Alþýðublaðið - 31.07.1962, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 31.07.1962, Blaðsíða 15
viíl vekja athygli síldarstúlkua á J»ví, að þótt söltun kunni að vera lokið f (TTKS(jY¥5) bráð, þá eiga allar stúlkur, SEM A j ANNAÐ borð hafa fengist SÍLDARSÖLTUN I SUMAR, fullan rétt til þátttöku f síldar- stúlknahappdrætti okkar. Aðalvinningurinn er 3.000 krónur, °E svo eru tveir 1.000 króna vinningar að auki. — Þátttaka bosl ar ekkert. Skilyrðið er aðeins eitt: Að þú hafir saltað síld f sum ar. Sendu okkur meðfylgjandi seðil sem fyrst. Við drögum 15. september. Síl d arstúlknahappdrætti Alþýðubladsins NAFN SOLTUNARSTOÐ LÖGHEIMILI (OG SIMI) STAÐFESTING ATVINNUREKANDA: Ofanrituð stúlka hefur unnið hjá okkur í sumar og hefur því öll réttindi til þátttöku í sildarhappdrætti Alþýðublaðsins. Neville Shute þá hafði ég ekki afrekað nokk- urn skapaðan hlut, alls ekkert. Við höfðum bara getað sett tösku læknisins út og Guð mátti vita hvenær hann gat nálgast hana aftur. í henni voru öll hans áhöld. Ég stóð upp og gekk um gólf, til þess að dreifa huganum. Ég stillti loftvogina, og svo fór ég að skoða myndirnar. harna voru heilmargar myndir af Johnnie Paseoe síðan úr fyrra stríði, sem ég hafði ekkert litið á. Þarna var hópmynd af flugmönnum tekin að sumarlagi, þeir stóðu á túni, sem sennilega var flugvöllur, því í baksýn var heljarmikiil braggi. í>eir voru allir ungir og allir voru þeir klæddir einkennisbúning- um. Einn þeirra virtist vera bandaríkjamaður eftir einkennis- búningnum hans að dæma. Með gulnuðu bleki var skrifað Ég skoðaði myndina betur, og sá að Paseoe var hægra megin á henni. Hann var með einhvern torkennilegan hlut um hálsinn, sem ekki tilheyrði einkennisbún- ingnum. Mér sýndist það helzt vera silkisokkur. Þarna var mjög góð mynd af orrustuflugvél, myndin var tekin á hlið þegar vélin var á flugi. Vélin var merkt brezka flughern- um. og sumstaðar á skrokkinn voru málaðir svartir og hvítir ferhyrningar. Miðað við það liversu stór flugmaðurinn sýnd- ist, þá var þetta mjög lítil vél. Mér datt í hug að þetta væri Sopwith Camel, en ég var alls ekki viss, vegna þess að ég hafði aldrei séð slíka vél. Hún var vopnuð tveim vélbyssum. Flugmaðurinn sneri andlitinu að myndavélinni. Það hefði vel get- að verið Johnnie Paseoe, en ekki var hægt að fullyrða neitt um það. Flugvélin var brúnleit, af- skaplega hrein og þokkaleg. Hún virtist vera alveg ný þégar myndin var tekin. r Þarna var fjöldinn allur af myndum úr fyrra stríöinu, allar innrammaðar og hengdar upp á vegg. Þær voru alltof margar til þess að ég gæti melt þær svona á stuttri stundu. Þær voru allar teknar áður en ég byrjaði að fljúga. Þær minntu mig á á- huga minn á flugi, sem hafði enzt alveg síðan í æsku. Þær minntu mig á hæggenga hreyfla og reykský frá hreyflunum, — á það hvernig klæðingardúkur- inn var viðkomu og benzínlykt- ina i flugskýlinu. Þær minntu mig á loftstrauminn, sem lék um höfuð manns í þessum opnu vélum, og þegar maður setti upp gleraugun áður en lent var. Hvernig maður kom inn yfir völlinn í beygju og renndi vél- inni yfir limgirðinguna næst vellinum og lenti svo mjúklega á grasinu. Ég uppgötvaði að ég var búinn að gleyma hiuta æsku minnar. Svona hlaut æska Johnnie Pascoe, að hafa verið líka. Hann hlaut að