Alþýðublaðið - 14.06.1962, Page 10
Góð fæðuskilyrði
norðurlandssíldar
Hversvegna ekki að hlusta á
dr. Oswald
Skýrsla ísl. og norskra fiskifræðinga
um rannsóknir Johan Hjort' og ,Ægis'
Leiðangrarnir hófust 23. og
26. maí. Johan Hjort rannsakaði
hafsvæðið norðan Færeyja, norð-
austan og austan íslands til Jan
Mayen. Kannsóknir Ægis fóru
fram á svæðinu vestan og norð-
vestan íslands og út af norður-
ströndinni vestanverðri. Gerðar
voru athuganir á hita sjávar, þör
ungagróðri, átu og síld.
Norðan og norðaustan þess
svæðis, sem íslenzku og norsku
skipin athuguðu, er rússneskur
leiðangur við rannsóknir. Þar
sem rússnesku skipin gátu ekki
komið til fundarins á Akureyri,
er gert ráð fyrir öðrum fundi í
lok þessa mánaðar, er öll skipin
hafa lokið rannsóknum sínum.
II. ÍSINN
í byrjun júní lá ísröndin norð-
vestan íslands óvenjulega sunn-
arlega, eða aðeins um 35 sjómíl-
ur út af Horni. Við Jan Mayen iá
ísröndin hinsvegar frekar vestar-
lega eða um 17. lengdarbaug.
- III. SJÁVARHITINN
A svæðinu vestan íslands reynd
ist hitinn í 100 og 20 m dýpi um
einni gráðu lægri en í vorleyð-
angri Ægis í fyrra. Undan Norð-
ur- og Austurlandi reyndist hit-
inn talsvert lægri en í fyrra. —
r' Þess ber þó að geta, að ratlnsókn
í irnar í ár eru framkvæmdar 10
, /iögum fyrr en í fyrra, og að end-
urteknar hitamælingar hafa sýnt
mjög örar hitabreytingar á
skömmum tíma, sérstaklega á
svæðinu norðan og austan Langa
ness. Gera má þó ráð fyrir, að
hitinn í 20 og 100 m. dýpi sé nú
orðinn svipaður því, sem meðal-
hitinn er á þessum árstíma, sam-
kv. rannsóknum síðustu 13 ára.
IV. PLÖNTUSVIFIÐ
Rannsóknir á plöntusvifi beind
ust aðallega að því að athuga
magn og dreifingu plöntusvifsins
og framleiðslugetu sjávarins af
lífrænum efnum. Sömuleiðis voru
gerðar víðtækar athuganir á gegn
sæi sjávar. Athuganir þessar
sýndu, að mjög mikið plöntumagn
var fyrir hendi í kalda sjónum
milli íslands, Jan Mayen og íss-
ins. Hámark plöntumagnsins
fannst i miðjum austur-íslands-
straumnum, en hann mátti rekja
alla leið suður undir Færevjar.
Annað gróðurríkt svæði var vest
an íslands sunnar, 65 gr. "0 m.
N. L. og í heita sjónum norðan
lands og strandsjónum norðan
og austan lands fannst íremur
lítið magn plöntusvifs. Atlant-
íski sjórinn milli Færeyja og ís-
lands, virtist einnig fremur gróð-
urlítill.
Rannsóknirnar á plöntusvif-
inu virtust eindregið sýna, að
plöntugróðurinn í kalda sjónum
væri í hámarki, en í atlantíska
sjónum og í strandsjónum, þar
sem plöntumagnið var lítið, virt-
ist hámark gróðursins vera liðið
hjá.
V. DÝRASVIFIÐ
Áturannsóknir sýna, að nú er
átumagnið á rannsóknarsvæð-
inu yfirleitt meira en það var
1961, nema á svæðinu út af Snæ-
fellsnesi og Látrabjargi. Mikil
rauðáta var nú á Vestfjarðamið-
unum, en þau hafa verið rauðátu
snauð á þessum árstíma mörg
undanfarin ár. Á vcstursvæðinu
norðan lands er átumagnið helm-
ingi meira en það var í fj/rra. Á
mið- og austursvæðinu norðan
lands var nú einnig meiri rauð-
áta en 1961. Átuhámörkin á Norð
urlandssvæðinu náðu nú bæði
vestur og sunnar en í fyrra.
