Alþýðublaðið - 29.10.1961, Síða 12

Alþýðublaðið - 29.10.1961, Síða 12
Vakir þú bróðir? Framhald af 2. síffu Landssambandið gegn á- feng/sbölinu var stofnað fyr- ir nokkrum árum. Nafnið segir ótvírætt til um tilgang þess. Það er myndað af 26 landsfélögum eða félagasam böndum. Meðal þeirra eru, svo að einhver séu nefnd: I- þróttasamband íslands, Ung- mennafélag Islands, Banda- lag íslenzkra skáta, Alþýðu- samband Islands, Samband islenzkra barnakennara, Landssamband framhalds- skólakennara og Góðtempl- arareglan. Ekki verða allar þær fé- lagsdeildir, sem þessa sam- takaheild mynda, kallaðar bindindisfélög. Því síður verða allir einstaklngar inn- an þeirra sagðir bindindis- samir. En allt um það hafa þó ráða menn hinna einstöku félags- heilda (sambandsstjórnir og fulltrúar á landsfundum eða þingum) látið samtök sín skipa sér í fylkingu, sem hef ur að stefnuskrá að minnka þá skaðsemi, sem áfengis- nautnin veldur íslenzku þjóð inni. Skoðanir eru eðlilega nokkuð skiptar um það, hvernig bezt verði unnið að þeirri stefnuskrá. III. Það er að sjálfsögðu ekki lítils vert í þessu tilliti að tak marka sölu og veitingar á- fengis sem mest. Það er einnig mjög mikils virði, að eft'rlit með framkvæmd á- fengislöggjafarinnar sé ræki- legt og stórfelld lögbrot ekki lát5n eiga sér stað svo að segja á allra vitorði. En vandinn af þessu tvennu hlýtur aðallega að hvíla á herðum fárra manna. Og þeir geta ekki unnið það verk svo að í lagi sé nema beinn og ó- beinr stuðningur almennings komi til, Sá stuðningur getur vita- skuld verið með mörgu móti og komið fram á ýmsan veg. En eitt mun þó reynast miklu þýðingarmest: Sköpun og v*ð hald þess hugsunarháttar, sem einn er öruggur grund- völiur undir bind«nd/sSemi. Það er vitað mál, að fram- koma manna og viðhorf til málefna fer eftir hugsunar- hætti þeirra. Hugsunarhátt- ur manna fer svo eftir mörgu, greind þeirra og geðslagi þekkingu og þjálf- un og margvíslegum áhrifum umhverfis og aðbúnaðar. Varla verður um það efast, að skynsamleg umhugsun og rólegt mat á áfengismálunum leiðir mern til þeirrar niður- slöðu, að bæði einstaklingar og þjóðarheildin eru því bet- ur farin sem áfengisneyzla er minni og bindindissemi al- mernari. Rökrétt afleiðing af þess- ari niðurstöðu hlýtur að vera aukin vilji til þess að draga úr áfengisneyzlu og efla skiln;ng á bindindissemi. Þetta 'má gera með orðum, þegar þessi mál ber á góma. illlllllllllllllllllllIlllllllllililllllIllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllMlllllllllllillllllinillllillllIIIIIIMIlMIMlli'llllllllllllllliilfflmiiriiliiniiiiiiiniiiiiniiiiiiiíiiiiiiMiiiiiiiMiiniiiiiiiiiniiimii lllllilllllilll Skrambi ertu klár! Snúa sér við! — Og svo snúum við oggur be nt að efniru og kýlum á! íiiiiiiiiiniiiiiiuiiiiiiiiiniiiiiiiititiiiiiiiiiHiiiiiifiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiijiL'iiiifiiiiHiiiHiiiíiiiinniiiiiiiniiiiiiiitiniiiiiiiiiiiisoi^niiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiifsiiiiiiiiiiiini En einkum má þó gera það með því fordæmi að vera sjálfur bindindismaður á á- fengi. Hér eins og víðar eru heild aráhrifin algerlega komin undir aðgerðum einstakling- anna hvers og eins. IV. Innan þeirra félagssam- taka, sem aðild eiga að Lands sambandinu gegn áfengisböl- inu, er mikill meirihluti allra landsmanna, sem komn ir eru til vits og ára. Það er því augljóst, að þau heildar- samtök gætu geysimiklu á- orkað í bindindismálum, ef félagsmenn legðust á eitt í alvöru jafnvel þótt ekki væri nema allur þorri þeirra. Það er vitað, að í þessum hópi eru margir áhugasamir og athafnasamir bindindis- menn. Þar eru enn fleiri, sem eru í raun réttri hliðhollir bindindi og telja það til kosta, en sýna þó ekki þá afstöðu í 12 29- okt- 1961 — Alþýðublaðk'ð í »U.* K’ISf verki á þann eina hátt, sem gildir: með því að neyta hvorki áfengis sjálfur né veita það öðrum. Til þessara manna sný ég einþum máli mínu í dag: ekki böl einstaklinga og tjóii’ þjóðarinnar af áfengis- neýzlu of mikið? Er til öruggara ráð til þess að Öfaga úr skaðsemi áfeng- isnéýzlunnar en það, að sem flestir einstaklingar þjóðar- m innar séu ákveðnir bindindis menn í orði og verki? Teljir þú þetta öruggasta ráðið til þess að draga úr á- fengisbölinu, knýr sú spurn ing á dyr hjá þér, góður drengur, karl eða kona, ung- ur eða gamall; Hvers vegna stendur þú hjá? Hvað dvelur þig að sýna hreina afstöðu í verki? Sefur þú, þegar nauðsyn þjóðar þinnar heimtar ,að þú vakir? Ólafur f». Kristjánsson. iisai , . J

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.