Alþýðublaðið - 01.07.1962, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 01.07.1962, Blaðsíða 3
MUVMMHMMMMmHVMHU LOFTLEIÐA- FRÉTTIR STUTTU MÁLI ★ A AÐALFUNDI Loftleiða. sem haldinn vir í fyrradajf, var stjóru féligsins einróma endurkjörin (sjá mynd á ior- síðu), en hana skipa'. íinst- ján Guðlaugsson hrl., Sigurð- ur Helgason frkv.stj. Alfreð Elíasson frkv.stj. E. K. Olsen flugdeildarstj. og Einar Árna son, flugstj., en í varastjcrn % Dagfinnur Stefánsson, flag- stj- og Sveinn Benedíktsson, frkv.stj. Endurskoðendur voru kjörnir hinir sömu og fyrr:' Stefán Björnsson, skrif- stofustj. og • Þorleifur Guð- mundsson, skrifstofustj. ★ LOFTLEIÐIR hafa ákveð- ið að hefja byggingarfram- kvæmdir, jafnskjótt og lóð hefur fengizt. ★ FLUGFÉLAGIÐ Loftleið- ir seldi á síðasta ári erlend- an gjaldeyri fyrir 39.234.000 — en keypti gjaldeyri fyrir 4'/Í! milljón og skilaði því netto til bankanna gjaldeyri, sem svarar 34.651,00 ísl. kr. Þá greiddi félagið af fiug- vélunum $843.00 eða kr. 36.000.00 með eigin gjald- eyri. ★ ÁFORMAÐ er, að Loft- leiðir taki í sínar hendur mest allt viðhald flugvéla sinna á næstu árum. — í þessu sambandi hefur félag- ið ákveðið að aðstoða 15—20 pilta til flugvirkjanáms í Bandaríkjunum. ★ ÁKVEÐIÐ hefur verið að leigja DC-6B flugvél frá Flug félagi íslands h.f. í fjórar ferðir frá Helsinki til New York í ágúst og sentember til að létta á áætlunarvélum flugfélagsins. /MMMMMVMMMMMMMVVMM ALSlR Framhald af 16. síðn. frönsku stjómina sem mest í á- standinu í Alsír, ráða de Gaulle forseta af dögum og ræna síðan völdunum í Frakklandi sjálfu með stjórnarbyltingu varð að engu þegar leyniviðræðum OAS og FLN í Algeirsborg lauk með vopnahléi. Svo virðist sem OAS-menn sjálf ir sjái eftir hinum tilgangslausu mannvígum og hryðjuverkum. OAS-menn í Oran voru lengur að átta sig, en félagar þeirra í Alsír, enda eru % íbúanna þar af evrópskum ættum, og flestir hinna síðarnefndu af spönskum en ekki frönskum stofni. VIÐBJÓÐUR. Það eru einkum tvær ástæður til uppgjafar OAS. í fyrsta lagi hefur fólk af evrópskum ættum gert sér grein fyrir því, að eina framtíðarvon þeirra er samstarf við Múhameðstrúarmenn í Iand- inu og engin framtíð bíður þeirra í Frakklandi. í öðru lagi hafa æ fleiri menn af evrópskum ættum fengið viðbjóð á hryöju- verkunum og þessi almenni við- bjóður hefur einnig gert vart við sig í röðum OAS og forystunni reyndist æ erfiðara að hafa stjórn á hófsamlegri mönnum innan sam takanna. Framtíðin virðist vera bjartari nú en fyrir nokkrum dögum, — þegar 10 þúsund flýðu daglega til Frakklands. Nú hefur dregið mikið úr flóttamannastraumnum. EINN ÞRIÐJI FLÚINN. Af einni milljón evrópsk-ætt- aðra íbúa Alsírs er þriðjungurinn farinn úr landi. Þar af hefur helm ingurinn skráð sig sem flófta- menn, en jiinir eru í „sumar- leyfi.” Hér er aðallega um konur og börn að ræða, sem eiga eig- inmenn og feður heima í Alsír er fylgjast með framvindunni. Ef þeir telja ástandið sæmilega tryggt að kosningum loknum er ekki ólíklegt að meirihluti kvenn anna og barnanna snúi aftur. Þó er það talin staðreynd, og hryggir það marga, að eitthvað á milli 33 og 50% manna af ev- rópskum ættum verði um síðir að fara úr landi, aðallega bænd- ur og ófaglærðir verkamenn. Hins vegar er mikil þörf fyrir tæknimenntaða menn, og talið er, að efnahagslíf landsins mundi hrynja til grunna, ef þeirra nyti ekki við. Samkvæmt Evian-samn- ingnum