Alþýðublaðið - 14.06.1962, Síða 15
Þeir cltu mig, en ég kom henni
um borð. Ég varð að rota hana
fyrst. Hún var enn að reyna að
drepa mig. Þegar við náðum til
Trezibond, svo að ég fór með
hana þangað sem ég bjó og
kiæddi hana ur öllum fötum og
geymdi hana nakta í hlekkjum
undir borðinu. Þegar ég var að
borða', var ég vanur að fleygja
til hennar bita og bita, eins og
handa hundi. Hún varð að læra,
hver væri húsbóndinn. Áður en
það gæti orðið, gerði móðir mín
fáheyrðan hlut. Hún kom í heim
sókn til mín fyrirvaralaust. Hún
kom til að segja mér, að faðir
minn vildi tala við mig þegar í
stað. Hún fann stelpuna. Nú
varð mamma í fyrsta skipti veru
lega reið við mig. Reið Hún
sleppti sér. Ég var grimm bulla,
og hún skammaðist sín fyrir að
vera móðir mín. Það yrði að
fara þegar í stað með stúlkuna
til ættingja sinni. Móðir mín
kom með nokkuð af sínum eig-
in fötum ofan frá húsinu. Stúlk
an fór í þau, en þegar til kom
neitaði hún að yfirgefa mig“.
Darko Derim hló tröllahlátri.
,.Fróðlegt dæmi um sálir
kvenna, vinur snar. Jæja, en
þetta vandamál með stelpuna er
önnur saga. Á meðan móðir mín
var að stumra yfir henni og fékk
ekkert annað en sígaunaformæl
ingar að launum, var ég að tala
við föður minn, sem ekki hafði
heyrt orð um þetta og heyrði
aldrei. Móðir mín var þannig.
Það var annar maður hjá föður
mínum, hávaxinn, rólyndislegur
Englendingur með svarta pjötlu
yfir öðru auganu. Þeir voru að
tala um Rússa. Englendingurinn
vildi fá að vita, hvað þeir hefð
ust að við landamærin, hvað
væri að gerast í Batum, olíu- og
flotahöfninni, sem er aðeins
rúma sjötíu kílómetra frá Tre-
bizond. Hann mundi greiða vel
fyrir upplýsingar. Ég kunni
ensku og ég kunni rússnesku. Ég
liafði góð augu og eyru. Ég átti
bát. Faðir minn hafði ákveðið, að
ég skyldi vinna fyrir Englend-
inginn. Og þessi Englendingur,
vinur minn, var Dansey majór,
fyrirrennari minn, sem yfirmað-
ur T-stöðvar. Og afganginn*,,
Kerim sveiflaði sígarettumunn-
stykkinu. „geturðu gert þér í
hugarlund".
„En hvað um þjálfunina til að
verða aflraunamaður að at-
vinnu?“
„Ah“, sagði Kerim slóttugur,
,,það var bara aukastarf. Um-
ferðasirkusar okkar eru næstum
því einu Tyrkir, sem hleypt er
yfir landamærin. Rússar geta
ekki lifað án sirkusa. Það er
svona einfalt. Ég var maðurinn,
sem reif sundir hlekki og lyfti
hlutum með kaðli milli tann-
anna. Ég glímdi við sterku menn
ina í rússnesku þorpunum. Og
sumir af þessum Grúsíumönn-
um eru tröllauknir. Sem betur
fer eru þeir heimsk tröll, og ég
vann því næstum alltaf. Á eft
var alltaf mikið um kjaftasögur
ir, þegar byrjað var að drekka,
og mikið talað. Ég gerði mér upp
bjánalegan svip og þóttist ekki
skilja. Við og við spurði ég sak
leysislegra spurninga, og þá
voru þeir vanir að hlæja að
heimsku minni og segja mér svar
ið . . “.
Annar rétturinn kom og með
honum flaska af Kavaklidere,
hráu búrgundarvíni, sem var
eins og hvert annað Balkanvín.
Kebabinn var góður og bar keim
af reykstri vínsflesksfitu og lauk.
Kerim borðaði eins konar Tart-
arasteik — stóra flata bollu úr
hráu kjöti með pipar og öðru
kryddi, en öllu haldið saman
með eggjarauðu. Hann lét Bond
smakka af gafflinum. Það var
lostætt og Bond hafði orð þar
um.