hafa lært að fljúga árið 1916 eða þar um bil. Fjórtán árum á undan mér. Ef mér fannst þetta vera til- komumikið, hvað skyldi honum þá finnast? Kannski hafði hann lært að fljúga í þessari gríðar- stóru tveggja manna vél, sem var með hreyfilinn bak við flug- manninn. Ætli þetta hafi verið Farmain-vél? Eða Rumpety? Þessa vél þekkti ég þó. Það var Avro 504,K, Ég hafði flogið með Avro-vél þegar ég var tólf ára snáði, það var í fyrsta skipti sem ég kom upp í flugvél. Þegar Johnnie hafði lært að fljúga hafði þetta sennilega verið bezta vél, sem völ var á. Há- markshraði hennar var 70 mílur á klukkustund. Þegar hann hafði lært að fljúga, var flugið álitið ævin- týraspil, sem oftastnær hefði heimsstyrjöldinni höfðu margir flugmenn látið lífið, vegna þess að ekki var vandað nóg til vél- anna. Þær voru framleiddar í flýti og það var mikiil skortur á flugmönnum. Þá var ekkert verið að hugsa neitt u mþjálfun. Þeir voru sendir til Frakklands sem hermenn og skylda her- mannsins var að berjast. Þá fengu þeir ekki frí þegar þeir höfðu farið svo og svo margar ferðir eins og seinna varð. Þeir liéldu áfram að fljúga, oft tvær og þrjár ferðir á dag, þangað til að þeir voru skotnir niður. eða fluttir helsærðir á spítala. Þannig hafði æska Johnnies verið. Þeir höfðu viljugir geng- ið á móts við dauðann .Þannig hafði líf hans verið þegar þessi mynd var tekin af honum lilæj- andi við hlið Judy. Allt sem hann hafði gert þá hlaut að hafa mótast af þcssu. Mér fannst ég vel geta gert mér þetta í hugar- þetta, jafnvei þótt hún lifði það að verða hundrað ára gömul. Hún var bitur illgjörn kona, en hún var þannig vegna þess að hún skildi ekki hvað um var að ræða. Hvað svo sem hafði kom- ið upp á milli Judy og Johnnie Pascoe hlaut að hafa skeð skömmu eftir fyrra stríð. Hann hlýtur að hafa átt óskaplega erfitt með að laga sig að nýju lífi þegar stríðinu lauk. Nú var dauðinn ekki lengur á næsta leyti . . . hvað kom í hans stað. Johnnie hafði haldið áfram að fljúga. Ég hafði aldrei heyrt getið um að hann hefði starfað við nokkuð annáð. Nú var ég að verða syfjaður og tilbúinn til að fara í rúmið. Ég var hættur að hafa á- hýggjur út af Marian Forbes, hún var eitthvað svo langt í burtu frá þessu öllu, eins og Eskimói næstum því. Ég kast- aði sígarettustubbnum í eldinn. Það var aðeins eftir glóð í við- ar drumbnum, það mundi vera allt í lagi með það, hún mundi endast til morguns. Það var enn dálítið eftir í glasinu og ég lauk við það og virti fyrir mér Ijós- myndirnar í horninu. Þarna var eins manns vél, tvíþekja og efra vængbarðið kom beint út frá sæti flugmannsins. Þetta hlaut að vera Sopwith Dolphin. Þessi var eins og hún hallaðist aftur á bak. Hún gæti verið af gerðinni D. H. 5. Mikið hlaut hann að elska þessa tið, fyrst hann geymdi allar þessar myndir. Ég fór inn í svefnherbergið, því nú var ég orðinn grútsyfjað- ur. ' Ég hafði ekki orðið þess var, en frú Lawrence hlaut að hafa komið aftur og búið um rúmið. Hrein náttföt lágu ofan á sænginni. Ég var bara með bakpoka með hlýjum fötum í, flughjálmjnn og nokkra nauð- synlega gripi, það hafði ekkert pláss verið fyrir náttföt. ég gat — auðveldlega komizt af án þeirra eina eða tvær nætur. En nú lagði Johnnie til náttföt, eins og reyndar allt annað í þessu herbergi. Þarna