Alþýðublaðið - 27.07.1962, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 27.07.1962, Blaðsíða 5
IMMMMHMHHHWUHMMMMWMHMUHKWHMMIHMMMHMMMIUWWHWWHUVHW| £ EINS og Alþýðublaðið sagði frá í fyrradag, Iaskaðist sjúkra flugvél Björns Pálssonar I lendingu á Reykjavíkurflugvelli Svona leit skrúfan út eftir ó- happið. Alþýðuflokksmennirnir Jón Sigurðsson og Jón Þorsteinsson mótmæltu niðurstöðu meiri- hiuta gerðardómsins um sítdar kjörin og greiddu sératkvæði. Hér fara á eftir skýringar þeirra á afstöðu sinni: ★ Greinargerð Jóns Sig- urðssonar ásamt sérat- kvæði. Þegar slitnaði upp úr samn ingaumleitunum um síldveiði- kjörin milli sjómannasalitak- anna innan A.S.Í. annars vegar og samningsnefndar LÍÚ hins vegar, var ágreiningur aðalr lega um tvö atriði, sem ekki náðist samkomulag um, þ.e. hlutarkjörin og aukahl.ut mat- sveins. Ágreiningur var þó ekki um hlutarkjörin á þeim skipum, er höfðu hvorugt hinna nýju tækjaj, sjálfvirka síldarleitar- tækið (asdic) og kraftblökk. Hins vegar var krafa útgerðar' manna um mjög mikinn lækk aðan aflahlut manna á skipum sem höfðu annað hvort tækið eða bæði, og reyndist það bil sem á milli var óbrúanlegt og töldu sáttasemjarar því frekarl samningstilraunir tilgangs- lausar og voru þá gefin út bráða birgðalög um að skipaður skylgi gerðardómur er ákveða skyldi ráðningarkjör síldveiðisjó- manna fyrir sumarið 19G2. Gerðardómurinn hefur, samkv. beiðni, fengið í hendur áætlanir frá Fiskifélagi íslands um aflamagn og útgerðarkostn að síldveiðináta sumarið 1862, annars vegar mcð hinum nýju tækjum og hins vegar án þeirra og kemur þar greinilega fram, svo ekki verður um villst, að þrátt fyrir aukinn útgerðar- kostnað vegna tilkomu • tækj- anna, eru möguleikar þeirra skipa er þau hafa, áætlaðar það mikið meiri, að miðað við á- ætlaðan meðalafla og óbreytt skiptakjör skipshafnar, er ekk ert sambærilegt hvað útgerð skipsins með tækin er miklu hagkvæmari fyrir útgerðar- manninn en útgerð þess skips, sem hvorugt tækið hefur. Skilaði ég því sératkvæði varðandi 2. og 3. gr. úrskuröar- ins og var tillaga mín, að þær yrðu sem hér segir: 2. gr. Um skiptakjör á herpi- nótaveiðum. Á síldveiðum með herpinót greiðist til skipverja 38% af heildaraflaverömæti skipsins (brúttó) er skiptist í jafn marga staði og menn eru á skipi, þó aldrei í fleiri en 18 staði. 3. gr. Um skiptakjör á hr’ng- nótaveiði. Á síldveiðum með hringnót skal hlutur skipverja af heildar aflaverðmæti skipsins (brúttó' vera sem hér segir: I. Á skipum undir 60 rúml. 40,5% er skiptist í 10 staðt. Á skipum 60-119 rúml. 40% er skiptist í 11 staði Á skipum 120-239 rúml. 39% er skiptist í 12 staði. Á skipum 240-300 rúml. 39% er skiptist í 13 staði Á skipum yfir 300 rúml. 39% er skiptist í 15 staöi. II. Á öllum hringnótaskipum þar sem nótin er tíregin með handafli eða „snörluð" inn í skipið greiðist til skipverja 40,5% af brúttóafla skipsins er skiptist í 10 staði, á skipum und ir 60 rúml., og í 11 staði á skip um sem eru 60 rúml. eða þar yfir. Aldrei skal skipta í fleiri staði en menn eru á skipi í hverri veiðiferð. ★ Sératkvæði Jóns Þor- steinssonar um skipta- kjör á hriugnóíaveiðum Ég tel að II. liður 3. gr. úr- skurðarins, er fjallar um skipta kjör á hringnótaskipum, sem hafa annað hvort sjálfvirkt síld arleitartæki eða kraftblökk eða hvort tveggja, eigi að vera á þessa leið: a. Skip undír 60 rúml. 37,5% , í 10 staði. b. skip 60-119 rúml 37% í 11 staöi. c. Skip 120-239 rúml. 36.5% í 12 staði. d. Skip 240-300 rúml. 36% í 13 staði. e. Skip yfir 300 rúml 35,5% í 14 staði. Eftir að veiði hefir