Niðurstöður áturannsóknanna
eru því þær, að síldin héfur nú
góð fæðuskilyrði á Norðurlands-
miðum, sem væntanlega munu
lialdast á næstunni, þar sern
rauðátan er þar aðeins hálfvaxin.
Út af Vestfjörðum stendur rauð-
átuhrygning fyrir dyrum, svo að
þaðan má einnig vænta aukins
magns á Norðurlandsmið, þegar
hin nýja kynslóð vex upp.
VI. SÍLDIN
Síldar varð vart út af Vestur-
landi á mun stærra svæði en í
fyrra, en víðast hvar var síldin
þar dreifð eða í örsmáurn torfum.
Allgóðar torfur fundust þó úí af
Látrabjargi. Á Norðurlandsmið-
um fannst nú talsvert síldarmagn
um 100 sjómílur út af Húnaflóa
25—40 mílur NA af ICoibeinsey
og 70 — 90 mílur norður af Þistil-
firði. Út af Húnaflóa var síldin í
smátorfum, en á mið- og austur-
svæðinu var einnig um stórar
torfur að ræða á 10—50 m dýpi.
í kalda sjónum NA af Langanesi
fannst einnig talsvert síldar-
magn. Þar virtist síldin vera á
vesturgöngu. Norður af Færcyj-
um og út af Austfjörðum varð
vart við dreifða síld á stóru
svæði. Síldarrannsóknirnar sýna
glöggt, að í ór hefur síldin geng-
ið mun vestar en á sama tíma í
fyrra. Þá varð síldar ekki vart
vestan Þistilfjarðar. en nú er
hún komin að minnsta kosti vest
ur undir Kolbeinsey, eins og að
framan getur.
VII. NIÐURSTÖÐUR
Þar sem ætisgöngur sildar-
innar á Norðurlandsmiðin eru
háðar þeim miklu breytingum,
sem í sjónum verða á þessurn árs
tíma, er erfitt að gera sér fulla
grein fyrir, hvernig þeim verði
háttað langt fram í timann. Hið
mikla rauðátumagn, sem nú er á
Norðurlandsmiðum, bendir þó
eindregið til þess, að síldin muni
þar hatdast í góðum torfum fyrst
um sinn. Þegar fram í sæk'r, eru
einnig horfur á, að rauðátumagn-
ið haldist, enda þótt hugsanlegt
sé, að hið tiltölulega litla þöru-
magn í atlantíska sjónum geti tak
rnarkað stærð hinnar nýju rauð-
átukynslóðar á vissum svæðum
norðanlands, en það heíur úr-
slitaáhrif á göngur og torfumynd
un síldarinnar eftir lok þessa
mánaðar.
J. Smith
Notið hið ein-
síæða tækifæri,
— ineðan
þessi
heimsfrægi predikari dvelur liér á landi. —
— Hann mun vera í Frí-
kirkjunni til 21. júní og
tala kl. 8,30 hvert kvöld.
Komið strax / kvöld
NEFNDIN.
ÁRSSALA Kl
MILLJÓNI
Tsafirði, 9. júní.
AÐALFUNDUR Kaupfélags ísfirð
inga var haldinn í fundarsal félags
ins á ísafirði dagana 2. og 3. júní
s. 1.
Kaupfélagsstjórinn, Jóhann T.
Bjarnason, flutti ítarlega skýrslu
um rekstur og afkomu félagsins
á liðnu ári.
Heildarvörusalan, að frád.'cgn-
Slasaðist um-
borð i Heklu
ÞEGAR farþegaskipið Hekla var
á leið frá Álborg til Reykjavíkur,
hinn 4. júní sl., varð það slys um
borð, að bátsmaðurinn, Sverrir Her
mannsson, féll illa og meiddist eitt
hvað á höfði. Var hann fluttur í
land í Lerwick á Shetlandseyjmn.
