Alþýðublaðið - 23.08.1961, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 23.08.1961, Blaðsíða 4
ÞÁ ER HINNI merku efna- Iiagsráðstefnu í Punt del Este í Uruguay lokið með ágætum Srangri. Öll þátttökuríkin úndirrituðu framfarasáttmál- énn, að Kúpu einni undantek- inni. Helztu atriði sáttmálans Jeru þau, að Bandaríkjjamenn skuldbinda sig til að útvega 20 milljarða dollara á næstu -tíu árum til þess að gera ríkj- unum í Mið- og Suður Ameríku kleift að losa sig frá hinu staðnaða efnahagskerfi, er þau -hafa búið við, og hjálpa þeim áleiðis til betra íífs fyrir þjóð- irnar allar. Það skal að sjálf- .sögðu tekið fram, að undirrit- un sáttmálans er aðeins byrj- unin og ómöguleg er að segja fyrir um framhaldið. En allt um það er þetta góð byrjun -og að ýmsu leyti stórsögulegri •«n ýmislegt annað, sem meira hefur verið um talað í blöðum undanfarið Þetta er raunveru- Jega mesta viðurkenning kapí- Áalismans á því, að honum toeri, að bæta lífsskilyrði fá- ^MMMWMMMWWWWmw Myndirnar: * FJÖGURRA dálka mynd'in hér neðra er frá ráðstefnu Ameríkuríkj- anna. Douglas Dillon, fjár- málaráðherr,a Bandaríkj- ánna, gefur starfsbróður sínum frá Kúbu, „Ché“ Guevara, hornauga. — Á mill'i þeirra sitja fulltrúar MonteVideo. Á hinni mynd inn'i sést Dillon undirrita fr.amfarasáttmálann. tæklinga, ef hann á ekki að eiga á hættu, að missa obbann af fólki í vanþróuðum löndum yfir til kommúnista. Þarna er verið að færa kalda stríðið yf- ir á efnahagssviðið, þar sem það er sannarlega betur komið. Fjármagnið, sem veita á til þessa heimshluta á að koma frá Bandaríkjunum, ýmsum Evr- ópuríkjum, Japan og alþjóð- legum lánastofnunum. Það verð, sem greitt er fyrir aðstoð þessa, er klásúla í sáttmálan- um, þar sem tekið er fram, að einkaframtak skuli styrkt. — Hins vegar er það almennt við- urkennt í Washington, að þessi stefna Kennedys byggist að verulegu leyti á eftirliti ríkis- stjórna og þátttöku þeirra í uppbyggingunni, svo að allir ættu að geta verið ánsegðir. Annars miðast áætlunin fyrst og fremst við „sjálfs- björg“ og eru þetta helztu atr- iði hennar: Lýðræðislegar stofnanir skulu styrktar og bættar með sjálfsákvörðun, hraða skal efnahagslegum og félagslegum framförum til að hækka meðaltekjur, bæta skal húsnæði, umbætur skulu gerð ar í landbúnaði og unnið mark visst að aukinni menntun, bæta skal þær stofnanir, er fást við heilsufar og heilbrigði, vinnu- laun skulu verða heiðarleg svo og vinnuskilyrði, skattalög skulu endurbætt og tekin upp iheilbrigð stefna í fjármálum ríkjanna, verðlag neyzluvarn- ings skal styrkt og hraðað skal þróun í átt til aukinnar sam- stöðu ríkja latnesku Ameríku Kennedy Bandaríkjaforseti hefur sagt um þessa áætlun sína: „Við höfum ekki áhuga á að leggja fram fé nema við finn um, að það komi lífi þjóðar- innar að notum“. Má segja, að þetta sé hornsteinn áætlunar- innar. Hvort hún tekst eða ekki, er undir því komið að hve miklu leyti viðkomandi ríki eru fús til að fara eftir