Alþýðublaðið - 01.07.1962, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 01.07.1962, Blaðsíða 8
BADEN POWELL, stofn- andi skátahreyfingarinnar, skipti markmiðum hennar í fernt: persónuleika, heil- brigði, iðni og bræðralags- hugsjón. Þessir fjórir eigin- leikar ættu að einkenna hinn góða borgara, hinn sjálfstæða, rétthugsandi mann, sem mark mið skátahreyfingarinnar er að gera úr hverjum dreng, innan vébanda hennar. PERSÓNULEIKI er fyrsta og veigamesta atriðið og al- mennt viðurkennt að sé nauð synlegur til að skapa góðan og gildan þegn í þjóðfélaginu. Góður persónuleiki auðkenn- ist af viljastyrk, þekkingu til að greina á milli hvað rétt er og hvað rangt, og til þess að gera það, sem er rétt. Baden Powell sagði, að það, sem skapaði persónuleikann, væri sómatilfinningin, sjálfstraust- ið, skilningurinn og lífsgleð- In. Það er hlutverk skátafor- ingjans, með hjálp skátalag- anna og skátaheitisins, að þroska sómatilfinningu skát- ans. Einnig hefur skipting verkefna til einstaklinganna (sbr. flokkakerfið) mikið að segja í þessa átt. í þessu efni er óhætt að krefjast mikils, því þetta er í nánu sambandi við hið bezta í skátanum og horíum líkar vel sá svipur hug sjónaranda og hreinleika, er þetta setur á verkefnin. SJÁLFSTRAUSTIÐ er ekki eins algengt meðal drengja og margir halda. Mundu að framkoma drengsins er oft drottnunargjörn og yfirborðs- kennd, til að leiða athygli frá litlu sjálfstrausti. Þetta er haégt að laga í starfinu. Skát- inn verður að finna, að hann kann eitthvað, og að það eru viss verkefni, sem hann ræð- ur við. Tjaldbúðalífið, sund- ið og matreiðslan í I. flokks prófinu og vinnan við hin mis munandi sérpróf, skapar til- finningu hjá honum, um að hafa lokið verkefni, og skap- ar honum sjálfstraust. Ef rétt er að farið, þarf ekki að fylgja því tilfinning um yfir- burði og mikilmennsku. Það fer eftir þeim anda sem ríkir f sveitinni, en hann skapar sveitaforinginn með fram- komu sinni og fordæmi. SKILNIN GURINN er að miklu leýti meðfæddur, en það er hægt að þroska alla meðfædda eiginleika. Korta- lestur, merkjasendingar, sporrakning og margar aðrar æfingar, sem gera miklar kröfur um hugmyndaflug, — kenna skátunum að beita sér til hins ýtrasta. LÍFSGLEÐIN, hið góða skap, má ekki gleymast við starfið. Það verður að kenna skátunum að gleðjast úti í náttúrunni og þroska tilhneig ingar þeirra fyrir söná, hljóm list og leik. Sveitarforingi má aldrei gleyma því, að skát arnir gera sjálfir kröfur um skemmtun. Hið háleita mark mið, sem við stefnum að, má aldrei fá hann til að gleyma, að það er líka takmark okk- ar að gleðja skátana og reyna að þroska hinar göfugmann- legu tilhneigingar þeirra með fordæmi sínu og sveitar- starfinu. HEILBRIGÐI er annað af atriðum Baden Powells og skiptist í sjálfsaga, hófsemi og atorku. Skátarnir venjast nægjusemi í útilegunum, og þeir læra að vera án tóbaks óg áfengis á unglingsárunum. Sjálfsagi og drengilegur leik-. ur (fair play) þroskazt í leikj- um og æfingum, þar sem fram tak og hugsun einstaklingsins þróast í samræmi við flokka- kerfið. Leikfimi, róður, sund o. m. fl. er mjög þroskandi. IÐNI. Það á að vera verk- efni þjóðfélagsins að þroska alla þá eiginleika æskunnar, sem gera hana að góðum og nýtum þjóðfélagsþegnum, en ekki að sníkjudýrum, sem lifa á vinnu annarra. Þessir eiginleikar eru: sjálfsagi, sparsemi, einbeitni og hand- lagni. Því verða skátalögin, útilífið og