Alþýðublaðið - 02.12.1961, Side 7

Alþýðublaðið - 02.12.1961, Side 7
að Iosa aftan úr trollinu á dekkinu, þá er skipiftu snú ið og sett í „kaststöðu“, og venjulega ef kastað er til baka á saraa togið, þá er varpan yfirleitt komm í botninn á sama stað og dýpi og híft var upp á. Þetta er ekki hægt að gera á síðu- togara nema með ærinni fyrirhöfn og tímaeyðslu. Með því að toga með vír- ana í tveim topprúllum beint aftur undan skipinu, hverfur allt slit og allur sá viðhaldskostnaður, sem er á síðutogurunum, og skuttog- arinn liggur betur og verð- ur stöðugri við drátt, dekk pollar hverfa alveg, og við það verður dráttarvíraslit miklu minna. Hægt er að kasta óklárri vörpu úr skut- togara. Innbyrðing afla og veiðar færa gengur mun fljótar fyrir sig á skuttogara. Það tekur sama tíma að inn- byrða mikinn eða lítinn afla, því hann er innbyrtur í heilu lagi, allt upp í 20 tonn, og það tekur aðeins nokkrar sekúndur að hífa hann upp í skutrennuna og inn á dekk. Hann er sprikl- andi og óskemmdur, þegar honum er hleypt úr pokan- um og niður á neðri dekk, þar sem hann er unninn. Á síðutogurunum er sag an önnur, sérstaklega ef um eitthvað magn af fiski er að ræða. Þar er þjappað niður í pokann með svokall aðri snörlu, þar til hann er fullur. Þá er pokinn dreg- inn fram með síðu skipsins, upp og innfyrir borðstokk- inn, en þar er leyst frá hon um. AHur þessi þvælingur á fiskinum til og frá í troll inu, er eyðilegging á hrá- efninu frá fyrstu hendi. — Fiskur úr fyrstu tveim pokunum lítur vel út, en síðan fer hann stórversn- andi, kemur inn stein- dauður og blóðhlaupinn, sérstaklega úr stórum „holl um“. Á brezkum skuttogur- um er svo kallað tveggja poka fyrirkomulag, sem skapar minni þrýsting á aflann í pokanum — og komi gat á annan pok- inn í drætti, þá heldur hinn þeim afla, sem í hann er kominn og meiru til. Þá er komið að einum stærsta kosti skuttogarans fram yfir 4íðittogarann, en hann er sá, að hægt er að vinna aflann undir dekki, og er það mjög þýð- ingarmikið. sérstaklega á v.etrum í frostum og mis- jöfnum veðrum. Það vinnst betur úr hráefninu, afköst ÞEIM fjölgar sífelt stóru og miklu skuttogurunum á Norður-Atlantshafinu. — Þeir hafa verið litnir horn- auga af flestum, sem út- gerð stunda, en þeir, sem eiga þá, - hafa ekki nógu stór orð til að lýsa ágæti þeirra. Menn rífast ura kosti þeirra og gaila, og við hér heima á Islandi höfum ekki farið varhluta af þeim deilum. Sitt sýnist hverj- um eins og eðlilegt er, — enda er þarna um að ræða gerbyltingu í togaraút- gerð, sem við íslendingar verðum fyrr eða seinna að taka afstöðu til. Loftur Júlíusson heitir maður, sem verið hefur skipstjérii á einum hinna þriggja verksmiðjuíogara Breta um nokkurt skeið, en þeir eru allir skuttogar- ar. Hann er staddur hér á landi um þessar mundir, og Alþýðublaðið notaði tæki- færið og ræddi við hann i þeim tilgangi að gefa les- endum sínum kost á að kynnast áliti manns, sem þekkir betur en nokkur íslendingur þessi miklu skip. Loftur sagði þegar í upp hafi ' viðfals okkar við hann, að skuttogararnir væru framtíðin, og hefðu þeir þegar sýnt og sann- að yfirburði sína yfir síðu- togurunum, eins og liann kallar þá. Máli sínu til sönnunar sagði hann, að fleiri og fleiri þjóðir væru nú að byggja þessa togara. Þjóðverjar t. d. byggja nú nær eingöngu skuttogara. Þeir