Alþýðublaðið - 23.05.1962, Qupperneq 13

Alþýðublaðið - 23.05.1962, Qupperneq 13
 ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 23. maí 1962 J3 FORMENN sendinefnda á húsnæðismálaráðstefnunni í Ábo í Fin*ilandi dagana 13. og 14. maí s. 1. Frá vinstri, Eggert G. Þorsteinsson, forin. Húsnæðismálastjórnar “ ráðuneytisstjóri Danska hús næðismálaráðuneytisins, Olavi Lindblom formaður Húsnæðismála- stjórnar Finnlands (ARAUA). T. Ekdahl framkvæmdastjóri hinnar konunglegu sænsku húsnæðismálastjórnar og J. Kjelland, formað- nr noraKa húsnæðismálastjórnarinnar. Byggingamálaráðstefna í Reykjavík næsfa vor ALÞÝÐUBLAÐIÐ náði í gær tali af formanni húsnæðismála- ■ stjórnar Eggert G. Þorsteinssyni, er hann kom heim sl. sunnudag, af norrænni húsnæðismálaráð- stefnu, sem að þessu sinni var haldin í Ábo í Finnlandi, 13. og 14. maí s. 1. Blaðið spurði Eggert frétta af ráðstefnunni og fara hér á eftir höfuðatriði viðtalsins. Hvernig er þessum ráðstefnum háttað? „Þátttakendur eru frá húsnæð- ismálastjórnum allra Norður- landa, eða hliðstæðum stofnunum í hverju landi. En t. d. í Ðan- mörku eru húsnæðismál undir sérstöku húsnæðismálaráðuneyti. Þessar ráðstefnur eru haldnar ár- lega“. Hvað voru margir fulltrúar á ráðstefnunni? Um það bil 30, að þessu sinni en stundum eru þeir fleiri. Við vorum þrfr frá íslandi, Ragnar Lárusson, Hannes Pálsson og ég. Aðrar þjóðir höfðu írá 5 til 8 full- trúa“. Ilver voru helztu mál ráðstefn- unnar? Frá því verður vart greint í örfáum orðurn. Sjálfur tel ég að umræðurnar um stefnur í húsnæð ismálum s. 1. ár og samanburður á skýrslum hinna ýmsu landa um starfsemi þeirra og þá lærdóma, er af því má draga, merkilegasta umræðuefnið. Þá var og rætt ýtarlega um framtíðarvandamálin og ibúðaeft- irspurn sem íyrirsjáa.nlega yrði á þessum 7. tug aldarinnar og hvernig beim vanda yrði bezt mætt. Aulc þessara höfuðmála ráðstefnunnar var einnig rætt um hlutverk bæia- og sveitafélaga og um samstarf þeirra við ríkisvald- ið. Útvegun lóða og skipulag var og rætt ýtarlega, en þau mál liafa flest hinna landanna leyst mun betur en við, þótt þeir eigi að sjálfsögðu við sína erfiðleika og vandamál að etja“. Voru ykkur ekki sýndar ný- 'byggingar í Ábó? „Jú, við fengum aðstöðu til að kynna okkur bæði fullbúin ibúð- arhús og byggingar í smíðum. Framkvæmdalegt skipulag bygg- inganna var mjög eftirtektarvert, ásamt því, hve vel var til alls undirbúnings vandað áður en framkvæmdir hófust, tii að fyrir- byggja dvrar tafir á byggingar- tímanum". Eru ’ ■argir framkvæmdaaðilar í byggingum þar í borg? „Ábo er bær með um 130 þús. íbúa og var fyrsta höfuðborg Finnlands, en i héraðinu pllu eru um 700 þús. íbúar, og var okk- ur tjáð að þrjú byggingafyrirtæki sæu um meginhluta allra slíkra framkvæmda í borginni. Eftír að byggingasvæðinu hefur verið út- hlutað af bæjaryfirvöldum, fer alllangur tími í allt undirbúnings starf, en að því loknu er bygging- artíminn sjálfur mjög skammur“. Hvermg eru sjálfir bygginga- hættirnir? v „Við bvggingu nýju svæðanna virðist að mestu haldið sig við hið svonefnda ,,elementa“-bygginga- fyrirkomulag. Þ. e. hús byggð úr verksmiðjuframleiddum