Alþýðublaðið - 03.08.1961, Qupperneq 15
var ekki hægt að neita því
að mamma hans hafði dekr-
að við hann. Ég vissi ekki
'hve mikla vasapeninga hann
fékk, en það var ekki lítið.
Hann hafði meira að segja
ávísanareikning, en af því
öfundaði Robin 'hann álíka
mikið c-g af mótorhjólinu
hans. Frú Keltone hafði gef
ið honum mótorhjóiið þegar
hann varð sautján ára. Og
bíl átti hann að fá þegar
hann yrði átján ára.
Var hann montinn? Eitít-
ið. Han var rnjög aðlaðandi
og vinsæll. Góður í íþróttum,
fyrirliði fótboltaliðsins, en
ég verð að viðurkenna að
hann var ekki hár í eink-
unnum. Pví miður gegndi
sama máli með Robin og þar
sem hann vann ekki til neins
slyrks, var ekki útiit fyrir
annað en hann neyddist til
að fá sér vinnu þegar eftir
stúdentspróf.
Þá, var framtíð Peters önn
ur. Ég vissi að mamma hans
hafði ákveðið að hann færi
til Oxford og ly’ki námi þar
áður en han.n tæki við fast-
eignasölu föður gíns.
Ég vissi ekki hvort Peter
Var ánægður með að verða
fasteignasali. Þeir Robin virt
ust sætta sig við að
skemmta sér og Mta hverjum
degi nægja sína þjáningu.
Þó orð Phyllis hefðu róað
mig, hef ég víst ekki verið
allt of ánægjuleg á svipinn,
þvf hún sagði glaðlega:
„Vertu ekki svona heimsk
Jane. Ef þú ætlar að hatast
við hverja þá stúlku, sem
Peter daðrar við, færðu nóg
að gera alla ævi. Af hvað
mörgum stúlkum hefur hann
myndir í herberginu sínu?“
Ég varð að viðurkenna að
þær væru allmargar.
,,Þarna sérðu!“ hló Phyllis
eins og þetta væri eitthvað
gleðilegt. „En sú frekja að
stækka mynd af mér án þess
að biðja um leyfi! Ég geri ráð
fyrir að „greifynjan“ hafi
verið öskraindi! Það er ekki
að undra þó hún hafi litið
mig hornauga í gær. Ég vona
bara að Mike frétti þetta
ekki.“
„Hvernig ætti hann að
frétta það?“ spurði ég.
„Þú veizt hvernig fólk
lætur! Þér finnst það sjálf-
sagt einkannilegt að ég skuli
heldur vilja Mike en Peter,“
sagði Phylilis. „Ég veit að
Mike er ekki jafn fallegur
eða jafn spennandi, en það
er hægt að trysta honum. Og
það hefur meira að segja.“
„Já, það er víst,“ sagði ég
þannig að Phyllis skellihló.
„Hresstu upp hugann! Þú
ert traust og örugg sjálf!
Mundu eftir því að þú hefur
þekkt Peter Jengur en við hin
ar. Þess vegna lítur hann á
þig eins og sjálfsagðan hlut.“
„Heldurðu það virkilega?“
spurði ég áköf.
„Því ekki það? Þessi ást-
arævintýri ihans standa
stutt Það 'hefur aldrei komið
til mála að hann vildi trú-
lcfa sig og það gæti hann
iheldur ekki nema mamma
hans samþykkti það. Þú
skalt ekki verða 'hrædd fyrr
en hann trúlofast annarri og
það held ég að hann geri
ekki,“ bætti hún við þegar
hún sá skelfingarsvipin-n,
sem kom á mig. „Ekki á með
an þú ert laus og liðug þó
það væri gott á hann að ein
'hver annar tæki þig með
trompi.“
Þetta var svo forkostuleg
hugmynd, að ég sagði Phyllis
að hún ofmæti á'hrif þau, sem
ég hefði á Peter. Því svaraði
hún þannig:
„Yeiztu hvað gengur að
þér?“
Ég hristi 'höfuðið.
