Alþýðublaðið - 27.02.1962, Síða 1
43. árg. — Þriðjudagur 27. febrúar 1962 — 48. tbl.
Vi3 viljum vekja
sérstaka athygli á
því, að á' 5. síðu
blaðsins í dag er sagt frá
fjársöfnun vegna sjóslys-
anna, sem orðið hafa hér við
land á undanförnum vikum.
Við könnuðum vöruverðið og uppgötvuðum að
★ MYNOIN: ÞAÐ MUNAR B5 KRÓN-
- UM HVAR ÞO KAUPIR VISSA
TEGUND AF KVENÚLPU!
GEYSILEGUR verðmunur er á
ýmsum vörum í mismunandi verzl
unum þeim, sem ekki eru liáðar
verðlagseftirliti. Þetta salinreyndi
Alþýðublaðið fyrir helgina, þegar
blaðamaður var sendur út af örk
inni til þess að athuga verðlag
verzlananna. Fólk ætti að hugsa
sig tvisvar um, áður enþað
kaupir hlut í fyrstu verzluninni;
sem það rekst inn í, — nákvæm
leg’a sami hluturinn getur verið
fimmtíu krónum ódýrari í næstu
búð.
Hælalausar kvenskóhlífar, sem
eru alveg nýkomnar á markaðinn
hérlendis, — kostuðu í einni verzl
uninni kr. 195.00 fyrir cinni viku.
í dag kosta þessar skóhlífar í öll-
um verzlunum kr. 144.00-147,00, —
og sú verzlunin sem fékk þær fyrst
og seldi þær viðskiptavinum sínum
fyrir kr. 195.00 hefur ne.yðst til að \
lækká þær niður í 145.00 kr.
Blaðamaður Aþbl. spurðist fyrir
um það í verzluninni hvernig gæti
staðið á því, að þessar skóhlífar,
sem fyrir viku kostuðu 195.00 kr.
hefðu nú lækkað um 50.00 kr. V
þá það svar gefið, að útsala hefði
verið i verzluninni skömmu eftir
að skóhlífarnar komu, — hefðu þá
skóhlífarnar verið lækkaðar, — og
nú þegar útsölunni væri lokið
hefðu þær af ókunnum ástæðum
ekki verið hækkaðar aftur!
Old-spice-rakkrem kostar í einni
verzlun kr. 107,00 en í annarri
skammt frá kr. 95,80. Mac-Leans
tannkrem kostar í einni verzlun kr.
20.00 á öðrum stað kr. 25.00. Pop'
línúlpa kostar á einfim stað kr.
Framhald á 13. cíðu
ÞAÐ var hringt til Hafnarfjarð
(arlögreglunnar um kl. 5.30 s.l.
sunnudagsmorgun, og tilkynnt að
bifreiðarslys hefði orðið á Reykja
víkurveginum skammt fyrir ofan
Hafnarfjörð. Er lögreglan kom á
staðinn, fann hún mannlausa
Skodabifreið, sem hafði hvolft,
runnið á þakinu 50 metra, rekist
á umferðarmerki snúist þar við,
komið niður á hjólin, riuinið siðan
20 metra og að lokum staðnæmst
við verzlunina Sjónarhól.
Við' rannsókn kom í ljós, að bif
reið þessari hafði verið stolið að-
faranótt sunnudagsins, eða ein
livern timann eftir kiukkan 12 að
eigandi liennar skildi við hana. Á
sunnudagsmorguninn er fyrst vit-
að um ferðir bilsins er hann fer
fram úr leigubifreið við Silfurtún
og er þá ekið á ofsahraða i áttina I
til Hafnarfjarðar. Leigubílstjórinn
kom svo skömmu seinna að Skodan i
um, þar sem hann stóö mannlaus á |
veginum.
Sjónarvottur, sem var staddur
í nokkurri fjarlægð, sá að þrír
menn stukku útt úr Skodanum
eftir að hann hafði lokið veltunum
Hlupu þeir í burtu eins og fætur
toguðu. Ekki fannst neitt blóð í
bílnum eða annað, sem bent gæti
til þess að mennirnir hefðu slasast
BARN, sem ætlaði að hanga aft
an í bíl suður í Hafnarfirði í gær-
morgun, lenti undir bilnum, en
slasaðist furðu lítið. Bíllinn ók aft
urábak, en barnið hékk aftan í
honum og sá bilstjórinn það ekki
fyrr en það kom undan bílnum að
framan.
Barnið lenti milli hjólanna, og
var ofan í smá lægð og mun það
ugglaust hafa orðið þvi til lífs.
Talið er líklegast að billinn hafi
komið með ofsahraða eftir vegin
um og bílstjórinn misst stjórn ' á
honum og hann olti'ð. Þrátt fyrtr
veltuna og hina miklu ferð, fór
bíllinn aldrei út af veginum þá
70 metra vegalengd, sem hann fór
stjórnlaus. Skodinn er talinn nær
ónýtur.
Það eru vinsamleg tilmæll
Hafnarfjarðarlögreglunnar, að
hver sá sem geti gefið upplýsingar
um ferðir Skodans aðfaranótt
sunnudagsins geri þegar viðvar*
Skodinn er gulur, árgerð ‘48 • og
númerið er G-79
Nú ættum við
að fríkka!
Alþýðu-
blaðið
tekur í
dag í
notkun
nýtt
meginmálsletur. Hér er etn
gerðin. - Meginmálsletur
blaðsins hefur undanfarna
mánuði mjög þarfnast endur-
nýjunar. Sumt af gamla letr-
inu var reyndar svo úr sér
gengið að kalla mátti ónýtt.
Nýja letrið á að gera blaðið
snyrtilegra og áferðarfalj-
egra -- og gera okkur kleift
að auka lesmál. Við hyggjum
gott til breytingarinnar.
»%%%%%%%%%%<%%%%%W%W%%%%%H»
BLAÐIÐ frétti í gær. að lögreglan hefði tekið hóp af strákling
um sem höfðu stofnað með sér (eða endurvakið) félagsskap er
nefnist Tígrisklóih Hafa piltar þessir hnuplað ýmsum smáhlutum
og fannst hjá þeini töluvert magn af margskonar verkfærum.
Einnig hafa þeir komizt yfir töluvert af skotum, sem þeir hafa
sprengt með því að lemja á þau. Myndin er af nokkrum skotánna
og eru sum þeirra mjög stór, svonefnd „Dum-Dum“ skot. Er
þetta auðvitað stórhættulegt athæfi, og furðulegt að ekki skuli
hafa hiotist slys af. A myndinni sést m.a. eitt skot sem piltarnir
hafa sprengt og til samanburðar við 2ja krónu peninginn eru
þetta mjög stór skot.
<%%%%%%%%% t. ‘yc ", W%Wt%%%%%