Alþýðublaðið - 23.01.1962, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.01.1962, Blaðsíða 2
(Mtetjórar: Gísll J. Ástþorsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fréttastjón: Björgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasíml 14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu •—10. — Áskriftargjald kr. 55,00 á mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eint. Útgef- andi: Alþýðufiokkurinn. — Framkvæmdastjórl Sverrir KJartansson. RÍKI OG AUÐHRINGAR í ANDRÓÐRI sínum gegn Efnahagsbandalagi Évrópu halda kommúnistar mjög fram, að banda lagið sé samsæri vestur-þýzkra auðhringa til að ná öðrum þátttökuríkjum á sitt vald og féfletta al- fjýðu þeirra. Alþýðublaðið vill út af fyrir sig ekki tiraga úr árvekni manna gegn auðhringum og á- lirifum þeiírra. Hins vegar er þetta orðið áróðurs- slagorð kommúnista, að stimpla allt auðhringa, sam þeim mislíkar. Nánari athugun sýnir, að rík- isvaldið á nú í 'fullu tré við samsteypur efnahags lífsins í löndum Vestur-Evrópu og er sjálft mun sterkara á því sviði en flestir hafa gert sér grein fyrir. Áhrif ríkiisins í efnahagslífi eru mest á Ítalíu. Þar eru voldugustu fyrirtækin, eins og IRI og ENI, eign ríkisins. Ríkið á sjálft hvorki meira né minna en 90% af grundvallariðnaði landsins, stálverk- smiðjum, skipasmíðastöðvum, vélverksmiðjum, olíuvinnslu og fleilra slíku. Þar fyrir utan eru áhrif ríkisins á önnur fyrirtæki margþætt. í Frakklandi eru slík ríkisafskipti aldargömul hefð. Þar á ríkið 95% af kola- og gasframleiðslu, 90% af rafmagni, ■helming banka- og tryggingastofnana, 60%, flug- ♦vélaframleiðslu, Renault bílaverksmiðjurnar og margt fleira. Jafnvel í hinu voðalega Vestur-Þýzkalandi er hlutur ríkisins mun meiri en flestir halda. Ríkið á f)ar í 235 stórfyrilrtækjum, 25% eða meira, og hef- tir sérstakar stofnanir til að gæta þar hagsmuna íHÍnna. Þannig á ríkið 90% af brúnkolaframleiðslu, 50% af stálframleiðslu, 70% af alúmínumfram- leiðslu, 60% af rafmagnáframleiðslu og 50% af járnframleiðslunni. Allt þetta sýnir og sannar, að þessi ríki hafa ekki Iátið og munu ekki láta einkahagsmuni vaða uppi eða verða ráðandi. Þessu til viðbótar koma mikil völd verkalýðshreyfingar og pólitískra afla, sem hún og eignalausar millilstéttir ráða yfir. Þess vegna hefur verkalýðshreyfing allrar Vestur- Evrópu verið hlynnt þeirri þróun, sem lýsir sér í myndun Efnahagsbandalagsins. Af þessari sömu ástæðu eru kommúnistar andvígir þessu öllu sam an. Lýðræðislegar umibætur tefja byltinguna í þeirra augum, og eru eitur í þeirra beinum. Tilboð óskast í nokkrar fólksbifreiðir og Ford pic-up bifreiðar, er verða sýndar í Rauðarárporti í dag, þriðjudag inn 23. þ. m. kl. 1—3 e. h. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5 í dag. SÖLUNEFND VARNARLIÐSEIGNA. ,Þessi aftari er Víðir II.