Alþýðublaðið - 27.02.1962, Blaðsíða 4
•k II U G E T T f L A R R A er nít ján ára og lítur vel út í
bikini. Hún hefur rið kjörin Ungfrú Frakkland 1962 og mun
koma fram sem fulltrúi lands síns í fegurðarkeppni víða um
heim á næstunni. — oá menn lienni miklum frama á þessari
braut, enda sé hún ,,. enjulegri“ en margar aðrar af hennar
sauðahúsi.
Kirkja Oháða safnaðarins
tiefur eignazt pípuorgel
EG HEFI oft á undanförnum
árum dáðst að þvi og þakkað
hversu vel hefur gengið bygg-
ing Kirkju Óháða safnaðarins
•og allt starf, sem unnið hefur
verið í sambandi við hana, svo
sem að öflun ýmissa góðra
kirkjugripa. Og i rauninni hef-
ur allt þetta starf verið ævin-
týri líkast og byggt á samhug
■og samtökum tiltölulega fá-
menns hóps, miðað við fjölda
bæjarbúa. En aldrei hefi ég
xláðst eins að þeim fórnum
þessa fólks, skjótum handtök-
um og höfðinglegum aðgerð-
um og síðustu dagana í sam-
hándi við útvegun pípuorgels
til kirkjunnar, sem nú hefur
keypt og verið vígt við guðs-
þjónustu í kirkjunni kl. 2 á
sunnudaginn. Það var fyrst fyrir
alvöru farið að liugsa og íala um
þetta orgel sl. haust, og nú er
það komið. Það liðu aðeins 2 —
3 dagar frá því að fest voru
kaup á því og þar til það var
kbmið upp í kirkjunni sökum
þess að við náðum í þýzkan or-
gelsmið, sem sá um uppsetn-
ingu þess. Kvenfélag kirkjunn-
ar gaf 70 þúsund krónur til
orgelsins, og hefur áður gefið
margar stórgjafir til kirkjunn-
ar. Þetta félag hefur unnið
dæmafátt afrek fyrir kirkju
sína á örfáum árum, og skort-
ir mig orð til þess að þakka
þessum konum fórnfýsi og
dugnað þeirra frá upphafi. Auk
þess liafa ýmsir cinstaklingar
gefið til orgelsins eins og birt
mun verða á öðrum stað í
blaðinu og hafi þeir allir kær-
ar þakkir. Eg vil einnig leyfa
mér að þakka formanni safn-
aðarins, Andrési Andréssyni,
og safnaðarstjórninni allri,
sem ákvað orgelkaupin, fyrir
einstakiega góðan skilning á
því að útvega þyrfti viðeigandi
bljóðfæri' í kirkjuna. Það er
skoðun okkar allra og von, að
þetla hljóðfæri, pípuorgelið,
verði enn til þess að auka
kirkjusókn og glæða ást til
^ 27. febrúar 1962 Alþýðublaðið
mwwvwwwwwwwmwwwvwmw wwvvvvvvvvvwwvvwvvvvvvwvvwvvvwwww
í CASTLETOWN á eynni
Mön í írlandshafi býr mað-
ur að nafni dr. Gerald B.
Gardner og á hann og stjórn
ar galdrasafni i borginni.
Hann segist sjálfur vera
göldróttur, og getur skýrt
frá slíku án nokkurrar
hættu fyrir sjálfan sig, því
að það er gömul hefð á
Mön að fara vel með galdra
menn og slíka. Manarbúar
eru nefnilega af keltnesku
kyni og meðal Kelta hefur
alltaf verið Jitíð með þó
nokkrum velvilja til galdra
manna, a.m.k. hefur aldrei
verið venja hjá þeim að of-
sækja göldrótta, og þeir
hafa alltaf haft gott sam-
band við álfa og annað
huldufólk.
Fyrrnefnt safn er aðeins
opið á meðan skemmti-
ferðamannastraumurinn er
mestur á Mön, en blaðamað
ur frá Nevv York Times fékk
fyrir skemmstu að skoða
safnið og eru upplýsingarn-
ar hér hafðar eftir honum.
Dr. Gardner var ekki við.
Hann var á fcrð á megin-
landinu, hvort scm hann
hefur farið þá fcrð með
eðlilegu eða yfirnáttúrlegu
móti. A safninu er m. a.
minnismerki um eina mann
inn, sem nokkru sinni hef
ur verið tekinn af lífi á
Mön fyrir galdra.
í pésa segir dr. Gardner
frá því, að allmörg réttar-
höld hafi farið fram á eynni
vegna galdra, en uppáhalds
dómsorð kviðdóma á eynni
liafi í raun og veru verið
þessi: „Saklaus, en má ekki
gera það aftur.“ Aðeins
einu sinni brást þessi snjalla
lausn, en það var í máli
konu nokkurrar, sem brennd
var fyrir galdur árið 1617.
Dr. Gardner segir í pésa
sínum, að brátt fyrir ofsókn
ir hafi galdrar aldrei lagzt
af. Hann segist vera með-
limur í hóni brezkra galdra
manna, sem í séu 13 galdra
menn og konan alltaf fyrir-
liðinn.
Á safninu er furðulegasta
samsafn af „vígðum“ sverð
unr, töfrasprotum, ,útreið-
arsóp‘, grösum. smyrslum
og öðrum hlutum, sem
galdramönnum eru hand-
gengnir, auk þumlaskrúfa
og annarra pyntingartækja,
sem notuð voru við galdra
menn.
