Alþýðublaðið - 14.06.1962, Síða 2
Jtitstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Aðstoðarritstjóri:
Björgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími
14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentcmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu
8—10. — Áskriftargjald kr. 55,00 á mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eint. Útgef-
andi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ásgeir Jóhannesson.
Árangur viðreisnar
ALÞÝÐUBLAÐIÐ skýrði frá því í gær, að spari
innlán hefðu aukizt um rúman milljarð frá því að
viðreisn efnahagslífsins hófst. Og í dag skýrir Al-
þýðublaðið frá því, að gjaldeyrisstaðan hafi batnað
nm rúmar 900 milljónir króna á sama tímabili.
Þessar tvær tölur tala skýru máli um árangur við
reisnarinnar. í byrjun ársins 1960 áttu Íslendingar
<engan gjaldeyrissjóð. í marz 1960 sýndi gjaldeyris
staðan 47 millj. kr. skuld (miðað <við núverandi
gengi) en strax eftir gengisbreytinguna og aðrar
þær ráðstafanir, er ríkisstjórnin gerði í efnahags-
málum, tók gjaldeyrisstaðan að batna. í lok ársins
1960 var gjaldeyri'sstaðan 112.3 millj. og í lok sl.
árs 526 millj. En í lok apríl sl. 901.2 millj. sem fyrr
segir. Þessi hagstæða þróun er sem kraftaverk, svo
ör hefur batinn verið. Og á sama tíma hefur þjóð-
in aukið sparnað sinn um rúman milljarð króna.
Sparifé að frádregnum innstæðum í ávísanabók-
um nam 2.9 milljörðum í lok apríl sl. en í marz
1960 nam það 1.8 milljarð.
Ríkisstjómin lýsti því yfir strax, er efnahagsráð
stafanirnar voru gerðar, að nauðsynlegt væri að
fella gengið til þess að bæta hag útflutningsat-
vinnuveganna og binda endi á skuldasöfnunina er-
lendis. Ríkisstjórnin gerði sér það ljóst að þessu
marki yrði ekki náð með gengisbreytingunni
einni. Ef útlán bankanna hefðu haldið áfram að auk
ast án þess að sambærileg sparifjármyndun ætti
sér stað hefði það komið fram í aukinni eftirspurn
eftir gjaldeyri og eyðilagt hin hagstæðu áhrif geng
isbreytingarinnar á greiðslujöfnuðinn við útlönd.
Þess vegna beitti stjómin sér fyrir hækkun banka
vaxta einnig. Og vaxtahækkunin hefur án efa átt
stærsta þáttinn í því, að sparifjármyndun hefur
aukizt svo mjög og útlán ekki aukizt meira en sem
svarar aukningu sparifjármyndunar. Þegar vaxta
hækkunin hafði stuðlað að hagstæðri þróun á pen
ingamarkaðnum vom vextirnir lækkaðir nokkuð
aftur. Og haldi þróunin áfram að vera hagstæð
verður án efa unnt að lækka þá enn meira áður en
langt um líður.
Stjórnarandstaðan átti ekki nógu sterk orð til að
gagnrýna gengisbreytinguna og vaxtahækkunina,
þegar þær ráðstafanir voru gerðar. Það hét svo í
blöðum stjórnarandstöðunnar, að með þeim ráðstöf
upum væri stjórnin að ráðast gegn atvinnulífinu
og stuðla að aukinni verðbólgu. En reynslan hefur
synt að ráðstafanir stjórnarinnar hafa haft þveröf
ug áhrif. Þær hafa skapað aukið jafnvægi í efna-
hágslífinu og treyst grundvöll þess. Hagur Sam-
bands ísl. samvinnufélaga sl. ár sýnir það bezt
hversu <vel ráðstafanir stjórnarinnar hafa reynzt
atvinnulífinu. En á því ári varð hagur SÍS betri
r
e# nokkru si'nni fyrr. Reikningar SIS eru hér óræk
ari vitnisburður en sleggjudómar Tímans og Þjóð-
víljans.