“ (Síldarskýrslan er á 16. síðu.) HANNÉS Á HORNINU Dansklúbbar unga fólksins. ýV Eiga að hefjast fyrr á kvöldin og enda fyrr. Af seint kl. 1 að nótt. ýV Skólinn hefst kl. 8 að morgni. FREYJA SKRIFAR: „Fyrir nokkru minntist þú á ung:linga klúbba, sem stofnaðir hafa ver ið og efna til skemmtana, að- allega dansskemmtana fyrir unglingana, án áfengis. Fú maeltir með þessari starfsemi og vil ég taka undir það. Þó t vil ég benda þér á það, að þessi starfsemi er ekki alveg ný af nálinni, því að Góðtcnipl | arar hafa í mörg ár efnt til ódýrra dansskemmtana ein- staka sinnum í Góðtempiara- húsinu. HINS VEGAR má segja. að hér sé um dálítið annað rnál að ræða, þar sem unglingarnir sjálfir hafa stofnað þessa tvo klúbba og stjórna þeim Ung- lingar, sem eru á mínu heim- ili, taka báðir þátt í þessum skemmtunum og hef ég ekkert nema gott urn þær að segja, nema að einu leyti og skrifa ég þér þetta bréf í von um að orðsendingin oerist til stjórn- enda klúbbanna svo að þel' sjái að orð mín eru sprottin af velvild og að nauðsynlegt er að breyta til. ÉG ÁLÍT nauðsynelgt, að dansskemmtanir byrji fyrr á kvöldin og þeim Ijúki fyrr. Nú byrja þær kl. 8.30 til 0 og þær enda ekki fyrr en kl. 1 að nóttu. Þær eru alltaf á rúm- helgum kvöldum og veldur þetta erfiðleikum á heimilum. Bæði er það, að heimilisfólk þarf að fara til vinnu sinnar að morgni. enda vilja foreidrar ekki fara að sofa fyrr en börn þeirra, þó að þau séu orðin sextán ára eru komin heim — og í rúmið. Auk þess eiga ung lingarnir flestir að mæta í skól um sínum kl. 8 að morgni, en þeir eiga erfitt með að rífa sig upp kl. 7.30 ef þeir geta ekki komizt í rúmið fyrr en kl. 1.30 til 2 að nóttu. MÉR VIRÐIST, að það sé alveg nóg fyrir unglingana að njóta félagsskapar jafnaldra sinna og þeirrar skemmtunar, sem dansinn veitir, í 3 tíma eða svo. Þess vegna eiga þess ar skemmtanir að hefjast kl. 8 á kvöldin. Unglingarnir geta vel verið tilbúnir um það leyti og þeim á að ljúka um kl. 11, en alls ekki síðar en kl. 12. Það er nefnilega brýn nauðsyn að unglingarnir séu komnir í náðir fyrir miðnætti. Þá komast heimilin líka í ró fyrir þann tíma, annars ekki. | ÉG RÆDDI ÞETTA nýlega við skólamann, sem dvaldj i j fyrra um skeið í Englandi. Þar eru svona unglingaklúbbar starfandi en þeir starfa líKa undir eftirliti kennara. Þar byrjar skemmtunin um kl. 7.30 og þeim lýkur aldrei síðar en kl. 11 að kvöld. Þetta er föst og ákveðin regla, sem aldrei er út af brugðið, nema einstaka sinnum á laugardagskvöldum, þá er þeim lokið kl. 12 á mið- nætti, en þetta er sjaldgæft. ÉG TEK UNDIR þau orð þín, að vonandi er þessi klúbbastarfsemi upphaf að nýj um og betri siðum í skemmt- analífi unga fólksins, enda veit óg’það. að það er rangt að allir unglingar sækist eftip siðleysi veitingahúsanna með vínveitingarnar, Þórsmerkur* siðferðinu eða þvílíku. Ung- lingarnir, sem ég þekki, hafa einmitt óskað eftir félagsskap eins og Tígulklúbbnum og Laufaklúbbnum sem uriga fólkið hefur nú stofnað til Ég er ánægð með þssa starfsemi, en vona að forstöðumennirnir taki tillit til þessarar tillögu minna. Hún er nauðsynleg urrt bót og ég er sannfæcð ’im að unglingarmr fallast strax á hana.“ JÁ, ÞESSU er ég sammálá __ og sendi tillöguna rétta boðleið. Hannes á hormrtu. STÓR og mikil þrýstiloftsflugS vél af gerðinni Boeing KC 135 hefur verið hér á landi nokkra daga, og verður nokkra enn við að „flugprófa allt flugvita kerfi landsins. Vél þessi er hér á vegum Alþjóðaflugmála* stofnunarinnar. j 2 23. jan. 1962 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.