„Þú ert með minnimáttar
kennd gagnvart honum. Þú
hagar þér eins og hann væri
að gera þér greiða í hvert
sinn sem hann brosir til þín
þegar það ætti að vera gagn
stætt. Þú er mun elskulegri
MELODY
CHASE
manneskja en hann P^ter.
Þú átt að vera kuldalegri við
han,n.“
„Vertu ekki svona hlægi-
leg,“ mótmæli ég og brosti
við þá tilhugsun að ég .ætti
að vera kuldaleg við Peter.
„Ég meina það. Eftir fjög
ur til fimm ár þegar Peter
er búinn að fá leið á að daðra
við þessar og hinar stúlkur
skilur hann að þú ert sú eina
sem hann elskar. Greifynjan
verður hrifin og þið giftist
og verðið hami,ngjusöm!“
Ég efast um að Phyllis
hafi sjálf trúað þessu, en mér
l'étti við að heyra það. Það
var ekki fyrr en seinna, sem
ég skildi í hve leiðinlegu
Ijósi þessi orð hennar sýndu
mig. ú
Ég var þessi venjulega,
leiðinlega, trausta, feitlagna
og lítt apennandi stúlka, sem
alltaf heið eftir laglega unga
manninum meðan hann lék
sér við óteljandi litlar sætar
vinkonur sínar. Nei, það var
ekki skemmtilegt hlutverk.
En var það rétt hjá Phytlis
að framkoma mín gagnvart
Peter væri röng? Átti ég að
hætta að vera fótþurrka fyrir
hann? En áður en ég gat
hugsað áætlun mína hvað þá
að ég gæti framkvæmt hana
breyttist allt.
Petloe aðmíráll fékk heila
iblóðfall.
4.
Það er víst kominn tími til
að ég skýri frá því að Pet-
loe aðmíráll hafði verið ná-
gra,nni Ketlone fjölskyldunn
ar mun lengur en við og að
hann var einn af fáum fbú-
um götunnar, sem móðir Pet
ers amaðist ekki við.
Ég minni/t- aðmíriálsins frá
þvi að ég var smátelpa. Hann
hafði þann góða sið að ganga
með konfekt og súkkulaði
upp á vasan'n og hann úthlut
aði því meðal okkar barn-
anna þegar hann fór í sína
daglegu gönguferð með hund
inn Duncan.
Ég minnist þess líika þegar
ég var tíu ára og kom með
blóm á leiði Duncans, sem þá
var látinn úr elli. Aðmíráll-
inn var svo snortinn yfir þess
ari hugsunarsemi mi,nni og
tiárin runnu niður kinnar
'hans cg eftir það var ég
einkavinkona hans.
Aðmírállinn hafði verið
ekkill í mörg ár 0g nú var
'húsið auglýst til sölu og við
hin í götunni ræddum ákaft
um tilvonandi nágranna okk
ar.
„Senilega verða það ein-
hverjir ,„nýríkir“,“ heyrði ég
frú Keltone segja fyrirlillega
við mömmu. „Það eiga eng-
ir peninga nú til dags nema
fólk, sem ekki er hægt að um
gangast! Ég á svei mér von
á góðu . . .“
„Leyfðu þeim að flytja
» » » » *
Nýtt - Nýtt
Ávallt eitthvað nýtt í blómum. „Lóra“, stóri páfa- ‘
gaukurinn, býður yður velkomin í gróðurhúsið,
PAUL V. MICHELSEN, Hveragerði.
BERLIN
Framhald af 13. síðu.
fyrir sambandi ’Vestur-Ber-
línar við Vestur-Þýzkaland.
Ef Au.-Þjóðverjar svíkja
sinn hluta samnings, þá
hætta Vestur-Þjóðverjar
verzlunarviðskiptum við þá.
Það snertir Bonn ekki að
ráði, enda þótt ýmsir iðju-
höldar mundu vafalítið kvarta
en væri mjög slæmt fyrir Au.
Þýzkaland og verða til enn
frekara tjóns fyrir alþýðu
þar, sem nú þegar er illa á
vegi stödd. En hætti 'Vestur-
Þýzkaland viðskiptunum, þá
getur Au.-Þýzkaland truflað
samgöngur til Berlínar. Hve
langt er hægt að ganga?