kröfurnar um nægjusemi og samvinnu í úti- legunum veigamikið verkfæri í höndum sveitarforingjans við þjálfun þessara eiginleika. BRÆÐRALAGSHUGSJÓN, Nútíma þjóðfélag verður að byggja á bræðralagi, hjálp- semi og umburðarlyndi fyrst og fremst. Kröfur flokkakerf- isins, til einstaklinganna, um að gera sitt bezta í þágu heild- arinnar, skapa góða borgara. Það er oft talað um, að ungl- ingar verði að læra eitthvað, til að geta skapað sér tilveru í þjóðfélaginu. En þeir eiga einnig að fá að vita, að það þýði ekki, að þeir eigi að böðl- ast að sínu marki á kostnað annarra., Þeir verða að læra að taka tíllit til annarra, svo að allir eða sem flestir geti hlotið betri kjör. og meiri lífs hamingju. „Reyndu að yfir- gefa þennan heim ofurlítið S > ^ OPNAN í dag er helguff S S skátum og starfi þeirra. S S Greinin Markmið og leið- S S ir er eftir Ólaf Proppé og £ S er tekin úr Hraunbúanum, ) S blaði hafnfirzku skátanna. ^ • Myndirnar eru af ýmsu S ^ varðandi skáta í Hafnar- S ^ firði, en þeir vígja nú um S S ppiorina eiæsilegt heim- S S ili. Verður í dag selt kaffi S S í félagsheimili þeirra. í S S blaðinu í gær var grein • S um heimsókn í Hraun ^ ^ hyrgi, en svo heitir ^ • heimilið. S l s betri en þú komst í hann. — Þá veiztu, að þú hefur ekki eytt ævi þinni til einskis", sagði Baden Powell í síðasta bréfi sínu til skátanna. Og mundu þetta: „Skáta- starfið er ekki sérstök og erf- ið vísindagrein, heldur skemmtilegur leikur, ef þú sérð það í réttu ljósi. Um leið er það menntandi og gagnar bæði þeim, sem gefa (stjórna) og þeim, sem þiggja. (Baden Powell). Reyndu, með því að lesa „Skátahreyfinguna,” að til- einka þér aðferðir og tilhögun skátahreyfingarinnar. í starf- inu með skátunum sést, hve snilldarlega aðferðirnar falla inn í markaðinn. Yfir 50 ára reynsla hefur sýnt, að þar sem farið er eftir flokkakcrf- inu og grundvallaratriðum skátahreyfingarinnar, gengur starfið vel. YLFINGASTARFIÐ er fyr- ir drengi á aldrinum 9 — 11 ára og uppistaða þess, „ylfing ur hlýðir gamla úlfinum" og „ylfingur gefst aldrei upp”, er vel skiljanleg krafa, sem þroskar hlýðni og handlagni og gerir kröfur til þrautseigju og stöðuglyndis. En það er einmitt það, sem vantar í rík- um mæli hjá drengjum á þess um aldri. Starfið byggist á frumskógabók Kiplings, „Dýr- heimar,” og í henni eru marg ar hugmyndir og mörg verk- efni fyrir starfið. Frumskóg- ur verkar svolítið framandi og óíslenzkur, en er ágætur bak grunnur fyrir ylfingastarfið. Það er einnig ólíkt starfinu í sveitinni, og gerir upptöku ný liðans, úr hópnum í sveitina, léttari, því að hið nýja starf í sveitinni verkar seiðandi. Þegar drengurinn er 11 — 12 ára gamall, er kominn tími til að taka hann úr hópnum, vegna þess, að þá byrjaj- per- sónuleiki hans að mótast og hann fær önnur áhugamál. SKÁTASTAARFIÐ verður nú sá vettvangur, þar sem drengurinn finnur verkefni, til að svala athafnaþrá sinni. — Flokkakerfið er grundvöllur skátastarfsins. Drengirnir starfa í flokkum, sem hver um sig inniheldur 6—8 skáta og er stjórnað af jafnaldra þeirra eða lítið eitt eldri félaga. — Kjarni flokkakerfisins er, að „drengir eiga að sfjórna drengjum,” og að eins mikil ábyrgð og möguleikar eru á, sé lögð á herðar flokksfor- ingjans, samheldni og bræðra lags er krafizt af flokknum. í heild. Með flokkakerfinu notum við okkur þá stað- reynd, að það er eðli drengja, að skipa sér í hópa, sem stjórnað er af jafnaldra eða