hlutum, sem raðað er saman með aðstoð stóivirkra vinnuvélá á bygginga- staðnum. En við uppbyggingji gömlu svæðanna inni í sjálfri borginni fannst mér aftur bera meira á byggingum með stein- steyptum loftplötum, er bornar voru uppi af súlum og bitum og steypt á sjálfum byggingastaðn- um, eins og hjá okkur“. Voru Finnar ekki góð'ir heim að sækja? „Jú, skipulag og starfið á sjálfri í’áðstefnunni var prýðilegt og þver stund vel notuð. En að lokn- um fundum var okkur íslending- um boðið í bílferð til Helsingfors. Þar sem við dvöldumst heilan dag við kynningu og skoðanir á bygg- ingum og skipulagi og var ekki síður lögð áherzla á að sýna okk,- ur svæði, sem leiðsögumaður okk- ar taldi að þeim hefði „mistekist" t. d. í skipulagi og forðast bæri að láta endurtak sig“. Hvar verður næsta ráðstefna haldin? „Boð okkar um að næsta ráð- sfefna skyldi haldin á íslandi var þegið með þökkum. Svo að öllu forfallalausu verður næsta hús- byggingamálaráðstefna haldin hér í Reykjavík næsta vor“. Umboðsmenn Happ- dæííis Alþýðublaðs- á Vestfjörðum og Vesturlandi. ísafirði: Bókaverzlun Jónasar Tóm- assonax-, ísafirði. Hnifsdal: Jens Hjörleifsson, sjó- maður. Bolungarvik: Elías H. Guðmunds- son, símstjóri. Suðureyri Súgandafirði: Eyjólfur Bjainason, sjómaður. Flateyri: Kolbeinn Guðmundsson, verkamaður. Þingeyri; Steinþór Benjamínsson, skipstjóri. Patreksfirði: Áfcúst H. Pétursson, sveitarstjói-i. Búðardal: Magnús RögnvaldSson; verkstjóri. Stykkishólmi: Ásgeir Ágústsson, vélsmíðam. Grafarnesi: Stefán Helgason, tré- smiður. Ólafsvík: Gylfi Magnússon, sjómað- ur. Hellissandi: Guðmundur Gislason, sjómaður. Borgarnesi: Jóhann Ingimundar. son, fulltrúi. Akranesi: Sveinbjöm Oddsson, bókavörður og Theódór Einars- son, verkamaður. Dregið verður hinn 7. júní nk. um spánýja Volkswagenbifreið, ár gerð 1962. Verðmæti ca. 123 þús. krónur. Aðeins 5000 númer. • Látið ekki HAB úr liendi sleppa. Happdrætti Alþýðu- blaðsins. tMMMMMMMMMMMMMMMI Húsnæöismálin eru mál málanna MEÐAL ræSumanna á kjósenda- fundi A-listans í ISnó sl. föstudag var Tryggvi Pétursson deildarstjóri í Búnaðarbankanum. Ræða hans fer hér á eftir: Góðir Reykvíkingar! AF ÖLLUM þeim málum, sem nú eru til umræðu í tilefni borgarstjórnarkosninga, tel ég ekki nokkurn vafa leika á að hús- næðismálin séu mál málanna. Langar mig því til að nota mín- útur mínar til þollalegginga um þau, enda lausn þeirra eitt helzta stefnuskrármál Alþýðuflokksins írá öndverðu. Stærsti útgjaldaliður hvers heimilis er húsaleigan, hvort sem um leigu eða eigið húsnæði er að ræða. Hjá nágrannaþjóðum okkar er þessi liður frá 11 til 20% af launum, lægstur þar sem áhrifa alþýðuflokkanna hefur gætt mest. Hjá okkur aftur á móti mun leit- un á því heimili, sem greiðir und ir fimmtung af tekjum fyrirvinn- unnar, og langflestir miklum mun meira, og skiptir í þessu sam bandi ekki máli hvort um afborg- anir eða leigu er að ræða, heldur hve háa fjárhæð greiða ber, mán- aðarlega eða árlega. Á það hefur verið bent að byggingarkostnað- ur sé óhóflega liár hjá okkur, í- Framh. á 12. síðu Tryggvi Pétursson r

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.