í V-Berlín er það útbreidd
skoðun, að Vesturveldin geti
vart gefið nokkuð eftir í Ber
lín, án þess að það þýði ósig-
ur. Þeir telja eftirfarandi at-
riði grundvallarskilyrði: að
'Vesturveldin verði áfram í
Berlín, — að Berlín verði á-
fram efnahagslega bundin V-
Þýzkalandi (án þess væri hún
dauðadæmd), — að Berlín
verði á gjaldeyrissvæði Vest
ur-Þýzkalands, — að ekki
verði dregið úr lýðræðisleg-
um rétli íbúanna þar.
Eins og málum er nú hátl-
að, mundu samkomulagsum-
leitanir austurs og vesturs um
Berlín ekki leiða til neins,
þar eð hvorugur aðilinn get-
ur gefið neitt eftir. Ef KrúslJ
jov verður þetta ljóst, er þá
mögulegt að hann tengi Ber-
línarmálið við önnur óútkljáð
alriði? Til dæmis viðurkenn
ingu á Oder-Neisse landamær
unum, sem mætt gæti status
quo í Berlín? Þetta er vel
hugsanlegt, og það líka hugs-
anlegt að hann telji sig geta
fengið það, sem hann vill og
Berlínardeilan verði í haust
hættulegri, en menn á 'Vestur
löndum almennt gera sér
ljóst.
Aðeins maður með vanþroska
tilfinníngalíf og frumstæða
siðfágun lætur ásthneigð sína
í Ijós, jafnskjótt og hún bærir
á sér. Dulvituð sjálfsvarnar-
hvöt hamlar geðheílum
manni að leyfa framandi sjón
um að skyggnast of snemma
og of djúpt inn í tilfinningia-
líf hans. H'in eftir.væntingar-
fulla prófun, sem maður og
kona gera á gagnkvæmri vak
andi ásthneigð, þarf að hafa
yfir sér örugga leynd, svo að 1
tilfinn'ingarnar þróist ótrufl- {
aðar. Þctta þekkja allir, sem
muna og skilja unga ást. Þá
er að vísu notuð gríma, en þó
eingöngu í varnarskyni.,
Und'ir fæstum kringnmstæð
um þykir mönnum viðeigandi
að láta geðshræringar sínar í
ljós, um leið og þær vakna og
Ie'ita framrásar. Við temjum
okkur stillingu, bíðum hent-
ugs tækifæris, leitum hæfi-
Iegs forms og leyfum þá fyrst,
er þetta allt er fund'ið, tilfifln
ingum okkar að brjótast
fram. Stjórnlaust bráðlyndi
þykir hins vegar alltaf dálítið
broslegt. Einriig er ýmis
kímni og glettni dulbúin tján
ing þess, sem menn vilja ekk'i
segja beinlínis og afdráttar-
laust. Við berum grímuna því
miklu víðar en á markaðs-
torg'i hræsninnar.
Húseigendur
Nýir Og gamíir miðstöðv
arkatlar á tækifærisverði.
Smíðum svalar og stiga
handrið. Viðgerðir og upp
setning á olíukynditækjum,
heimilistækjum og margs
konar vélaviðgerðir. Ýmiss
konar nýsmíði.
Látið fagmenn annast verk
ið.
Vélsmiðjan SIRKILL.
Hringbraut 121 í húsi Vikur-
félagsins, áður Flókagötu 6.
Símar 24912 og 34449.
inn, Hilda, áður en þú kvart
ar,“ sagði mamma glaðlega.
Það var furðulegt að móðir
Peters þoldi allt sem mamma
sagði viö hana.
„Sjáðu bara hvers konar
fólk hefur flutt hingað síð-
ustu árin,“ sagði frú Ketlone
fyrirlitlega. „Þessi hryllilegi
veðmangari með fullt hús af
prjáluðum börnum og kon-
an hans! Ef þau þá eru gift
U
Þetta var gamla þulan og
hvcrug okkar mömmu nennti
að hlusta á hana, en þegar
Hilda Ketlone var farili,
sagði mamma að það væri
leitt hve gagnrýnin hún væri
á fólk.
» » » » 4
Alþýðublaðið — 3. ágúst 1961 Jjj