togarasjómenn, sem kom,ið hafa af sfðutogur- um vfir á skuttogara, — og kynnst liafa kostum þeirra og yfirburðum, vilja ekki skipta aftur. Til þessa eru vinnuskilyrði og allur að- búnaður á skuttogurum of góð. * „Ef við eigum ekki að dragast aftur úr öðrum fiskveiðiþjóðum, eins og við erum reyndar þegar farin að gera, verðum við að gera eitthvað róttækt í útgerðarmálum okkar,“ sagði Loftur. „Gömlu togar ana okkar er ekki hægt að losna við nema í brotajárn. Það er kannski hægt að breyta einhverjum þeirra í ■flutningaskip, en við verð- um að eignast togara, sera geta sóttá fjarlæg mið allt árið um (kring, ;og jtkki þurfa að sigla til lands með lítinn sem engan afla af ótta við að hráefnið skemmist,“ hélt hann á- fram. Hann sagði, að ný að ferð við geymslu á fiski um borð í fiskiskipum væri nú farin að ryðja sér til rúms. Er það svokölluð heilfryst- *ng, en þá er fiskurinn tekinn strax og hann hefur verið veiddur, og hann djúpfrystur. Þannig er hægt að geyma hann lengi, en er hann hefur verið þíddur með sérstökum vélum, eru gæði hans þau sömu, og þegar hann kemur upp úr sjónum. Þessi aðferð getur verið ein byltingin enn, og getur haft ófyrirsjáanlegar af- leiðingar fyrir alla útgerð. Það skiptir þá ekki Iengur máli hve lengi togararnir igggiasaiiisisimMiMiaw .... Á myndinnj sést skutrenna og brú, þaðan, sem fylgzt er með botnvörpunni, þeg- ar hún cr dregin inn. eru á veiðum, heldur að- eins að þeir fylli sig. Þá verður það aðalatriðið að sækja á beztu fiskimiðin, og geta það allt árið um kring, hversu langt sem þau eru í burtu. Þá þarf stór og góð skip til að geta boðið veðrunum byrgin. Loftur sagði, að ef þessi aðferð yrði notuð, gerði það hina stóru skuttogara enn mikil vægari fyrir hverja þjóð. Loftur kom nú að þeim atriðum, sem við komu yfir burðum skuttogara yfir síðu togara, og þá auðvitað fyrst að þeim atriðum, sem skip- stjóranum koma við. Hann sagði að mun auðveldara væri að stjórna skuttogara en síðutogara, sérstaklega vegna þess, að hægt er að beygja þeim á bæði borð, — hvorf heldur er við upphíf- ingu eða köst. Meðan verið er að innbyrða veiðarfæri og afla, er skipinu haldið á hægri ferð áfram allan tímann, og meðan verið er Viðtal við Loft Jillíusson verða meiri. Aðstaða og ör- yggi verður meira og betra, og þeir, sem vinna að afl- anum losna algjörlega við ágjafir vosbúð og kulda, sem fylgir síðutogurunum. Slysahættan verður mikið minni ©g meira skjól er við að taka vörpu inn á skuttog- ara. Þeir taka lítinn sem engan sjó inn á dekkið með an varpan er innbyrt og öll vinna að því Iútandi er mun auðveldari, þar sem allt er dregið inn á dekk með vél- arkrafti. Þar af leiðandi þarf ekki fleiri en 12 háseta í allt á skuttogara og það á stærstu verksmiðjutogar ana, sem eru allt upp í 2800 tonn. Hvað veiðarfærum við- víkur, þá nota skuttogarar ekki rópatóg, stertatóg eða pokagjarðir, sem er tölu- verður spamaður, og léttir einnig botnvörpurnar. Með þessari upptalningu, sagðist Loftur hafa dregið fram helztu kosti skuttog- araitna, sem þeir hafa frani yfir síðutogarana, sem hann telur að smá hverfi í ná- inni framtíð. Skip það, sem Loftur stjórnar, nefnist „Fairtry“. en það er eirtn af þrein skut togunun Breta. Það stund- Framhald á 11. síðu. Alþýðublaðið — 2. des. 1961

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.