hefur fólk af evrópskum uppruna þrjú ár til að ákveða — livort það vill verða um kyrrt í Alsír eða flytja af landi burt. ENGIN KOSNINGABAR- ÁTTA. Engin kosningabarátta hefur verið háð, og hafa margir kvart- að yfir því. Hin raunverulega kosningabarátta verður ekki háð. fyrr en kosningum lýkur, þar sem enginn alsírskur flokkur, er keppt gæti við FLN, býður fram, og held ur ekki neinn flokkur manna af evrópskum uppruna. Að kosningunum loknum koma ágreiningsefni og skoðanamunur FLN-leiðtoganna betur í ljós. Ben Bella er enn vinsæll meðal als- írsku þjóðarinnar, síðan Frakkar handtóku hann 1956.' Og gerðu hann að píslarvætti. En fangavist I in varð til þess, að hann missti stjórnina á flokknum að miklu leyti út úr liöndunum á sér á sama hátt og Ferhat Abbas, sera nú hefur sáralítil eða epgin áhrif innan hreyfingarinnar. Ben Bella hefur sýnt með kuldalegri afstöðu sinni til við- ræðnanna við OAS, að hann er andvígur öllu því, sem franskt er. Aftur á móti er Abbas hóf- samur í skoðunum og hægfara. NÝ KYNSLÓÐ. Meðal Ben Bella sat í fang- elsi og Abbas var enn foringi óx upp ný kynslóð innan hreyfiug- arinnar og eru þeir B'en Khedda, sem var vinstri sinni og gat því náð samkomulagi við Frakka, er gerði Eviansamning|na mögu- lega, — og Belkacem'Krim, sem var einn af 9 mönnum er skipu- j lögðu uppreisnina 1'954 og sá| eini, sem nokkurt orð fer af, t. d. sem laginn sáttasenijari dæmi- gerðir fulltrúar hennar. HLUTLEYSI. Hin nýja stjórn Alsír — hver sem hún verður, og um það er rætt, -- mun gæta hlutleysis og vera hlynnt vesturlöndum, en það gera hin nánu tengsl við Frakkland á næstu árum, sem eru efnahagsleg nauðsyn. Geta má þess, að alsírskir stúd- entar, sem verið hafa við nám í kommúnistaríkjunum, hafa orðið fyrir vonbrigðum. Þá hafa leiðtog ar alsírskra þjóðernissinna forð- azt öll tengsl við franska kommún- ista. — þilplötur nýkomnar frá Finnlandi. PÁLL ÞORGEIRSSON „Uss, maður, við eigum miklu fínna sjóminjasafn - 46 togaraM Verður ferð- unum fækkað? TILMÆLI hafa borizt frá stjórn Bandarikjanna um endurskoöun á gildándi loftferðasamningi railli ís- lands og Bandaríkjanna. Þetta var tilkynnt á aðalfundi flugfélagsins Loftleiðir fyrir skömmu. Formaður félagsstjórnarinnar, Kristján Guðlaugsson hrl., tók það fram, að þessi endurskoðun þyrfti ekki að þýða neinar breytingar, lieldur væri hér aðeins um að ræða sams konar tilmæli og bor- izt hefðu til annarra þeirra Evr- ópuþjóða, sem héldu uppi flu„- ferðum til og frá Ameríku. Thor Thors, ambassador, ásamt sendinefnd héðan að heiman imm taka þátt í þessum viðræðum af íslands hálfu, — en viðræðurnar munu hefjast I septembcr næst- komandi. Krisján Guðlaugssou var bjart- sýnn á, að endurskoðun samnings- ins mundi ekki leiða til þess, að ferðum LofUeiða til Bandarikjanna yrði fækkað, — en ef sv j færi mundi það leiða til mikils tjóns fyrir Loftleiðir. Kristján Guðlaugsson sa/ði m.a.: „Stjórnendur Bandaríkja Norður- Ameríku hafa alla tíð sýnt íslenzku þjóðinni einstæða vinsemd. Því er algjör misskilningur að ætla, að nú muni annar liáttur upp tekinn og að okkur kreppt í flugmálun- um, ekki sízt þar sem félag okkar er eina félagið, sem rekur flug yf- ir Norður-Atlantsliaf án ríkis- styrks . . .“ Auglýsingasími t Alþýðublaðsins er 14906 ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 1. júlí 1962 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.