var rakvélin hans. hár- burstarnir, þvottadótið og hand- klæði allt reiðubúið handa mér, ef ég vildi. Myndirnar komu mér til þess að velta vöngum yfir lífi hans. Það voru meira að segja myndir í svefnherb- erginu. Þarna var mjög stór innrömmuð mynd af fyrstu gerð- inni af Handley Page sprengju- flugvélunum 0.400 gerðinni, við hlið hennar var Camel vél á flugi. Það var greinilega til þess að sýna stærðarmuninn. Á Camel vélinni voru svartir og hvítir férningar, eins og á mörgúm öðrum vélum, sem þarna voru myndir áf. Tvær myndir voru þarna af orrustuvélum, sem ég hafði aldrei séð áður, ennfrem- ur var ein mynd af vél af gerð- inni S. E. 5. Þarna beið rúmið hans eftir mér og náttfötin lágu ofan á því. Ég fór úr fötunum og í nátt- fötin, burstaði tennurnar við þvottaskálina, og fór upp í. Ég slökkti náttborðsljósið og lagðist til svefns, þreyttur eftir 36 stunda vöku. Það var enn hvasst úti. Vindurinn og regnið lömdu húsið utan og buldu á bárujárnsþakinu. Ég ætlaði svo að hringja í Sheilu, þegar ég vaknaði. Hún mundi ekki vera farin að hafa neinar áhyggjur af mér ennþá, því klukkan var ekki nema fimm, þó að það væri orðið dimmt úti. Við yrðum að koma Jonnie til hjálpar um leið ag veðrinu slotaði. Ég vissi ekki hve lengi maður með brotna höfuðkúpu gat lifað án þess að fá læknis- hjálp, sennilega ekki nema í einn eða tvo daga. Ég hefði átt að spyrja lækninn að því. Ég hugsaði um það hversu rnikinn tíma við hefðum haft, en nú skipti það engu máli. Ég hafði brugðizt í fyrri ferðinni, vegna þess, að ég gleymdi þessu með dyrnar. Ég vissi að Johnnie mundi ekki álasa mér fyrir það, því einhvern tíma verður okkur öllum eitthvað á. Nú varð ég að bæta fyrir þessa skyssu mína og koma lækninum til hans. Jafnvel þótt ég yrði að binda læknirm á höndum og fótum og troða honum inn í flugvélina, því annars var Johnnie Pascoe dauðans matur. Nú var ég alveg að sofna, í rúminu hans og á koddanum hans. Ef hann skyldi deyja, þá mundi hann allavega vita, að við hefðum gert allt sem hægb var til að reyna að bjarga honum, Hann mundi leita aftur til þessa litla húss hér við flugt ! völKim, það er að segja ef menn ferðast eitthvað eftir dauðann. Þetta var heimili hans, eina nt- j hvarfið hans. Hér geymdi hann forna fjársjóði frá gamalli tíð, Einhversstaðar í þessu herbergi mundi herkrossinn hans vera geymdur, Sénnilega í einhverri af kommóðuskúffunum. Einhversstaðar væru sennilega minjagripir um Judy .... silki- sokkurinn, sem liann hafði verið með um háisinn, þegar hann var að fljúga fyrir fjöritíu árum. Þessar gömlu vélar . . . .le Roh- nes og Clergets. Það var svoddan hávaði í þeim, alltaf fann mað- ur líka lyktina af smurolíunni frá mótornum. Olíuúðinn sett- ist á flughjálminn og flugjakk- ann manns. Það var dásarnlegt að fljúga þeim, þær létu svo vel að stjórn og voru svo gang- þýðar. Uppi í skýjaþykkninu gat ég farið í spinn og gert allar mögulegar kúnstir í Camel-vél- inni minni, bara með því að snerta stjórntækin aðeins með neðst á myndina: ST. OMER dauða í för með sér. í fyrri 1918. lund, því ég fekk að reyna nokkuð þessu iíkt síðar. Marian Forbes mundi aldrei geta skilið ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 31. júlí 1962 15

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.