Alþýðublaðið - 07.02.1962, Síða 2

Alþýðublaðið - 07.02.1962, Síða 2
Utctjórar: Gísll J. Ástþðrsson (áb.) og Benedikt Gröndai. — Fréttastjön: Jörgvln Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasíml 1906. — ASsetur: Alþýöuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hveríisgötu l-io- — Askriftargjald kr. 55,00 á mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eint. Útgel- * andl: Aiþýðuflokkurinn. — Framkvœmdastjórl Sverrir Kjartansson. ,1 1 Uppljóstrun Yrjö Leino UPPLJÓSTRANIR hins fyrrverandi finnska kom- múnistaforingja Yrjö Leino um skipti hans við yfirvöldin í Moskvu eru athyglisverðar. Hver sá, •fsem efast um, að kommúnistaflokkar annarra 'ianda hlýði boði og banni valdamanna í Moskvu, •öíþarf að kynna sér sögu Leinos.Hún er í stórum dráttum á þessa leið: Leino gerðist ungur félagi í finnska kommúnista fiokknum. Hann var serídur til Sovétríkjanna til íflþriggja ára þjálfunar, en sneri síðan heim. í stríðs- llokin var hann orðinn einn af fremstu foringjum flokksins og varð þá fyrst aðstoðar heilbrigðisráð- Yærra og síðan innanríkisráðherra í stjórnum Paa- ríikivis og Pekkala. Árið 1947 kólnaði vináttan milli Leinos og flokks ins. Hann snerist gegn flokksákvörðunum þess ••efnis, að hann sem innanríkiráðherra, sem bar ,ábyrgð á lögum og reglu í landinu, beitti sér fyrir sem mestum óeirðum, verkföllum og uppþotum. ’iKólnaði sambúð hans við konu sína, sem var sjálf 1 Hertta Kuusinen. | Um skeið gerðist Hertta blíðari við hann og 'tókst þá að telja hann á að fara til Sovétríkjanna „til hressingar". Var þeim hjónum tekið með kost- | 'Um og kynjum og sýndur margvíslegur sómi. Þó | %om að því, að þau voru boðuð á fund aðalaðstoð- ■ armanns Stalins, Zdhanovs. Þar voru mættir Mal- | 'jenkov og finnski kommúnjistinn Ville Pesse, sem ] '<var túlkur. Nú var ekki tekið vettlingatökum á hlutunum. Eftir harða gagnrýni á Leino tilkynnti Zdhanov ■fionum afdráttarlaust, að Sovétstjórnin hefði tek- i M þá ákvörðun, að Leino yrði að segja af sér sem ! innanríkisráðherra Finna! Þýddi ekki að deila við ! dómarann í þeim efnum. Leino fékk að sitja \ skamma hríð til að allt liti sem bezt út, en síðan 3 sagði hann af sér. Nokkru seinna var honum vikið ■úr miðstjórn flokksins, en ekki tókst að hrekja ! • hann af þingi, því verkamenn höfðu traust á hon- ■ um. í Það munaði mjóu á þessum árum, að Finnar ! færu sömu leið og Tékkar. Vissulega hefur verið f tilgangur Sovétstjórnarinnar, að svo færi. en 1 'Jíþrautseigja Finna sjálfra hindraði það. Ef til vill ’-fliefur andstaða Yrjö Leino átt sinn þátt í, að þau * Víform elcki tókust. ! ( Eftir 1950 skrifaði Leino Tmdurminningar sínar. " ’Var bókirí fullprentuð hjá Tammis-forlaginu, þegar f .^lhúrí var skyndilega gerð upptæk. Finnsk yfirvöld 3-igátu ekki staðið gegn kröfum Sovétríkjanna og f kommúnista, sem vafalaust töldu sér nauðsynlegt 'j.að stöðva útkomu bókarinnar. Meira er frelsi ‘'tíimna hugdjörfustu þjóða ekki — rétt utan við 1 £landamæri Sovétríkjanna. HANNES Á HORNINU •fe Að feta sig eftir hjól- förum í hálku. ýV Kona kylliflöt á miðri götu og strætisvagn í vandræðum. Um skóiaferðalög barna. 'Á' Nauðsynlegt að athuga þau mál í tíma. J.J SKRIFAR mér á þessa leið ,Ég íór í strætisvagni í gær og sá þá Ijóta sjón, sem ég vil vekja athygli á ef það mætti verða til þess að leiðbejna fólki. Á einni götunni sá ég út um framglugga strætsvagninsins, konu feta sig eftjr hjólförum á næstum því miðri götunni. Þetta var öldruð kona og fór hún mjög varlega, en allt af nálgaðist strætisvagn ínn. Ég var að hugsa um það, hvort vagnstjóranum værj ljós hættan sem konan var í — og allt- í einu sá ég hvar hún skellt ist og lá upp í loft og næstum ósjálfbjarga í snjónum. VAGNSTJÓRINN hemlaði en hægt og varlega enda mun hann fyrir nokkru hafa verið búinn að koma auga á konuna og skilið hættuna sem hún var í, samt snérist vagninn dálítið og rann góðan spöl áður en hann nam staðar svo sem lengd vagnsins frá konunni þar sem hún lá. Hvergi er eins hættulegt að ganga og í hjólförum á götum eins og færðin er um þessar •mundir Hvergi er hálkan eins •mikil, enda hvergi eins erfitt fyrir fólk að fóta sig eins og fyrir bílana að nema staðar. MARGRÉT Einarsdóttir sknf ar: „Mig langar til að koma á framfæri við þig máli, sem ég tel að cigi erindi til almennings. Ég les dálkana þína að jafnað