Alþýðublaðið - 24.06.1962, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 24.06.1962, Blaðsíða 5
mwW%WW*W*MMWWWWW4MtMWWWWW«MMWMMW*WWWWMM»WWWWWWMM>MWW«%M4WMWMMiWWWiWWW»%WWWWi HVAR sem tveir menn eð'a fleiri hittast, ber stöðvun fiskiskip- anna á góma. — Ætlum við að láta tum- arið líða, án þess að síldveiði- skipin losi landfestar? segja menn. Hvernig; er þetta með togarana? Eiga þau dýru skip að grotna niður í margra mán- aða verkfalli? Þannig talar fólk. Allir eru sammála um það, að koma verði fiskiskipunum sem fyrst á veiðar, utan það, að ein- staka maður kveðst vilja selja togarana úr landi og losa okk- ur við þá. En þegar farið er að ræða um ástæðurnar fyrir stöðv un fiskiskipanna kemur*ágrein- ingurinn upp. í kjaradeilunum tveimur er það svo, að sjó- menn hafa stöðvað togarana, en útvegsmenn síldveiðibátana. — Síðustu togarasamningar voru gerðir 1. nóvember 1958 og síð- an hafa eklti verið gerðir heild- arsamningar fyrir togarasjó- menn, en að sjálfsögðu hafa orðið breytingar á kjörum tog- arasjómanná í samræmi við breytingar á fiskverði, sem síð- an liafa orðið. Samningum þess- um var sagt upp fyrir tveimur árum, en eltki var boðað verk- fall fyrr en í vor. Ekki verð- ur því annað sagt, en að tog- arasjómenn hafi sýnt mikla bið lund. Hitt er annað mál, að togaraútgerðin á í fjárhagsörð- ugleikum og getur ekki staðið undir kauphækkunum án ao- stoðar hins opinbera. Þegar Iög in um Aflatryggingasjóð sjávar- útvegsins voru sett á síðasta þingi, en samkvæmt þeim eiga togararnir að fá bætur úr sjóðnum, var ekki gert ráð fyr- ir miklum kauphækkunum til togaranna. Gjaldþol hins nýja sjóðs er því ekki það mikið, að hann geti tekið á sig að bæta togurunum þær kauphækkan- ir, sem sjómenn fara fram á. En ei að síður mun togaraeig- endum það ljóst, að þeir fá enga sjómenn á togara sína upp á óbreytt kjör. Togarasjómenn LAUNADE LURNAR verða vlssulega að fá kjarabæt- ur ekki síður en verkafólk í landi. En hvernig á að veita þeim slíkar kjarabætur, ef tog- araútgerðin sjálf er ekki fær um að greiða þær? Ja, senni- lega verður ekki komizt hjá því, að hið opinbera taki það á sig að' einhverju leyti að hversu langt verkfallið á tog- urunum er orðið. En deilan um hlutaskiptin á síldveiðibátun- um virðist ekki auðleystari held ur. Samningar sjómanna og út- vegsmanna um kjörin á síld- veiðiskipunum eru frá 1959, þ. e. utan Vestfjarða og Vest- mannaeyja. Samkvæmt þeim greiða kjarabætur togarasjó- manna, beint eða óbeint. Stærri þjóðir hafa orðið að láta togur- um sínum í té beina styrki und- anfarið vegna tímabundinna erfiðleika þeirra. Og við verð- um að fara svipaða leið vegna þess, að okkar fábreytta at- vinnulíf þolir ekki að missa þessi mikilvægu atvinnutæki. Deilan um kjör togarasjó- manna hefur reynzt örðug úr- lausnar eins og bezt sést á því Þessum samningi hafa út- vegsmenn nú sagt upp og í rauninni hafa þeir sett á verk- bann. Fara útvegsmenn fram á það, að' hlutur skipverja verði lækkaður á þeim forsendmn, að' kostnaður útgerðarinnar vegna hinna dýru tækja hafi hleypt svo mjög fram öllum samningum fá skipverjar um það bil 52-54% af brúttóafla.