„Ættir að borða það á hverj-
um degi“, svaði Kerim alvar-
lega. „Það er gott fyrir þá, sem
vilja stunda ástir að ráði. Það
eru líka vissar æfingar, sem mað
ur á að gera í sama augnamiði.
Slíkt er veigamikið fyrir karl-
mcnn. Eða að minnsta kosti fyr
ir mig. Eins og faðir minn, nota
ég mikið af kvenfólki. En öfugt
við hann þá drekk ég líka og
reyki of mikið, og það á ekki vel
við ástafar. Ekki heldur þessi
vinna sem ég stunda. Of mikil
spenna og of mikið um að hugsa.
Blóðstraumurinn liggur því til
heilans í staðinn fyrir þangað,
sem hann ætti að fara til ásta.
En ég er áfjáður í lífið. Ég geri
of milcið af öllu alltaf. Einn góð
an veðurdag stanzar hjartað í
mér. Járnkrabbinn tekur mig,
eins og föður minn. En ég er
ekki liræddur við Krabbann. Ég
dey þá að minnsta kosti úr lieið
virðum sjúkdómi. Ef til vill
setja þeir á legsteininn minn:
„Þessi maður dó af því að lifa
of mikið“.
Bond hló. „Farðu ekki of
fljótt, Darko“, sagði hann. „M.
mundi verða mjög óánægður
með þig. Honum finnst mikið til
þ(n koma“.
„Finnst honum það?“ Kerim
horfði fast í andlit Bonds til að
sjá hvort hann sagði satt. Hann
hló glaðlega. ,Ef svo er, læt ég
Krabbann ekki fá líkaama minn
strax“. Hann horfði á úrið sitt.
„Komdu, James“, sagði hann.
„Það er gott, að þú minntir mig
á skyldustörfin. Við fáum okk
ur kaffi á skrifstofunni. Við meg
um lítinn tíma missa. Á hverj
um degi klukkan 2,30 liafa Rúss
arnir herráðsfund. í dag gerum
við þeim þann heiður að vera
viðstaddir umræður þeirra“.
16. kafli.
ROTTUGÖNGIN
í svalri s'krifstofunni biðu þeir
eftir hinu óumflýjanlega kaffi,
en á meðan opnaði Kerim skáp
á veggnum og tók fram tvo sam
festinga. Kerim fór úr öllu, nema
nærbuxunum og fór í annan sam
festinginn og fór í vaðstígvél.
Bond tók hinn samfestinginn og
valdi sér stígvél, sem nokkurn
veginn pössuðu honum og fór í
þau.
Með kaffinu kom yfirskrifar-
inn með tvö sterk vasaljós, sem
hann lagði á skrlfborðið.
Þegar skrifarinn var farinn
út, sagði Kerim : „Hann er einn
af sonum mínum — sá elzti.
Hin þarna frammi eru öll börn
mín. Bílstjórinn og varðmaður-
inn eru frændur mínir. Bléð-
bönd eru bezta tryggingin. Og
þessi kryddverzlun er ágætt dul
argervi fyrir okkur öli. M. hjálp
aði mér að byrja á henni. Hann
talaði við vini sína í City í
London. Eg er nú helzti krydd-
kaupmaður í Tyrklandi. Eg er
fyrir löngu búinn að greiðn M.
peningana, sem mér voru lánað-
ir. Börnin mín eru hluthafar í
fyrirtækinu, Þau lifa góðu lííi.
Þegar vinna þarf leynileg störf,
vel ég það barnið, sem bezt hent
ar. Þau eru öil þjálfuð í ýms-
um leynilegum störfum. Þau cru
vel gefin og hugrökk. Sum þeirra
hafa þegar drepið fyrir mig.
Þau mundu öll fórna lífi fyrir
mig, — og fyrir M. Kg hef
kennt þeim, að bann gengur
næst guði." Kerim dró úr orð-
um sínum með handarhreyf-
ingu. „En þetta er nú aðeins iii
að skýra þér frá, að þú ert í
góðum höndum."
„Ekki hafði mér dottið ann-
að í hug.”
„HaP’ sagði Kerim. Hann tók
upp vasaljósin og fékk Bond
annað. „Og nú til starfa.”
Kerim gekk yfir að hinum
breiða bókaskáp með glerinu og
stakk hendinni aftur fyrir hann.
