Alþýðublaðið - 14.06.1962, Side 7
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
HÉR er enn eitt afbrigðið af liálfvíðu drögtunum, sem nú eru
alls ráðandi. Pils með fellingum að neðan eð'a útvíkkandi saum-
um er einkar þægilegt og það sést líka, að konurnar kunna að
meta þægindi tízkunnar, því að pils í þessum stíl sést hér á
hverju götuhorni. En það er annað, sem vert er að taka eftir
á þessari mynd. Jakkinn er talsvert síður og bryddingarnar
framan á ermunum eru röndóttar eins og blússan. Snoturt og
notandi fyrir okkur allar.
s
s
s
s
s
s
s
s
s
GÆTIÐ þess, að öll föt, sem á
að setja niður í kistur og geyma
til vetrarins verða að vera hrein,
annars er hætt við, að mölurinn
verði búin með talsverðan
hluta þeirra í haust.
FYRIR skömmu var haldin sýn
ing á handavinnu gamla fólksins
á elliheimilinu. Þar voru ýnvsir
eigulegir munir, en annars bar
mest á ýmis konar bastvinnu hjá
gamla fólkinu. Efalaust hefur
gamia fólkið gaman af að læra
eitthvað nýtt, en annað mál er
það, hvort ekki hefði fengizt betri
árangur með því að láta gamla
fólkið halda áfram að prjóna og
hekla. Gömlu konunum hlýtur
að vera það tamara og hinar
gömlu hendur hljóta að vera leikn
ari með prjóna en tágar.
UM DAGINN stóð dálítið at-
hyglisver-t í einhverri grein um
kvenléga fegurð. Þar stóð, að
kveníólk ætti alltaf að lesa ei
hvað göfgandi, áður en það færi
að sofa. Það gerði bæði að göfga
það og fegra. Þarna kemur bó
loks eitt fegrunarráð, sem ekki
er leiðinlegt.
mm ' -p
- ' ' ' ' -$*•?!%'!. V Vr V.
■
■ ■
HÉR ER uppskrift af brasi-
lískum kaffihornum.
Rjómaostur, smjörlíki og hveiti
jafnt af hvoru — allt er hnoðað
saman. Breiðist þunnt út og sker
ist í þríhyrninga. Ofurlítið af
sultu er sett á hvern þríhyrning,
sem er brotinn í horn yfir sult-
una. Hornin eru svo bökuð i 12-
15 mín. við fremur lágan híta eða
þar til þau eru ljósbrún.
HJARTALINAN datt upp fyrir, segir í nýjustu fréttum af hár-
tízkunni. Með öðrum orðum, liún var „fiasko“, konurnar tóku hana
ekki upp, þótt hárgreiðslumennirnir mæltu með henni í vor. — í
ár og raunar öll ár — vilja konurnar hafa þægilega liártízku og pass
íuhárið virðist ætla að halda velli en með nokkrum breytingum. Það
rís meira og er léttara en í fyrra eins og meðfylgjandi myndir sýna.
(Ef þær þá prentast sæmilega).
S0'í'WSf-'
ALÞYÐUBLAÐIÐ - 14. júní 1962 y