Alþýðublaðið - 24.12.1961, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.12.1961, Blaðsíða 3
 att ' ý:; 1 S. . m 11 i \ l;-fí i i 1 -.V11 Næst fréttunum tel ég alls konar fræðslu. Hún er af ýmsu tajgi, en mundi í fyrstu verða að verulegu leyti erindi með sýningum. Hugsið ykkur tvo eða þrjá jarðfræðinga, ný- komna frá Öskju, með kv-k- myndabút og sýnishorn af hrauni, teikningar, kort og ljósmyndir af gígunum og gosinu. Hugsið ykkur erinda- flokk útvarpsins um fuglalífið í landinu. Væri ekk; gott að hafa uppstoppaða fugla til að útskýra, síðan myndir eða jafn vel kvikmyndir með erindun- um? Hugsið ykkur erindi um fjarlægð iönd og þjóðir. Fyr.r- lesari hefði skuggamvnd r og jafnvel kvikmyndir til skýrjng ar. Hvernig verður að sjá hand ritin í sjónvarp; eitt og eitt, og fá lærða menn til að ræða um þau? Þannig mætti lengi telja. Samtalsþættir njóta sín mjög vel í sjónvarpi, og er ó- líkt að sjá þá, sem rífast eða ræða saman heldur en að heyra aðeins til þeirra. Það mætti hafa samtalsþætti um bækur, og hafa slíkir þættir igefizt vel erlendis. Við þetta bætist sá hafsjór af fræðslukvikmyndum, sem til er. Má klippa þær til eftir v lja og þörfum okkar, og fá góða menn tii að tala með þeim. Danska sjónvarpið sýndi ný- lega stórfróðlega kvikmynd af því hvernig ungi verður til inni í eggi og vex, unz hann brýzt út úr því. Þann g takast sjónvarpið og vísúrdin í hend- ur og opna nýja heima fyrir alþýðu manna. Þýðing sjónvarpsins fyrir stjórnmál hefur þegar verið sönnuð erlendis. Hverg; hefur þetta gengið lengra en í Bandaríkjunum, en Norður- löndin nota sjónvarpið mikið í kosn ngum. Þá eru ekki flutt ar langar ræður heil kvöld (þótt það se hægt, ef menn vilja) heldur flutt styttra mál, og fólk fær að sjá forustu- menn sína um leið. Stjórn- málamenn þurfa ekk; að hræð- ast sjónvarpið, jafnvel ekki þótt þeir séu rangeygir, rauð- hærðir eða freknóttir. Reynsl- an sýnir, að það er ekki snoppu fríðleikinn, sem mestu ræður um. hvernig fólk; lýst á sjón- varpsmenn, heldur persónan sjálf, nákvæmlega eins og í daglegum kynnum. Tónlistm nýtur sín ekki sér- lega vel í sjónvarpi, svo að hún er þar ekki ve gamikið atriði. Þó eru til mjög góðar kvikmyndir af óperum, sem hægt er að sýna. Sjálfsagt er að sjónvarpa einleikurum og ein staka hljómsveitarverkum, svo og kynn ngu einstakra hljóðfæra. Mundi ,það allt verða til að kynna og vekja áhuga fólks á að sækja hljóm- .leika, en ekki draga frá þeim. Einstaka tónlistarskýrendur hafa orðið mjög vinsælir í sjón varpi, til dæmis Leonard Bern- stein. Spurningaþættir njóta sín mjög vel í sjónvarpi, svo og ýmis konar le kir, til dæmis „20 spurningar“ (Tii sjós eða lands og allt það) og fleira slíkt. Getur verið af því góð skemmtun, ef þættirn'r evu ekk; falsaðir eins og þeir voru með verðlaunaspurningar í Bandaríkjunum. Það ætti að vera alger óþarfi. Hins vegar er illt að eiga v ð gamanþætti. MYNDIRNAR þrjár eru valdar 11 að sýna dagskrár- liði í sjónvarpi, sem eru fróðlegir, en ekki mjög kostnað- arsamir. Til vinstri, er fyrirlesari um dýrafræð að sýna áhorfendum atriði viðkomandj erind'nu. Svona mætti einnig kenna fiskaðgerð og bæta meðferð útflutningsvör- unnar. Að ofan sést yfir sjónvarpssai. Til hægrj eru Afr- íkumenn í heimsókn, og er nokkur munur á fréttagildi þess að sjá þá eða heyra aðeins þýðingu á orðum þeirra í útvarpi. Til vinstri á myndinni eru sjónvarpsvélin og í miðið móttökutæki. Til hægri er dæmi um annan fyrir- lestur úr náttúrufræði. Það er svo erfitt að fá þá sára- fáu menn í landinu, sem geta skr fað góða kýmn; til að gera það fyrir útvarp eða sjónvarp, af því að efnið er búið og dautt, eftir að það hefur verlð notað einu sinni. Hins vegar geta leikarar notað satna efnið á 50—100 skemmtunum á ferða- lögum um landið og haft upp úr því mikið fé. íþróttir eru veigamikið sjón varpsefni og fóru upp í 20% af tíma danska sjónvarpsins síðasta olympíuárið. — Ekki verður hægt að sjónvarpa kappleikjum alveg strax hér á landi, því til þess þarf nokkuð af sérstökum tækjum. Hins vegar kemur að því, og mun þá rísa upp deila milij íþrótta- hreyfingarinnar og sjónvarps- ins. íþróttamenn munu segja, að sjónvarpið dragi úr aðsókn, Og neita sjónvarpinu nema fyr r ofsalegar upphæðir. Allt hefur þetta gerzt í öðrum lönd um og skapað mikla erfiðleika, en verið leyst um siðir. Það verður með tímanum hægt að taka leiki á sjónvarps-segul- bönd (sem eru að vísu mjög dýr tæki), og útvarpa þeim eft ;r á. Svo mun koma til skjal- anna m*;kið af erlendum í- þróttaviðburðum, tii dæmis næstu olympíuleikar, sem von andi verður sjónvarpað á ís- landi eins og um allan he m. Það fer ekki á milli mála, að margar íþróttir eru eitthvert bezta sjónvarpsefni, sem til er og h in hollasta og bezta d.ægra dvöl að hvíla sig við að horfa á slíkt kvöld og kvöld eftir vinnudag. Barnatímar taka yfirleitt 7 —12% af sjónvarpstíma, og þarf ekki að orðlengja um þýð ingu þeirra, eða þá mögule ka, sem þar eru fyirr hendi. Sem dæm; má nefna, að með brúðu leikhúsum er hægt að gera marga hluti mjög góða fyr r börnin í sjónvarpi á viðráðan- legum kostnaði. Ýmislegt fleira kemur 11 greina, trúarleg erindi klrkju- manna eða sérstakar kristileg- ar stundir í sjónvarpssal, bein kennsla fyrir atvinnuveg na, til dæmis í flökun og pökkun fiskjar, söltun á síld, meðferð bíla og dráttarvéla meðferð gúmbáta og öryggistækja, kennsla í matreiðslu, bakstri og saum fyrir konur, o. fl. o. fl. Hér hefur aðeins verið rætt um það, sem getur orð.ð hið al- menna sjónvarpsefni á íslandi. Hver þjóð mótar sitt efni eftir eigin aðstæðum, og það kemur Framhald á 15. síðu. Myndirnar: Alþýðublaðið 24. des. 1961 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.