með mikilli eftirtekt, því oft flyt ur þú efni sem við húsmæðurnar vildum sagt hafa. Þetta sem ég ætla að brjóta upp á við þig, eru skólaferðalög barnanna á vorin. VIÐ BURTFARARPRÓF úr unglingaslcólunum er það orðin hefð, að krökkunum sé gefin kostur á ferðallagi. AJlgengast mun vera að farið sé norður á Akureyri Snæfellsnes eða austur í Vík. Ég hef slæma reynslu af þessum ferðjalögum ibarnamta, fjárútlát eru mikil en ánægja ibarnanna ekki alltáf að sama skapi, með ferðina. VIÐ, SEM HÖFUM komið á þessa staði í apríl eða mai, áður en nokkur gróður er sjáanlegur og veður enn válynd, vitum að þeir hafa ekki mikið aðdráttar afl á þeim tíma, enda mun sanni næst, að börnin hefðu heldur viljað vera heima að fenginni reynslu ferðalagsins og það er leiðinlegt að þurfa að endurtaka sömu vitleysuna á hverju ári. Hinsvegar leiðist börnunum að fá ekki að taka þetta í þessari skólaslitaskemmtun skólasyst- kina sinna, sem von er og erfitt fyrir okkur mæðurnar og ekki sársaukalaust, að neita börnum okkar um þessa „skemmtun“ ÚR ÞVÍ að kennarar skólanna sjá þetta ekkj sjálfir, er nauðsyn legt að þú komir umræðum á stað um þetta mál, þar sem úr bóta e nþörf. Þess vegna sný ég mér til þíp og vona að þú bregð ir vel við. GISTISTAÐIRNIR eru venju lega óupphituð skólahús, þar sem krökkunum er gefinn kost ur að sofa í svefnpoka á beru gólfinu engin tæki til að hita kaffisopa svo greyin verða að muðla nesti sitt án þess svo mik ið sem að fá heitan kaffisopa með. Það þætti okkur fullorðna fólkinu rýr kostur. Oft er svo kalt í veðri, að ganga um ná- I gl-ennið nýtur sín ekki svo I helzta ánægjan verður að ólna j ast inni í skólahúsinu og gengur : það oft svo langt að þeir krakk- arnir sem vilja fá hvíld og svefn frið fá ekki aðstöðu til þess, þari eð svefnsalurinn er einnig leik stofa. ÞÓ KENNARAR FARI með hópnum virðist hann lítið skifta sér af krökkunum, enda ekki margir möguleikar við svo erfið skilyrði að gera börnum til skemmtunar. Kostnaður við þessi ferðalög er þó veruleguS og vissulega mörgum foreldrumi nokkur baggi. Sjálfsagt er erfitt að færa þessi skólaferðalög fram á sumarið, þegar þau gætu vissulega orðið lærdómsrík og ánægjuleg, en sé það ekki hægt, þyrfti nauðsynlega að finna annað ráð til að minnast skólaslitanna.“ Myndir frá fiafs- botni á Mokka SVEINN Björnsson sýnir 20 málverk á kaffihúsinu Mokka við Skólávörðustíg þessa dag ana. Sveinn hafði síðast sýn ingu á verkum sinum í Iðn- skóla Hafnarfjarðar á sl. ári. Allt í allt mun Sveinn hafa haldið um 10 sýningar hérler.d is, — en í vetur tók hann þátt í samsýningu í Kaup- marnahöfn. Þrír fyirrverandi skólabræður hans frá Listáhá skólanum í Kaupmannahöfn buðu honum að taka þátt í sýnirgu. sem þeir svo héldu fjórir félagagnir á Charlotte- borg í vetur. í Málverk Sveins é Mokka I eru máluð með olíulitum og 'olíupastelljtum. Þessi verk eru ' talsvert, óraunveruleg“, — enda fyrirmyndirnar flestar söttar í drauma listamarnsins. •Hann segir svo frá, að fyrir nokkrum árum hafi 'hann dreymt málverkasýningu, sem hreif harjjr mjög. Þar voru a'll ar myndirnar málaðar af fyr irbrigðum hafsbotnsins. Þessar nýju myndir Sveins, sem állar eru málaðar á sfðustu tveim ár :um eru erdurminning þessa draums og kennir þar ýmsa grasa, — eins og viðbúið er. Huldukonur og álfasögur hafa einnig sín áhrif á lista man'ninn, — og hann seg- ist ekki hafa við að mála allt það, sem honum kemur í hug. •Sveinn segist vera lögreglu þjónn í „frístundum“, — en af eirJhverju verði hann að lifa eins og allir aðrir! Hann segist ekki mála á dívan, — en stundum máli hann á náttúrunni. Og að lokum þetta: „Ég hef •bara gaman af að mála, — þess vegna mála ég“. — Það er skýrjngin_ 824 TONN IJANÚAR 1 JANÚAR réru 11 bátar með línu frá Sandgerði. Afli þeirra varð 824 tonn í 117 róðt um. Mestan afla fékk Freyja 124.4 lestir. Muninn fékfc 113,1 lest og Hrönn II. 101,2 lestir. Fimm bátar lögðu síld. á land í janúar 352 lestir úr 12 sjóferðum. í janúar í fyrra réru 17 bátar, og varð afli þeirra 1248 tonn í 174 róðrum. Sex bátar lögðu þá síld á land, 587 lestir eftir 19 sjóferðir. Mikil ótíð var í janúar, og gátu bátarnir róið óvenju lít- ið. Frá því á mánudag í síff- ustu viku og til dagsins í gær höfðu bátarnir farið einn ein, asta róður vegna óveðurs. 2, 7- febr. 1962 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.