kann
að virðast svo, að ráðstafanir,
sem komi við kaunin á svo
mörgum, hljóti að hafa nokkuð
til síns ágætis, en svo virðist
ekki vera. Yfirleitt eru menn
sammála um, að þetta sé sami
grautur í sömu skál, þó að
Lloyd hafi að þessu sinni tek-
izt að sneyða hjá ráðstöfunum,
er hafi truflandi áhrif á hina
víðtækarj efnahagspólitík
Breta.
Einn af talsmönnum jafnað-