í einum skáp er að
finna fjölda muna, sem
notaðir voru til að verjast
,illu auga.‘ Einn slíkra hluta
er kökukefli úr gleri, sem
fyllt er með þráðarhönk.
Var talið, að hið illa auga
mundi þurfa að fylgia þræð
inum til að komast að fórn-
arlambinu og villast algjör-
lega í hönkinni.
Mikið er um hvers kon-
ar þjóðsögur og munnmæli
á Mön, en hve margir af
48 þús. íbúum eyjarinnar
trúa á sögurnar er erfitt að
segja. Blaðamaðurinn segir,
að erfitt sé að finna Manar
búa, sem trúi á .litlu ver-
urnar‘ eða ,þá‘, eins og álf-
ar og hulduverur eru kall-
aðar þar, eins og á Irlandi,
en það sé álíka erfitt að
finna menn, sem játa sig
vantriiaða.
Blaðamaðurinn heldur á-
fram og segir, að á slíkum
degi, sem þeim, er hann var
á eynni, með grátt mistur
loðandi við alla hluti, sitj-
andi á hæðatoppum og lim
gerðum, og jafnvel hlæjandi
hafið, sé hægt að trúa
liverju, sem er, að minnsta
kosti sé eins gott fyrir efa-
semdamenn að hafa ekki
hátt.
Skammt fyrir utan höfuð
borgina, Douglas, er lítil
brú, sem heitir Álfabrú. Það
er venja Manarbúa að taka
ofan og muldra kveðju til
litla fólksins, þegar þeir
fara þar yfir. Þeir, sem ekki
hafa alveg týnt niður hinu
keltneska máli, sem áður
var talað á eynni, en er nú
að mestu útdautt, fara með
orðskvið, sem útleggst
„friður sé með litla fólk-
inu.“ Aðrir segja einfald-
lega; „Halló, litla fólk.“
Til eru óteljandi frásagn-
ir af ökumönnum, sem
gleymt hafa að heilsa álf-
unum á Álfabrú og sprakk
hjá skömmu síðar, eða blönd
ungurinn fór í vitleysu
eða eitthvað þvíumlíkt. Sér
fræðingur á staðnum segir,
að litla fólkinu sé ekki um,
að látið sé eins og það sé
ekki til.
Kaupsýslumaður einn,
sem aldrei hefur trúað á
huldufólk, er gott dæmi um
afstöðu manna. í hvert
skipti sem hann fer yfir
brúna, klórar liann sér í
höfðinu. Hann þarf að taka
ofan hattinn til þess.
Um daginn kom bréf frá
enskum kaupsýslumanni,
sem skrifað var utan á til
álfanna á Mön og jafn-
framf beðið um, að það
yrði skilið eftir á limgerð-
inu við brúna. Það var gert
og dagnn eftir var það
horfið.
Annar Englendingur var
á leið yfir brúna með vini
sínum frá Mön, sem sagði
honum frá veniunni, Eng-
lendingurinn t% ofun og
sagði: „Halló. litla fólk.“ —
Rétt í því rann bíllinn til
á veginum og rakst á stein
vegg. Englendingurinn
sagði; „Heyrðu, hvað gerizt,
ef maður segir ckki halló
við litla fólkið.“
Klerkur einn, sem skrif-
aði bók, um eyjuna árið
1950, skýrði frá því, að
margir Manarbúar. teldu ó-
heillamerki að slétta hóla
eða hreyfa v;ð þeim.
Hann minntist einnig á
þá trú fiskimnnna, að það
væri líka óheillavænl0gt að
nota hvíta st"ina í kiölfestu
eða leggia úv höfn sem
þriðia skin í v6ð Til að forð
ast að verða briðii — fara
annar og þviðii báturinn út
hlið við hlið. oft bundnir
saman.
Klerkur sagði einnig, að
margt „lieiðarlegt og áreið-
anlegt fólk“ segðist hafa séð
drauga, að verndargripir
væru mikið notaðir og mörg
hindurvitni í sambandi við
dauða — lifðu enn.
WWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWwWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWW
málefnis kirkjunnar í hjörtum
allra, sem hana sækja, ungra
og aldinna, en í því sambandi
má geta þess að á hverjum
sunnudagsmorgni að vetrinum
sækja eins mörg börn samkom-
ur í þessari kirkju og liún
frekast rúmar.
Pípuorgeiið, sem nú hefur
verið keypt til Kirkju Óháða
safnaðarins er 5 ára gamalt og
var áður í Kópavogssókn, en sú
sókn ætlar nú að fá sér
stærra orgel í hina nýju
kirkju, sem þar er í smíðum.
Orgel okkar er frá Walcker
verksmiðjunni í V-Þýzkalandi
og hefur reynzt sérlega vel og
hiaut hin beztu meðmæli sér-
fræðingsins, sem gekk frá því
í kirkjunni. Þetta er 6 radda
orgel og hægt að bæta við 2
röddum án þess að stækka
þurfi orgelkassann. Jón G. Þór-
arinsson, organisti í Bústaða-
sókn, tók að sér um síðustu ára
mót að gegna einnig organista-
starfi við Kirkju Óháða safnað-
arins með góðri samvinnu allra,
sem hlut eiga að máli, og lék
una, þegar orgelið var vígt.
Emil Björnsson.