Það eru venjul. 10-12 skipverjar á síldveiðibátum með hringnót. Áhöfnin fær I fyrsta Iagi 40% af brúttóafla. Auk þess eru við- bótarhlutir til yfirmanna, ca. 4% til skipstjóra, 2% til vél- stjóra og 1. stýrimanns, hvors um sig og 1% til 2. vélstjóra. Og að lokum fá skipverjar G% or- lof. Eru þá ótaldir nokkrir smærri liðir. útgerð'arkostnað'i. Segja þeir, að hin nýju tæki, kraftblakkir, nylonnætur og ratsjár hafi stór aukið aflann og hleypt frain tekjum sjómanna án ■ þess, að útgeröin hafi borið meira lír býtum í hagnaði. Sjómenn hafa hins vegar ekki viljað fallast á að skerða kjör sín frá því, sem nú er og segjast eiga að njóta góð's af auknu aflamagni. Út- gerðarmenn segja, að það sé sanngirniskrafa, er þeir beri fram um það, að tekxð verði tillit til hins aukna kostnað- ar, við hin nýju tæki og sjó- menn sýni ekki nægilegan skiln ing á réttmæti kröfu þeirra. Segja má, að í deilu sjómanna og útvegsmanna hafi deiluað- ilar haft hlutverkaskipti. Nú eru það útvegsmenn sem heimta „kjarabætur” og ætlast til þess að þær' gangi fram skjótlega. En þeim ætti ekki að koma það á óvart, þó fyrirstaða verði nokk ur, þar eð ekki hefur það svo sjaldan verið hlutskipti þeirra að hafna kröfum sjómanna urn bætt kjör. Og enda þótt kröf- ur útvegsmanna séu vel rök- studdar er það eðlilegt, að sjó- menn séu tregir til þess að af- sala sér þeim kjörum, er þeir nú hafa fyrir lakari kjör. Sannleikurinn er sá, að út- vegsmenn geta að nokkru ieyti kennt sjálfum sér um það, að gildandi samningar eru þeim ó- hagkvæmir. Strax og veiðarnar með hin nýju tæki hófust, hefðu þcir að sjálfsögð'u átt að fara fram á, að nýir samningar væru gerðir fyrir þær sérstajtlega og þá hefðu getað verið tvenns konar samningar i gildi, eftir því hvort hin gamla eða nýja vciðiaðferð væri not- uð. En þetta gerðu þeir ekki og mun ástæðan sú, að þeir hafi ekki gert sér grein fyrir, að kostnaðurinn við hinn nýja útbúnað yrði eins mikiil og raunin hefur orðið á. T. d. töldu þeir nylonnæturnar mundu endast lengur en útlit er nú fyrir. Þegar þetta er ritað, er enn ekkert útlit fyrir samkomulag um kjör bátasjómanna. Norð- menn eru byrjaðir síldveíðar hér við land og rússnesk síld- veiðiskip eru væntanleg. Aug- Ijóst er því, að íslendingar geta ekki haft síldveiðiskip sín bund- in í höfn öllu lengur. Það verð- ur því að leysa deiluna þegar í stað. wtwwwwwMWiwwwiwwwwvww 12 gerðir sófasetta — 7 gerðir borðstofuborða 8 gerðir borðstofuskápa — 9 gerðir borðstofustóla Ótal gerðir svefnherbergissetta ftuk þess fjölbreytta úrvals nýrra húsgagna sem aS ofm er getiS höfum vi5 hafiS starfrækslu B-deildarinnar, sem annast um sölu notaSra húsgagna fyrir yður t. d. ef fólk vi!l skipta um húsgögn þá seljum við þau eldrl SKEIFAN KJÖRGARÐI SKMI 16975 Þiljuvöllum 14, Neskaupstað ÚTIBÚ í*orgeir Kristjánsson, Homafirði Húsgagnastofan, Borgarnesi ALÞÝDUBLAÐIfl - 24. júní 1962 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.