henni og því, að hve miklu leyti Bandaríkjamenn eru reiðubúnir til að ganga eftir, •að öllum atriðum sáttmálans sé framfylgt. Á ráðstefnunni reyndu Bandaríkjamenn að fá fram- gengt hugmynd að því að setja á laggirnar nefnd, er skyldi fara yfir og grandskoða þróunar-áætlanir hinna ýmsu ríkja. Smáríkin, eins og t. d. Uruguay, tóku þessari hug- mynd vel, en stærri ríkin, að- allega Argentína, lögðust mjög á móti henni, aðallega vegna þess, að þeim þótti með henni •höggvið nálægt sjálfstæði sínu. Niðurstaðan varð sú, að ráð- gjafarnefnd var sett á laggirn- ar, og geta ríkin lagt áætlanir sínar fyrr hana, ef þau vilja. Hins vegar mun aðalábyrgðin á framkvæmd áætlunarinnar hvíla á Sam-ameríska fram- kvæmdabankanum (Inter-Ame rican Development Bank). Féll ust Bandaríkjamenn á, að þetta mundi næg trygging fyrir fram kvæmd áætlunarinnar, en af- staða stærri ríkjanna kann að benda til þess, að erfitt geti reynzt að tryggja, að aðstoðin verði notuð, eins og ætlunin er, án þess að eiga á hættu að særa þjóðarstolt. Hætt er við, að þessir erf- iðleikar eigi eftir að loða við áætlunina. Það er hins vegar Ijóst, að sú stefna núverandi Bandaríkjastjórnar að heijnta ekki pólitískan stuðning í skipt um fyrir efnahagsaðstoð (sam- anber viðhorfið til Quadros) gerir málið auðveldara við- fangs. Það má hins vegar segja, að erfitt sé að leyfa hvaða þjóð skipulag sem er innan slíkra samtaka, því að þjóðskipulag og efnahagskérfi er erfitt að aðskilja hvort frá öðru. T. d. má benda á, að Kúbumenn undirrituðu ekki sáttmálann, þar eð í honum eru sett fram almenn, lýðræðisleg megin- markmið Og þegar tillit er tek ið til hinna tíðu byltinga í; þessum ríkjum og einræðisherr ; anna, sem fer raunar stöðugt 1 fækkandi sem betur fer, þá vaknar líka sú spurning >hve stranglega hinni lýðræðislegu yfirlýsingu verður framfylgt gagnvart þeim. Ráðstefnan í Punta del Este var góð byrjun. Vonandi bera Ameríkuríkin gæfu til að fylgja henni eftir með alhliða uppbyggingu, því að á fáum stöðum í heimi hafa jafnmikil auðæfi verið látin liggja ónotuð eða aðeins nýtt til hagsbóta fyr ir hina fáu ríku. Kaupfélags- stjóraskipti á Siglufirði Siglufirð'i, 21. ágúst. KAUPFÉLAG Siglfirðinga hélt skemmtikvöld, í gær kvöldi, sem var jafnframt kve ðjusanísæti fyrir Bjöm Stefánsson, kaupfélagsstjóra og frú. Til skemmtunar var m. a. að frú Snæbjörg Snæbjarnardótt ir söng við undirleik Magnús ar Bl. Jóhannssonar. Páll H. Jónsson, erindreki Sambands iíslenzkra samvinnufélaga, flutti erindi. Á eftir kvöddu ýmsir kaupfélagsmenn hjónin_ óg þökkuðu Birni framúrskar andi vel unnið starf s. 1. 7 ár. Björn flytur nú héðan og tek ur v'ð kaupfélagsstjórastarfi að Egilsstöðum. Nýr kaupfé lagsstjóri hefur verið ráðinn hér, en það er ungur Siglfirð ingur, Skarphéðinn Guðmunds son að nafni. Hófið fór vel j fram og var h':ð ánægjulegasta J. M. A 23. ágúst 1961 — Alþýðublaðið . • .... - ,'i' ■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.