aðeins eldri dreng. Oft hafa þessir hópar það tak- mark, að brjóta rúður og fleira þess háttar, ekki af ill- mennsku, heldur af ævintýra- hneigð og athafnaþrá. Hið snjalla við hugmynd Baden Powells var það, að nota þessa hópa í þágu upp- eldisins og nota þannig æv- intýrahneigð drengjanna, til að þroska þá, svo að þeir verði góðir og nýtir borgarar. — Margra ára reynsla hefur svnt, að hann hafði rétt fyrir sér og það er ekki of mikið sagt, þó að því sé haldið fram, að flokkakerfið sé ein bezta uppeldisaðferð, sem komið hefur fram til þessa. Flokkakerfið sætti andstöðu fyrst í stað, og það varð til þess, að mikla erfiðleika þurfti að yfirstíga, áður en hægt var að starfrækja skáta- hreyfinguna eftir flokkakerf- inu út í yztu æsar. En þetta er rangt. Flokksforinginn má ekki vera mikið eldri en 16 ára og það verður að veita honum eins mikið traust og ábyrgð, og framast er unnt. Fjórir til fimm flokkar mynda sveit, sem stjórnað er af fullorðnum manni, og það er verkefni þessa foringja, ,að leitast við að láta hinn rétta anda ríkja í sveitinni. Hann á að sjá um að starfað sé að réttu marki. Sveitarforinginn kennir flokks foringjunum námsefn- ið fyrir hin ýmsu skátapróf, eins og hann vill, að þeir kenni skátunum það. Hann er eins og stóri bróðjr þessara flokksforingja, sem reynir að ala þá upp í anda skátahreyf- ingarinnar, með því að vísa til sómatilfinningar þeirra og fullnægja athafnaþrá þeirra á heilbrigðum grundve'Ii. Með samvinnu við foreldra á hann að skapa drengjunum griða- stað, þar sem þeir geta stund- að heilbrigða tómstundaiðju, sem gæti orðið góð hjálp við uppeldisaðferðir heimilanna og skólanna. Flokksforingjarnir eiga að finna, að þeir eru með í að stjórna sveitinni og gera áætl- anir fyrir framtíðina. Sveit- arforinginn á aðeins að vera ráðgefandi á yfirborðinu og reyna að fá dregnnina til að velja hið rétta. Hið sjálfstæða flokkastarf verður að vera stórt atriði í sveitinni. Flokksfundur viku- g 1. júlí 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ IM Núverandi stjór búa: Efri röð, vinstri: Marinó Ji Eiríkur Skarphéðin urbergur Þórarinss lega og flokksferð lega undir stjórn ingja, eru fastir lit flokksins. En í sve það ferð og fundur lega, auk þess sem s búðir, páskaútilega er á áætlun flesi sveita. Það er mil finna rétta afstöðu r og sveitarstarfsins i foringinn verður a bá freistingu, að g flokksstarfið og ií verksvið flokksforin Fólk utan hreyfingi foreldrum finnst o rnundi skapa meiri betri stjórn, en við ar uppeldisgildi flc ins. Sveitarforingjar oft með því, að þeii haft neina drengi, haft flokksforingjc en það er misskili hver sá, sem gerist insi, verði að hafa hæfileika til forii ^að eru mjög fáir, hann, en það er st: foringjans að þjálfa s^o að þeir geti st ’ögum sínum. Markmiðið er el heldur er prófið lið aðferð, sem við nol ná takmarkinu. FORINGJAR. Hli skátunum hefur vil; hæfileika til að hs starfi innan hreyf sem foringjar. Hin svn, sem þeir hafi skátastarfið, innan f’okksins, hefur val hiá þeim, til að s æsku landsins og þ Aðstoffarsveitarfori arforingi hefur vai aðstoðarsveitarforir að hjálpa sér við hað er eðlilegt að arnir verði aðstö foringjar í sinni sv ekki er þörf fyrir ' i annarri sveit. Sve sem er einkenni ai verður að hverfa, r starfa i dróttskát og í staðinn þarf stolt og umhyggja í inu, Bandalaginu hreyfingunni í he • <

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.