Alþýðublaðið - 24.12.1961, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.12.1961, Blaðsíða 3
350 ÍSLENZKER FARMENN Svona á það eiginlega að vera IIÉR er jólasnjórinn — sem týndist. Við tókum myndina þegar hann snjó aði á dögunum liér syðra; þótti óvarlegt að treysta því, að við hefð- um efni í snjómynd á jól unum. Veðurstofan bjóst heldur ekki við snjó í gær; dag. Hún spáði hægviðri á aðfangadag, þokulofti við Reykjavík, hita um frost- mark. Áfangi kominn Framhald af 16. síðu. Dísarfell fór 21. þ. m. áleið- is til Gdynia, og verður því í hafi á jóladag. Litlafell verður í Reykja- vík. Helgafell verður í Reykja vík. Hamrafell fór frá Balumi í gær, og verður því í hafi um jólin. Jöklar hf. eiga þrjú skip, og verða þau sem hér segir: Drangjökull, hið nýja skip 1 félagsins verður í Reykjavík. Vatnajökull verður á leið frá Englandi til íslands. Langjökull verður á heim- leið frá Ventspils. Laxá, sem er eign Hafskip hf. kemur til Reykjavíkur. 2. jóladag. Öll skip Skipaútgerðar rík- isins verða í Reykjavík. Út ÁFANGI, tímarit Sambands ungra jafnaðarmanna um þjóð- félags- og menningarmál, er fyr ir nokkru komið út á ný. Er það annað hefti. Af efni liins nýja heftis má nefna eftirfarandi; — Hugleiðingar um nýja vinnu- málalöggjöf, viðtal við Jón Þor- steinsson alþing'smann, Kenn- araskorturinn og réttindi Kenn- araskólans eftir Ágúst Sigurðs- son, Bogesen í verkfalli, smásaga eft r Gísla Ástþórsson ritstjóra, Listkynning, Sigríður Soffía Sandholt, Hið gamla verður að víkja fyrir því nýjá, viðtal við Freystein Gunnarsson og Mað- urinn er gullið, eft'r dr. Erick Fromm. Ritstjórar eru Högni Egilsson og Sigurður Guðmunds son. Setberg prentaði. Brúgge (UPI) NOKKRIR belgískir úlgerð- armenn eru nú að undirbúa „fiskistríð“ við Breta. Ætlun þeirra er að fá Breta til að við urkenna 300 ára gamalt leyfi til veiðiréttinda innan brezku landhelginnar. Kröfu sína til veiða innan landhelginnar byggja hinir belgísku útgerðarmenn á kon unglegu leyfi Karls II Breta- konungs, sem hann veitti þeim árig 1666. Leyfið var veitt um óákveðinn tíma til veiða innan brezkrar land- helgi fyrir 50 fiskibáta frá Brúgge í Belgíu. Um miðja síðustu öld féll þessi samningur í gleymslu, en síðastliðið ár grófu útgerð armenn í Brúgge hann upp aftur. Síðan hafa þeir leitast við að fá staðfestingu frá brezkum yfirvöldum um að þessi gömlu forréttindi Brúg- ge séu enn I gildi, en ekki tek izt að fá neitt svar hvorki neitandi né játandi. Útgerðarmennirnir hafa því ákveðið að taka til sinna ráða til að fá staðfestingu á hinum fornu réttindum, þannig að brezk:r dómstólar verði neyddir til að taka afstöðu til málsins. í hinu forna leyfi segir, að all:r eftirmenn Karls II skuli viðurkenna leyfið, sem væri það lög. Fiskibátun um frá Brúgge er aðeins gert i eitt að skilyrði, að: þeir verða I að fá eins konar j.hegðunar- j vottorð“ frá yfirvöldum | Brúgge. . | Nú hefur verið stungið upp á því í borgarráði Brúgge, að j bátur búinn slíku vottorði verði sendur inn í brezka land helgi til veiða. Gert er ráð fyrir því að brezk herskip stöðvi skipið við veiðarnar, það verði sektað, afli og veið- arfæri gerð upptæk eins og venja er til við landhelgis brot. Þeim dómi yrði áfrýjað, og þá fengist tækifæri til að fá staðfestingu á hinum fornu réttindum Brúgge til veiða innan brezkrar landhelgi. Sögu þessara réttinda má rekja til þess, er Karl II var árin 1656 til 1658 landflótta og dvaldi þá í Brúgge. Veitti hann fiskimönnum Brúgge þessi réttindi í þakklætis- skyni fyrir gestrisni og vin- semd borgarbúa í sinn garð meðan hann dvaldi þar. Um langt skeið á eftir voru þessi réttindi töluvert notuð af Framhald á 15. síðu. MEST GEISLUN Framh. af I. síðu arj en Þjóðverjar og fóru for- stöðumen tilraunakjarnorku- stöðvarinnar í Karlsruhe þess því á leit við félag Norðurlanda stúdenta að fleiri norrænir stúd- entar kæmu til mælinga. Reynd- ust Norðurlandastúdentarn'r all ir innihalda meira Caesium137 (geislavirkt efni) en Þjóð- verjar almennt. Meðaltal þeirra hefur reynzt 50 pico Cur'e/kg. af Cs137 en annar íslenzki verk- fræðistúdentinn reyndist hafa 557 og Norðmennirnir allt upp í 492. Hinn íslendingurinn hafði 1176. En 557 pc/kg. Cs137 mun þó ekki vera nema 1/1000 af því | sem skaðlegt er. j Nokkru eftir að þetta gerðist fóru enn 7 aðrir íslendingar til mælinga. Reynd st þá einn þeirra hafa 450 og kona hans 350, sem er það hæsta, er mælzt hefur í konu. Alþýðublaðið spurðist fyrjr um það í Eðlisfræðistofnun há- skólans í gær, hvort geislavirkni í fólk hefði verið mæld hér. En því var svarað að engar slíkar mæhngar hefðu farið fram. Um togarana er erfitt að segja og ekki mögulegt að fá nákvæmar upplýsingar um þá, en nokkur hluti þeirra mun verða úti um jólin. Helmingur af varðskipa- flotanum verður úti um jólin, en sá helmingur verður svo aftur inni um nýárið. Framhald af 1. síðu. og var Jón Guðmundsson frá Keflavik hæstur með 644 tunn ur. Til Sandgerðis kom einn bát ur meg aðeins 15 tunnur, en í fyrradag komu þrír bátar til Sandgerðis. — Allir Akranes- bátar voru komnir inn í gær morgun, en engar heildartölur lágu fyrir. Á Akranesi var ver ið að skipa mjöli í útlent skip í gær. MWWWWWWWWWMj Alþýðublaðið — 24. des. 1961 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.