Sverrir náði sér þó fljótlcga, og er
nú kominn heim.
Hekla var í „klössun“ í Álborg,
og hefur nú byrjað sínar árlegn
Norðurlandaferðir.
um söluskatti og álagningarlausum
vörum varð rúmar 27 miltjónir
króna og hafði aukizt um rúmar 3
millj. kr. frá fyrra ári. Álagður
söluskattur nam kr. 613.486.00.
Innvegin mjólk nam 1.333.765
kg. og er aukningin 74.932 kg. frá
árinu á undan.
Mjólkurframleiðendur hafa feng
ið að meðaltali kr. 4,795 fyrir hvern
lítra af mjólk á árinu 1961 og er
það 4614 eyri hærra en verðlags-
grundvöllurinn gerir ráð fyrir.
Innlagt dilka og geldfjárkjöt
varð rúmlega 104 tonn, en það er
10 tonnum minna en í fyrra.
Bændur fengu meira en verð-
lagsgrundvallarverð fyrir slátur-
afurðir sínar á síðasta ári.
Stjórn K.í er nú þannig skipuð:
Marías Þ. Guðmundsson, formað-
ur, Björgvin Sighvatsson, Birgir
Finnss., Guðm. Guðm., Ragnar Ás-
geirssori. — Kjartan Helgason, Un-
aðsdal, Hákon Salvarsson, Reykj-
arfirði, Páll Sólmundsson, Bol-
ungavik og Kristján Jónsson,
Hnífsdal.
Alþýðublaðinu barst eftirfarandi
i fréttatilkynning frá Sjávarútvegs-
máltráðuneytinu í gær:
Samkvæmt lögum nr. 40/1960
um takmarkað leyfi til dragnóta
veiða í fiskveiðilandhelgi íslands
undir vísindalegu eftirliti, hefur
ráðuneytið ákveðið opnun veiði-
svæða til dragnótaveiða sem hér
i segir. Veiðisvæðin eru ákveðin með
! hliðsjón af álitsgerðum hlutaðeig-
andi aðila eins og greind lög gera
i ráð fyrir:
11. Milli lína réttvísandi norðaustur
um Bjarnarey sunnan Vopna-
fjarðar, og réttvísandi austur
í frá Gerpi..
Þó skulu veiðar óheimilar innan
línu úr Skálanesi um Borgarnes
í Kögur fyrir Seyðisfjörð og Loð
mundarfjörð
2. Frá línu Reyðarfjall um Skrúð
, að línu réttvísandi 120° frá
I Hafnarnesvita sunnan Fáskrúðs
fjarðar.
Veiðar skulu þó óheimilar inn
f.iarða í Fáskrúðsfirði, innan línu
úr Hafnarnesvita að sunnan i
Hafnarnes (Vattarnes) að norðan
3. Frá línu réttvísandi austur frá
Kambanesi að línu réttvísandi
suður frá Geithlíðarfjalli (220°
v.I.) austan Grindavíkur.
4. Samfellt svæði fyrir Faxaflóa,
Breiðafjörð og Vestfirði, að línu
réttvísandi norðaustur frá Geir
ólfsgnúpi á Ströndum.
Svæðið takmarkast að sunnan
af iínu réttvísandi vestur úr
punktinum 64° 8‘ n. br. og 220°
42‘ v.l. og i Faxaflóa af línu sem
dregin er úr þeirn punkti um
Gerðistangavita, Gróttuvita og
Þormóðsskersvita í Kirkjuhóls-
vita.
Á Vestfjörðum cr dragnótaveiði
óheimil innfjarða, innan lína sem
hér segir:
1. Úr Ólafsvita um Tálkna, þvert
fyrir Patreksfjörð og Tálkna-
fjörð.
2. Milli Svarthamra að sunnan og
Tjaldaness að norðan í Arnar-
firði.
Framh. á 14. síðu
ATVINNA
13. ára dreng vantar vinnu.
Helzt í sveit, er vanur sveita-
vinnu.
Upplýsingar í síma: 51072 eft-
ir kl. 6.
10 M. júní 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