2 14. júní 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Maznah{
BÍLALAKK
RYÐVARNARGRUNNUR
LAKKGRUNNUR
HANNES
Á HORNINU
★ Bréf frá Selfossi.
★ Drukknir og veglausir
unglingar.
★ Hörmulegt um að lit-
ast að morgni.
★ Skemmtanafýsn og
drykkjuskapur.
SELFOSSBÚI skrifar mér: „Þeg
ar ég las bréfið í pistli þínum í dag
datt mér í hug að senda þér línu.
Hér liggja krossgötur eins og allir
vita cg liér eru skemmtanir haldn-
ar. Hingað sækja unglingar víða að,
frá Reykjavík, Hafnarfirði, af Suð-
urnesjum, neðan úr þorpunum og
jafnvel austan úr Vík í Mýrdal.
Hingað sækja þeir skemmtanir um
helgar og hér nema þcir staðar
þegar þeir eru í skemmtanaleit.
MJÖG MARGIR þessara ungl-
drukknir og verða hér drukknir.
Þeir koma með áfengi og þefr
kaupa hér áfengi af bifreiðarstjór-
um. Hér verða unglingar stranda-
glópar, liggja hér við hús að
morgni, illa til reika, drukknir,
soltnir, kaldir og skítugir, leita svo
að einhverjum til þess að hjálpa
sér um fargjald heim til sín ef
einliver hefur ekki verið svo góð-
hjartaður að lofa þeim að skríða
í skjól.
SUMIR ÞESSARA UNGLINGA
hafa ekki átt nema fyrir fargjald-
inu austur og lenda því í vandræð-
um með að komast heim, aðrir hafa
gjald, en tapa af síðustu ferðinni
og oft ber það við, að þó að nokkr
ir hafa slegið saman i bil aur.tur,
hefur slegizt upp á vinskapinn hér
og svo er bara stungið af og sá
sem útundan liefur orðið er skilinn
eftir veglaus.
UM IIEGÐUN þessara unglinga
sem flestir eru á aldrinum 14-18
ára og stúlkur eins fjölmennar og
piltar, ræði ég ekki. Þetta eru al-
gerir óvitar, en vita alls ekki af
inga eru alger plága. Þeir komaþví, og lcikur forvitni á hverri
hættu. Þeir vega salt á brún hverr
ar fallgryfju, og margir falla í þær
því miður. Ég vii taka það fram, a8
þó að ég hafi hér að framan nefnt
nokkra kaupstaði og þorp, þá er
það ekki vegna þess, að hér í
þorpinu séu ekki íil unglingar af
sömu gerð, en sá er aðeins munur-
inn að heimaunglingarnir eiga hér
athvarf og geta leitað í skjól, sem
hinir geta ekki.
BRÉFRITARI ÞINN á miðviku-
daginn segir að Áfengisverzlun rík
isins selji unglingum undir lög-
aldri áfengi. Já, ég veit, að þetta
er rétt. Ég er alveg sannfærður xun
að unglingarnir, sem hér veltast
um helgar iiafa ekki allir keypt
það hjá bílstjórum. Þeir hljóta aS
hafa keypt það í Áfengisverzlun
inni. Fyrir nokkru ræddi ég þetta
mál við mann úr kaupstað á Vest-
urlandi. Hann fullyrti, að Áfengis-
verzlunin sendi í pósti áfengi til
unglinga.
HVER BER ÁBYRGÐ Á ÞESSU?
Ber ekki pósthús viðkomandi stað
ar ábyrgð á því að unglingar fái
ekki áfengi gegnum póstinn? Ekki
er líklegt að skírnarvottorð fylgi
áfengispöntun gegnum póst. Og ef
svo er ekki, þá er mér forvitni á
að vita, hvernig Áfengisverzlunin
fer að því að vita livort um „lög-
legan kaupenda" cr að ræða.
ÞETTA ER MJÖG alvarlegt mál
eins og bréfritari þinn sagði.
Framh. á 12. síðu