náð kr. 700 þús. að verðmæti á skipum allt að 119 rúmlestir (a og b) og _einni_milljón króna á skipum 120 rúmlestir og stærri (c og d og e) hækkar hlutur skip- verja af því aflaverðmæti sem umfram er um 2% og verður þá samkv. a,-lið 39,5% o.s.frv. Aldrei skal skipt í fleiri staði en menn eru á skipi. Ég er samþykkur úrskurðin um í öðrum atriðum. London, 26. júlí. NTB. Brezki Verkamannaflokksfor- inginn Hugh Gaitskell réðst mjög harkalega að brezku íhaldsstjórn- inni í neðri málstofu brezka þings ins í dag. Var vantrauststillaga Verltamannaflokksins til um- ræðu og borin fram í tilefni hinn ar stórkostlegu breytinga Mac- millan forsætisráðherra á ríkis- stjórninni. Gaitskell skoraði á for sætisráðherrann að segja af sér og efna til nýrra kosninga. Kvað hann breytingarnar á ríkisstjórn- Leiörétting SÚ misritun varð í blaðinu i gær í viðtalinu við Bjanio M. Gísla son um stofnun lýðháskóla á ís- landi, að nafn þess manr.s. sem fyrstur hreyfði hugmyndinni urn stofnun lýðháskóla í Skálholti, varð Egill Halldórsson í stað Egill Hallgrímsson. Er Egill Hallgrímsson beðinn velvirðingar á þessum mistökum. inni líkastar örvæntingarfullu fálmi manns I örvæntingarfujízi aðstöðu. Ráðherrarnir sjö, sersn urðu að fara úr stjórninni, eru ekki einir ábyrgir fyrir því erfiða efnahagsástandi sem landinu hef- ur verið komið í, sagði Gaitskell. Afsögn ráðherranna væri stað- festing forsætisráðherrans á sinni eigin misheppnuðu stjórnar- stefnu. í ræðu þeirri, er Macmillan hélt á eftir, og beðið hafði verið með mikilli eftirvæntingu sem einhverri þýðingarmestu ræðunni í stjórnmálaferli hans, svaraði hann ásökunum Gaitskell og kvað íhaldsflokkinn á ellefu ára stjórnarferli sínum hafa endur- reist Stóra-Bretland jafnt félags- lega sem efnahagslega. Væri þnfl í dag fremst í flokki stærstu- þróunarlanda heimsins. Breyting-- arnar á ríkisstjórninni væru ó- sköp eðlilegar, nýir herrar kæmu með nýjum siðum. Forsætisróð- herrann sagði, að þótt miklar breyt ingar hefðu orðið á kjörtímabili núverandi stjórnar, þá væru þó stærstu breytingarnar enn ógeið- YFIRSTANBANDI sumar hefur verið eitt það erfiðasta um árabil fyrir bændur. Sláttur hófst yfir leitt ekki fyrr en\ hálfuni mánuði til þrem vikum seinna en vcnju- lega, og lieiur grasspretta verið undir meðallagi. llætt ev við að bændur fæklci mjög á fóðrum í haust. Þessar upp'vsingar íékk blrðið í gær hjá Steingi’ími Stéinþórssyni búnaðarmálastjóra. Sagði hann.að fyrst núna siðustu riagana hafi tíð verið skapleg til að hægt yrði að Blaðamannaklúbburinn verð- ur opinn í kvöld, föstudags- kvöld frá klukkan 8V2. hefja slátt. Fyrri sláttur er nú víðast hvar hafinn, og sumir bænd ur hafa náð upp töluverðu af heyj um. Þó er líklegt að fáuni bændum takisb að slá i annað sinri é sumr inu. Norð-austan lands er ástandið verst, en þar er víða niikið kal í túnum eftir veturinn. Klaki fór víðast hvar mjög seint úi jörðu. og var t.d. ekki hægt að setja .uið ur kartöflur fyrr en nokkrum vik um eftir venjui.egan tínia Uppsker an kemur því séint, og sömu sögu- er að segja um annað grænmeti og kál. Hætt er við, að þetta hafi þau áhrif, að'bændur verða að leggja í mikil fóðurkaup, og margir geti orðið uppiskroppa með hey íyrir næsta vor. Þá munu bæmhir ugg laust setja á mun færra en i fyrra, og þvt fleira koma i sláturhúsin. Bændur á Suðurlandsundirlendi eru nokkuð betur staddir, en bænd ur á Norð-austurlandi. AXinna er um kal og veðráttan hér hefur ver ið heldur hagstæðari. ALÞÝÐUBLAÐI0 - 27. júlí 1962 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.