Það heyrðist smellur og skáp-
urinn rann hljóðlega og auö-
veldlega til vinstri meðfram
veggnum. Að baki honum var
lítil hurð, sem féll alveg inn
í vegginn. Kerim ýtti á aðra
hlið hurðarinnar og komu þá í
ljós þröng göng með steinþrep-
um, sem lágu beint niður. Inni-
lokunarþefur, sem líktist dálítið
lyktinni í dýragörðum, barst inn
í herbergið.
„Far þú á undan,” sagði Ker-
im. „Farðu alveg niður þrepin
og bíddu. Eg verð að ganga frá
dyrunum.”
Bond kveikti á vasaljósinu og
gekk inn í göngin og varlega
niður þrepin. L.iósið sýndi, að
veggirnir voru nýhlaðnir og um
tuttugu fet fyrir neðan sást
glitra á vatn. Þegar Bond kom
niður, sá hann, að vatnið var
smálækur, sem rann eftir ræsi
í miðjum, hvelfdum og fornum
göngum, er hölluðu bratt upp
til hægri. Til vinstri héldu göng-
in áfram niður á við og bjóst
Bond við, að þau mundu koma
út undir yfirborði Gullhorns-
ins.
Lengra í burtu en ljós Bonds
til — heyrði hann hljóð af stöð-
ugri hreyfingu og í myrkrinu
sáust hundruð örsmárra rauðra
ljósa, sem hreyfðust. Það var
sama á hvorn veginn litið var.
Um fimmtán metra frá á nvorn
veg voru þúsundir rottna að
liorfa á Bond. Þær voru að þefa
af honum. Bond sá fyrir sér
hvernig veiðihárin lyftust lítil-
lega frá tönnunum. Hann velti
því snöggvast fyrir sér, hvað
þær mundu gera, ef Ijósiö slckkn
aði.
Kerim var skyndilega kominn
að hlið hans. „Það er langt klif-
ur. Stundarfjórðungur. Eg vona
að þú sért dýravinur,” lilátur
Kerims bergmálaði gífurlega í
göngunum. Rotturnar skutust til i
ög frá. „Því miður er ekki um
margt að ræða. Rottur og leður- <
bJökur. Þúsundir af þeim. Og
við verðum að reka þær á und-
an okkur. Þegar dregur að leið- ■
arlokum eru þrengslin orfSri si'
veruleg. Við skulum leggja át *'
stað. Loftið er gott. Það er þurrt
beggja vegna lækjarins. En á ,
veturna koma flóðin og þá verð-'
um við að nota froskmannabún- !
inga. Beindu ljósinu að tánum'
á þér. Ef leðurblaka lendir á ,
hausnum á þér, þá ýttu henni'
burtu. Það gerizt ekki oft. Þær
liafa góðar ratsjár.”
Þeir lögðu af stað upp bratt- .
ann. Lyktin af rottunum og úr-
gangi leðurblakanna var geysi-
leg. Bond fannst sem hann
mundi ekki losna við hana
tengi.
Hópar af leðurblökum héngu,
eins og klasar af visnuðum vín-
berjum úr loftinu, og þegar
höfuð annað hvort Kerims eða
Bonds rákust við og við á þær,
flugu þær ískrandi út í myrkrið.
Fyrir framan þá, þar sem þeir
klifruðu, varð fjöldi hinna ískr-
andi, rauðu smáljósa þéttara
báðum megin við ræsið. Stund-
um beindi Kerim ljósi sínu
lengra fram og þá skein það á
gráa breiðu, þar sem glitraði á
tennúr og veiðihár. Þegar þetta
gerðist, greip ofsaleg skelfing
rottumar, og þær, sem næstaP
voru, stukku þá gjarnan upp á
bök þeirra, sem fyrir framart
voru, til þess að komast undan.
Fallandi gráir skrokkar bárustJ
stöðugt niður eftir ræsinu, — og;
eftir þvi sem lengur leið og •
þrengslin urðu meiri nálguðust
öftustu raðimar æ meir.
Mennirnir tveir beindu vasa-
liósum sínum eins og byssum aS
öftustu röðunum, þar til þcir
eftir stundarfjórðung voru komu
ir á ákvörðunarstað.
Það var djúp hliðarhvelfing
úr nýjum múrsteini. Þar voru 2
bekkir sitt hvorum megin vifl ’
hlut, sem segldúkur var vafina1
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 14. júní 1962 |,5 *